Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vextir hér nú mun hærri en erlendis Spáð verulegri vaxta- lækkun næsta ár BÚAST má við að tilhneiging verði til hækkunar vaxta fram til næstu áramóta en að umtalsverð vaxtalækk- un verði í byrjun næsta árs. Þetta kom fram í erindi Þórðar Friðjónsson- ar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á kynningarfundi Verðbréfamarkaðs íslandsbanka í gær þar sem lagðar voru fram spár og um vexti og hluta- bréfaverð á fjórða ársfjórðungi. Þórður benti á í erindi sínu að vext- ir hér á landi væru mun hærri en í öðrum löndum. Þannig væru vextir verðtryggðra rikisskuldabréfa nú 5,5% samanborið við 3-4% vexti í Bretlandi og 4-5% í Svíþjóð. „Ég tel að langtímavextir hér hjá okkur séu hærri en þeir geta verið til lengdar miðað við eðlilegar aðstæður inn- anlands í framtíðinni og það hljóti að verða tilhneiging til þess á næstu misserum að þeir lækki umtalsvert. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að það komi fram fyrr en á næsta ári að því gefnu að sæmilegar niður- stöður fáist í ríkisfjármálum og kjara- viðræðum," sagði hann. Á meðfylgj- andi töflu sést samanburður vaxta hérlendis við vexti í nokkrum rikjum sem Þórður lagði fram á fundinum. Spá 70 punkta hækkun skammtímavaxta I spá Verðbréfamarkaðs Islands- banka hf. um þróun vaxta og hluta- bréfa á fjórða ársfjórðungi er gert ráð fyrir að bæði langtímavextir, skammtímavextir og verð hlutabréfa muni hækka fram að áramótum. Þannig er gert ráð fyrir að skamm- tímavextir muni hækka um 70 punkta fram að áramótum eða úr um 7% í 7,7%. „Ástæða þess að við spáum þessari hækkun er í fyrsta lagi sú að kjarasamningar eru lausir nú um áramót og það er einhver ótti við að vextir hækki vegna þeirra svo og verðbólga," sagði Andri Teits- son, forstöðumaður hjá VÍB á Akur- eyri, á fundinum. „Lausafjárstaða innlánsstofnana versnar stundum þegar dregur nær áramótum og það hefur áhrif í sömu átt. í þriðja lagi er almenn þensla og væntingar um aukna eftirspurn eftir peningum, bæði vegna fjárfestinga og neyslu.“ Hvað langtímavexti áhrærir er spáð 5-10 punkta hækkun á fjórða ársfjórðungi eða að þeir fari úr 5,65% í 5,7-5,75%. „Erlendir vextir virðast heldur munu fara hækkandi en lækk- andi,“ sagði hann. „Það á við um Bandaríkin, Evrópu og Japan. Þensla og væntingar hafa einnig áhrif til hækkunar á langtímavöxtum.“ Vísbendingar eru um að hlutabréf haldi áfram að hækka, að mati VÍB. Framundan er áramótatörn í sölu hlutabréfa til einstaklinga vegna skattaafsláttar, auk þess sem þensla og bætt efnahagsástand eykur al- mennt tiltrú á hlutabréfum. % Ávöxtun 5 ára óverðtryggðra ríkisskuldabréfa % Ávöxtun 3 mánaða óverðtryggðra ríkisvíxla J FMAMJJÁSOND J FMAMJJÁSOND J FMAMJJÁSO Kvartað yfir reglum um innflutning á vetnisklórflúorkolefni Reglur umhverfis- ráðuneytis stríða gegn samkeppnislögum Verðbréfaþing Islands stóreykur upplýsingagjöf Nýtt og öflugt við- skiptakerfi ígagnið SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að reglur um- hverfisráðuneytisins sem lúta að umsóknum um heimildir til inn- flutnings á vetnisklórflúorkolefni stríði gegn markmiði samkeppnis- laga og torveldi frjálsa samkeppni í viðskiptum. Samkeppnisyfirvöld tóku þetta mál til athugunar í kjölfar kvörtun- ar frá fyrirtækinu Vörukaupum hf. í júlí sl., en fyrirtækið taldi reglur um úthlutun á innflutningsheimild- um á umræddu efni fela í sér ólög- mætar samkeppnishindranir. í er- indinu var þess krafist að sam- keppnisyfirvöldu vektu athygli um- hverfisráðherra á meintum brotum gegn markmiðum samkeppnislaga. Vetnisklórflúorkolefni, sem not- að er til kælimiðlunar í iðnaði, er talið skaðlegt ósonlaginu. Því hefur verið gripið til alþjóðlegra aðgerða til að takmarka notkun þess og annarra ósoneyðandi efna. Island á aðild að þeirri alþjóðasamvinnu m.a. með aðild að Vínarsáttmála um vemdun ósonlagsins og Montre- al-bókuninni um sáttmálann. Með aðild sinni að EES-samningnum hefur íslenska ríkið skuldbundið sig til að hlíta reglugerð ESB um tak- mörkun á framleiðslu og notkun ósoneyðandi efna. Af þessum sök- um gaf hverfisráðuneytið út reglu- gerð þann 4. október 1994 sem tók gildi 1. nóvember sama ár, að því er fram kom í erindi Vörukaupa. í erindinu er fullyrt að umhverfisráð- herra hafí notað þessa reglugerð til að skipta markaðnum á milli til- Silfurtún ehf. hefur fengið greiðslu- stöðvun framlengda til 13. desem- ber en fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun til 4. október. Að sögn Friðriks R. Jónssonar, framkvæmdastjóra Silfurtúns, er unnið að hlutafjáraukningu í fyrir- tækinu og allt útlit fyrir að ekki þurfi að nýta allan greiðslustöðvun- artímann. „Silfurtún hefur flutt út vélbúnað fyrir 800 milljónir þau fjögur ár sem fyrirtækið hefur ver- tekinna innflytjenda efnisins og útiloka aðra. Markaðnum skipt milli þeirra sem seldu efnið fyrir 1989 Vörukaup bentu á að reglugerðin og úthlutunarreglur umhverfís- ráðuneytisins útilokuðu aðila frá markaðnum sem komist hefðu inn á hann eftir 1989. Þannig útilokuð- ust aðilar sem hefðu verið á mark- aðnum í allt að 6 ár eða hefðu ver- ið að koma sér fyrir á markaðnum á þeim tíma. I öðru lagi útilokaði reglugerðin og úthlutunarreglur umhverfísráðuneytisins nýja aðila frá markaðnum. í þriðja lagi hefði ráðuneytið ákveðið að skipta mark- aðnum á milli þeirra aðila sem voru á honum árið 1989, í samræmi við markaðshlutdeild þeirra á því ári. Fyrirtækið lýsti því yfir að málið væri mjög alvarlegt því um væri að ræða varanlega skiptingu mark- aðarins milli þessara aðila til ársins 2015 þegar innflutningur á efninu yrði endanlega bannaður. í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að þær samkeppnis- hamlandi aðstæður, sem skapast hafi á markaðnum fyrir vetnis- klórflúorkolefni vegna auglýsinga umhverfisráðuneytisins, grundvall- ist á túlkun ráðuneytisins á orða- lagi danskrar útgáfu á reglugerð ESB. Skilningur ráðuneytisins á hinni dönsku útgáfu reglugerðar- innar gangi þvert gegn túlkun og framkvæmd framkvæmdastjórnar ESB á sömu reglugerð. ið starfandi. Veltan nam rúmlega 400 milljónum á síðasta ári og er útlit fyrir aukna sölu á næsta ári.“ Sá búnaður sem Silfurtún hefur helst flutt út eru vélar fyrir pakkn- ingar á endurunnum pappír, þá aðallega vélar sem framleiða eggja- bakka. í ágúst sl. var gerður samn- ingur við stærstu pappírsverksmiðj- una í Kína um sölu á vélbúnaði til framleiðslu á matarbökkum úr end- urunnum pappír. VERÐBRÉFAÞING íslands tók í gær í notkun nýtt viðskipta- og upp- lýsingakerfí. Kerfíð er mun öflugra en eldra kerfí þingsins sem komið var til ára sinna og tryggir mun greiðara upplýsingastreymi um við- skipti á verðbréfamarkaðnum en ver- ið hefur. Að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfaþings, var eldra kerfi þingsins í eðli sínu fyrirspumarkerfi þannig að aðilar á markaðnum fengu ekki upplýsingar um hvað hefði gerst á markaðnum nema þeir sendu inn fyrirspurn um viðskipti eða tilboð í kerfið. Þannig var sérstaklega tafsamt að fá vitn- eskju um tilboð sem gjaman skipta hundruðum því spyija þurfti mjög afmarkaðra spurninga um þau. „Nýja kerfíð varpar út öllum atburð- um til notenda þannig að þeir fá allt- af á skjáinn hjá sér allt sem er að gerast. Um leið og einhver setur fram tilboð þá birtist það um leið hjá öllum notendum og sömuleiðis birtast upp- lýsingar um viðskipti um leið og þau verða. Þannig er yfirsýn yfír hreyf- ingar á markaðnum allt önnur en verið hefur. Sömuleiðis er kerfíð miklu notendavænna því auðvelt er MISRÆMI í innheimtu á virðisauka- skatti milli innlendra og erlendra tímarita sem seld eru í áskrift hér á landi skekkir samkeppnisskilyrði á þessum markaði, segir í nýju áliti Samkeppnisráðs, en málið kom til kasta ráðsins vegna kvörtunar Fróða hf. yfir framkvæmd á innheimtu virðisaukaskatts af erlendum tíma- ritum sem seld eru í áskrift. Jafn- framt vekur Samkeppnisráð athygli fjármálaráðherra á að það sé í sam- ræmi við markmið samkeppnislaga að jafna stöðu innlendra og erlendra tímarita að þessu leyti. í áliti Samkeppnisráðs segir að í erindi Fróða til ráðsins komi fram að 14% virðisaukaskattur hafi verið lagður á íslensk tímarit og áskriftir að þeim frá 1. júlí 1993. Frá sama tíma hafí virðisaukaskattur einnig verið lagður á erlend tímarit en ekki verið innheimtur á tímaritum í áskrift að flytja gögn í algeng forrit, s.s. ritvinnslu og töflureikna. í kerfínu eru ýmiskonar vakt- möguleikar þannig að hægt er að láta það gefa hljóð- eða litarmerki til að vekja athygli á breytingum. Ennfremur er hægt að senda frétt- ir til þingaðila gegnum kerfið. Þar með verður hægt að koma á fram- færi þeim upplýsingum, sem þinginu berast og skylt er að miðla til allra þingaðila, með miklu greiðari hætti en áður. Ekki þarf að loka fyrir við- skipti jafnlengi og áður og allir standa jafnt að vígi gagnvart mót- töku slíkra skeyta. Aður þurfti að senda þau með faxi þannig að langur tími gat liðið frá því sá fyrsti fékk skeyti og sá síðasti." Hægt að miðla upplýsingum til Reuter Stefán bendir á að einungis 50 manns hafi getað tengst gamla kerf- inu í einu en notendafjöldi í nýja kerfinu sé ótakmarkaður. „Með þessu nýja kerfi opnast jafnframt möguleikar á að senda rauntímaupp- lýsingar um viðskipti og tilboð til upplýsingaveitna á borð við Hafsjó og VSÓ mínútu hér innanlands og þar sem það sé óframkvæmanlegt. Af hálfu ijármálaráðuneytisins, en erindi Fróða var borið undir það, er bent á að skylt sé að skila virðisauka- skatti af erlendum tímaritum í áskrift samkvæmt ákvæðum reglugerðar og beri þeim sem eru áskrifendur að standa skil á skattinum. Tekur fjár- málaráðunmeytið undir það með Fróða að herða megi framkvæmd og eftirlit með skilum skattsins. Samkvæmt fyrrgreindri reglugerð nr. 336/1993 er skylda til að skila skattinum af áskrift tímarita ótvíræð og hvílir hún á viðtakendum þeirra. „Þrátt fyrir það er póststjórninni heimilt að bera nefnd tímarit og blöð út til viðtakenda án þess að krefja þá áður um greiðslu. Ekki eru frek- ari ákvæði um framkvæmd þeirrar innheimtu né viðurlög við brotum á greiðslu skattsins önnur en þau að póststjórnin skuli synja viðtakanda Reuter og Dow Jones Telerate er- lendis. Það er breyting sem mun skila sér í betri upplýsingagjöf um markaðinn ti! víðari hóps þegar fram í sækir. Þá var gamla kerfíð nánast sprungið vegna álags þannig að menn hafa orðið að halda að sér höndum með það að taka upp fram- sæknari vinnubrögð á markaði, t.d. að auka viðskiptavakt með ýmsa flokka bréfa. Þegar tekin var upp viðskiptavakt með spariskírteini fyrr á þessu ári má segja að gamla kerf- ið hafí verið komið í þrot. Fyrir utan það var kerfið sprungið hvað varðar fjölda skráðra bréfa. Núna opnast allar þessar víddir aftur og þess er að vænta að þess sjáist merki, bæði í breyttum vinnubrögðum á mark- aðnum, meiri sýnileika, betri upplýs- ingagjöf og jafnvel vaxandi viðskipt- um.“ Að sögn Stefáns er nýja kerfið mjög áþekkt að ásýnd og nýjustu kerfi hjá erlendum kauphöllum. Það var hannað af starfsmönnum Verð- bréfaþings í samvinnu við fulltrúa verðbréfafyrirtækjanna, en Tölvu- myndir skrifuðu kerfið og önnuðust uppsetningu. um afhendingu nefndra tímarita og blaða þar til skil hafi verið gerð,“ segir í áliti Samkeppnisráðs. Hefur verið misbrestur Ráðið segir að af gögnum málsins megi ráða að misbrestur hafí verið á innheimtu skattsins. „Að mati Sam- keppnisráðs eiga innlendir tímaritaút- gefendur að vissu marki í samkeppni við erlend tímarit. Misræmi í inn- heimtu á virðisaukaskatti milli inn- lendra og erlendra tímarita sem seld eru í áskrift skekkir því samkeppnis- skilyrðin á þessum markaði. Þess vegna er nauðsynlegt að trýggja eftir föngum að virðisaukaskattur leggist með jöfnum hætti bæði á innlend og erlend tímarit sem seld eru í áskrift. Að öðrum kosti geta íslensk tímarit ekki keppt við eriend tímarit i áskrift á jafnræðisgrundvelli," segir í áliti Samkeppnisráðs. Greiðslustöðvun Silfurtúns framlengd Innheimta vasks á innlend og erlend tímarít sem seld eru í áskrift Skilyrði til samkeppni skekkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.