Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Úthlutun á tollkvótum vegna kjötinnflutnings Leyft að flytja inn strúta kjöt og hreindýrakjöt LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur aug- lýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna inn- flutnings á svínakjöti, alifuglakjöti, hreindýra- kjöti og strútakjöti, en að sögn Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra var ákveðið að heimila innflutning á strútakjöti vegna þess áhuga sem vaknað hefur á strútaeldi hér á landi. Tollkvótamir miðast við tímabilið til 30. júní næstkomandi og verður kvótinn á svínakjöti samtals 43,2 tonn. Sú breyting verður frá því sem verið hefur að auk innflutnings á frystu svínakjöti verður heimilað að flytja inn saltað, þurrkað og reykt svínakjöt. Tollkvótar á ali- fuglakjöti verða samtals 40,6 tonn. Auk kjúkl- ingakjöts og kalkúnakjöts verður nú leyfður innflutningur á öndum, gæsum og perluhænsn- um. Heimilt verður að flytja inn samtals fjögur tonn af hreindýrakjöti og strútakjöti. Guðmund- ur Bjamason segir að vegna þess hve dregið hafi úr þeim hreindýrafjölda sem felldur er hafi verið ákveðið að heimila innflutning á hreindýrakjöti frá Grænlandi, en í fyrra voru flutt inn þaðan tvö tonn. Kanna viðtökur strútakjöts á íslenskum markaði „Síðast en ekki síst þá er nú heimilað að flytja inn strútakjöt, og það er vegna þess að hér hefur verið ákveðinn áhugi á því að skoða eldi strúta hér á landi, en við höfum verið mjög varkárir í því máli og viljað skoða það ítar- lega,“ sagði Guðmundur. „Það gæti kannski verið áhugavert fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar að vita hvemig þessu kjöti er tekið á íslenskum markaði, og það er í og með þess vegna sem við opnum fyrir það.“ Frestur til að sækja um tollkvótana er til föstudagsins 18. október næstkomandi, og ef umsóknir berast um meira magn en heimilt verður að flytja inn verður leitað tilboða í kvót- ann. Innflutningurinn er sem fyrr bundinn við að kjötið komi frá Finnlandi, Noregi eða Sví- þjóð, en eins og áður segir kemur hreindýrakjöt- ið frá Grænlandi. Trygffingamiðstöðin endurgreiðir til sam- ræmis við lækkanir Öll íelög-ÍM hafa til- kynntum lækkun TRYGGING hf. tilkynnti í gær um lækkun á iðgjöldum bílatrygginga til samræmis við þær lækkanir sem orðið hafa í kjölfar þess að sala á FÍB-tryggingu hófst í lok síðasta mánaðar. Hjá Tryggingu verður hámarksbónus nú 75% í stað 70% áður og er iðgjaldalækk- unin á bilinu 20-30% og er miðað við gjalddaga 1. október. Svipaða sögu er að segja hjá Skandia hf. sem hefur einnig tekið upp 75% hámarksbónus, en hjá Skandia er miðað við gjalddaga 1. september sl. Tryggingamiðstöðin hf. tilkynn- ir iðgjaldalækkanir bílatrygginga eftir helgina, en að sögn Gunnars Felixsonar, forstjóra félagsins, tekur lækkunin gildi 1. nóvember nk. og verður hún í samræmi við þær lækkanir sem orðið hafa hjá hinum tryggingafélögunum. Tryggingamiðstöðin mun eitt tryggingafélaganna endurgreiða tryggingariðgjöld til samræmis við þær lækkamr sem orðið hafa, en hjá Sjóvá-Almennum verður metin í hveiju tilviki endurgreiðsla til þeirra sem greiddu iðgjaldið frá 1. september þar til lækkunin tók gildi í lok september. Fastur gjaid- dagi á bílatryggingum hjá Trygg- ingamiðstöðinni er 1. september og 1. mars, og fá þeir sem greiddu trygginguna 1. september síðastlið- inn endurgreiðslu senda með ávís- un eða færða á greiðslukort hafí verið greitt með því. Haust- verkin í skóginum Morgunblaðið/Kristinn Myndbönd tilræð- ismanns Bjarkar Reyntað hindra birtingu FJÖLSKYLDA Ricardos Lopez, tíl- ræðismanns Bjarkar Guðmundsdótt- ur tónlistarmanns, reyndi að koma í veg fyrir að myndbönd, sem Lopez gerði, yrðu sýnd fjölmiðlum, en hafði ekki erindi sem erfíði. Fjölskyldan kveðst hafa einkarétt á birtingu efnisins, sem Lopez tók upp síðustu níu mánuði ævi sinnar. Þar sést hann meðal annars búa til sýrusprengjuna, sem hann sendi Björk, og fremja sjálfsmorð. I frétt dagblaðsins Miarri Herald í gær kemur fram að blaðinu hafí borist bréf frá óþekktu fyrirtæki, Suntime Entertainment, 4. október þess efnis að höfundarréttur tæki til myndbanda Lopez. Notkun án leyfis bönnuð Sagði þar að notkun myndband- anna án leyfis Walters McGivneys, fulltrúa fjölskyldunnar, væri bönnuð. Sagði McGivney í viðtali við blaðið að birtingarréttur væri á myndbönd- unum vegna þess að þau væru eign fjölskyldunnar. Nóg hafí verið gert á hlut fjölskyldunnar, sorg hennar sé næg. Fulltrúar fjölda fjölmiðla voru við- staddir þegar lögreglan í bænum Hollywood í Flórída sýndi valin atr- iði af 11 spólum, sem Lopez tók upp. Þar voru dagblöð og sjónvarps- stöðvar frá Flórída, en einnig sjón- varpsmenn frá ýmsum þáttum, sem fjalla um mál af þessu tagi, þar á meðal „Inside Edition". Fjölmiðlar fengu ekki spólu með þessum atriðum, en máttu hafa myndavélar í sýningarherberginu. Ein sjónvarpsstöð sýndi upptöku af sjónvarpsskjá, þar sem Lopez sást undirbúa sjálfsmorðið, en hún var klippt þegar hann setti skammbyssu upp í sig. Engin viðbrögð höfðu í gær borist við því að þetta var sýnt. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins tók lögreglan afrit af mynd- böndunum og fékk þau því næst fjöl- skyldunni. Lögreglan í Hollywood sagði að hún ætti samkvæmt lögum að veita aðgang að myndböndunum með ein- hveijum hætti þar sem rannsókn málsins telst lokið. MEÐAL haustverka í skóginum er grisjun og vinnsla afurðanna. Starfsmenn Skógræktar ríkisins í Hallormsstaðarskógi voru að saga arinvið úr birkihríslum, sem þeir höfðu grisjað, og pakka fyrir mark- að á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamenn áttu þar leið um í vik- unni. Á öðrum stað var verið að saga lerkiboli en lerkiborð og -plankar fara einnig á markað víða um land. Von á áhrifamönnum úr orkugeira Rússlands VON er á sjö áhrifamönnum úr orku geira Rússlands hingað til lands í dag, bæði forráðamönnum orkufyrir- tækja og hagsmunasamtaka, til að kynna sér orkumál. Hópurinn kemur fyrir milligöngu íslenska sendiráðsins í Moskvu. Hópurinn mun m.a. leggja leið sína til Nesjavalla og Svartsengis ásamt því að skoða frárennslisstöð Reykja- víkurborgar. Þá munu Rússamir m.a. hitta að máli fulltrúa Landsvirkjunar, Háskóla íslands, Hitaveitu Reykjavík- ur og iðnaðarráðuneytisins. María E. Ingvadóttir, viðskipta- fulltrúi í íslenska sendiráðinu í Moskvu, hefur haft vég og vanda af heimsókn Rússanna. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að mörg stór verkefni væru framundan í orku- málum í Rússlandi. Áhugi hópsins beindist að því hvernig Islendingar hefðu nýtt sér náttúruauðlindir til framleiðslu umhverfísvænnar orku, og þá hefðu Rússarnir áhuga á hvernig frárennslismálum og sorp- eyðingu væri háttað. Þrír piltar dæmdir I i I fyrir fjölda brota ÞRÍR piltar voru í gær dæmdir í 12, 9 og 5 mánaða fangelsi í Hér- aðsdómi Vesturlands. Refsing þeirra er ýmist skilorðsbundin að hluta eða öllu leyti. Einn mann- anna var m.a. dæmdur fyrir að ráðast á hina tvo. Sá yngsti 17 ára gamall Yngstur hinna dæmdu er 17 ára piltur, sem var ákærður fyrir glæfralegan framúrakstur í Borg- arnesi, sem endaði með því að hann ók á bifreið svo að sjö ung menni slösuðust. Þá ók hann ölv aður í annað skipti. Hann var einn ig ákærður fyrir líkamsárás og brot á lögum um skotvopn, fyrir að hafa ógnað piltum með riffli og slegið þá með riffilskeftinu. Átján ára piltur var ákærður fyrir að hafa komið riffli þess yngsta undan og tálmað þannig rannsókn brotsins. Þá var hann ákærður fyrir líkamsárás, en hann sló og sparkaði í mann. í það skipti og var hann í félagi við þann elsta, sem er 21 árs. Sá 17 ára var ákærður fyrir að hafa hvatt hina tvo til árásarinnar. Piltarnir þrír voru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkams- árás, með því að færa pilt nauðug- an inn í bifreið, aka með hann í malargryfju undir Hafnarfjalli, færa hann úr fötum að ofan, hrinda honum, sparka í hann, berja og úða málningu á hár hans og föt. Sá elsti var að auki ákærður fyrir skemmdir á bíl, sem hann braut rúðu í og spegil af, auk ölv- unaraksturs og fyrir kjaftshögg og spörk í mann. Vináttan dofnaði Sá yngsti piltanna hlaut 12 mánaða fangelsi, en þar sem hann hefur ekki áður sætt refsingu eru 9 mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Hann var einnig svipt- ur ökuréttindum í fjögur ár, auk þess sem riffillinn var gerður upp- tækur. Tuttugu og eins árs maðurinn var dæmdur í 9 mánaða fangelsi, þar af eru 6 skilorðsbundnir. Að auki var liann sviptur ökuréttind- um í 6 mánuði. 18 ára pilturinn var dæmdur í 5 mánaða fangelsi, en refsing hans er skilorðsbundin að fullu. i I I : 120 þúsund krónur í skaðabætur sá Eitthvað virðist hafa fölnað vin skapur piltanna þriggja, því yngsti þeirra var jafnframt ákærð ur fyrir líkamsárásir á hina tvo á þessu ári, svo þeir nefbrotnuðu báðir, auk ýmissa annarra meiðsla. Öllum var þeim gert að greiða manninum, sem þeir héldu nauðugum, samtals 120 þúsund krónur í skaðabætur. Þá var þeim 18 ára og þeim 21 árs gert að greiða manni, sem þeir réðust í félagi á, samtals 28.815 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.