Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 47 FRETTIR Málþing1 um framtíð Raunví sindastofnunar Jóhann Torfason sýnir í Gall- eríi Greip JÓHANN Torfason opnar listsýn- ingu í Galleríi Greip, Hverfisgötu 82, laugardaginn 12. október kl. 1.6. 'f Á sýningunni, sem ber yfir- I skriftina „Listamaður leitar fyrir- | sætu“, verða 15 málverk ásamt fáeinum myndasögum. Myndirnar ' lýsa hugmyndum Jóhanns um menningarlegt áreiti á börn en eru , jafnramt hugleiðingar um hvort ( listir geti varðað veginn til aukins þroska og sjálfsþekkingar hvers einstaklings. Jóhann, sem er 31 árs, stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1985-90 og á að baki tvær einkasýningar ásamt I c þátttöku í fjölda samsýninga. Síð- ’’ asta vetur dvaldi hann í borginni San Sebastian í Baskalandi og voru myndirnar á sýningunni mál- aðar þar. Sýningin verður opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og stendur til 27. október. Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir. Öryggisátak Shell-stöðva um helgina Endurskins- merki og vetr- arþjónusta STARFSMENN Shell-stöðvanna standa fyrir þjónustuátaki helgina 12. og 13. október. í þjónustuátakinu verður öku- mönnum, ungum sem öldnum, boð- ið að koma á næstu Shell-stöð og fá aðstoð við að búa bílinn undir veturinn. Sérstök áhersla verður lögð á að aðstoða viðskiptavini við að skipta um perur og rúðuþurrkur og að athuga frostþol olíu og rúðu- vökva. Endurskinsmerki eru nauðsyn- legur öryggisbúnaður, ekki bara fyrir börn heldur fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar. Með átaki Shell- stöðvanna vill Skeljungur hf. leggja sitt af mörkum til að notkun endurskinsmerkja verði sem al- mennust í öllum aldurshópum. Dreift verður endurskinsklemmum sem auðvelt er að festa á fatnað án þess að hætta sé á að hann skemmist. Endurskinsklemmumar verða gefnar á Shell-stöðvum landsins á meðan birgðir endast. LEIÐRÉTT Rangt nafn brúðar I brúðkaupstilkynningu hjónanna Guðnýjar Sigurðardóttur og Ás- geirs Baldurssonar í blaðinu í gær var rangt farið með nafn brúðarinn- ar og hún sögð heita Guðrún. Hjón- in eru búsett á Grandavegi 3, Reykjavík. Ekki heimsmeistari Vala Flosadóttir er heimsmethafi unglinga í stangarstökki, ekki heimsmeistari eins og ranghermt var í íþróttablaðinu í gær. Hún á sem sagt heimsmetið í aldurs- flokknum, en hefur ekki sigrað á heimsmeistaramóti. Nafn misritaðist í frétt um gullverðlaunahafa í al- þjóðlegri fagkeppni kjötiðnaðar- manna í blaðinu á þriðjudaginn, misritaðist nafn Erik Jensen á Ak- “ ureyri. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Á ÞESSU ári eru 30 ár síðan Raun- vísindastofnun Háskóla íslands tók til starfa. Af því tilefni efnir stofn- unin til málþings laugardaginn 12. október. Þar verður rætt um þátt Raunvísindastofnunar í grunnrann- sóknum í nútíð og framtíð og um þátt rannsókna í sköpun atvinnu- tækifæra. Flutt verða stutt inn- gangserindi, síðan verða pallborðs- umræður. Frummælendur verða: Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands, sem ræðir um framtíðarskipulag rannsókna við Háskóla íslands; Þor- KÓR félagsstarfs aldraðra í Reykja- vík heldur upp á 10 ára afmælið í ár. Af því tilefni heldur kórinn söng- hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 13. október kl. 14. Kórinn flytur innlend og erlend lög og einn- ig syngur kvennakór og tvöfaldur karlasextett. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Petra Hólmgrímsdóttir og hefur hún stjórnað kórnum frá upphafi. Undir- leikari er Sigurgeir Björgvinsson og Kirkjudag- ur Kvenfé- lags Lága- fellssóknar ÁRLEGUR kirkjudagur Kvenfélags Lágafellssóknar er á morgun, sunnudag, og hefst hann með guðs- þjónustu í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarfið verður kl. 11 í kirkj- unni og fer bíll frá Mosfellsleið venjulegan hring. Formaður Kvenfélagsins, Fríða Bjarnadóttir, flytur hugvekju og aðstoða félagskonur við guðsþjón- ustuna. Að guðsþjónustu lokinni verður kirkjukaffi í skrúðhussalnum. Mjallhvít í Ævintýra- Kringlunni FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir í dag kl. 14.30 leikritið Mjallhvíti og dverg- arnir sjö í Ævintýra-Kringlunni. ímyndunaraflið fær að njóta sína og allir geta skemmt sér á sýningu á þessu sígilda og fallega ævintýri um Mjallhvíti og dvergana sjö. Leikarar eru Margrét Pétursdótt- ir og Ólöf Sverrisdóttir og leika þær öll hlutverkin. Gunnar Gunnsteins- son er leikstjóri og lokalagið samdi Ingólfur Steinsson. Sýningin tekur um 30 mín. Miðaverð er 500 kr. og er þá bamagæsla innifalin. kell Helgason, orkumálastjóri, ræðir um fyrirkomulag rannsókna í þágu atvinnuveganna; Eiríkur Bjarnason, deildarsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu, fjallar um stefnumótun í rannsóknum; Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnað- arins, talar um framtíðarsýn iðnað- arins; Guðrún Eyjólfsdóttir, frétta- maður hjá Ríkisútvarpinu, talar um kynningu rannsókna í fjölmiðlum; Gísli Már Gíslason, forstöðumaður Líffræðistofnunar, fjallar um tengsl Líffræðistofnunar og Raunvísinda- stofnunar; Ari Arnalds, fram- kynnir Hermann Ragnar Stefáns- son. Kórinn tók til starfa 1986 í Gerðu- bergi og hlaut þá nafnið Kór Gerðu- bergs. Stuttu síðar varð breyting á félagsstarfi aldraðra í Gerðubergi og skipti þá kórinn um nafn og heit- ir eftir það Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. Árið 1994 fluttist kórinn ásamt stjórnanda á Vesturgötu 7 þar sem hann hefur æfíngaaðstöðu. Kórinn kom fyrst opinberlega fram G ARÐYRKJU SKÓLI íslands, Reykjum Ölfusi, hefur boðið upp á tvö blómaskreytinganámskeið síð- ustu vikur í samvinnu við Samband sunnlenskra kvenna. Upphaflega stóð til að bjóða einungis upp á eitt námskeið en áhuginn var það mikill að þau urðu tvö og hefðu getað orð- ið fleiri því viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum. Fjarnám o g þýska fyrir ferðaþjónustu FULLORÐINSFRÆÐSLA er nú að hefja áttunda starfsár sitt og heldur upp á það með þvi að hefja fjamáms- kennslu með hjálp alnetsins, fax- tækja, snældna, síma og hefðbund- inna póstsamgangna. Þetta gerir nemendum á landsbyggðinni, sem og öðrum nemendum, sem að jafnaði eiga erfítt með að sækja skólann eða komast að heiman, kleift að stunda nám við skólann. Nemendur í prófáföngum þurfa þó einnig að sækja skólann að hluta. Sérgrein skólans er fyrst og fremst kennsla á fornámsstigi og fyrstu áföngum framhaldsskóla í tungumál- um og raungreinum. Þá er kennsla að hefjast þriðjudaginn 15. október kl. 18.30 í almennri þýsku og þýsku fyrir ferðaþjónustu. kvæmdastjóri Verk- og kerfisfræði- stofunnar, ræðir hugbúnaðariðnað- inn og grunnrannsóknir og Rögn- valdur Ölafsson, vísindafulltrúi í Brússel, um rannsóknasamstarf í Evrópu. Að erindunum loknum stýrir Sig- mundur Guðbjarnason, prófessor, pallborðsumræðum. Málþingið verður haldið í stofu 101 í Ódda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Það hefst kl. 13.15 og því lýkur kl. 17. Málþingið er öllum opið. í nóvember 1986 og hefur starfað óslitið síðan. Hann hefur tekið þátt í kóramóti aldraðra sem haldið hefur verið á hveiju vori síðan 1988, sung- ið í Perlunni ásamt öðrum kórum, i Laugardalshöll, á ári söngsins, dval- arheimilum aldraðra, menningaviku Vesturbæjar, í útvarpi og sjónvarpi, við guðsþjónustu á Vesturgötu 7 og víðar. Þegar kórinn var stofnaður voru kórfélagar 14 en í dag eru félagar 45. Námskeiðin voru haldin 1. og 7. október í svonefndu Alexhúsi í Garð- yrkjuskólanum og stóðu yfír í einn dag. Kenndar voru borðskreytingar og kransagerð en unnið var úr nátt- úrulegum efnum. Alls sótti 31 kona á Suðurlandi námskeiðin og einn karlmaður. Kennarar voru Auður Óskarsdóttir, blómaskreytir og Kol- brún Jónsdóttir, blómaskreytir. Kirkjudag- ur Bessa- staðasóknar KIRKJUDAGUR Bessastaðasókn- ar verður nk. sunnudag 13. októ- ber og hefst með guðsþjónustu kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson messar. Nemendur úr Álftanesskóla og Tónlistarskólanum taka þátt í at- höfninni. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur. Organisti er Þorvaldur Björnsson. Athöfnin tengist því að 100 ár eru liðin frá dauða Gríms Thom- sens skálds. Kaffisala til ágóða fyrir Líknarsjóðinn verður á veg- um Kvenfélags Bessastaðahrepps í hátíðasal íþróttahússins að kirkjuathöfn lokinni. Opið hús hjá Stillingu STILLING HF. hefur stækkað verslun sína í Skeifunni 11. Af því tilefni verður opið hús í dag, laugardag. I opnu húsi mun verslunin kynna nýjungar í vöruúrvali og þjónustu í bílavarahlutum og skyldum vör- um. Einnig verður kynnt endur- vinnsla á varahlutum en Stilling hefur fjárfest í nýjum tækjum til endurvinnslu á hemlaskóm og dælum. Þá munu nokkur sam- starfsfyrirtæki Stillingar kynna vörur sínar. Sigurrós Sigurðardóttir Leiðrétt MISTÖK áttu sér stað við myndbirt- ingu með grein Sigurrósar Sigurð- ardóttur yfirfélagsráðgjafa geð- deildar Landspítalans í blaðinu í gær. Mynd birtist af nöfnu hennar Siguijónsdóttur. Beðizt er velvirð- ingar á mistökunum. Alltaf tilbúnir í fjörið! KÓR félagsstarfs aldraðra í Reykjavík. Sönghátíð á 10 ára afmæli Kórs félagsstarfs aldraðra Sunnlendingar læra blómaskreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.