Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 25
\ MORGUNBLAÐIÐ UIKU LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 25 VI 111 M LV 911 Hann segir fátt skemmtilegra en að geta þjónustað fólk með sérþarfír. „Þegar við fáum upplýsingar um að mikilvægt matar- boð sé í vændum þá er mjög ánægjulegt að geta orðið við óskum fólks. Rólegu dagana fyrri hluta vikunnar köllum við dekurdag- ana. Þá getum við virkilega dekrað við fólk, hafi það á annað borð tíma til þess.“ En kjötið er ekki bara skorið niður hjá Jónasi heldur unnið á margvíslegasta hátt. „Við notum vín mikið sem krydd. Það er alltof algengt að krydd sé einungis „krydd í bauk“ í hugum fólks. Menn eni búnir að fara tíu hringi um kryddskápinn í leit að ein- hverju nýju en hafa allan tímann átt púrtvín, sérrí, koníak og jafnvel einhverja berja- líkjöra inn í skáp, sem eru tilvalin krydd í matargerð. Við eigum til dæmis til uppskrift hér af koníakskrydduðum lambalundum. Þetta er óvenjugóður réttur en sáraeinfald- ur að útbúa, einungis um átta mínútur með sósunni og öllu. Við gerum fullt af hlutum hér sem ekki hafa þekkst til þessa. Til dæmis erum við með kjöthandbækur frá mörgum löndum sem við getum gripið til þegar fólk er að biðja um einhverja sérstaka steik sem við þekkjum ekki. Það er ekki að ósekju að við segjumst elska sérþarfír, það er ákveðin full- næging fólgin í því að geta orðið við þeim.“ ÝMISLEGT er til sölu ... og skrauts í Gallerí kjöt. vinnsla Jónasar Þórs á Hellu í greiðsluerfiðleikum og varð nið- urstaðan sú að hætta varð rekstri hennar árið 1988. Jónas Þór lagði þó ekki árar í bát held- ur opnaði Gallerý kjöt fyrir tæp- um tveimur árum. Eiginlega segist hann hafa neyðst til að opna búðina því að hann hafi orðið átt svo marga áhangendur að á fimmtudögum og föstudög- um hafi varla gefist vinnufriður til að úrbeina. „En það er auðvitað fyrst og fremst gaman að sú er raunin og mikil viðurkenning. Einnig var þetta draumur til margra ára að opna verslun af þessu tagi er þarna varð að veruleika,“ segir hann. I\lgr fískur x/andur En hvernig er þetta Jónas, borðar þú líka fisk? “Ne-ei, það geri ég helst ekki og ekki græn- meti heldur. Mér finnst nýr fisk- ur vondur. Siginn fiskur og skata finnst mér aftur á móti herramannsmatur. Allur verk- aður og bragðmikill fiskur er ágætur, en ekki ferskur. Kannski eru þetta áhrif úr æsku, er maður vann í fiski allan dag- inn, varð að bera fisk heim á kvöldin og borða hann að auki.“ En má ekki segja þetta sama um kjötið síð- ustu tuttugu árin? Þú vinnur með það allan daginn og borðar að auki á kvöldin? „Vissu- lega og ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki komi að þeim tímapunkti hjá mér að þetta snúist yfir. En það er kannski ákveð- inn eðlismunur á. Kjötið er lifibrauð mitt og það sem ég legg allan minn metnað í.“ Jónas Þór hefur ekki verið óumdeildur og á tíðum átt í hörðum deilum við bændur og kjötvinnslustöðvar, sem hann hefur gagnrýnt fyrir ófullnægjandi framleiðslu. „Þetta hefur þó haft þau áhrif að hlutirnir eru að þróast í rétta átt. Menn eru til dæmis farnir að viður- kenna mikilvægi fitunnar. Auðvitað hef ég eignast mína óvildarmenn í tengslum við þessa bardaga en það hefur aldrei plagað mig. Þeir mega hafa hom í síðu mér hafi ég gert eitthvað á þeirra hlut. Verra þykir mér hins vegar að vera hafður fyrir rangri sök. Eg hef alltaf verið óhræddur við að segja mína meiningu þó að ég hafi þar með orðið að gagnrýna einhverja aðila. Ollu sem heiti mataráhugi og matarmenn- ing hefur fleygt fram hér á síðustu árum og mér finnst sem þessi mál hafi tekið miklum breytingum á mjög skömmum tíma. Fólk gerir miklar kröfur, sem er eðlilegt þegar það veit að hægt er að gera betur. Því leyfi ég mér að segja opinberlega að mér finnist nautakjöt á köflum ekki nógu gott. Það er engin töfralausn að taka inn nýtt kyn. Það er fóðrunin sem skiptir máli en ekki ættern- ið. Þess vegna gagnrýndi ég Galloway- æv- intýrið sem kostað hefur bændur hundruð milljóna. Það skilaði ekki betra kjöti og þótti mér það sárt bænda vegna.“ flóruna til muna þó svo. að auð- vitað gæti verslun af þessari stærð ekki boðið upp á fleiri en 5-8 tegundir. Það hlýtur að vera spurning um tíma hvenær menn bretta upp ermamar og ákveða að breyta þessu. Við ís- lendingar höfum reynt að losa um ýmis höft á síðustu árum og er það ekki síst afleiðing þess hve mikið íslendingar era farn- ir að ferðast mikið erlendis og kynnast hlutum þeir vilja einnig fá hér.“ Áfengislaust enn um sinn Gallerí kjöt hefur nú hafið sölu á áfengislausum vínum og í útstillingum verslunarinnar er einnig að finna flöskur af gæða- víni. Er ekki freistandi að selja þær góðum viðskiptavinum, Jónas? „Ég er hér uppi á skáp með gamla flösku sem mér vora boðnar 22 þúsund krónur fyrir um daginn. Hana fékk ég hins vegar að gjöf og hún er ekki fól. I fyrravetur fengum við vínfyr- irtæki í lið með okkur fyrir jól og voram með kynningar í versl- uninni. Það mæltist einstaklega vel fyrir og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði ég að hafa hér kjötvinnslumann, kokk og þjón í starfi. Vín á heima hérna inni því það á við þessar vörar. Ég vona líkt og margir aðrir að brátt verði okkur leyft að selja hér borðvín. Það jaðrar við að það séu sjálfsögð mannréttindi.“ Elskum sérþarfir Stækkun í vændum Jónas Þór hefur orðið sér úti um húsnæði við hliðina á versluninni og er þar nú verið að innrétta viðbót við búðina, sem stefnt er að því að opna um næstu mánaðamót. „Þarna ætla ég að fylla upp með meira af góðri hlið- arvöra til matargerðar, kryddum, olíum, sós- um og sinnepi, svo eitthvað sé nefnt. Einnig fæ ég þama aðstöðu tíl að setja fram meira af villibráð- inni, sem við get- um einungis selt frosna. Ég er búinn að ákveða að þegar nýja húsnæðið verður tekið í gagnið munum við leggja aukna áherslu á að kynna þessar hliðarvörar og leiðbeina fólki um notkun þeirra. Margir eru mjög áhugasamir um þær en vita ekki fylli- lega hvernig á að nota þær.“ Af síldlardalli á Hrafnistu Upphafið að þessu öllu var þegar Jónas Þór, fimmtán ára gamall, átti ekki annarra kosta völ, vildi hann á annað borð fá sumar- vinnu, en að gerast kokkur á síldardalli. Hann segist raunar hafa sýnt eldhúsi móður sinnar nokkurn áhuga fram að þvl og gjarnan séð um að elda sunnudagssteikina. Meðal annars hafi hann gert tilraunir með að setja laukbita í lambalærið en hvítlaukur var ekki fáanlegur á þessum tíma. „Ég ílengdist í þessu og var á sjónum í ein fimmtán ár eða allt fram til ársins 1978, alltaf í eldhúsinu á alls konar skipum. Arið 1978 bauðst mér hins vegar vinna sem kokk- ur á Hrafnistu sem ég þáði gjarnan. Þetta var mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf, ekki síst vegna þess að við sáum um allt ferlið frá ujiphafí til enda. Urbeinuðum skrokka, bjugg- um til rúllupylsur, lögðum í súr og suðum kæfu. Árið 1981 hnaut ég hins vegar um smáaug- lýsingu, þar sem auglýst var eftir manni í aukavinnu við að úrbeina nautakjöt. Ég sótti um og varð af einhverjum ástæðum fyrir val- inu en um var að ræða kjötvinnslu vegna Tomma-hamborgaranna. Ég hef séð um þá allt fram til dagsins í dag og er nú raunar eig- andi vöramerkisins. Þeir era í fullu gildi fimmtán áram síðar. Þessi aukavinna vatt upp á sig og það kom að því 1982 að ég varð að velja á milli kjöt- vinnslunnar og Hrafnistu, öryggisins og áhættunnar. Ég valdi hið síðamefnda.“ Síðari hluta síðasta áratugar lenti kjöt- Síðasti sdiudagur Matvöra viljum við fá ferska. Það vill enginn borða skemmt epli eða myglað brauð. Ferskt græn- meti og ávextir er eitthvað það hollasta og besta sem við getum látið ofan í okkur. Litir ávaxta era líka einstaklega frísklegir. Sem dæmi má nefna sítrónur og appel- sínur. Björtu litir þeirra gera þá girnilegri í augum okkar. Astand matvæla markast af þeirri vegalengd sem varan þarf að fara áður en hún kemur til neyt- enda. Neytt er ýmissa bragða til að viðhalda ferskleika vörunnar og markast útlit hennar af því. Mér er í fersku minni sagan af bandarísku krökkunum sem fengu það verk- efni í myndmennt að teikna fisk. Brást það ekki að þau teiknuðu öll fiskstauta. Enginn kannaðist við annað en að fiskur kæmi frosinn úr pökkum og þá kassalaga. Hér á landi þætti þetta heldur torkenni- legt. Af svipuðum toga er sagan af reykvísku yngismeyjunni sem í sakleysi sínu sagði: „Mér finnst ananas svo góður, svona ferskur, beint upp úr dósinni.“ + NYR MYNDALISTI HAUST 06 VETUR 0G HAGKVÆMNI habitat Laugavegi 13 Sími 562 5870 NY FORM ' '■ 'Hf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.