Morgunblaðið - 17.09.1996, Side 39

Morgunblaðið - 17.09.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 39 + Sigurður Flóv- ent Gunnlaugs- son var fæddur á Brattavöllum á Ár- skógsströnd 1. jan- úar 1928. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 9. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gunn- laugur Sigurðsson og Freygerður Guðbrandsdóttir. Systkini hans eru: Kristín, Sigurlaug, Sveinn, Anton og Anna. Hinn 15. september 1956 Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- astþér. (Ingibj. Sig.) Elsku pabbi. Þetta Ijóð segir í raun og veru allt sem okkur langar til að segja. Núna þegar við kveðjum þig finnum við hversu mikið af góðum minning- um við eigum. Góðar minningar eru dýrmætur sjóður og af þeim erum við rík. Þegar við vorum að alast upp heima á Brattavöllum lærðum við systkin- in hversu mikilvægt það er að eiga góðan að, það lærðum við hjá þér og systkinum þinum því alltaf þeg- ar eitthvað bjátaði á þá stóðuð þig saman, öll sem eitt. Við vitum líka hversu mikilvæg þér var öll þeirra aðstoð við ykkur mömmu i sumar og fyrir hana viljum við þakka. Eins á Krabbameinsfélagið heið- ur skilið fyrir aðstoð sína við krabbameinssjúklinga og þá að- stöðu í Reykjavík fyrir fólk utan af landi sem félagið býður upp á, því sú aðstaða er fólki ómetanleg. Með þessum orðum viljum við þakka fyrir allt sem gert var fyrir ykkur mömmu á meðan á meðferð þinni stóð á Landspítalanum. Fyrir hönd mömmu þökkum við starfsfólki Lyfjadeildar FSA fyrir góða umönnun og hlýhug í þinn garð. Við þökkum þér fyrir samfylgd- giftist Sigurður Soffíu Heiðveigu Friðriksdóttur, f. 7. 10. 1931. Börn þeirra eru: Frey- gerður, maki Sæ- mundur H. Ander- sen, Gunnlaugur, kvæntur Soffíu S. Hreinsdóttur, Svan- fríður, gift Jóni G. Rögnvaldssyni, Friðrik, kvæntur Sólveigu Rögn- valdsdóttur. Útför Sigurðar fer fram frá Dalvík- urkirkju og hefst athöfnin klukkan 13.30. ina, pabbi, og biðjum Guð að geyma Þ>g- Elsku mamma, vertu sterk, þú ert ekki ein. Freygerður, Gunnlaugur, Svanfríður og Friðrik. Kæri Siggi. Ég veit þú fékkst enp, vinur ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur, og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það var svo ástæðulaust, að vera að slíku fýrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðm.) Já, við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur við batnandi heilsu og betri líðan. Það var tilhlökkunar- efni fyrir alla eftir veikindi sumars- ins og miklar fjarvistir undanfarin ár við sjómennsku, bæði frá Höfn og Raufarhöfn og reyndar þar áður Dalvík, þar sem þú hófst þína sjó- mennsku sem atvinnu, þá kominn á sjötugsaldur, eftir ríflega tíu ára starf hjá KEA á Dalvík, og lést engan bilbug á þér finna þrátt fyr- ir mikla og oft erfiða vinnu. Það sýnir kannski betur en margt annað álit yfirmanna þinna á þér að þú vannst hjá þremur útgerðum en alltaf á sama skipi með sama skip- stjóra. Frá Raufarhöfn komstu síðan í aprílbyijun til að vera við fermingu Huldu bamabams þíns og leita læknis vegna óþæginda í hálsi sem höfðu angrað þig um tíma. Þar fannst mein það er síðan hafði náð að dreifa sér víðar með þeim afleið- ingum sem við nú þekkjum. Eftir erfiða geislameðferð komstu heim í lok júlí nokkuð bjart- sýnn á framtíðina og kraftar jukust með hverjum degi, en því miður var það aðeins stutt stund á milli stríða og í lok ágúst fór aftur að syrta í álinn. Eftir tuttugu ára samfylgd er margs að minnast og margt að þakka. Við Svana dóttir þín vorum nán- ast börn er við hófum sambúð, ný- orðin 17 ára, en aldrei var orði að því hallað að þú hefðir ótrú á tiltæk- inu. Lagðir meira að segja upp í ferð með okkur utan frá Brattavöll- um í stórhríð svo við gætum flutt inn í okkar fyrstu íbúð á fyrirfram ákveðnum degi. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið og samverustundirnar orðn- ar margar, fyrst heima á Bratta- völlum, síðan á Dalvík. Alltaf var stutt í góða sögu, annaðhvort af einhveiju sem hent hafði frá því síðast við hittumst eða fyrri at- burðum og fylgdi oftast góður hlát- ur. Allar voru sögur þessar græskulausar og sagðar sem krydd í tilveruna. Einnig eru ógleyman- legar margar sjóferðir á trillunni með þér á stilltum vor- og sumar- kvöldum þegar dólað var austur með sandi eða farið inn í Sund þar sem þú þekktir, að manni fannst, hvern lófastóran blett og naust þess að renna færi. Veiðimennskan var meðfæddur eiginleiki og ekki gefist upp þótt ekki hlypi á færið í hveiju rennsli, en þegar upp var staðið var aflinn oft býsna mikill. Eins var laxveiði mikið áhugamál, en seinni ár stóð þó steinasöfnunin uppúr og varla til sá steinmoli sem þú kunnir ekki skil á bæði um tilurð og efnasam- setningu. Því það var eitt þinna einkenna að bijóta hvert mál til mergjar og dáðist ég oft að því hversu glögg skil þú gast gert hlut- um hvort sem var úti í náttúrunni eða í heimilisbílnum ef því var að skipta. En þú varst ekki maður hinna mörgu orða svo ég er hrædd- ur um að þetta sé orðið lengra en þú vildir en margt er ósagt og verð- ur það víst úr þessu. Þökk fyrir mig og mína. Kæra Heiða og aðrir ástvinir, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Jón G. Rögnvaldsson. SIGURÐUR FLÓVENT GUNNLA UGSSON JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR + Jóhanna Vilhjálmsdóttir fæddist í Sandfellshaga í Oxarfjarðarhreppi í N-Þing- eyjarsýslu 24. október 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 29. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Selfosskirkju 10. septem- ber. Það er haust 1994. Tregabland- ið haust líkt og önnur haust en fullt af gleði. Ég hafði gerst hús- freyja í litlu koti á Eyrarbakka, Norðurkoti. Hafði eignast mitt eig- ið heimili. Snoturt og vel búið heimili sem skorti fátt annað en isskáp. Og það er einmitt þessi ísskákpur sem er svo mikilvægur. Eg auglýsti eftir ísskáp og þú svar- aðir auglýsingunni samstundis. Gamall fjörutíu lítra Westing- housinn var mér falur. Þetta voru okkar fyrstu kynni og við urðum perluvinkonur. Það yljaði um hjartarætur að hitta þig. Við þurftum alltaf ýmis- legt að spjalla. Vinátta okkar var djúp og einlæg, laus við nokkurt kynslóðabil. Manstu í vetur þegar við sátum saman í setustofu sjúkrahússins - það var hádegi. Við nærðumst að mestu á vökva í æð en þennan dag vildum við reyna að borða eitt- hvað. í matinn var saltkjöt og baunir. Ég var dugleg við baunirnar en þú varst hálflystarlaus. Þarna sát- um 'við og ég reyndi af máttvana sannfæringu að telja þig á að borða - þó ekki væri nema ögn. Og þú gerðir það. Kannski að hálfu fyrir vinkonu þína. Þrátt fyrir algert lystarleysi dafnaði barnið í móðurlífi mínu afar vel. Og þú, elsku Jóhanna mín, lést þig það miklu varða. Sendir mér fallega pijónaða vettl- inga og sokka með þeim skilaboð- um að þetta væri til heimferðar af fæðingardeildinni. Litli drengur- inn minn fæddist 13. júlí og fór heim í sokkunum og vettlingunum frá þér. Það var mér mikils virði. Enn á ný haustar og þú ert farin. Mig tekur sárt að hafa ekki getað sýnt þér litla prinsinn Örn- ólf. En ég hugga mig við þá trú að þú vakir yfir okkur. Ég kveð þig, kæra vinkona, og bið algóðan guð að geyma þig. Minningin um þig lýsir upp trega- fullt haustið. Aðstandendum þín- um votta ég innilegustu samúð mína. Þín, Anita. fyrir leiði. Minnismerki og hefðbundnir legsteinar úr marmara, graníti og kalksteiní Við bjóðum sérstakt tilboósverd á öllum granítsteinum í þessum mánuði. Verkin eru öll hönnuð af myndhöggvaranum Þóri Barbd al. S ÓLSTEINAR Opið milli kl. 13 og 18. Nýbýlavegi 30 (Dalbrekkumegin), 200 Kópavogi. Sfmi: 564 3555. Fax: 564 3556 t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNI MAGNÚSSON málarameistari, Hlévangi, áður Suðurgötu 35, Keflavík, lést sunnudaginn 15. september sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. september kl. 14.00. Hansfna Kristjánsdóttir, Vignir Guðnason, Guðrfður Árnadóttir, Birgir Guðnason, Eiríkur Guðnason, Steinunn Guðnadóttir, Árnheiður Guðnadóttir, Ellert Eiríksson, Harpa Þorvaldsdóttir, Þorgerður Guðfinnsdóttir, Neville Young, Jónas H. Jónsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdasonur og mágur, ALBERTI. MYRSETH, Sivsveg 1,9019 Tromsö, lést í Sjúkrahúsinu ÍTromsö, Noregi, föstudaginn 13. september. Vigdís H. Myrseth, Jón Rolf Myrseth, Inge Björn Myrseth, Hörður Sumarliðason, Kristfn Jónsdóttir, Heiðrún Harðardóttir, Hörður K. Harðarson, Guðjón Harðarson. t Elskulegur eiginmaður minn, HREIÐAR JÓNSSON bóndi f Árkvörn, Fljótshlfð, til heimilis að Smáratúni 8, Selfossi, andaðist 14. september. Jaröarförin auglýst síðar. Guðrún E. Sæmundsdóttir. t Faðir okkar, FINNBOGIINGÓLFSSON, áður til heimilis á Hiíðarbraut 1, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. sept- ember. Börn hins látna. t Kær systir okkar og mágkona, MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, Leirubakka 12, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 14. september. Árni H. Árnason, Einar H. Árnason, Rannveig Árnadóttir, Ólafur H. Árnason, Gunnar H. Árnason, Jytte Árnason, Borgþór H. Jónsson, Magnúsfna Guðmundsdóttir, Margrét Steingrfmsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Álfheimum 52, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Auður Vésteinsdóttir, Sveinn V. Jónsson, Guðný Vésteinsdóttir, Guðmundur Helgason, Gunnhildur Vésteinsdóttir, Hafsteinn Andrésson, Hörður Guðbrandsson, Sverrir Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. i____

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.