Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORVALDUR
FRIÐRIKSSON
+ Þorvaldur Frið-
riksson fæddist
á Eskifirði 10. júlí,
1923. Hann lést 7.
október síðastlið-
inn. Foreldrar Þor-
valdar voru Friðrik
Árnason, fv. hrepp-
sljóri og verkamað-
ur á Eskifirði, f.
1896, d. 1990, og
kona hans Elínborg
Þorláksdóttir hús-
móðir, f. 1891, d.
1945. Systkini Þor-
valdar voru Hall-
dór, f. 1918, Mar-
grét Þuríður, f. 1920, Kristinn
Sigurður, f. 1922, d. 1990,
Helga Bergþóra, f. 1925, d.
1954, Þorlákur, f. 1927, Guðni
Björgvin, f. 1930, Árný Hall-
gerður, f. 1932, Helgi Seljan,
f. 1934 og hálfsystir, Vilborg
Guðrún, f. 1946.
Þorvaldur var kvæntur
Kristínu Pétursdóttur, f. 1924
að Rannveigarstöðum í Álfta-
firði eystri. Foreldrar hennar
voru Pétur H. Pétursson bóndi,
f. 1868, d. 1961, og Ragnhildur
Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1877,
d. 1964. Þorvaldur og Kristín
eignuðust 8 börn: 1) Haukur
Helgi Pétursson, æskulýðs- og
tómstundafulltrúi, Höfn,
Hornafirði, f. 1943. Kona hans
er Björg Svavarsdóttir og eiga
þau 3 börn og eitt barnabarn.
2) Ellert Borgar, skólastjóri og
bæjarfulltrúi Hafnarfirði, f.
1945. Kona hans er Erna Guð-
rún Björnsdóttir og
eiga þau 3 börn og
tvö barnabörn. 3)
Þórhallur Valdi-
mar, kennari á
Eskifirði, f. 1950.
Kona hans er Val-
gerður Valgeirs-
dóttir, og eiga þau
tvö börn. 4) Friðrik
Guðmann, kennari
á Eskifirði, f. 1955.
Kona hans er Sól-
veig Eiríksdóttir og
eiga þau þijú börn.
5) Friðrik Árnason,
kennari á Eskifirði,
f. 1959. Kona hans er Ragna
Hreinsdóttir og eiga þau tvö
börn. 6) Elínborg Kristín, skrif-
stofumaður á Eskifirði, f. 1962.
Maður hennar er Hjálmar
Yngvason og eiga þau þijú
börn. Að auki eignuðust þau
Þorvaldur og Kristín tvo syni
er létust barnungir.
Þorvaldur starfaði um al-
langa hríð sem sjómaður, en
lengst af sem almennur verka-
maður á Eskifirði. Fyrst og
fremst vann hann þó að múr-
verki, en sinnti jafnframt trillu-
og smábátaútgerð. Hann var
mjög virkur í félagsmálum Esk-
firðinga, sérstaklega þeim þátt-
um er tengdust tónlist, kórum
og hljómsveitum. Hann var góð-
ur söngmaður, spilaði á harm-
onikku og samdi fjölda laga.
Útför Þorvaldar fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.00.
Með nokkrum orðum langar okk-
ur til að minnast og kveðja Valda
afa. Öll sumrin sem við áttum með
þér og ömmu eru okkur ógleyman-
leg.
Á hverju sumri eftir að við flutt-
um suður fengum við að vera hjá
ykkur og þar vildum við helst vera.
Það var erfitt að flytja í borgina,
en við höfðum alist upp í sjávar-
þorpinu sem þér var svo kært. Við
gleymum ekki öllum róðratúrunum
sem þú leyfðir okkur skottunum að
fara með þér til að leggja og vitja
netanna. Við vorum líka svo stoltar
ef við fengum að hjálpa þér. Mikið
var gaman að taka á móti þér við
múrinn við Sigurðarhúsið þegar þú
komst að landi með drekkhlaðinn
bátinn. Þar var oft margt spenn-
andi að sjá því oftar en ekki höfðu
þvælst með krabbar, kuðungar og
skeljar, sem við systumar fengum
að eiga.
Þú varst alltaf eitthvað að bard-
úsa í kjallaranum og fengum við
þá oft að skottast í kringum þig
og var þá mikið spjallað. Okkur
þótti mikið til um að fá lánaðan
vasahnífinn þinn til að tálga spýt-
ur, sem við fundum í fjörunni.
Þú varst svo klár að spila á harm-
onikkuna og yndislegt þegar þú
spilaðir á hana og þið amma sungu
fyrir okkur krakkana m.a. fallegu
lögin þín.
Með árunum fækkaði ferðum
okkar austur en alltaf leitaði hugur
okkar til ykkar ömmu á Sigurðar-
húsi. Þar var svo gott að sitja í eld-
húsinu og spjalla við ykkur ömmu
yfir bakkelsi, úrvals kleinum, rúg-
brauði og risabrauðtertum.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
Þegar þú veiktist og komst suður
í rannsóknir áttum við góðar stund-
ir með þér þó svo að illvígur sjúk-
dómur væri að heija á þig. Það var
ekki að spyija að dugnaðinum hjá
þér og æðruleysinu. Þú varst greini-
lega tilbúinn að taka því sem að
höndum bæri og því miður varð
niðurstaðan sú að þú varst hrifínn
burtu frá okkur úr þessu lífi með
allt of skjótum og ótímabærum
hætti.
Elsku afi. Við finnum glöggt til
þess á kveðjustund hversu stóran
sess þú áttir í lífi okkar. Við kveðj-
um þig því með sorg í hjarta, en
jafnframt fullar þakklætis fyrir allt
sem þú varst okkur. í bænum okk-
ur biðjum við þess að algóður guð
leiði þig í ríki sitt og þar megir þú
njóta friðar og kærleiks.
Elsku besta amma. I bænum
okkar biðjum við jafnframt fyrir
þér og vitum að góður Guð mun
halda verndarhendi sinni yfir þér
og þinni góðu og göfugu lund. Þess-
um fátækiegu orðum fylgja innileg-
ustu samúðarkveðjur frá fjölskyld-
um okkar og Bjössa bróður.
Sigrún og Kristín
Ellertsdætur.
Þegar ég kveð þig í hinsta sinn,
kæri bróðir, leitar margt á hugann.
Minningar sem gleðja í sorg og
söknuði. í hugann koma ánægjuleg-
ar stundir sem við áttum saman
allt frá barnæsku og fram til síð-
asta dags.
Söngur er ofarlega í huganum
þegar ég hugsa til Valda, en hann
hafði mjög gaman af því að syngja.
Það voru ófá skiptin sem hann greip
í nikkuna, þegar gesti bar að garði,
og þá var sungið oft fram eftir
kvöldi. Inn á milli voru svo fjörugar
umræður í eldhúsinu og ekki
skemmdi fyrir kaffið og bakkelsið
hjá Stínu, konu hans. Valdi hafði
fallega söngrödd og var oft leitað
til hans að syngja einsöng við ýmis
tækifæri, s.s. við giftingar og jarð-
arfarir. Einnig sungum við oft sam-
an, bræðurnir. Þá átti hann til að
semja lög og margur Eskfirðingur-
inn hefur dansað eftir þeim, eins
og t.d. „Kveðjustundin".
Allt fram til hins síðasta var
Valdi sístarfandi eins og heilsan
leyfði. Vann hann við ýmis störf í
HERDÍS SIGURLÍN
GÍSLADÓTTIR
MINNINGAR
gegnum tíðina, s.s. sjómennsku,
netagerð, verkamannavinnu og
múrverk. Við bræðurnir unnum
saman um tíma við múrverk og
rákum einnig steinagerð. Aldrei bar
skugga á það samstarf okkar. Nú
síðari árin var hann með trillu, á
kolaveiðum og einnig veiddi hann
í salt. Saltfiskurinn hans þótti ein-
staklega góður og var hann seldur
víða um fjórðunginn. Einnig gaf
hann mikið af honum og naut mín
fjölskylda góðs af því.
Greiðvikinn og gjafmildur var
Valdi og var hann tilbúinn að hjálpa
öðrum ef nokkur kostur var. Valdi
átti góðan bakhjarl þar sem Stína
var, en góðmennska og gestrisni
þar á bæ var víða rómuð.
Kæri bróðir, þegar ég kom til
þín í síðasta sinn, þá fannst mér
þú skynja nærveru mína og þú
brostir, þá vissi ég að komið var
að leiðarlokum. Ég kveð þig með
söknuð í hjarta, en veit að algóður
Guð mun vernda þig um eilífð alla.
Ég og börn mín sendum Stínu
og fjölskyldu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja ykkur. Valda
er sárt saknað.
Halldór.
Mig langar með örfáum orðum
að kveðja mætan mann, Þorvald
Friðriksson, sem lést á sjúkrahúsinu
á Norðfirði 7. september síðastlið-
inn.
Þó ekki sé langt síðan ég kom
fyrst á Sigurðarhúsið og varð þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að kynnast Þor-
valdi og Kristínu, verð ég að játa
að fátt er það fólk sem markað
hefur jafn djúp spor í líf mitt.
I minni fyrstu heimsókn til Eski-
fjarðar, ýttum við Valdi Friðborgu
úr vör snemma morguns í blíðu
veðri og héldum út á fjörðinn, til
að draga línustubb. Ekkert spil var
um borð í Friðborgu, svo dregið var
á höndum. Það var unun að fylgj-
ast með Valda ákveðnum og kröft-
ugum að eiga við línuna og fínna
að í veiðimanninn hljóp kapp þegar
þeir komu nokkrir í röð. Aflinn var
ágætur þennan morgun og þegar
við höfðum komið Friðborgu á þurrt
land, birtist Valdi með hjólbörurnar
til að landa aflanum í, trimmaði svo
með börurnar að kjallaradyrunum
á Sigurðarhúsi, því í kjallaranum
var staðsett fiskverkun Þorvaldar
Friðrikssonar. í kjallaranum hékk
fískur, þar var verkaður saltfiskur
og frystikistan malaði. í hádeginu
var Kristín í aðalhlutverki. Borðið
svignaði undan fískibollufatinu og
það var þá sem ég áttaði mig á því
að ilmandi bollurnar voru sennilega
afli morgunsins eða þá afli gær-
dagsins.
Hann Valdi á Sigurðarhúsinu var
náttúrubarn sem lærði á fjörðinn
og umhverfið. Hann var snjall veiði-
maður sem bar björg í bú. Hann
var sannur íslendingur.
Elsku Stína, Guð blessi þig og
fjölskyldu þína.
Páll Scheving Ingvarsson.
Hugumprúður heiðursmaður
horskur mjög og drenglundaður.
Átti þessa ljúfu lund.
Vinnufús og verkahraður
viljafastur, ætíð glaður.
Hógvær alla ævistund.
Átti krafta kærleiksríka
karlmennskunnar dyggðir líka.
Hann um brautu grandvar gekk.
Dulur var en drengur góður
dýr og gjöfull hjartans sjóður.
Margra vina virðing fékk.
Söngrödd átti yndisbjarta
unað færði hveiju hjarta.
Hreimur sá var hreinn og skær.
Lék af snilli ljúfa hljóma
lét’ann nikku fegurst óma.
Sá var tónninn undurtær.
Öll hans gjörð um ævidaga
ágæt mjög og góð hans saga.
Honum fylgi hlýjust þökk.
Horfinn er til ljóssins landa
ljúfum Drottni felum anda.
Hinzta kveðjan hugumklökk.
Helgi Seljan.
+ Herdís Sigurlín
Gísladóttir
fæddist að Þor-
geirsfelli í Staðar-
sveit 24. febrúar
1899, en flutti með
foreldrum sínum,
þá 4 ára, að Lár-
koti og síðan að
Kirkjufelli í Eyrar-
sveit þar sem hún
ólst upp. Hún lést
á Fransiskusspít-
ala í Stykkishólmi
1. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
björg Jóhannsdóttir, f. 8.8.
1861, d. 27.9. 1952, og Gísli
Magnússon, f. 4.10. 1856, d.
9.1. 1931.
Systkini Herdísar voru Mar-
grét, Guðmundur og Krislján,
öll látin. Eiginmaður Herdísar
var Árni Sveinbjörnsson,
fæddur að Króki í Eyrarsveit
3.12. 1891, d. 11.10. 1963. For-
eldrar hans voru Guðný Mar-
grét Árnadóttir og Sveinbjörn
Finnsson sem síðan bjuggu í
Hellnafelli til ársins 1931.
Börn Herdísar og Árna
voru, talin í aldursröð: Ingi-
björg, f. 5.9. 1923, gift Sigurði
Sörenssyni, látinn. Þau áttu 6
í dag er til moldar borin tengda-
móðir mín Herdís Sigurlín Gísla-
dóttir frá Hellnafelli í Eyrarsveit.
Kynni okkar Herdísar hófust 1950,
en það ár gengum við í hjónaband
ég og dóttir hennar Guðný Mar-
grét Árnadóttir. Það eru því 46
ár síðan. Þó að þetta teljist langur
tími ef miðað er við mannsævina,
þá er þetta í mínum huga sem
„dagurinn í gær“, svo hugljúfar
minningar á ég um hjónin Herdísi
og Árna frá Hellnafelli.
Árni og Herdís gengu í hjóna-
band árið 1922 og bjuggu þau all-
an sinn búskap í Heilnafelli, eða
til ársins 1963, en það ár lést Árni
tæplega 73 ára að aldri. Herdís
og Árni eignuðust 11 börn og eru
9 þeirra á lífí en látnir eru Bene-
dikt, lést 1944 úr heilabólgu, 7 ára
gamall, og Gísli, sem fórst með
togaranum Krossnesi 1992, 61 árs
að aldri.
Hellnafell var fagurt bæjarstæði
þaðan sem Kirkjufellið blasti við á
einkar hrífandi hátt. En jörðin var
lítil og erfið til ræktunar. Það var
því ekki hægt að framfleyta fjöl-
skyldu á þeim afurðum sem jörðin
gaf af sér og allra síst svo stórri
fjölskyldu sem Herdísar og Árna
var. Það var því hlutskipti Áma
að stunda sjómennsku til þess að
afla tekna á meðan Herdís sinnti
búi og börnum. Árni var vélstjóri
á bátum sem gerðir voru út frá
Grundarfirði. Hann stundaði sjó-
mennsku fram á sjötta áratuginn
þá farinn að nálgast sjötugsaldur-
inn. Þá fyrst gat hann sinnt bú-
störfunum eingöngu, enda komu
þau hjónin miklu í verk þau fáu
ár sem hann átti ólifuð. Þau hjónin
byggðu nýtt íbúðarhús, en við þá
framkvæmd nutu þau aðstoðar
sona sinna. Það var því orðin mik-
il breyting til hins betra hjá Her-
dísi og Áma. Þau voru samheldin
í öllum framkvæmdum og starfs-
orka þeirra mikil. Með dugnaði sín-
um voru þau búin að sigrast á
mestu erfiðleikunum. Þau voru
ánægð með sitt hlutskipti, en mest
mun gleði þeirra hafa verið fólgin
í því mikla barnaláni sem þau áttu
að fagna. Árni lést 11. október
1963. Þar fór mikill dugnaðar- og
drengskaparmaður.
Eins og áður sagði féll það í
hlut Herdísar að sjá um búið þegar
Árni sótti sjóinn, auk þess sem hún
var með stórt heimili. Þetta var
mikið starf og vinnudagurinn hefur
því oft verið langur og erfiður. En
börn. Guðbjörg, f.
13.3.1925, gift Ing-
vari Ragnarssyni,
látinn. Þau áttu 5
börn. Sveinbjörn, f.
20.8. 1926, kvænt-
ist Magnþóru Þórð-
ardóttur, skilin.
Þau áttu 6 börn.
Guðný Margrét, f.
26.4.1928, gift Þor-
grími Jónssyni.
Eiga 4 börn. Gísli,
f. 3.3. 1930, d. 23.2.
1992, kvæntist
Svandísi Jerimías-
dóttur. Þau áttu 4
börn. Kristín, f. 28.6. 1931,
gift Halldóri Sigurjónssyni,
látinn. Þau áttu 4 börn. Ester,
f. 2.7. 1933, gift Guðmundi
Júlíussyni. Þau eiga 4 börn.
Arndís, f. 24.2. 1935, gift Arn-
þóri Sigurðssyni. Þau eiga 4
börn. Benedikt Gunnar, f. 17.8.
1937, d. 21.1. 1944. Sigurberg,
f. 24.9. 1940, kvæntur Jóhönnu
Sigurðardóttur. Þau eiga 3
börn. ívar, f. 24.9.1940, kvænt-
ur Jóhönnu Gústafsdóttur. Þau
eiga 4 börn. Afkomendur Her-
dísar og Árna eru 155.
Útför Herdísar fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 14.
Herdísi fórst þetta vel úr hendi
eins og raunar öll störf sem hún
vann. En þegar börnin stálpuðust
fóru þau að hjálpa til við störfin.
Herdís var mikil húsmóðir, hugsaði
vel um börn sín, saumaði fötin á
þau öll, um annað var ekki að
ræða á þessum tíma. Hún hafði
sannarlega mörgu að sinna til þess
að halda öllu í horfinu og hafa
þrifalegt í kringum sig, en hún var
mjög þrifin og fór vel með efni
sín. Mér er minnisstætt hvað hún
bjó til góðan mat þar sem hollust-
an var í fyrirrúmi.
Það var mikil tilhlökkun, sér-
staklega fyrir börnin, að heim-
sækja Herdísi og Árna í Hellna-
fell. Mörg barnabörn þeirra dvöldu
hjá þeim part úr sumri og sum
þeirra voru hjá þeim í nokkur sum-
ur. Herdís hafði mikið yndi af
barnabörnum sínum og alla tíð sá
hún til þess að hlýir vettlingar og
sokkar skýldu litlum fingrum og
tám í vetrarkuldum. Hún var mik-
il hannyrðakona og pijónaði og
saumaði út fram á síðustu ár.
Eftir að Árni lést fluttist Herdís
fljótlega frá Hellnafelli og dvaldi
hjá börnum sínum til skiptis.
Lengst mun hún hafa dvalið hjá
Kristínu, Ingibjörgu og Ivari og
mökum þeirra. En 1978 fór hún á
dvalarheimili aldraðra í Stykkis-
hólmi og var þar til ársins 1992
að hún flutti að dvalarheimilinu
Felli í Grundarfirði og var þar síð-
an. Síðastliðinn vetur ágerðust
veikindi sem höfðu hijáð hana hin
síðari ár. Þegar heilsu hennar
hrakaði enn fór Herdís á St. Frans-
iskusspítalann í Stykkishólmi. Þar
lést hún 1. október sl. 97 ára að
aldri.
Herdís kveið ekki dauða sínum.
Hún var sannkristin, enda sýndi
hún það bæði í verkum sínum og
orðum. Hún var dulræn og ber-
dreymin og skynjaði margt sem
verða vildi.
Eg vil fyrir hönd okkar allra,
bama, tengda- og barnabarna
færa okkar alúðar þakkir til þeirra
sem önnuðust Herdísi í veikindum
hennar. Sérstaklega þökkum við
starfsfólkinu á Felli og starfs- og
hjúkrunarfólki, læknum og systr-
unum á St. Fransiskusspítalanum
í Stykkishólmi.
Kæra tengdamóðir, ég kveð þig
og færi þér hugheilar þakkir fyrir
allt og allt. Blessuð sé minning
Herdísar Sigurlínar Gísladóttur.
Þorgrímur Jónsson.