Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 43 SVAVA GÍSLADÓTTIR RAKEL BJÖRNSDÓTTIR + Svava Gísladóttir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1921. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni lOb 25. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dóm- kirkjunni 7. október. Elskuleg föðursystir mín, Svava Gísladóttir, er látin. Nú á kveðjustund finn ég hvað hún var sérstök kona, svo full af umhyggju fyrir öllum sem hún þekkti. Svava var vel menntuð kona, víðsýn og vel lesin. Mínar fyrstu minningar um hana eru þær þegar hún og Hannes bróðir hennar voru að koma úr utan- landsferðunum sínum með skemmtilegu frásagnirnar og gjafirnar handa öllum. Lítil stúlka fékk þá stóran pakka sem inni- hélt þau fallegustu föt sem hún hafði nokkurn tíma séð. Mér fannst ég vera fínasta telpan á Islandi. Ég man gamlárskvöldin sem ég dvaldi í Reykholti hjá föðurfjöl- skyldu minni og spenninginn þeg- ar miðnætti nálgaðist og við krakkarnir fengum loksins að sjá skreytt borðið og hátíðartertuna sem Svava hafði varið dijúgum tíma í að skreyta með marsipan- myndum og fleiru. Er ég hugsa til baka til bernskuáranna eru þetta einu gamlárskvöldin sem ég minnist sérstaklega. Svava var listræn kona og hafði einstaklega fallega rithönd. Hún málaði á postulín og ég man hvað henni þótti gaman að ég skyldi hafa þetta sama áhugamál. Þegar hún fór til að kaupa sér hluti til að mála á keypti hún oftast handa mér líka ef hún sá að eitthvað nýtt var komið í verslunina. Fjölskylda mín man jólagjafirn- ar frá Svövu og Hannesi sem voru svo fallega skreyttar að við geymdum alltaf þar til síðast að opna þær og þá með varúð til að skemma ekki skrautið. Ég ólst upp í hópi hálfsystkina og Svava sá ávallt um að þau fengju gjafir um leið og ég og ég veit að þetta muna þau og þakka henni hugul- semina. Svövu var það ákaflega mikils virði að við unglingarnir í fjöl- skyldunni lærðum eitthvað sem höfðaði til okkar og við hefðum gagn og gaman af. Hun fylgdist með námi okkar af áhuga og gladdist við hvern þann áfanga er við náðum. Það má segja að hún og Hannes eigi mestan þátt í því að ég fór í framhaldsskóla og hvatning þeirra nær enn til þessa dags því ég er ennþá að mennta mig í mínu fagi. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar hjónanna og barnanna okk- ar þakka Svövu góðvild í okkar garð alla tíð. Við minnumst henn- ar með söknuði en vitum að nú líður henni vel. Við vottum ætt- ingjum Svövu innilega samúð og þá sérstaklega Hannesi sem sér nú á eftir elskaðri systur og vini. Blessuð sé minningin um þig, elsku Svava. Ester Bergmann Halldórsdóttir. + RakeI Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júní 1919. Hún lést á Landspítalanum 28. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 8. október. Kæra frænka mín, hún Ragga, er nú farin frá okkur. Hún sem var svo kær okkur öllum í fjöl- skyldunni. Hún sem batt ættar- böndin hvað fastast saman. Ég er sú sem sumir mundu telja svarta sauðinn sem er í hverri fjölskyldu. Hún stóð sem klettur, alltaf tilbúin að veija mig og létta mér byrðar hugarangurs og skammar sem á mér dundu svo voðalega hvað eftir annað. Hún Ragga vissi lengra en nef hennar náði og gat verið skemmtileg og innileg við mig á voðastundum. Og hún áleit mig líka innilega væna og yndislega. A ég henni gleði mína að þakka 'og hvernig hún tók á mínum þungu raunum. Og lítið gat hún gert úr sínum eigin vandamálum, þrátt fyrir sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli. Nú er erfitt að fylla það rúm sem hún áður fyllti. Öll þau bönd og vitneskja sem hún réð yfir. Hver er nú tilbú- in að vera svo góð sem hún var og hver getur fyllt það pláss sem hún gerði fyrir mig og aðra. Ég leitaði ætíð mikið til hennar og hún var ætíð reiðubúin að láta mig verða mikið fróðari eftir en áður. Gleði hennar og kærleikur til okkar allra í fjölskyldunni voru alþekkt. Þessi æviár urðu allt of fá. Hún var hrifin frá okkur allt of snemma. Dauðinn og hennar erfiði sjúkdómur lögðu þarna hetju og afburða konu að velli. Þakka þér fyrir allar góðar stundirnar og hjálp við mig á erfiðum stundum, elsku Ragga mín. Munda Pálína. GUÐJON OLAFUR JÓNSSON + Guðjón Ólafur Jónsson fæddist á Elínarhöfða í Innri-Akraneshreppi 7. desember 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 2. október síðastliðins og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 11. október. Það er misjafnt hvernig fólk virkar á mann við fyrstu kynni. Guðjón hitti ég í fyrsta skipti fyr- ir um 10 árum og þá held ég að hann hafi helst vakið hjá mér for- vitni. Hann gaf sig ekki að fólki að fyrra bragði, en þegar ég kynntist honum betur sá ég vel hvernig maður Guðjón var. Hann var einn af þeim sem gerir heim- inn að betri stöðum, góður maður, sem mér leið alltaf vel í kringum. Guðjón hafði gaman af að lesa góðar bækur, las mikið af ljóðum og sýndi umhverfinu áhuga. Hanr. gaf því gaum hvað fólkið hans var að aðhafast og hvernig manni leið. ALDA PÉTURSDÓTTIR + Alda Pétursdóttir fæddist í Hafnarfirði 28. mars 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 25. september síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 3. október. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur ef lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að, við bjuggumst við að hitta þig oftar í vetur og nú var um seinan að sýna þér allt það traust sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það var svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson) Fregnin kom. Hún Alda vinkona er að deyja. Þessi hárfíni þráður sem skilur á milli lífs og dauða var skyndiiega að slitna hjá henni, og augnablik stóð allt kyrrt, svo kom sársauk- inn, síðan tómleikinn og að end- ingu koma minningarnar hver á fætur annarri. Allar bjartar, fyndnar og skemmtilegar. Ég hugsa til síðasta samtals okkar, fyrir nokkrum dögum, þú hress og kát að vanda, ánægð yfir að bakið væri að verða gott, og þar sem ég og Hemmi stæðum á stór- um tugum væri alveg kominn tími til að huga að „einni góðri Spánar- ferð“. Við rifjuðum upp góðar minningar frá fyrri ferðum sem ávallt vöktu hlátur hjá okkur. En á afmælisdaginn minn slitnaði þráðurinn þinn. Þú kvaddir lífið með því að gefa öðrum líf. Alda mín. Takk fyrir samfylgd- ina, hún var skemmtileg. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vina, höfði halla við herrans bijóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég þér, Hemmi minn, og bið Guð að styrkja Hauk, Pétur, Reyni og þeirra fjölskyldur. Dýrley (Dedda). Guðjón hafði mjög góðan húmor og gerði lúmskt grín að sjálfum sér og öðrum og kom oft með hnyttin tilsvör. Guðjón hafði gaman af fótbolta og aldrei fór maður á völlinn uppi á Skaga nema sjá hann standa þar í brekkunni í gráu úlpunni og með derhúfuna. Ef illa gekk fuss- aði hann óspart, en ef vel gekk var hann greinilega ánægður þó hann væri ekki að eyða í það of mörgum orðum. Ég hitti Guðjón í síðasta skiptið fyrir rúmum mánuði á Landspítal- anum. Við töluðum lengi saman um lífíð og tilveruna, það sem á undan var gengið og það sem framtíðin mundi bera f skauti sér. Þegar ég fór frá honum eftir þetta vissi ég að þetta var sennilega síð- asta skiptið sem ég hitti hann. Aðskilnaður er alltaf erfíður, sama hver á í hlut, en það sem hann veitti mér þetta síðasta skipti sem ég hitti hann á eftir að verða mér gott veganesti á lífsleiðinni. Ég efast um að ég hafi gefíð honum eitthvað þennan tíma sem ég var þarna hjá honum, maður sér alltaf eftir á hvað maður gerir lítið af því að láta sína nánustu vita hversu mikils virði þeir eru manni. Elsku Sigríður, Guð veri með þér og þínum á þessum erfíðu tím- um. Kristín Huld Haraldsdóttir. t Ástkær móðir okkar, LAUFEY VALBJÖRG ÞORVARÐARDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 10. október. Birna K. Árnadóttir, Böðvar Árnason, Ragnhildur Árnadóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu minningu AÐALBJARGAR TRYGGVADÓTTUR frá Eskifirði, til heimilis í Lönguhlíð 3. Sérstakar þakkir til forstöðukonu og starfsfólks Lönguhlíðar 3 fyrir þeirra ástúð og umhyggju. Aðalbjörg Ragna Hjartardóttir og fjölskylda, Inga Guðmundsdóttir, Guðjón E. Long. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA SESSEUA BJÖRNSDÓTTIR, Skjólgarði, Höfn, Hornafirði, andaðist í Landspítalanum að kvöldi miðvikudagsins 9. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Haraldur Þórðarson, Sæþór Skarphéðinsson, Steinunn Maríusdóttir, Borghildur Skarphéðinsdóttir, Auður Skarphéðinsdóttir, Hjörtur Marínósson, Birna Þ. Skarphéðinsdóttir, Gunnar Hermannsson, Skarphéðinn Helgason, Þórunn Gunnarsdóttir, Guðrún B. Helgadóttir, Steinar I. Guðmundsson, Aðalheiður Haraldsdóttir, Ólafur Karl Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, AXELS HÓLM MAGNÚSSONAR. Ósk Axelsdóttir, Þórir Axelsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, KRISTJÁNS GUNNARS HILDIBERGS JÓNSSONAR málarameistara, Hringbraut 115. Sigríður Þorbjörnsdóttir, Jón Kristjánsson, Ólöf Jónsdóttir, Pétur Kristjánsson, Laila Schjetne, Arndís Kristjánsdóttir, Sveinn Hörður Blomsterberg, Sesselja Kristjánsdóttir, Magnús Óskarsson, Steinar Jakob Kristjánsson, Svandís Óskarsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og við jarðarför elskulegs eigin- manns míns og föður, ALFREÐS GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi forstöðumanns Kjarvalsstaða. Guðrún Árnadóttir, Guðmundur S. Alfreðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.