Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.09.1996, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Leitað að bana- mönnum Cools Ekki vitað hvort þeir eru lífs eða liðnir Brussei. Reuter. YFIRVOLD í Belgíu hafa gefið út alþjóðlega skipun um handtöku tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa ráðið belgíska stjórn- málamanninn Andre Cools af dög- um. Skýrði belgísk útvarpsstöð frá þessu í gær en það hafði ekki verið staðfest opinberlega. Útvarpsstöðin sagði, að menn- irnir, ættaðir frá Túnis, hefðu komið til Belgíu frá Sikiley og farið þangað aftur að morðinu loknu. Hefðu þeir verið 19 og 26 ára að aldri á þessum tíma, í júlí 1991, og verið búsettir í Arigento- héraði. Hefðu þeir fengið 1,7 millj- ónir ísl. kr. fyrir að myrða Cools en ekki væri vitað hvort þeir væru enn á Sikiley eða yfirleitt hvort þeir væru lífs eða liðnir. Sex manns hafa verið hand- teknir og sakaðir um að hafa Uppsagn- ir valda streitu London. The Daily Telegraph. ÞAÐ getur haft hin verstu áhrif á heilsuna að segja manni upp störfum. Kemur þetta fram í könnun, sem breska stjórnun- arstofnunin hefur birt. í skýrslunni segir, að upp- sagnir séu það, sem mestri streitu valdi hjá háttsettum stjórnendum, en annars eru það lágt settir stjórnendur, sem streitan leikur yfírleitt verst. Aðeins 9% þeirra sögðust hlakka til að fara í vinnuna, 7% fannst þeir ráða vel við vinnuna og tæpur þriðjungur velti því oft fyrir sér að skipta um vinnu. Níu af tíu stjórnend- um sögðu, að streitan hefði slæm áhrif á andlega líðan sína, frammistöðu, heilsufar og sam- bandið við fjölskylduna. { skýrslunni, sem heitir „Þjást stjórnendur af streitu?", er komist að þeirri niðurstöðu, að svo sé og miklu fremur nú en áður. 1993 kváðust 40% stjórnenda vinna of mikla eftir- vinnu en 53% nú. Roger Young, framkvæmda- stjóri stjórnunarstofnunarinn- ar, segir, að menn verði að losa sig við þá firru, að það sé karl- mannlegt að láta á engu bera þótt streitan sé að sliga þá og ráðið sé að auka samstarf og stuðning milli einstaklinga. skipulagt morðið á Cools, þar á meðal Alain Van der Biest, fyrr- verandi ráðherra í Valióníu, frönskum hluta Belgíu. Nafnlausar upplýsingar Komst málið á skrið þegar lög- reglunni bárust nafnlausar upplýs- ingar um banamenn Cools og þá, sem hefðu skipulagt morðið. Talið er, að það hafi verið framið til að koma í veg fyrir, að hann fletti ofan af spillingu innan sósíalista- flokksins í Vallóníu. Rannsókn á morði Cools síðustu fimm árin hefur flett ofan af spill- ingu í vallónska sósíalistaflokknum og í belgíska stjómkerfinu og leitt til þess, að fjórir ráðherrar og Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO, urðu að segja af sér og einn hers- höfðingi framdi sjálfsmorð. Reuter Biskup hvarf EKKERT hafði spurst til ka- þóiska biskupsins af Argyll, Rod- ericks Wrights, í heila viku þar til í gær að hermt var, að hann hefði tilkynnt páfa um afsögn sína. Varð mikið uppistand í kirkju séra Rodericks er hann og fráskilin þriggja barna móðir hurfu samtímis og herma fjölm- iðar, að þau hafi tekið saman. Var Roderick sálusorgari hennar og hjálpaði henni í gegnum skilnaðinn við mann sinn. CC> VSI' SP-FJÁRMÖCNUN HF Vegmúli 3 • 108 Reykjavík • Simi 588-7200 • Fax 588-7201 Reuter STUÐNINGSMENN Norðursambandsins á Ítalíu hlýða á Umberto Bossi, leiðtoga flokksins, lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis, Padaníu, í Feneyjum á sunnudag. Lýst yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis á Norður-Ítalíu Lítill stuðningur við „sjálfstæða Padaníu“ Feneyjum. Reuter. UMBERTO Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins, lýsti á sunnudag yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis í norður- hluta Ítalíu en aðskilnaðarstefna hans reyndist ekki njóta jafn mikils stuðnings og hann vænti. Þeir sem tóku þátt í þriggja daga „frelsishá- tíð“ Bossis meðfram Pó-fljóti um helgina voru mun færri en þeir sem sóttu útifund andstæðinga hans í Mílanó á sunnudag. Bossi lýsti því yfir að „Padanía" væri „fullvalda og sjálfstætt sam- bandslýðveldi" með eigin stjórnar- skrá og skipuð hefði verið bráða- birgðaríkisstjórn. Hann kynnti enn- fremur skrá um borgaraleg réttindi íbúanna og boðaði stofnun þjóðvarð- liðs til að verja ríkið. Fini lýst sem sigurvegara Bossi hafði vonast til þess að milljón manna færi að bökkum Pó um helgina til að láta í ljósi stuðning við aðskilnðarstefnuna. ítalskir fjöl- miðlar áætluðu að um 130.000 manns hefðu mætt við fljótið og 18.000 voru viðstaddir þegar Bossi lýsti yfir stofnun lýðveldisins í Fen- eyjum á sunnudag. Mun fleiri, eða 150.000 manns, mættu hins vegar á útifund í Mílanó til að mótmæla stefnu Bossis sama dag. Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóð- arbandalagsins, hægriflokks sem er öflugastur í suðurhlutanum, stóð fyrir útifundinum og ítalskir fjöl- miðlar lýstu honum sem sigurvegara helgarinnar. „Stjórnarflokkarnir hafa sýnt að þeir eru veikir og vita ekki hvernig bregðast eigi við tiltæki Bossis, láta nægja að hæðast að honum," sagði Giulio Anselmio fréttaskýrandi dag- blaðsins Corríere della Sera. „Fini var sá eini sem hafði þor til að ganga fram á völlinn og taka áskor- uninni." Enn talinn öflugur Andstæðingum Bossis var létt þegar í ljós kom að aðskilnaðar- stefna hans nýtur lítils stuðnings. Irene Pivetti, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, sem var rekin úr Norðursambandinu í vikunni sem leið, sagði að stofnun lýðveldisins hefði misheppnast hrapallega og Bossi væri búinn að vera sem trú- verðugur stjórnmálamaður. Margir stjórnmálaskýrendur voru á öndverðum meiði. „Að lýsa yfir sigri, eins og ýmsir stjórnmálamenn munu gera, væri yfírsjón," sagði Sergio Romano í forsíðugrein í dag- blaðinu La Stampa. Fréttaskýrendur sögðu að ráða- menn í Róm létu enn hjá líða að reyna að draga úr óánægjunni með- al íbúa norðurhéraðanna með meinta spillingu í stjórnkerfinu og háa skatta til að fjármagna skriffinnsk- una. Ezio Mauro, ritstjóri dagblaðs- ins La Repubblica, sagði að mis- heppnað tiltæki Bossis um helgina gæti orðið til þess að hann gripi til harkalegri aðgerða þar sem ekki væri aftur snúið. Fella Svisslendingar 230.000 nautgripi? 0 Atakafundur í Brussel um styrki til bænda vegna kúariðu Bern, Brussel. Reuter. SVISSNESKA stjórnin ætlar að Ieggja til, að slátrað verði allt að 230.000 nautgripum í Iandinu til að uppræta kúariðuna. Landbúnaðar- ráðherrar Evrópusambandsins, ESB, komu saman til tveggja daga fundar í Brussel í gær og ætluðu að ræða tillögur um að draga úr stuðningi við kornbændur til að unnt væri að auka styrki við nautgripabændur, sem hafa orðið fyrir búsifjum af völdum kúariðunnar. Að Bretlandi undanskildu er fjöidi kúariðutilfella hvergi meiri en í Sviss og í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði, að lagt yrði til, að öllum nautgripum, sem bornir væru fyrir 1. desember 1990, yrði slátrað. Þá bönnuðu sviss- nesk yfirvöld, að nautgripum væri gefið beinamjöl og annað slíkt fóður en talið er, að það hafi átt þátt í að koma veikinni af stað. 36 tilfelli á árinu Þingið verður að sjálfsögðu að samþykkja tillöguna en tilgangurinn með slátruninni er að hreinsa sviss- neska nautgripi af öllum grun um að vera sýktir og endurvekja traust almennings á greininni. A fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa fund- ist 36 kúariðutilfelli í Sviss og eru þau þá 233 alls. Búist var við miklum átökum á fundi landbúnaðarráðherranna á fundinum í Brussel í gær og raunar utan fundarins líka því að þýskir bændur hugðust efna til mótmæla við fundarstaðinn. Var lögreglan við öllu búin og hafði girt bygging- una af með gaddavírsflækjum. Vantar 112 milljarða Þjóðvetjar og raunar flest ESB- ríkin eru andvíg hugmyndum um að auka stuðning við kúabændur með því að draga úr honum við korn- bændur, sem hafa þó hagnast mjög vel síðustu árin á mjög háu heims- markaðsverði á korni. Segja Þjóð- veijar, að þetta háa verð hafí ýtt undir kornræktina víða og því megi búast við, að verðið fari lækkandi. Segja þeir unnt að skera niður ann- ars staðar í landbúnaðarfjárlögunum til að finna þá 112 milljarða ísl. kr., sem þarf fyrir kúabændurna á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.