Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 1
100 SIÐURB/C 211. TBL. 84.ARG. ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS • • Búist við að OSE lýsi kosningarnar í Bosníu gildar Ovíst hver mun stýra forsætisráði Sarajevo. Reuter. FYRSTU tölur bentu til þess að leið- togar stjórnarflokka múslima og Serba hefðu unnið stórsigur í fyrstu kosningunum sem fram fara í Bosn- íu eftir að stríðinu lauk þar í landi. í kosningum til þriggja manna for- sætisráðs landsins höfðu Alija Izet- begovic, forseti Serbíu, og Momcilo Krajisnik, frambjóðandi Serba, ör- ugga forystu en of snemmt var að segja til um það hvor þeirra hlaut flest atkvæði og verður þar með for- seti forsætisráðsins. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem hefur eftirlit með kosningunum, kveðst ekki hafa al- varlegar athugasemdir við fram- kvæmd þeirra og er búist við því að stofnunin muni lýsa þær gildar þegar ailar kærur hafa verið teknar fyrir. Talið er að kjörsókn hafi verið um 70%. Samkvæmt fyrstu tölum hafði Izetbegovic, frambjóðandi Lýðræðis- hreyfingarinnar, hlotið um 75% at- kvæða múslima til forsætisráðsins, en helsti keppinautur hans, Haris Silajdzic, fyrrverandi forsætisráð- herra, um 25%. Talið er að Silajdzic kunni að koma í veg fyrir að Izet- begovic hljóti flest atkvæði til forsæt- isráðsins, jafnvel þótt múslimar séu ijöimennastir á kjörskrá í Bosníu. Fyrstu tölur úr kjördæmum Bosn- íu-Serba bentu til þess að Krajisnik, frambjóðandi serbneska iýðræðis- flokksins, sem ræður lögum og lofum á svæði Bosníu-Serba, hefði hlotið um 83% atkvæða þeirra en aðal- keppinautur hans, Milan Ivanic, frambjóðandi Lýðræðislegu föður- landsfylkingarinnar, um 15%. Þá hafði Króatinn Kresimir Zubak, hlotið langflest atkvæði Bosníu-Kró- ata en hann er frambjóðandi Króat- íska lýðræðissambandsins. Mörg dæmi voru um, að fólki, í flestum tilfellum múslimum á svæð- um Bosníu-Serba, væri meinað að neyta atkvæðisréttar síns. Þá lýsti Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum sínum vegna þess að flóttamenn hefðu ekki kosið af ótta við að fara yfir á svæði and- stæðinganna. ■ Helsta áhyggjuefnið/22 ■ Ellemann-Jensen nefndur/22 Slökustu nemamir sendir í kirkjuskóla New York. Reuter. BORGARYFIRVOLD í New York hafa ákveðið að leggja út í um- deilda tilraun í menntamálum, sem felst í því að lélegustu nem- endur grunnskóla borgarinnar verða sendir í einkaskóla kaþólsku kirkjunnar. Kennsla hófst í grunnskólum New York í síðustu viku en nem- endur eru 90.000 fleiri en skóia- stofur taka. Því fer kennsla fram á göngum, í búningsklefum og öðrum kytrum og verða margir að sitja á gólfum vegna stóla- skorts. Kennt er á vöktum í sum- um skólanna. í fátækari hverfum bætist ógn eiturlyfja og ofbeldis við og víða koma börnin um málmleitarhlið inn í skólann sem þau yfirgefa í lok skólaskyldunnar varla læs eða skrifandi. Ástandið í opinberum skólum er í algerri mótsögn við einka- skóla kirkjunnar þar sem snyrti- legir skólabúningar eru táknrænir fyrir gamaldags kennsluaðferðir. Uþeim spjara nemendur sig að jafnaði miklu betur. Af þeim sökum aurar mörg verkamannafjölskyldan saman fyrir skólagjöldum, jafnvirði 200.000 króna á ári, í kirkjuskól- unum og sendir börn sín fremur þangað en í ókeypis borgarskóla. „Afhendið okkur börnin og við gerum úr þeim menn,“ sagði kirkjan er hún bauðst til að taka við verst settu nemendum borgar- skólanna. Vegna almennrar gremju með ástandið í skólunum hefur Rud- olph Giuliani borgarstjóri samið við John O’Connor kardinála um að nýta laust pláss í kirkjuskólun- um og taka við um 5% nemenda borgarskólanna. Greiðir borgin skólagjöldin. Yfir því hafa réttindasamtök reiðst og segja það andstætt stjórnarskránni að veita skattfé almennings til trúarstofnana. Búist við nýiu vopna- hléi IRA Belfast. Reuter. LEIÐTOGAR írska lýðveldishersins (IRA) eru sagðir áforma að lýsa yfir vopnahléi í hryðjuverkahernaði sem ætlað hefur verið að binda enda á 25 ára völd bresku stjórnarinnar í Norður-Irlandi. Blaðið Irish Times sagði í gær að leiðtogar IRA ráðgerðu að halda leynilegan fund um vopnahlésmálið. Samtökin rufu 17 mánaða vopnahlé í febrúar er þau hófu nýja sprengju- herferð í Englandi. Þrír mánuðir eru nú liðnir frá síðasta tilræði. írska blaðið Irish Independent sagði að æðstu foringjar IRA vildu lýsa yfir vopnahléi að nýju. Martin McGuinnes, einn helsti forsprakki Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sagðist ekkert vita um áform leið- toga IRA. Bandaríkja- menn í Kúveit BANDARÍKJAMENN héldu í gær áfram að efla liðsstyrk sinn á Persaflóa og eru þar nú tvö flugmóðurskip auk her- manna og torséðra Stealth- sprengiflauga í Kúveit og B-25 sprengiflugvéla á herstöð Breta á Diego Garcia í Ind- landshafi. William Perry, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, skor- aði í gær á íraka að hætta að setja upp eldflaugar til loft- varna á flugbannsvæðinu í suð- urhluta íraks, sem ákveðið var að stækka til norðurs þegar írakar sendu liðsafla til að styðja eina fylkingu Kúrda í norðurhluta Iraks. Bandaríkjamenn ákváðu á föstudag að senda fimni þús- und hermenn til Kúveits til viðbótar við þá, sem fyrir voru. Hér sjást tveir þeirra stafla sandpokum í eyðimörkinni skammt frá landamærum Kú- veits að írak. Aðþrengd járnbraut- arlest YFIRVÖLD í 37 héruðum í Ví- etnam hafa hleypt af stokkun- um samræmdu átaki til að auka öryggi járnbrautarsamgangna. í því skyni verða hús í ákveð- inni fjarlægð frá járnbrautar- teinum jöfnuð við jörðu. Víða í landinu hefur verið byggt alveg upp að járnbrautum og komast lestarnar vart leiðar sinnar án þess að strjúkast utan í bygg- ingar, eins og myndin frá miðri Hanoi-borg sýnir. Þá hafa hjólabretti verið bönnuð í borg- inni til þess að auka enn frekar á umferðaröryggi. Glæpamálin í Belgíu Samskipti þjóðar- brotanna versna Brussel. Reuter. SAMSKIPTI Flæmingja og Vallóna í Belgíu versnuðu enn í gær þegar Luc Van den Brande, forsætisráð- herra Flæmingjalands, sakaði starfs- bróður sinn í Vallóníu eða franska hlutanum um óheiðarleika. Glæpa- málin, sem komið hafa upp í Belgíu að undanförnu, hafa kynt undir tor- tryggni milli þjóðarbrotanna. „Eg hef komist að þeirri niður- stöðu, að þú ert óheiðarlegur maður út í gegn,“ 'sagði í opnu bréfi, sem Van den Brande sendi Robert Coll- ignon, forsætisráðherra Vallóníu, en tilefnið var það, að Collignon hafði spurt Jean-Luc Dehaene, forsætis- ráðherra sambandsríkisins, hvort hann styddi „aðskilnaðarbaráttu" Van den Brandes. Ásakanir um óráðsíu Meiri velmegun er meðal Flæm- ingja en Vallóna, sem svara yfirleitt ásökunum Flæmingja um bruðl og óráðsíu með hótunum um að kljúfa ríkið og sameinast Frakklandi. Hafa glæpamálin í landinu verið sem olía á eldinn, sérstaklega eftir að kunn- ur, flæmskur stjórnmálamaður sak- aði yfirvöld í Vallóníu um að deila út tryggingabótum án eftirlits. Það, sem hann átti einkum við, var, að hjónin, sem hafa verið hand- tekin fyrir barnarán og barnamorð, voru á alls konar bótum og það ríf- legum þótt maðurinn, sem dæmdur hafði verið fyrir að nauðga stúlku- börnum, ætti allt að 12 húseignir. Upplýsingar um morðið á Ándre Cools, fyrrverandi ráðherra í Vallón- íu, hafa ýtt enn frekar undir þá til- finningu, einkum meðal Flæmingja, að í landinu búi tvær þjóðir og væri best, að þær skildu að skiptum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.