Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 11
Alþýðubandalagið
um kvótabrask
SASAKAWA-stofnunin ásamt öðr-
um aðilum, veitti nýlega Þórami
Benedix skógfræðingi og Pétri Jón-
assyni, sem er áhugamaður um
skógrækt, 400.000 kr. styrk til að
safna fræjum af japönskum tijá-
plöntum. Þeir komu til Japans 3.
október og verða í sautján daga.
Fréttaritari náði tali af þeim í
Tsukuba-borg þar sem höfuð-
stöðvar japönsku skógræktarinnar
er að finna. Japönsk skógrækt er
mjög öflug og þessi stofnun stend-
ur fyrir ræktun nýrra afbrigða og
því eru möguleikar á að þeir geti
fengið fræ af nýjum kynbættum
tegundum.
Megintilgangur ferðarinnar er
þó sá að safna fræjum af skógar-
svæði Japans, Hokkaido og háfjöll-
um i Hönshu. Enn fremur að afla
sambanda við japanska skógrækt-
ar- og rannsóknarstofnanir til að
auðvelda samvinnu á sviði skóg-
ræktar og fræöflunar í framtíðinni.
Japanska skógræktin mun út-
vega töluvert magn af fræjum til
viðbótar við það sem verið er að
safna.
Það eru til ýmsar tegundir tijáa
í Japan sem aldrei hefur verið
reynt að rækta á íslandi en gætu
mjög líklega hentað vel. Þar er
helst að nefna nokkrar víði- og
aspartegundir. Hugsanlega jap-
anslerki sem vex í háfjöllum um
miðbik Hönshu, stærstu eyju Jap-
ans, og tvær eða þrjár tegundir
af þin og að minnsta kosti tvær
grenitegundir sem vaxa í Hokka-
ido, nyrst í Japan. Fyrir utan þetta
eru a.m.k. fjórar tegundir af birki
í Hokkaido sem vel koma til
greina og tvær tegundir af elri.
Loks er að nefna tvær sjaldgæfar
háfjallategundir í Hönshu. Með
því að koma þeim til á íslandi
legðu íslendingar sitt af mörkum
til að forða þeim fra útrýmingar-
hættu.
Vonast er til þess að þessi ferð
geti orðið hvati að frekari sam-
vinnu milli íslendinga og Japana
á sviði skógræktar í framtíðinni,
sérstaklega með tilliti til þess að
í Japan standa nú yfir umtalsverð-
ar tilraunir til að rækta skóg á
mjög erfiðum svæðum.
Loftslag þar sem fræjunum er
safnað líkist helst því sem þekkist
á köldum svæðum í Klettafjöllum
Norður-Ameríku. Veturinn langur
og kaldur en sumarið stutt. Snjór
er víða mikill á vetrum á vestan-
verðri Hönshu-eyju en heldur
minni í austurhluta Hokkaido. Þar
frýs jörð hins vegar niður á 80 cm
dýpi.
66% af yfirborði Japans eru
skógi vaxin. Þar af eru um 15
milljónir hektara með náttúruleg-
um skógi og 10 milljónum hefur
verið plantað eftir stríð. Verður
það að teljast aðdáunarvert í jafn
þéttbýlu landi.
í UMFJÖLLUN um umræður þing-
manna um veiðileyfagjald í Morgun-
blaðinu í gær, þar sem vitnað var í
orð Steingríms J. Sigfússonar um
málið, slæddist í meðförum blaða-
manns inn eitt orð, sem varð til þess
að boðskapur þingmannsins gat mis-
skilizt. Viðeigandi hluti ræðu Stein-
gríms skal því áréttaður hér, orðrétt.
„Nú er það svo, að gagnrýni er rétt-
mæt á ýmsa þætti núverandi stjórn-
kerfis fiskveiða. Sérstaklega eru það
leiguviðskiptin með veiðiréttinn,
kvótabraskið, sem svo er kallað, sem
fer fyrir bijóstið á mönnum. Alþýðu-
bandalagið hefur afdráttarlaust mót-
að þá stefnu að fyrir þetta leigu-
brask beri að taka. Það beri að taka
út úr kerfinu heimildir til að leigja
eða fénýta réttinn ár eftir ár án þess
að menn nýti hann sjálfir. Alþýðu-
bandalagið hefur einnig mótað þá
afstöðu, að veiðileyfagjald, ofan á
núverandi óbreytt kvótakerfi með
öllum þessum annmörkum, leysi eng-
an vanda.“
Krummahólar 8-4. hæð. - Opið hús
Björt og mjög skemmtileg 3ja herb. íb. á 4. hæð í nýlega viðgerðu
og máluðu lyftuhúsi. Stórar suðursvalir, glæsilegt útsýni. Nýtt eld-
hús, nýr dúkur á svefnherb., teppi á stofu, parket á forstofu, flisa-
lagt bað m. tengingu f. þvottavél. Danfoss-kerfi. Stór geymsla á
hæðinni. Gervihnattasjónvarp. Ágætt sameiginlegt þvottahús m.
vélum auk þurrkherb. Frystiklefi. Stæði í læstu bílskýli. Húsvörður.
íbúðin getur losnað strax. Verð 6,3 millj. Áhv. byggsj. ca. 2 millj.
Verið velkomin að skoða laugardag og sunnudag kl. 13-18.
3697
Hóll fasteignasala,
sími 551 0090
Fræjum til skógrækt-
ar safnað í Japan
Tsukuba, Japan. Morgunblaðið.
Hjón í fang-
elsi fyrir
líkamsárás
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í vikunni
38 ára karl og 28 ára eiginkonu
hans í 15 og 12 mánaða fangelsi
fyrir líkamsárás.
í október sl. réðust hjónin að
manni á sextugsaldri, sem var gestur
á heimili þeirra í Keflavík, með bar-
eflum, göngustaf ogtrékylfu. Maður-
inn hlaut fjölmörg sár á höfði og
nefbrot.
Hæstiréttur sagði hins vegar ekki
hægt að fullyrða að sjón hans hefði
versnað vegna árásarinnar, eins og
tilgreint var í ákæru. Þá væri ekki
með öllu unnt að líta framhjá frásögn
hjónanna um að maðurinn, sem fyrir
árásinni varð, hafi verið með erting-
ar við konuna.
Ekki dansað í
herskipunum
FLOTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ í
Kanada hefur nýlokið rannsókn á
heimsókn tveggja nektardansmeyja
um borð í freigátuna Ville de Qu-
ebec, er hún hafði viðdvöl í Reykja-
víkurhöfn í lok ágúst.
Grunur lék á um að dansmeyjarn-
ar, sem eru frönskumælandi
Kanadabúar búsettar í Reykjavík,
hafi sýnt listir sínar um borð í her-
skipinu en svo reyndist ekki vera,
að sögn Glenn Chamberlain, ofursta
í kanadíska sjóhernum.
Hins vegar dvöldu dansmeyjarn-
ar um borð í herskipinu fram á
nótt en skipveijar hafa ekki leyfi
til að bjóða til sín gestum eftir kl.
11 á kvöldin. Chamberlain segir að
viðkomandi skipveijar verði
áminntir af þeim sökum.
Bílvelta við
Rauðavatn
BÍLL fór út af vegi, valt og brann
við Rauðavatn á þriðja tímanum í
fyrrinótt. Fimm voru í bílnum og
fengu fjögur að fara heim að lok-
inni skoðun á Borgarspítalanum.
Stúlka, sem var farþegi í bílnum,
var með brákaða mjaðmagrind og
var hún því áfram á spítalanum.
Ökumaðurinn er grunaður um ölvun
við akstur. Greiðlega gekk að
slökkva eldinn í bílnum en hann er
talinn ónýtur.
Listasigur
í Operunni
„Master Class er spennandi leikverk og uppbygging
þess bæði sniðug og vel útfærð hjá höfundinum,
Terrence McNally...“
Mbl. 5. okt.
„Anna Kristín Arngrímsdóttir vinnur feiknavel
úr hlutverki sínu og persónan María Callas
verður ljóslifandi...
...Sannarleea sieur fyrir Önnu Kristínu“
DV. 8. okt.
„Marta Guðrún Halldórsdóttir var frábær í sínu
hlutverki og það var unun að heyra hana syngja.“
Mbl. 5. okt.
„Verkið er stjörnuleikur í fyllsta mæli og Anna
Kristín nýtir sér vel möguleikana...“
Dagur-Tíminn 8. okt.
„Þorsteinn Gauti naut sín vel sem undirleikarinn;
með látlausum en hárréttum áherslum náði hann
að kitla hláturtaugar áhorfenda.“
Mbl. 5. okt.
ISLENSKA OPERAN
|| Miðasalan opin daglega Ii'á 15 10 nema mánudaga.
miðapantanir S: 551 1475
\vww//ccntrum.is/maslcrclass
IISLENSKU
ÓPERUNNI
,#g,
«0
Anna Kristín
Marta Guðiún
«
Stefan
l.llen Frcydis
l’orsteinn Gauti
Björn