Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 17 VIÐSKIPTI Aukin eftirspum eftir olíu kemur á óvart Verð á olíu hefur ekki verið hærra í 5 ár London. Reuter. FRAMLEIÐSLA olíu hefur aldrei verið meiri í heiminum. Verð olíu hefur ekki verið hærra í fimm ár og birgðir eru uggvænlega litlar fyrir veturinn. Eftirspurn er meiri en bjartsýnustu menn í greininni hafa þorað að vona. Að sögn Alþjóðaorkustofnunar- innar, IEA, verður eftirspurn eftir olíu í heiminum 71.8 milljónir tunna á dag að meðaltali í ár og mun eftirspurnin aukast um 1.7 milljónir tunna miðað við 1995. Á næsta ári er því spáð að eftirspumin aukist í 73.6 milljónir tunna að sögn IEA. En sérfræðingar segja að IEA virðist hafa vanmetið olíunotkunina í heiminum og ef veturinn verði eins harður og 1995-1996 geti eftir- spum aukizt jafnvel enn meir. Sérfræðingur Kleinworts Ben- sons telur að eftirspumin í ár sé að minnsta kosti 200.000 tunna meiri á dag en IEA spái og verði um 300.000 tunna meiri 1977 en IEA telji, sé aðeins gert ráð fyrir venjulegum vetmm. Olíunotkun flutningatækja eykst meir en sem nemur hagvexti og nið- ursveiflur í efnahagsmálum eða hækkanir á olíuverði virðast ekki hafa áhrif á hana að sögn sérfræð- inga. Áhugi á stórum bilum Eldsneytisnotkun dróst saman í Bandaríkjunum eftir 1991, en síðan hafa Bandaríkjamenn aftur fengið ást á stóram bílum og öflugum vélum og það skýrir að miklu leyti hina auknu eftirspum eftir olíu eins og Andrew Hall, forstjóri Phibro Inc, benti nýlega á í ræðu. Efnahagsbati hefur valdið því að eftirspum í OECD-löndum hefur auk- izt um 2,1-2,5% það sem af er þessu ári að sögn ráðgjafafyrirtækisins Petroleum Finance í Washington. PFC hermir að eftirspum eftir olíu í Bandaríkjunum hafi aukizt um 4,7% að meðaltali síðan í fyrra, en ennþá meir í stóram löndum utan OECD eins og Indlandi, Suður- Kóreu, Kína og Brasilíu. Að sögn PFC hefur eftirspum eftir bensíni og díselolíu á Indlandi aukizt um 13,5% miðað við 1995. Eftirspum eftir bensíni í Brasilíu hefur aukizt um 18,3% og í Kóreu um 17,8%. Þar sem eftirspurn hefur verið lífleg, ástandið í Miðausturlöndum viðsjárvert og söluaðilar hafa verið tregir að selja olíu meðan birgðir era litlar hefur verðið ekki verið hærra síðan í Persaflóastríðinu. Of mikið gert úr alnetinu London. Reuter. MORG evrópsk fyrirtæki telja að of mikið sé gert úr alnetinu/inter- netinu og enn sé langt þangað til að viðurkennt verði að það sé mikilvægt verkfæri í viðskiptum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Evrópsk fyrirtæki viðurkenna mikilvægi alnetsins, en mörg þeirra telja að enn eigi eftir að ráða fram úr mörgum, erfiðum viðfangsefn- um áður en hægt verði að nýta alla möguleika þess í viðskiptum samkvæmt könnun bandarísks tölvuráðgjafar- og útgáfufyrirtæk- is, Intemational Data Group. Mörg fyrirtæki, einkum í Bandaríkjunum, telja að gífurleg viðskipti muni fara fram á alnet- inu fyrir aldamót. Önnur fyrirtæki tortryggja ýkjusögur um alnetið og minnihluti Evrópubúa og evr- ópskra fyrirtækja notar það. Af þeim evrópsku fyrirtækjum, sem könnunin náði til, notuðu 39% brezkra, 20% þýzkra og 13% fran- skra fyrirtækja alnetið. Á næstu 12 mánuðum hyggjast 20% brezkra, 25% þýzkra og 15% fran- skra fyrirtækja í könnuninni nota netið. Frönsk fyrirtæki hafa orðið síð- ust til að taka hina nýju tækni í þjónustu sína samkvæmt könn- uninni, sem náði til 1900 fyrirtækja í Bretlandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Bandaríkjunum og Japan. Aðalá- stæða þess að fyrirtæki ákveða að nota alnetið er markaðssetning vamings og þjónustu. Samkvæmt könnuninni telja fyrirtækin að alnetið sé „þróun“ fremur en „bylting." Rana Ma- inee, yfirmaður ráðgjafaþjónustu IDG, segir hins vegar: „Þétta er áreiðanlega bylting vegna þeirra möguleika, ' sem fyrirtækjum standa til boða. Þau komast að raun um að alnetið er ómissandi verkfæri. Það er bezta verkfærið sem við höfum.“ Sýnittg um helgina: Eðalj eppinn 1VH SUZUKI ^Afl og örvggi Laugardag 10-17 og sunnudag frá kl. 12-17 hjá Suzuki Bílum, Skeifunni 17. Geturðu gert betri bilakoup? SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.