Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins Flokkamir nái samkomulagi um að takmarka fjáraustur „ÞAÐ er alveg sérstakt athugunar- efni fyrir stjórnmálaflokkana alla hvort þeir ættu ekki allra hluta vegna að reyna að ná fijálsu sam- komulagi um starfsreglur sem tak- marka fjáraustur í kosningum sem lamar síðar almennt starf þeirra. Ég hygg að kjósendur fái sig fullsadda af auglýsingaflóði og ber- sýnilega illri meðferð fjármuna í kosningum. Sóun af því tagi er stjórnmálum og stjórnmálabaráttu almennt ekki til framdráttar," sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, er hann flutti skýrslu sína um starfsemi Sjálfstæðisflokksins á landsfundin- um í gær. Jákvæð áhrif á fjáröflun allra sljórnmálaflokka Kjartan sagði að löggjafarvaldið hefði komið til móts við stjórnmála- flokkana varðandi fjáröflun þeirra með því að setja í lög ákvæði um að ótvírætt væri að framlög til stjórnmálaflokka væru, eins og framlög til margvíslegarar annarrar menningar- og félagsstarfsemi í landinu, frádráttarbær rekstrar- kostnaður rekstraraðila. „Laga- breyting af þessu tagi var sam- þykkt fyrir um tveimur árum og hefur hún nú þegar haft umtalsverð jákvæð áhrif fyrir fjáröflun allra stjórnmálaflokka," sagði Kjartan. Flokkar í samkeppni við aðila með yfirburða fjárhagsstöðu „Annað athugunarefni í þessu sambandi," sagði Kjartan varðandi fjármál flokkanna, „er hvort menn vilji taka upp opinbera styrki til starfsemi stjómmálaflokkanna. Rökin fyrir slíkum styrkjum eru að stjórnmálaflokkarnir standa í æ harðari samkeppni bæði um þekk- ingu, upplýsingagjöf og stefnumót- un við samtök og aðila sem annað hvort njóta sjálf verulegra opin- berra styrkja eða hafa þvílíka yfir- burða fjárhagsstöðu að útilokað er fyrir stjórnmálaflokka að standa þeim á sporði og veita þeim eðlilegt aðhald. Onnur röksemd er fullyrð- ingin um að flokkar sem njóti veru- legra opinberra styrkja séu öllum óháðir. Þeir verða að vísu háðir lög- gjafarvaldinu sem ég held að sé hreint ekki betra en að vera háður eigin flokksmönnum og stuðnings- mönnum.“ Útfærsla útgáfustyrkja „Ég ætla ekki að svo komnu máli að fjalla frekar um þetta en minni á að svokallaðir blaðastyrkir sem eru styrkir til útgáfumála þing- flokka og stjórnmálaflokka hafa fest vel í sessi hér á landi en úthlut- un þeirra hófst 1970 og hefur því staðið samfleytt í tæp 30 ár án þess að nokkurn tíma hafi orðið um þá verulegur ágreiningur. E.t.v. er frekari útfærsla þess kerfis eðlileg- asta lausnin á þessu máli.“ Kjartan vék að því að hann teldi mikilvægt að varðveita hin sérstöku einkenni landsfunda Sjálfstæðis- flokksins sem séu stærstu skipu- lögðu samkomur sem haldnar séu á Islandi að frátöldum þjóðhátíðum og slíkum mannamótum og hafí eigið líf og eigið eðli. „Það að halda áfram að hafa landsfundina fundi er að mínum dómi lífsnauðsyn fyrir flokkinn. Landsfundurinn má aldrei verða að vel undirbúinni leiksýningu þar sem ekkert óvænt getur gerst. Við verðum að varðveita lífsneista landsfundanna sem felst ekki hvað síst í því ótakmarkaða málfrelsi og tillögurétti sem hér hefur ávallt ríkt,“ sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Fulltrúaráð samþykki meirihlutamyndanir HARALDUR Blöndal hæstarétt- arlögmaður lagði fram á Lands- fundi í gær tillögu til breytinga á skipulagsreglum Sjálfstæðis- flokksins sem gerir ráð fyrir því að sveitarstjórnarmenn geti ekki gengið til meirihlutasamstarfs við aðra flokka nema að fengnu sam- þykki hlutaðeigandi fulltrúaráðs flokksins. Þá lagði Haraldur til þá breyt- ingu á skipulagsreglunum að við prófkjör yrðu oddvitar framboðs- Iista valdir sérstaklega. Viðmælendur Morgunblaðsins meðal landsfundarfulltrúa spáðu því að fjörugar umræður ættu eftir að verða um tillögur Har- alds, einkum þá fyrrnefndu, sem komi fram m.a. í tilefni deilna innan bæjarstjórnarflokksins í Hafnarfirði og samstarfserfið- leika í fleiri sveitarstjómum. Til- lagan á sér hliðstæðu við ákvæði skipulagsreglna um ríkisstjórnar- myndun, þar sem samþykkis flokksráðs er krafist. Tillögur Haralds verða af- greiddar síðar á fundinum og einnig tillaga Þorsteins Halldórs- sonar í Kópavogi sem lagði til að gerðar yrðu þær breytingar á skipulagsreglum flokksins að í stað þess að Landsfundi verði ætlað æðsta vald í málum flokks- ins skuli það vald falið þing- flokki. Þorsteinn mælti fyrir til- lögunni, hvatti Landsfundinn til naflaskoðunar og gagnrýndi m.a. að alþingismenn flokksins gengju í störfum sinum gegn markaðri stefnu Landsfunda. Davíð og Þorsteinn harðorðir í garð talsmanna veiðileyfagjalds „Ekkí heil brú í öllu dæminu“ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra gagnrýndu harðlega hug- myndir um veiðileyfagjald í sjávar- útvegi í fyrirspurnartíma ráðherra Sjálfstæðisflokksins á landsfundin- um í gær. Davíð var spurður á fundinum hvort hann teldi ekki hættu á að auðlindaskatti yrði komið á vegna þeirra miklu hækkana sem orðið hefðu á aflakvóta að undanförnu. Davíð sagðist ekki telja að svo yrði því auðlindaskattur eða sér-. stakúr sjávarútvegsskattur, myndi ekki breyta neinu um það. „Það var mælt fyrir þingsálykt- unartillögu á Alþingi í gær (fimmtudag) af hálfu Alþýðu- flokksins um veiðileyfagjald og umræðan varð mjög merkileg. Ekki vegna þess að henni hafi lokið á þeim fundi, heldur vegna þess að það virtist koma í ljós að flutningsmennirnir, sem hafa haft þetta mál að dýrðlegu máli sínu Iengi, virtust ajls ekki hafa hugsað málið til enda og fjarri því,“ sagði Davíð. Láta eins og þeir hafi fundið nýja gullgæs „Það var réttilega bent á það i þinginu að í málinu væri ekkert klárt annað en fyrirsögnin, það er að segja, tillaga um veiðileyfa- gjald. Um gjaldið vissu menn síðan ekki neitt. Hvernig ætla menn að leysa úr því? Inntak tillögunnar var að forsætisráðherra skipaði nefnd, sem yrði tilnefnt í, til þess að kanna sérstaklega áhrif veiðileyfagjalds á eftirfarandi: Fjárhagslega stöðu sjávarútvegs, hagvöxt, fískveiði- stjórnun, gengisskráningu, við- skipti með veiðileyfi, hagstjórn hérlendis, byggðaþróun, sam- keppnisstöðu atvinnuvega, útflutn- ing, atvinnu, lífskjör, tekjudreif- ingu og ríkisfjármál. Ef ég ætlaði að leggja fram til- lögu um veiðileyfagjald, eða sér- stakan skatt á sjávarútveg, myndi ég byija á því að kanna þetta og hvort það væri í lagi gagnvart öll- um þessum þáttum. En það á að skoða þetta eftir á, eftir að búið yrði að samþykkja að leggja sér- stakan skatt á sjávarútveginn. Þegar þessir menn voru svo spurð- ir út í þessi mál kom í ljós að það var ekki heil brú í öllum tillögu- flutningnum. Menn létu eins og þeir hefðu fundið upp nýja gull- gæs, sem gæti verpt eggjum. Gæs sem gæti gefið af sér 30 eða 40 milljarða og losað okkur við allan tekjuskatt. Þessir peningar áttu bara að koma með trikkum. Ekki af því að við hefðum veitt meira eða selt meira, heldur bara af því að við hefðum rukkað meira. Það var ekki heil brú í öllu dæminu. Það kom líka fram að þegar menn tala um veiðileyfagjald, sér- stakan skatt á sjávarútveginn, þá eru menn að notfæra sér óánægju, sem er grasserandi mjög víða með kvótakerfið. Menn eru ekki alsælir með kvótakerfið og sumir vilja sóknarstýringu en ekki núverandi stýringu kvótakerfisins. Eiga þeir að biðja um veiðileyfagjald? Það hefur ekkert með það að gera,“ sagði Davíð. Vitlausasta umræða sem ég hef heyrt á Alþiugi „Síðan er sagt að sumir hafi fengið aflakvótann ókeypis og séu að leigja og selja öðrum fyrir okur- verð. Það kom líka fram að veiði- leyfagjaldið á að innheimta hjá þeim sem hafa kvóta. Það eru þeir sem eiga að borga veiðileyfagjaldið og það myndi bara bætast ofan á þann kostnað sem menn hefðu af því að kaupa eða leigja kvóta af öðrum. Það var ekki heil brú í öllu heila dæminu. Það sem menn gátu skilið var þetta: Það átti að ná 30-40 milljörðum af sjávarútvegi, sem nú er rekinn á núlli og til þess að búa til þá peninga handa sjávarútveginum til að borga þá átti að fella gengið samsvarandi, sem myndi kannski verða 30, 40, 50 prósent. Það myndi skapa al- gera óðaverðbólgu því almenning- ur yrði náttúrulega að borga slíka gengisfellingu dýru verði og það átti að leysa bara einhvern veginn. Ég hef aldrei áður séð 40 milljarða tekna með þessum hætti upp úr hatti. . . . einhver vitlausasta umræða sem ég hef heyrt í þinginu nokkru sinni.. . Það er nú reyndar sagt að það sé enginn töframaður sem nái kan- ínu upp úr hatti, nema setja fyrst kanínu í hatt. Ef menn ætla að ná 40 milljörðum af sjávarútvegin- um með þessu hætti, með þessum galdraverkum, hókus pókus, þá verða þeir að troða þangað 40 milljörðum áður en þeir taka hann upp úr, en það er ekki gert. Þetta er einhver vitlausasta umræða sem ég hef heyrt í þinginu nokkru sinni, fyrr eða síðar og blessaður Alþýðuflokkurinn fór afar illa út úr þessum umræðum. Ég veit að ég særi vini okkar á Morgunblaðinu sem trúa á þetta mál eins og heilagasta mál tilveru sinnar af einhveijum ástæðum. Trúa reyndar ekki á neitt mál ann- að, eins og málum er komið núna, en þetta mál. En það er bara ekki heil brú í heila málinu. Mig tekur það nærri vegna Morgunblaðsins sem er svo gott blað,“ sagði forsæt- isráðherra. Málflutningurinn hrein della Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra óskaði einnig eftir að fá að svara fyrirspurninni og sagði: „Það er eitt rétt í málflutningi þeirra sem núna leggja til að sett- ur verði nýr skattur á sjávarútveg- inn og það er sú fullyrðing þeirra að fiskveiðistjórnunarkerfið sem við höfum búið við á undanfömum árum hefur aukið hagkvæmni í rekstri sjávarútvegsins. Það hefur gert það að verkum að atvinnu- grein sem áður var háð styrkjum, fyrirgreiðslu, niðurgreiddum lán- um og eilífum reddingum af hálfu opinberra aðila, getur núna staðið á eigin fótum og er að byija að geta höfðað til almennings um að fá hlutafé eins og aðrar atvinnu- greinar. Því miður stendur sjávar- útvegurinn enn að baki öðrum at- vinnugreinum í þessu efni vegna þess að fjárhagsstaða hans þarf að styrkjast enn meir, en þróunin er í rétta átt fyrir þá sök að við höfum staðið rétt að verki. Við skulum líka hafa í huga að þessi málflutningur, sem snýst mikið um að viðurkenna eitthvað prinsipp um að leggja skatt á sjáv- arútveginn, hann er hrein della, vegna þess að á fyrsta degi, þegar kvótakerfið var innleitt, var ákveð- ið að sjávarútvegurinn skyldi borga ákveðinn kostnað við stjómun veið- anna með gjöldum á aflaheimildir. Núna greiðir sjávarútvegurinn all- an kostnað af stjórnun veiðanna . . . núna greiðir sjávarút- vegurinn allan kostnað af stjórnun veiðanna ... og veiðieftirliti og hann greiðir ail- an kostnað af úreldingarstyrkjum Þróunarsjóðs og hann hefur tekið á sig verulegar skuldbindingar af óráðsíu lántökum ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar á sín- um tíma og greiðir þetta með gjöld- um á aflaheimildir. Spurningin í dag snýst um það hvort á að hækka skatta verulega á sjávarútveginn. Þá þurfum við að velta því fyrir okkur hvort það sé skynsamlegt gagnvart sam- keppnisstöðu útflutningsfram- leiðslunnar að setja á nýja skatta. Styrkjum við útflutningsfram- leiðsluna með því að auka kostnað- inn við hana - atvinnugrein sem er að keppa við ríkisstyrkta fram- leiðslu í nágrannalöndunum? Ég held að því miður sé staðan sú í dag að við myndum veikja sam- keppnisstöðuna, veikja greinina og þar með verðmætasköpunina í þjóðfélaginu og möguleika okkar til að bæta lífskjörin, ef við gerðum þetta. Það er líka athygli vert að lausnarorðið hjá tillögumönnum var að þetta ætti alls ekki að koma við sjávarútveginn, hann ætti að græða alveg jafn mikið eftir sem áður og það átti að gerast með gengislækkun. Ætli fólkinu í land- inu myndi nú ekki finnast það skrýtið að það ætti að borga brús- ann af auðlindaskattinum með því að þurfa að kaupa sykurinn á hærra verði, hveitið á hærra verði, fötin á hærra verði og bílana á hærra verði? Ég er hræddur um að það kæmi svipur á ýmsa þegar þessi staðreynd birtist í raunveru- leikanum,“ sagði Þorsteinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.