Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um vinnuskipu-
lag og vinnuvernd
„Vertu að þá vinnst um síðir...“
NÚ LÍÐUR að lok-
um evrópskrar vinnu-
verndarviku. Fulltrúar
Vinnueftirlits ríkisins
hafa vakið máls á ýms-
um þáttum vinnu-
verndar með greinar-
skrifum m.a. í Morg-
unblaðið. Á mörgu hef-
ur verið tæpt, þótt
fleiru hafí verið sleppt,
enda vinnuvemd mjög
stórt svið og umsvif
Vinnueftirlitsins því
víðtæk.
Það sem ég geri að
umfjöllunarefni hér er
sá þáttur vinnuvemdar
sem snýr að félagsleg-
Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir
um áhættuþáttum og
tek sem dæmi störf í
fiskiðnaði.
Hvað eru
félagslegir
áhættuþættir?
Þegar fjallað er um
félagslega áhættuþætti
í starfsumhverfínu er
gjaman vísað til ein-
hæfni, einangmnar,
vinnuhraða, vinnu-
magns og takmarkaðs
möguleika á að hafa
áhrif á framkvæmd
vinnunnar. Rannsóknir
sýna að þessir þættir
geta haft afgerandi
Breytt
svæðisnúmer
í Finnlandi
(dag, 12. október, samræma Finnar svæðisnúmer
sín Evrópulöndum og skipta landinu í 13 svæði
í stað 73 áður.
Þá munu öll svæðisnúmer byrja á (0) núlli en því er
þó sleppt þegar hringt er til Finnlands erlendis frá.
Á sama tíma breytist númerið í „ísland beint"
þjónustunni frá Finnlandi og verður: 08001 10354.
Dæmi: Hringt frá Islandí til Helsinki
Til útlanda Landsnúmer Svæðisnúmer Símanúmer
00 358 9 1234567
Simnotandi á íslandi. sem ætlar að hringja
til Helsinki í Finnlandi, t.d. í númer 1234567,
velur í einni lotu 00 358 9 1234567.
PÓSTUR OG SÍMI
Allar nánari upplýsinger eru veittar hjá Talsambandi við útlönd, i síma 115.
áhrif á heilsu starfsmanna - sem
aftur hefur áhrif á frammistöðu
þeirra í vinnunni. Streita, síþreyta,
depurð og líkamleg vanlíðan eru
dæmi um einkenni sem fram geta
komið meðal starfsmanna sem vinna
undir of miklu andlegu álagi.
Hvað skiptir máli við
skipulag vinnunnar?
Skipulag vinnunnar samfara auk-
inni tæknivæðingu hefur víða haft
5
vl?
\
7.-13. olclöber 1996
Nýtum þá vitneskju,
segir Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir, sem við
höfum um félagslega og
líkamlega áhættuþætti.
í för með sér aukna einhæfni, and-
lega sem líkamlega og félagslega
einangrun þeirra sem við störfin
fást. Sýnt hefur verið fram á með
rannsóknum að starfshópurinn hef-
ur mikla þýðingu fyrir andlega líðan
fólks, sér í lagi konur. Því er það
mikilvægt út frá heilsuvemdarsjón-
armiði að störf séu þannig skipulögð
að starfshópnum gefíst kostur á
sameiginlegum hléum frá störfum.
Það að starfsfólk við flæðilínu sé
staðbundið við vinnu sína og vinni
undir stöðugri tímapressu getur haft
í för með sér mikið andlegt og líkam-
legt álag. Það hefur einnig í för með
sér minni möguleika til að hafa áhrif
á framkvæmd vinnunnar. Að vinna
undir stöðugri tímapressu og hafa
lítið svigrúm til að hafa áhrif á fram-
kvæmd vinnunnar eru áhættuþættir
sem ógnað geta heilsunni.
Við sjáum viss teikn um að skipu-
lag vinnunnar samfara nýrri tækni
sem verið er að innleiða til dæmis
í fiskiðnaði hér á landi geti aukið á
einstaklingseftirlit, einangrun og
einhæfni starfa. Þar er ekki við
tæknina að sakast, heldur það
vinnuskipulag sem sums staðar er
komið á samfara þessari tækni. Því
er full ástæða til að nýta þá vitn-
eskju sem við höfum um félagslega
og líkamlega áhættuþætti þegar
vinnan er skipulögð, til að saman
geti farið góð tækni og heilbrigt
starfsfólk.
Höfundur er félagsfræðingur og
deildarsljóri fræðsludeildar
Vinnueftirlits ríkisins.
Fyrirtæki utan samtaka atvinnurekenda
VR óskar eftir viðræðuóætlun
í samræmi við ákvæði í nýrri vinnulöggjöf, óskar
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur eftir gerð
viðræðuáætlunar við fyrirtæki sem ekki eru í samtökum
atvinnurekenda. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja eru
beðnir um að hafa samband við Kjaramáladeild VR
fyrir 18. október nk. svo komist verði hjá því að vísa
málinu til ríkissáttasemjara.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Húsi verslunarinnar
Sími: 568 7100
í lögum nr. 75/1996 segir: “Atvinnurekendur eða samtök þeirra og stéttarfélög skulu
gera áætlun um skipulag viðræðna um endurnýjun kjarasamnings... Viðræðuáætlun
skal gerð í síðasta lagi tíu vikum áður en gildandi kjarasamningur er laus."
I meðhöndlun
hjá „kerfinu“
ÉG UNDIRRITUÐ
er flarri því að vera
sátt við meðhöndlun
„kerfisins“ á mínum
málum og gríp því til
þess ráðs að senda
þingmönnum Vest-
fjarða opið bréf.
Ingjaldssandur er
byggðarlag í utanverð-
um Onundarfirði að
vestanverðu. Þar var
lengi allfjölmenn og
blómleg byggð, þótt
afskekkt væri, enda af
náttúrunnar hendi
hentug bjargræðisveg-
um Vestfirðinga frá
fornu fari, sauðfjárbú-
skap og sjósókn. íbúarnir voru líka
samhentir um að efla hag síns litla
byggðarlags og halda til jafns við
aðrar byggðir um uppbyggingu og
ræktun. Þó fór það svo að samhliða
bættum samgöngum tók byggðin
að láta á sjá og smátt og smátt
féllu jarðirnar úr ábúð ein af ann-
arri. Sjálf hef ég alltaf haft trú á
því að hér á Ingjaldssandi megi búa
góðu búi og engin ástæða til að
láta merkið niður falla, enda torveld-
ari eftirleikurinn, ef þarf að byija
allt algerlega að nýju. Þótt ég væri
komin í fasta vinnu utansveitar kom
ég alltaf hingað vor og haust í sauð-
burð og göngur til móðursystkina
minna á Sæbóli III. Það var hins
vegar erfitt að fá sig lausa úr vinnu
til þess arna og ég fór að svipast
um eftir möguleikum til að setjast
hér að.
Það varð úr að ásamt bróður
mínum keypti ég Sæból I og II. Ég
bý hér en hann kemur ekki hingað
til að búa. Ég hugði því gott til að
geta verið í námunda við móður-
systkini mín um leið og ég byggði
upp bú, sem ég gæti ráðið við ein.
Hugsaði ég mér að koma upp loð-
dýrabúi og hafa jafnframt fáeinar
kindur. Sótti ég um lán til Stofn-
lánadeildar landbúnaðarins um svip-
að leyti og annar aðili hér í sveit.
Umsóknirnar voru svo til eins, nema
hvað eiginíjárstaða mín var aðeins
betri. Niðurstaðan varð sú að hinn
aðilinn fékk jákvætt svar, en ég
fékk neitun á þeirri forsendu, að
hætt væri að lána fé til loðdýrarækt-
ar.
Í millitíðinni kynntist ég Erik
Engholm, núverandi sambýlismanni
mínum. Hann er sérfræðingur í loð-
dýrarækt og kom hingað til lands
sem ráðunautur í þeirri grein. Hvor-
ugt okkar var sátt við þessa niður-
stöðu og gengum við eftir nánari
skýringum á málinu. Þá var okkur
boðið að rífa gamalt minkahús og
byggja það upp aftur á Sæbóli. Við
vorum þessu mótfallin í fyrstu þar
sem við töldum það dýrara en
byggja nýtt hús, en að þessum skil-
yrðum uppfylltum hét Stofnlána-
deildin því að aðstoða okkur við að
koma upp búinu. Það varð því úr
að gamalt hús var keypt og flutt
að Sæbóli og reist þar.
Meðan við vorum að leita að búr-
um í húsið var komið að sláturtíð á
mink og var okkur sagt að drífa
okkur að fá lífdýr og gætum við
geymt þau um tíma í loðdýrahúsinu
á Hrauni, sem er bær hér framar í
dalnum, sem við og gerðum. Þegar
við hins vegar inntum Stofnlána-
deild eftir fyrirgreiðslunni var allt
gleymt og grafið og við sátum eftir
með miklar skuldir bæði á húsi og
dýrum. Dýrin ólum við út árið á
Hrauni, í alltof litlu rými, svo skin-
nagæðum var mjög áfátt og ekki
hægt annað en að drepa dýrin, enda
i rauninni ekki hægt að vera með
„tvíbýli" í einu minkahúsi.
Kvótinn hefði ekki komið inn á
jörðina aftur úr leigu nema af því
að ég var búin að búa hér í tvö ár
áður en hann losnaði úr leigu, auk
þess sem ég hélt að það væri ekki
hægt að fara með kvóta af jörð
nema með samþykki eiganda, eða
leigjanda (ábúanda).
Einnig hélt ég að
heimtökuréttur væri
lögbundinn á jörð og
hann mætti ekki fara
með í burtu, eins og
hér hefur verið gert.
Allavega er hann ekki
í mínum höndum.
Bændasamtökin virð-
ast vera samþykk föls-
uðum ásetningsskýrsl-
um og flutningi kvóta
milli jarða, þó svo að
kvótahafi sé búandi á
hvorugri jörðinni. Ég á
að skila öllu mínu slát-
urfé til útflutnings, en
aðrir sem afsala sér
beingreiðslum geta gert hvað sem
er. Það er greinilega ekki sama
hver á í hlut.
Þegar beingreiðslurnar brugðust
sá ég fram á að eiga ekki krónu
fram yfir sláturtíð. En heldur en
að sitja með hendur í skauti sótti
ég um og fékk styrk til að sauma
minjagripi úr selskinni. Þetta hand-
verk selst vel yfir sumarið og er
vissulega smábúdrýgindi en ekkert
til að lifa af. Skýtur því nokkuð
skökku við að eiga svo greiðan að-
gang að styrkjum til aukaverka á
meðan neitað er um alla fyrirgre-
iðslu til að koma sér upp lífvænlegu
föstu starfi.
Ég hélt, segir Elísabet
A. Pétursdóttir, að
heimtökuréttur væri
lögbundinn á jörð.
Ég hef leitað til Stofnlánadeildar
um greiðsluerfiðleikalán, en það er
nánast nóg að heyra í þeim tóninn
til að gera sér grein fyrir að ég á
ekkert að vera að þessu brölti: Þessi
byggð er afskekkt og baggi á þjóð-
félaginu, ég eigi ekkert að vera
hér, öllum fyrir bestu að þetta fari
í eyði.
Haustið 1994 sótti ég um skuld-
breytingarlán hjá Byggðastofnun til
að ráða fram úr mestu greiðsluleik-
unum en fékk synjun á þeirri for-
sendu að ekki væri lánað lengur.til
ijár- og loðdýrabænda. Það tók átta
mánuði fyrir Byggðastofnun að
koma frá sér þessu svari. En í sama
pósti kom tilkynning um 200 þúsund
króna styrk til handverksins míns.
Ég hafði sótt um styrk áður og var
búin að fá hann, en í þessu tilfelli
hafði ég sótt um lán en fékk nú
styrk. Ég hálfsé nú eftir því að
hafa þegið þennan styrk, því að með
því er eins og ég sé að fallast á að
ég eigi ekki rétt á fyrirgreiðslu til
að koma hér upp búi, en sætti mig
við að einskorða mig við iðju, sem
getur aldrei orðið annað en búdrýg-
indi með öðru.
Nú nýlega sótti ég um styrk til
Byggðastofnunar til þess að geta
fengið lífdýr í minkahúsið mitt sem
tekur 350 læður. Byggðastofnun
synjaði mér um styrkinn vegna þess
að engin væru búrin í húsinu. Ég
get hins vegar fengið búr um leið
og ég hef fengið jákvæð svör um
lífdýr, enda engin ástæða til að
flytja búr í húsið ef engin koma
dýrin.
í vor sem leið sóttum við einnig
um að fá til afnota loðdýrahúsin á
Hrauni á Ingjaldssaldi, sem taka
um 1000 dýr. Þessi hús eru svo til
tilbúin til notkunar og þyrfti einung-
is að þrífa þau og setja dýrin inn
að undanskilinni smáviðgerð á öðru
húsinu. Húsin gátum ið fengið ef
við vildum rífa þau og flytja fjóra
kílómetra en það er dýrara en að
byggja nýtt en nú er búið að selja
þau fyrir lítið til niðurrifs.
Höfundur er bóndi á Sæbóli II,
Ingjaldssandi.
Elísabet A.
Pétursdóttir