Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bj örgnnars veit Ingólfs, fómarlamb staðlausra stafa NYLEGA lauk rann- sóknardeild lögregl- unnar í Reykjavík rannsókn á máli for- eldra tveggja drengja gegn tveim- ur félögum í Björg- unarsveit Ingólfs. Málið var Iátið falla niður vegna þess að meintar ákærur þeim á hendur áttu ekki við rök að styðjast. Málsatvik voru á þá leið að annar drengj- anna hafði unnið sér inn verðlaunaferð í Þórsmörk fyrir sölu á merkjum, en bróðir hans fékk að fara með. í ferðinni var margt til gamans gert svo sem leikir, gönguferðir, grill o.fl. Þegar komið var til Reykjavíkur aftur sóttu aðstandendur bömin nema drengina tvo. Félagar úr björgunar- sveitinni óku þeim því heim. Um kvöldið kemur í ljós að foreldrar drengjanna hyggjast kæra tvo félaga sveitarinnar fyrir meintar líkams- Sigurður R. Sveinsson Árni Birgisson meiðingar á drengjunum. Forsvars- menn sveitarinnar kváðust í samtali við foreldrana í engu myndu standa í vegi gegn því og lögðu umsvifa- laust fram öll gögn sem lögreglan bað um. Eðli málsins samkvæmt var ákveðið að víkja félögunum tveimur tímabundið úr starfí sveitarinnar meðan á rannsókn málsins stóð. Frá þessum tíma gekk rannsókn málsins eðlilega leið innan lögreglu- embættisins og ekkert heyrðist frá foreldrum drengjanna. Það er svo ekki fyrr en mánudaginn 2. septem- ber að á forsíðu DV er slegið upp á ógnvekjandi hátt fullyrðingum um hrottalega líkamsárás í ferð á vegum sveitarinnar. Því er svo fylgt eftir með ítarlegri grein á bls. 4 daginn eftir þar sem drengirnir og foreldrar þeirra lýsa hrikalegri meðferð og afleiðingum hennar. Fljótlega eftir að DV kom út sendi stjórn Björgunarsveitar Ingólfs frá sér fréttatilkynningu þar sem hún m.a. harmar þá meðferð sem málið hafi fengið hjá „ákveðnum fjölm- iðli“, hún hafi verið mjög einhliða og ótímabær. Einnig er í fréttatil- kynningunni bent á, að fjöldi vitna hafí verið að meintum atburði og því hljóti hið sanna að koma fram í þessu máli, þannig að frekari misvís- andi umræða eigi sér ekki stað. Strax frá upphafí meints atburðar fékk stjórn sveitarinnar vitneskju um það hvernig málum var háttað í tiltekinni ferð, bæði eftir frásögn ISLENSKT MAL Skilríkir menn hafa skrifað mér bréf sem mér þótti miklu betur fengið en ófengið, og birt- ist með þökkum: „Varðandi framsókn Biblíu- nafna nú um sinn [sjá síðasta þátt] dettur mér helst sú skýring í hug, að nú eru heittrúarsöfnuð- ir í mikilli sókn um löndin. Alkunna er, að í þvílíkum söfn- uðum tíðkast að skíra Bibl- íunöfnum, slíkt þykir sýna trúar- styrk fólks, svo og er slíkt ósk um velfamað nafnþega í kom- andi lífi. Fjöldi heittrúarsafnaða víðs- vegar er legíó, svo ekki er furða, að mörg Biblíunöfn komist á kreik. Annað sem skýrt gæti sókn, bæði Biblíunafna og annarra til- gerðarlegra nafna, er uppreisn gegn ríkjandi nafnahefð; um uppreisn gegn ríkjandi hefðum eru dæmin mýmörg. Oft skírir fólk í höfuð frægra manna og kvenna, t.d. er nafnið Latoya, sem nú er í tísku í Bandaríkjunum, heiti systur þess endemum fræga Michaels Jack- sons. Þannig er örugglega hægt að finna fleiri dæmi. Haltu svo áfram þínu góða starfi og rek blekbullur og mál- sóða út í ystu myrkur málsins. Vertu sem allra best kvadd- ur.“ ★ Þórður Helgason flutti fyrir skemmstu mjög tímabæra hug- vekju í útvarpinu um misnotkun orðasambandsins vegna þess. Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér. Það merkir nú gjama .jafnvel, ef því er að skipta, ef þurfa þykir“ og stundum ekki nokkurn skapaðan hlut. Sigurður Eggert Davíðsson sálsagnfræð- ingur segir mér að „fyrirmyndin“ sé ensk eða bandarísk misnotkun á that’s why eða therefore. ★ „Að sönnu verður góðra bóka verkun ei sjáanleg eða að neinn geti bent til og sýnt þetta eða hitt gott sé þeirra bók að þakka. En, fylgir þar af, að þá komi hún engu góðu til Ieiðar? Sólskinið á vordag dregur úr frostið, þíðir Umsjónarmaður Gísli Jónsson 870. þáttur jarðarskánina, en þarf langan tíma til að koma frjóvgun í ræt- umar og þó enn lengri til að framleiða æskilega ávexti. Er vorsólskinið samt til einskis gagns?“ (Hannes Finnsson 1739-1796). ★ Stefán Snævarr í Björgvin skrifar mér allhvassyrt bréf. Var áður lítillega til þess vitnað. Hér kemur meginefni bréfsins, en sleppt þeim kafla sem snýr að heitinu Bahamaeyjar, sbr. 866. þátt: „Ágæti Gísli! Fyrir einum fimmtán árum hitti ég „íslending“ nokkurn á öldurhúsi í Reykjavík sem sagð- ist oft hugsa á ensku þegar mik- ið lægi við. íslenskan var nefni- lega ekki nógu „sneddí“. Engu líkara er en að mannkerti þetta starfi við auglýsingagerð því nokkur hluti auglýsinganna sem blöðin birta virðast samdar af mönnum sem hugsa á ensku. Nýverið birti Morgunblaðið heils- íðuauglýsingu fyrir kvikmynd- inni Fullveldisdegi (Independ- ence Day). Heiti myndarinnar var náttúrulega ekki þýtt og tal- að var fram og tilbaka um „Coke“ og „Diet Coke“, ekki „kók“ og „sykurlaust kók“. Morgunblaðið ætti að neita að taka slíkar auglýsingar nema málfar sé bætt og bjóðast jafn- vel til að aðstoða auglýsendur gegn vægu endurgjaldi. Kjörið væri að skera upp herör gegn óyrðum á borð við „frír“ og „frítt“ sem tröllríða auglýsingum dagsins í dag. Eðlilegra er að segja hitt og þetta „ókeypis" nema þegar stuðlað er og talað um „frítt far“ o.s.frv. Ekki væri lakara að útrýma auglýsingayrð- inu „undirföt“ en það fyrirbæri nefndist „nærföt“ á mínum sokkabandsárum. Reyndar var ágætur leiðari í blaðinu nýlega þar sem kvartað var yfir því að mjög færðist í vöxt að fyrirtæki notuðu enskar setningar í textum sínum. Munu SAM-bíóin hafa komast upp með að auglýsa á ensku í strætis- vögnum borgarinnar. Blaðið ætti að neita kvikmyndahúsi þessu um auglýsingarými þar til það sér að sér og hættir enskubrölt- inu. Ég gerði að tillögu minni í grein fyrir nokkru að sniðganga (bojkotta) skyldi fyrirtæki sem misþyrma íslensku. Væri ekki kjörið að sniðganga fyrirtæki sem grafa undan móðurmálinu? Þurfa menn endilega að fara í „Saga-bíó“ þegar annarra kvik- myndahúsa nýtur? Lifðu heill.“ Umsjónarmaður þakkar þetta bréf sem að vísu er fullstafað. Hann getur tekið undir flest í því, en vill þó taka fram að hann amast ekki mikið við tökuorðinu frí(r), enda hafa góðir höfundar látið sér sæma að nota það allt frá því á 16. öld. ★ „Halldór Laxness hefur öðrum fremur minnt okkur á að sá sem lifír ekki í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni, einsog segir í Kristnihaldi undir Jökli. Þessi orð eru áskorun vegna þess að við erum ekki sízt mikilvæg í arfi okkar, tungu, bókmenntum og öðru því sem okkur hefur verið trúað fyrir. Þessi arfur er veru- leiki sem við getum ekki hlaupizt frá ef við ætlum að vera áfram þjóð, en ekki óþjóð; þjóð sem man og hefur þrek til að líta um öxl á leið sinni inn í framtíðina. Við höfum allt of mörg dæmi um þjóðir sem hafa gleymt sjálf- um sér.“ (Matthías Johannessen: Mímir (43) 1996). ★ Viifríður vestan stal og jók: „Þegar frá dauðum Dassa rís, drottinn kemur í massavís", og þegar horfið er líkið, fer Hallur í ríkið og kaupir sér viský í kassavís. Auk þess fær Alexander Högnason stig fyrir að segja: . .. „heldur eru það mörkin sem teljast" (auðk. hér; ekki „telja“ upp á dönsku). ATH. í síðasta þætti hafði fallið niður hjá umsjónarmanni orðið „óhvítra“ á undan „mey- bama“ (í síðara sinnið). Biður hann velvirðingar á þessu. félaga sveitarinnar sem og eftir lýs- ingprm og frásögnum barna úr ferð- inni og foreldra þeirra. Samkvæmt ráðum fjölda fólks ákvað stjórn sveitarinnar að tjá sig ekki efnislega um meintan atburð og fara ekki að munnhöggvast í fjöl- miðlum til að hafa á engan hátt áhrif á framgöngu rannsóknarinnar, en eins og sagt var í fréttatilkynn- ingunni var fjöldi vitna að meintum atburði og því hlaut hið sanna að koma í ljós. Næstu daga á eftir fylgdi Því hlýtur að vera Ijóst að fjölmiðlar, segja Arni Birgisson og Signrður R. Sveins- son, beri ábyrgð á því að kanna slík mál ofan í kjölinn áður en þau eru birt. nokkur fjölmiðlaumræða þar sem jafnan var minnst á „meinta Iík- amsárás félaga úr Björgunarsveit Ingólfs á tvo unga drengi". Strax eftir fyrstu fréttir bar mjög á hörðum viðbrögðum fólks í garð sveitarinnar. Fólk hringdi og var með ásakanir, aðrir töldu sig sjá að eitthvað misjafnt væri við þessa frétt, en fjöldinn allur vildi fá að vita hvað í raun og veru hefði gerst. Þegar fjölmiðlar vekja slíka um- ræðu í samfélaginu vekur hún mikla athygli og svo virðist sem stór hluti fólks taki afstöðu þótt einungis komi fram önnur hlið málsins. Því hlýtur að vera Ijóst að fjölmiðlar beri ábyrgð á því að kanna slík mál ofan í kjölinn áður en þau eru birt. Til þess telja flestir fjölmiðlar sig hafa öflugt heimildanet til þess að greina á milli rangra og réttra fullyrðinga. Því hlýtur það að teljast mjög alvar- legt þegar upplognar ásakanir sleppa í gegnum þetta net og þeir birta sögu sem síðan veldur áður- nefndri umræðu í samfélaginu og dómum þess. Ljóst er af þessu máli að einstakl- ingar, fyrirtæki og ekki síst félaga- samtök, sem eiga framtíð sína undir almenningsáliti, geta. verið býsna varnarlaus þegar óvægin fjölmið- laumræða, sem byggir á uppspunn- um sögusögnum misjafns fólks, á sér stað. Við teljum það algert grundvall- aratriði að almenningur geti treyst því að það sem hann les í fjölmiðlum sé rétt og byggt á traustum grunni. Ef svo er ekki hljóta ijölmiðlar að verða að vanda heimildaöflun sína betur og bíða heldur með ótímabæra frétt fremur en að slá henni upp með látum. Ellegar hljóta þeir smám saman að tapa trausti lesenda. Eins og staða málsins er nú hafa þessar ásakanir, sem lögreglurann- sókn hefur hrundið og eru þar með ósannar, skaðað til mikilla muna þá tvo félaga sveitarinnar sem ásakaðir voru, starf Björgunarsveitar Ingólfs sem og starf annarra björgunar- sveita í landinu. Engum ætti nú að dyljast mikil- vægi öflugra björgunarsveita í landi náttúruhamfara og vályndra veðra og nægir þar að vísa til nýliðinna atburða á Vestfjörðum. Því er það von okkar að hin sanna og rétta niðurstaða áðurnefnds máls fái að hljóma í samfélaginu og að Björg- unarsveit Ingólfs sem og aðrar björgunarsveitir í landinu geti end- urheimt traust almennings og haldið áfram að stuðla að öflugu björgunar- starfí til sjós og lands. Arni er talsmaður Björgunarsveitar Ingólfs og Sigurður R. erístjórn Björgunarsveitar Ingólfs Báðir hafa greinarhöfundar starfað innan sveitarinnar síðastliðin 10 ár. Þá munu steinarnir hrópa HANN Róbert er einn fjölmargra sem fengið hafa Nýja testa- mentið að gjöf sem barn í skóla. Róbert þessi bjó í fátæku landi í Afríku og var Nýja testamentið fyrsta bók- in sem hann eignaðist og varð hún honum því afar dýrmæt. Eftir að Róbert fór að lesa í bókinni ákvað hann að hann vildi ger- ast kristinnar trúar, en það var ekki átaka- laust, í fyrstu skömmuðu foreldrar hans hann fyrir að vera að lesa í þessari furðu- legu bók. Þau voru eins og hálf- hrædd við hana. Einu sinni réðst meira að segja pabbi hans á hann þegar hann var að lesa í bókinni og sló hann í andlitið. Upp frá því tók Róbert upp á því að lesa í Nýja testa- mentinu sínu inn á klósetti og urðu nú ferðir hans þangað æ tíðari. Hann gætti þess þó vandlega að setja bókina í vasann þegar hann yfirgaf klósettið svo pabbi hans og mamma kæmust ekki í hana. Það kom þó fyrir einn daginn að hann gleymdi bókinni á klósettinu. Hann var alveg viss um að mamma og pabbi mundu nú henda henni ef þau kæmust í hana. En viti menn, þegar pabbi þurfti á klósett um kvöldið dvaldist honum þar nokkuð. Hann hafði nefnilega fundið Nýja testamentið og fór að lesa í þvi. Brátt hafði hann lesið í Nýja testa- menti sonar síns í klukkutíma og það inni á klósetti. Pabbi Róberts varð þess áskynja að um athyglisverða bók væri að ræða og stakk hann því upp á því að fjölskyldan læsi saman í bókinni á meðan hún væri að kynna sér hana, en bókin var fjöl- skyldunni svo sannar- lega framandi. Það er fyrir náð Guðs { og elsku að nú er fjöl- ; skylda Róberts kristin. . Orð Guðs hafði brætt , hjörtu þeirra. Þessi litla blessunar- ríka bók er nú orðin afar slitin og illa farin af mikilli notkun. Hún hefur verið flölskyld- ;! unni svo óendanlega 1 dýrmæt. Fjölskyldan hefur fengið nýja sýn á lífið og eignast von. „Grasið visnar, blóm- in fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega." (Jesaja 40:8) Hvers vegna að segja frá þessu „Þegar Jesús var að koma þar að, sem farið er ofan af Olíufjallinu, hóf allur flokkur lærisveina hans að lofa Guð fagnandi raustu fyrir öll þau kraftaverk er þeir höfðu séð, og Nýja testamentið var fyrsta bókin, segir Sig- urbjörn Þorkelsson, i sem hann eignaðist. segja: Blessaður sé sá sem kemur, konungurinn í nafni Drottins. Friður á himni og dýrð I upphæðum! Nokkrir farísear í mannfjöldanum sögðu við hann: Meistari, hasta þú á lærisveina þína. Jesús svaraði: Ég segi yður, ef þeir þegja, munu steinarnir hrópa.“ i Höfundur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi. Sigurbjörn Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.