Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 35
kORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 35 Jón Baldvin Jón Baldvin er eini og bezti formannskostur Hannibalsson UM NOKKURT skeið hafa átt sér stað vangaveltur manna í millum um hugsanlega afsögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns Alþýðuflokks- ins - Jafnaðarmanna- flokks íslands. Sá sem þetta ritar hefur þá sérstöðu miðað við marga að eiga þess kost að íhuga það mál allt úr ákveðinni fjar- lægð í tíma og rúmi. Þá er því við að bæta að höfundur hefur ekki sérstakra persónu- legra hagsmuna að gæta af áframhaldandi formanns- stöðu Jóns Baldvins heldur þvert á móti. Það sem skilur á milli okk- ar má rekja til gjörða annarra manna. Af hálfsterkum Allmargir hafa verið tilnefndir sem ný formannsefni og verða ekki nema þrír nafngreindir hér. Ég verð að játa það að mér þykir Sighvatur Björgvinsson al- þingismaður allvænn kostur sem formanns- efni ef ekki kæmi ann- að til. Hann hefur sýnt það að hann er sannur harðjaxl því vandfundið er erfiðara viðfangsefni í stjórn landsins en baráttan við þá „blálituðu“ sér- fræðistétt er hann hefur valið sér. Sig- hvatur nýtist hins vegar best í slíku hlut- verki og myndi ekki njóta sín til fulls á öðrum vettvangi. Dr. Ágúst Einarsson, prófessor og alþingismaður, er stjómmála- maður sem á skilið meiri athygli almennings en hann hefur fengið. Sem „prinsipmaður" á hann engan sinn líka og má minna á þegar hann vék um árið úr bankaráði Seðlabanka íslands. Hann kom sér- staklega á óvart í kosningabarátt- unni fyrir síðustu Alþingiskosning- ar á Reykjanesi og hlaut þar dijúgt Alþýðuflokksins, að mati Halldórs E. Sig- urbjörnssonar, sem telur Jón Baldvin líkleg- astan til að höggva skörð í raðir „íhalds- flokksins“. fylgi. Eftir „samruna" flokksbrot- anna þykir mér rétt að dr. Ágúst fái hlutverk sem hæfir honum - það er í framvarðasveit. Sá sem fengið hefur yfir sig annan eins hafsjó af mannvonsku og fjölmiðlaárásum og Guðmundur Ámi Stefánsson, alþingismaður, og stendur jafnréttur eftir hlýtur að vera sterkur. Guðmundur Ámi er núverandi varaformaður Alþýðu- flokksins og er maklegt að hann sitji þar áfram. Rétt er að aðrir mögulegir mótframbjóðendur hans haldi aftur af sér því Guðmundur Ámi minnir á að réttast er að eyða kröftunum í baráttuna við íhaldsöfl- in í landinu og að samstaða borgar sig fremur en eiginhagsmunapotið. Saman mynda þessir fjórir for- Avimiingiir af öflugu neytenda- starfi getur skipt milljörðum ALMENNINGUR í landinu er hlynntur Neytendasamtökun- um, það sýnir félaga- fjöldi samtakanna, sem er um tuttugu þúsund. Þetta þýðir að um það bil fjórð- ungur heimila lands- ins em innan vébanda Neytendasamtak- anna. Vissulega myndum við sem vinnum að neytenda- málum vilja og teldum raunar eðlilegt að öll heimili í landinu tækju þátt í þessari starf- semi, en slíkt eru væntingar sem ekki rætast. Fjölmennustu neytendasamtök í heimi Við getum hins vegar verið stolt af Neytendasamtökunum að tvennu leyti. í fyrsta lagi em þetta fjölmennustu samtök landsins, þar sem félagsmaðurinn ákveður sjálf- ur hvort hann vill vera félagsmað- ur. Og í öðra lagi era þetta fjöl- mennustu neytendasamtök í heimi, ef miðað er við fólksfjölda. Vanda- málið er hins vegar að neytendur í landinu era of fáir og því erfítt að halda uppi öflugu neytenda- starfi, enda gera stjómvöld hér á landi ráð fyrir því að neytendur sjálfir sjái að mestu um að neyt- endastarf sé fyrir hendi hér á landi. Stjórnvöld t.d. á öðrum Norður- löndum hafa hins vegar skilið fyr- ir löngu að öflugt neytendastarf er nauðsynlegt, ef skapa á sem jafnasta stöðu neytenda annars vegar og framleiðenda og seljenda hins vegar. Þar láta stjórnvöld sér ekki aðeins nægja að reka sjálf öflugar neytendastofnanir, heldur koma á bilinu 50-90% af tekjum neytendasamtaka þar frá stjórn- völdum. Hér á landi þykir stjórn- völdum nægjanlegt að greiða styrk til Neytendasamtakanna sem nemur 15% af tekjum þeirra og þar með hafi stjórnvöld að mestu uppfyllt skyldur sínar við neytendur. Á öðrum Norðurlönd- um vilja stjórnvöld að staðan sé sem jöfnust en gera sér jafnframt grein fyrir að öflugt neytendastarf er í eðli sínu þjóðhags- lega hagkvæmt. Vanræksla stjórnvalda Þannig er hægt að fullyrða að vanræksla íslenskra stjómvalda í neytendamálum hefur kostað þjóðarbúið og almenning verulegar upphæðir. Með að- gerðarleysi er lífskjör- um og hagsæld haldið niðri. Ástæðan er sú að sérhagsmunir era of oft settir ofar al- mannaheill, en einnig getur verið um skort á viðhlítandi upplýsingum eða neyt- endafræðslu að ræða. Áhrif vel skipulagðra og fjárhagslega öflug- ra hagsmunasamtaka neytenda Á þessu árí er gert ráð fyrir, segir Jóhannes Gunnarsson, að íslend- ingar eyði 22 milljörðum króna í heimilistæki, hugbúnað og húsgögn. eru meiri en áhrif neytenda, sem eru dreifðir. Hagsmunir einstakra neytenda kunna að vera litlir miðað við þann kostnað sem það hefði í för með sér fyrir hvern og einn að beijast fyrir rétti sínum eða bættri aðstöðu. Af þessum sökum eru skipulögð samtök neytenda nauðsynleg og starfsemi þeirra löngu viðurkennd í öllum þróuðum ríkjum. Hér á landi hafa samtök neyt- enda hlotið lítinn stuðning stjórn- valda, eins og áður var nefnt. Framlög til samtaka neytenda hafa jafnan verið lítil, eða sem nemur 20 krónum á ári á hvern neytanda í landinu. Frændur okkar á Norðurlöndum veija af opinberu fé sem nemur á bilinu 100-150 krónum á hvern íbúa til neytenda- mála í sínum löndum. í ljósi þess árangurs sem Neytendasamtökin hafa sýnt hér á landi í baráttunni fyrir bættum hag almennings á sviði neytendamála, er ljóst að aukið framlag til þessa málaflokks gæti skilað hröðum og mikilvægum ávinningi. Vanræksla á þessu sviði getur að sama skapi verið dýr- keypt. Tökum tvö augljós og skýr dæmi. Verð- og gæðakannanir Verðkannanir hafa verið gerðar hér á landi um árabil og árangur þeirra ekki dreginn í efa. Mikil- vægi þessa málaflokks endurspegl- ast í þeirri staðreynd, að fyrir hvert 1% í verðlækkun einkaneyslunnar spara neytendur sem nemur tæp- um 3 milljörðum. Gæðakannanir era annað hags- munamál, sem ekki hefur verið hægt að sinna sem skyldi hér á landi vegna kostnaðar. Erfítt er að meta kostnað íslenskra heimila vegna mistaka við kaup á heimilis- tækjum og búnaði. Einstök dæmi sýna þó að hægt er að komast hjá verulegum skakkaföllum, ef gripið er í taumana þegar grunur er um að vara standist ekki eðlilegar kröfur um gæði. Á þessu ári er gert ráð fyrir að íslensk heimili fjárfesti í heimilistækjum, hús- gögnum og húsbúnaði fyrir 22 milljarða króna. Mistök við val á tækjum og búnaði til heimilisins sem rekja má til skorts á gæða- prófunum eða upplýsingum geta því augljóslega verið dýrkeypt þeg- ar á heildina er litið og skipt heimil- in hundruðum milljóna króna. Sömu sögu er að segja um önnur mál neytenda, svo sem aðstoð við endurskipulagningu á íjárhag heimilanna, tryggingamál, örygg- ismál, hollustu og heilsuvernd og umhverfísmál. Vanræksla á þess- um sviðum er íslensku þjóðarbúi dýrkeypt. Ávinningur af öflugu starfi Neytendasamtakanna getur þann- ig skipt milljörðum á hveiju ári. Þetta ættu neytendur að hafa í huga en ekki síður stjórnvöld og alþingismenn nú þegar ákvörðun verður tekin um hver skuli vera fjárveiting ríkisins til neytenda- mála á næsta ári. Höfundur er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Jóhannes Gunnarsson ystumenn, Jón Baldvin, Guðmundur Ámi, dr. Ágúst og Sighvatur hina eiginlegu forystu Alþýðuflokksins eða fremur íslenskra jafnaðar- manna og njóta þeir sín vel saman. Innri málefni Jóni Baldvin er stundum legið það á hálsi að láta sig „innri mál“ litlu varða. Um það verður ekki dæmt hér en undirritaður hefur sent lagabreytingamefnd Alþýðu- flokksins nokkrar tillögur sem miða að því að styrkja flokkinn félags- lega. Er þar á meðal stofnun emb- ættis „flokksstjóra" sem ekki má vera alþingis- eða sveitarstjómar- maður auk þess sem hann mun hafa töluvert „innra“ valdsvið og njóta starfsöiyggis. Er þetta emb- ætti og aðrar tillögur að nokkra byggðar á erlendum fyrirmyndum. Formaður flokksins ætti með þessu lagi að geta einbeitt sér nær ein- vörðungu að „ytri málum“, fyrir- svari og pólitískri sókn. Aðrar til- lögur mínar víkja að „taktískri“ málefnavinnu, hvatningu fyrir ungliða, skyldu til skráningar í flokkinn ári fyrir kosningar í það minnsta og að skipulagi kosninga- baráttu. Fullsterkur Ég met núverandi stöðu Jóns Baldvins Hannibalssonar svo að hann sé ekki í ósvipaðri aðstöðu og Mitterrand var á sínum tíma er hann sameinaði „vinstri öflin“ í Frakklandi. Báðir hafa þeir sýnt að þrátt fyrir mannlegan breysk- leika kemur það ekki niður á for- ystuhæfíleikum þeirra. Eða er lit- leysi kostur? Rétt eins og Mitter- rand forðum getur Jón Baldvin byggt á reynslu þess sem þolað hefur misjöfn veður. Jón Baldvin er einnig í sambærilegri stöðu og Tony Blair formaður breska Verka- mannaflokksins sem „módemiser- aði“ stefnu þess flokks að mörgu leyti með svipuðum hætti og Jón Baldvin hefur gert hjá Alþýðu- flokki. Hann hefur einnig aflað sér yfirburðastöðu í íslenskum stjóm- málum með þekkingu sinni á al- þjóðamálum. Það hef ég staðfest frá óháðum þriðja aðila. Alþjóðleg áhrif móta innri íslensk stjómmál með áhrifaríkari hætti en nokkru sinni fyrr í íslandsögunni. Þenkj- andi kjósendur íslenska „íhalds- flokksins“ (samsteypa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks) gera sér fulla grein fyrir þessum kostum Jóns Baldvins. Það gera forystumenn þessa „íhaldsflokks“ einnig og því era árásir þeirra á hann svo stöðug- ar og óvægnar. Það er ekki einungis hér á landi heldur erlendis og í alþjóðlegu sam- starfi sem dýrkun á meðalmennsku tröllríður vali. Stjómmálamönnum er gert að passa í fyrirfram ákveð- ið mót sem fjöldahannað er af fag- lærðum „sérfræðingum“. Sköpuð er uppdiktuð ímynd sem fellur að þessari þörf fyrir meðalmennsku. Alþýðuflokkurinn og íslenskir jafn- aðarmenn eiga nú annarra og betri kosta völ. Með sama hætti og Tony Blair hefur tekist að ná til efri laga bresku millistéttarinnar getur Jón Baldvin aflað Alþýðuflokknum og hreyfingu jafnaðarmanna bráð- nauðsynlegs fylgis Iqosenda „íhaldsflokksins". Fullnaðarsigur Alþýðuflokks og jafnaðarmanna á íslandi verður aldrei að veraleika nema það takist að höggva varan- leg skörð í raðir „Ihaldsflokksins“. Þess vegna og vegna annarrar hæfni er Jón Baldvin besti og eini formannskostur Alþýðuflokks og íslenskra jafnaðarmanna. Höfundur er félagi í Alþýðu- flokknum - Jafnaðarmannaflokki íslands, FUJ-Kóp., ogFFJ. HAUSTVERÐLISTINN ER KOMINN UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 KR. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. 1 GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. | gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. i Kæliská| aar án frystls: HHI K-130 550 x601x 715 116 39.990 S K-155TU 550 x601 x 843 155 47.490 I KS-200 550x601x1065 195 48.440 i KS-240 550x601x1265 240 53.980 1 KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 1 KS-300E 595x601x1342 271 56.990 1 KS-350E 595x601x1542 323 63.980 I KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæliská| sar með frysti: _ KF-120 550x601 x 715 94 + 14 41.990 | KF-135TU 550 x601x 843 109 + 27 48.980 J KF-184 550 x601x1065 139 + 33 48.980 KF-232GT 550 x601x1285 186+ 33 56.940 1 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 || KF-245EG 595x601x1342 168 + 62 62.990 Íj KF-355E 595 x601 x 1742 272 + 62 69.990 i KF-345E 595 x601 x1742 190 +133 79.990 íf Frystiskápar: | FS-100 550 x601x 715 77 39.990 8 FS-133 550x601x 865 119 46.990 1 FS-175 550x601x1065 160 52.990 1 FS-150 595 x601 x 900 131 48.970 FS-250E 595 x601 x 1342 224 59.990 1 FS-290E 595x601x1542 269 69.990 3 FS-340E 595x601x1742 314 78.990 * Frystikistur: n HF-234 800x695x- 850 234 42.980 jg HF-348 1100 x695x 850 348 48.980 « HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 S HF-576 1700 x695x 850 576 72.980 1 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 W\ FB-308 1100x695x 850 307 52.990 W1 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) | EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /FOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.