Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 13 LANDSFUIMDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Morgunblaðið/Sverrir ÁHUGI landsfundarfulltrúa á dagskrárliðnum „Jafnrétti í reynd“ á Landsfundi í gær var mikill, jafnt meðal kvenna sem karla. Áð framsðguerindum loknum urðu líflegar umræður, þar sem m.a. kom fram að 40% Jafnrétti í reynd stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins eru konur, og bent var á að þess hlutfalls gætti ekki í flokksstarfinu. Gera yrði konurnar sýnilegri og treysta þeim fyrir fleiri ábyrgðarstöð- um. . . . skynsamlegt að auka svigrúm fyrirtækja til frá- dráttar frá skatti. . . . . . grundvöllur fyrir sam- einingu um að setja feðra- fæðingarorlof í lög . . . . . . á von á því að póstþjón- usta verði í vaxandi mæli boðin út um áramótin .. . Umræða um jafnrétti í reynd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Þörf á breyttum viðhorfum í þjóðfélaginu GEIR H. Haarde formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins kvaðst í framsöguræðu sinni á landsfundi flokksins í gær, telja líklegt að jafnrétti kynja væri betur tryggt í lögum en í samfélaginu. í þeirri staðreynd sé fólgin skýr- ing á að „mæður með lítil börn eigi oft erfiðara með að fá vinnu en feður sömu barna,“ og að „vinnuveitendur semji við hærra hlutfall karla en kvenna um ein- staklingsbundin hlunnindi utan kjarasamninga," sagði Geir. Fjölskyldustefna í bígerð Hann nefndi ýmis atriði önnur sem mætti rekja til sömu for- sendna, svo sem að konur hætti oftar í námi en karlar til að vinna fyrir maka sínum sem stundi einn- ig nám og að körlum væri oft í nöp við að ráða sig í svo kölluð hefðbundin kvennastörf. Hann kvað úrbætur ekki felast í nýrri löggjöf um jafnréttismál eða embætti umboðsmanns jafn- réttismála sem lagt hefur verið til á Alþingi að verði skipaður, heldur viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu öllu, jafnt í atvinnulífi, skólakerfi, dómstólum, stjórnmálaflokkum og á heimilum. Hluti af slíkri breyt- ingu væri að koma á skipulagðri fjölskyldustefnu, og væri ríkis- stjórnin með slíka stefnu í bígerð. Óásættanlegt hlutfall kvenna í nefndum og ráðum Birna Friðriksdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna kvað slíka hugarfarsbreytingu vera í fæðingu en gera verði átak til koma henni á koppinn. Launa- munur kynja sé hins vegar áþreif- anleg staðreynd og óásættanlegt hlutfall kvenna í nefndum og ráð- um á vegum hins opinbera. „Óánægja hjá stórum hópi fólks með stöðu kvenna er staðreynd og hún varð sérlega áberandi eftir myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú _situr,“ sagði Birna. Árni Sigfússon oddviti Sjálf- stæðisfiokks í borgarstjórn lagði áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar í ræðu sinni. Verði ekki snúist til varnar, muni fjölskyldumúrarnir endanlega bresta, en nú þegar séu komnar stórar glufur í þessa múra. Elsa B. Valsdóttir formaður Heimdallar kvað jafnréttisbaráttu vera rekna út frá því sjónarmiði að konur séu fórnarlömb. Þarna sé um reginmisskilning að ræða, auk þess sem baráttan á þessu sviði sé háð að mestu í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. Færa verði hana aftur til fólksins og hins fijálsa markaðar. Niðurlægjandi aðferðir Meðul á borð við jákvæða mis- munun á vinnumarkaði séu niður- lægjandi og sama máli gegni um ýmsar aðrar aðferðir sem miða að sömu niðurstöðu. „Sanngjörn launamyndun fer aldrei fram með handafli,“ sagði Elsa. í umræðum eftir framsöguræð- ur minnti Sigrún Gísladóttir á að 40% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins séu konur, en þessa hlut- falls gæti ekki í flokksstarfinu. Gera verði konurnar sýnilegri og treysta þeim fyrir fleiri ábyrgðar- stöðum, að öðrum kosti kvaðst hún óttast um kjörfylgi fiokksins. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum hjá landsfundarfulltrúum Kosningalöggjöfinni breytt á kjörtímabilinu RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum hjá landsfundar- fulltrúum í gærmorgun og voru ráð- herrar spurðir um margvísleg mál- efni. Fíkniefnavandi meðal unglinga var landsfundarfulltrúum ofarlega í huga og bárust fjölmargar fyrir- spurnir til ráðherra um forvarnir og meðferð vegna fíkniefnaneyslu. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. að sér hefði brugðið mjög við fréttir af því að álitið væri að 200 ungmenni væru alvarlega háð fíkniefnum í Reykjavík. Fjölmargir aðilar sinntu forvarnarstarfi sem þyrfti að samræma betur. Einnig kom fram í svari hans við fyrirspurn um hvort opna ætti meðferðarheim- ili fyrir 13-18 ára vímuefnaneytend- ur að þetta mál yrði tekið til ítarlegr- ar athugunar. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að unnið væri að öflun upplýsinga um hversu miklu fé ráðu- neytin verðu til forvarnastarfs og í undirbúningi væri almenn stefnu- mörkun á þessu sviði. Að mati Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra þarf að huga að því að koma á jafn- ingjafræðslu í grunnskólum líkt og í framhaldsskólunum. Sagði hann að virkja þyrfti kennara og nemend- ur enn betur í forvarnastarfinu en jafnframt þyrfti að gera harðari ráð- stafanir innan veggja skólanna til að sporna við þessum vágesti. Skiptar skoðanir um alnetsþjónustu P&S I svari við fyrirspurn um hvort eðlilegt væri að Póstur og sími stæði í samkeppni um alnetsþjónustu við um 20 einkasöluaðila sagðist Björn Bjarnason telja óeðliiegt að Póstur og sími færi inn á þetta svið. „Eg tel að röskun Pósts og síma á þess- um markaði kunni að spilla framtaki einkaaðila og sé þess vegna ekki tii góðs,“ sagði hann. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði að gengið hafi verið frá fullum aðskilnaði á fjárreiðum einka- réttarsviðs og samkeppnissviðs Pósts og síma áður en fyrirtækið fór að veita alnetsþjónustu. Kopiið hafi fram að ýmis fyrirtæki hér á landi hefðu ekki getað sótt þessa þjónustu til íslenskra aðila og því hafi það staðið þróun í fjarskiptum og upplýs- ingaþjónustu fyrir þrifum að Póstur og sími hóf ekki fyrr að veita alnets- þjónustu. Þá benti Halldór á að þörf væri fyrir aðila með sterka eiginfjár- stöðu til þess að menn gætu stundað alþjóðleg viðskipti. I svari við annarri fyrirspurn sagði Halldór að við breytingu Pósts og síma í hlutafélag um áramót yrði m.a. farið yfir rekstrarafkomu póst- þjónustunnar. Tap á þeirri þjónustu næmi mörg hundruð milljónum kr. „Ég á von á því að póstþjónusta verði í vaxandi mæli boðin út nú um áramótin," sagði hann. Auknar skattaívilnanir vegna stuðnings við menningu Ráðherrar voru spurðir hvort ástæða væri til að auka skattaíviln- anir vegna framlaga til menningar- mála. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagðist vera tilbúinn að kanna kosti þess. Björn Bjarnason sagðist telja skynsamlegt að auka svigrúm fyrirtækja til frádráttar frá skatti vegna stuðnings við menningu og listir. Það væri í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins að draga úr opinberum afskiptum, auka ein- staklingsfrelsi á þessu sviði og minnka vald úthlutunarnefnda sem störfuðu á vegum hins opinbera. Davíð Oddsson sagði, er hann var spurður um breytingar á kosninga- löggjöfinni, að ekki léki vafi á því að gerðar yrðu breytingar á kjör- tímabilinu. „Fyrir tveimur eða þrem- ur vikum voru þessi mál tekin sér- staklega fyrir í ríkisstjórninni og lagðar línur um með hvaða hætti vinnubrögðum yrði hagað í sam- starfi flokkanna um þetta mál. Ég tel engan vafa á að þarna verði breytingar í þá átt sem fiokkurinn hefur ályktað um,“ sagði forsætis- ráðherra. Okkur ber að leita lags til að lækka skatta Félag sjálfstæðismanna í Grafar- vogi beindi þeirri spurningu til for- sætisráðherra hvort væri 100% tryggt að staðið yrði við niðurfell- ingu hátekjuskatts um næstu ára- mót og var jafnframt bent á að álykt- un seinasta landsfundar um þetta mál hefði verið að engu höfð. „Það er næstum því 100 prósent ótryggt að staðið verði við niðurfellingu há- tekjuskatts um næstu áramót. Gert er ráð fyrir honum í fjárlagafrum- varpinu," sagði Davið. Hann sagði að sjálfstæðismenn hefðu samþykkt í ríkisstjórnarsamstarfi með Alþýðu- flokknum á sínum tíma, að koma á hátekjuskatti til tveggja ára. „Þving- aðir til þess að vísu til þess að ná samkomulagi um önnur mál,“ sagði Davíð. Hann sagði að stefna ætti að því að leggja skattinn niður en nú væri unnið að því að reka ríkis- sjóð án halla. „Við teljum hallalausan ríkisrekstur aðeins fyrsta skref að skattalækkun. Við teljum að ef ekk- ert óvænt gerist í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili beri okkur að leita lags til að lækka skatta, jaðarskatta sérstaklega og síðan almennt að lækka skatta," sagði Davíð. Frumvarp væntanlegt um fæðingarorlof feðra Fram kom í máli fjármálaráðherra við fyrirspurn um breytingar á fæð- ingarorlofi að nefnd á vegum heil- brigðisráðherra ynni nú að tillögum um það mál. Friðrik sagði hins veg- ar að erfiðlega hefði gengið að ná samstöðu í nefndinni, m.a. vegna þess að fulltrúar verkalýðshreyfing- arinnar í nefndinni hefðu sameinast um sjónarmið, sem erfitt væri að framfylgja. „Mér sýnist eftir viðtöl við menn í nefndinni að það geti skapast grundvöllur fyrir samein- ingu um að setja feðrafæðingarorlof í lög og ég á von á því að slíkt frum- varp geti séð dagsins ljós á yfir- standandi þingi,“ sagði hann. Aðspurður hvort til stæði að hækka sjálfræðisaldur úr 16 árum í 18 ár sagðist Þorsteinn Pálsson ekki hafa sannfærst um að rétt væri að gera þá lagabreytingu. Benti hann á að nefnd ynni nú að endur- skoðun lögræðislaga en tillögur hennar lægju ekki fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.