Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 ' JM MORGUNBLAÐIÐ lliul il 55111 ÁSDÍS MARÍA FRANKLÍN Á FERÐ OG FLUGI skrifstofuna í New York, Fyrirsæta í fyiu fær ehhi t/innu SDÍS María kom fyrst til New York aðeins 14 ára M ^kgömul, og að eigin sögn „enn með pínulítið hvolpaspik", til að taka þátt í einni stærstu fyris- ætustefnu sem haldin er í Banda- ríkjunum. Eftir það tók lif hennar allt aðra stefnu en hana óraði fyr- ir og nú hefur hún skrifað undir samning við Elite fyrirsætu- skrifstofuna í New York, sem er ein stærsta umboðsskrifstofa fyrir fyrirsætur í heimi. Ásdís María var í fyrsta hópnum á vegum Jon Casa- blanca skólans á íslandi sem sótti umrædda fyrirsætu- stefnu og sjálfri fannst henni hún vera „hálf hall- ærisleg miðað við allar flottu gellurnar" sem þarna voru, eins og hún orðar það sjálf. Það kom henni því verulega á óvart þegar Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Jon Casablanea skól- ans, rétti henni undir lok stefnunn- ar listann yfír þær 24 umboðsskrif- stofur sem vildu ná af henni tali, með þeim orðum að hún hefði fengið flest viðtölin af öllum í íslenska hópnum. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og Asdís María hefur komið víða við á fyrirsætu- ferli sínum þótt ung sé að árum. Hún fór að starfa fyr- ir Names umboðsskrifstof- una í Mílanó og fyrsta verk- efnið var sjónvarpsauglýsing fyrir megrunarsúkkulaði, sem tekin var upp í Monte Carlo. „Það kom mér á óvart hvað ég fékk mikið að gera fyrsta sumarið sem ég starfaði sem fyrirsæta á Italíu. Reynd- ar fór ég það sama sumar til Tókýó að vinna. Þetta var stutt ferð og það sem mér er minnisstæðast er hversu brjál- æðislega dýrt er að lifa í Tókýó. Ég man að ég hringdi heim til að segja Starf fyrirsætunnar getur verið erfítt en einnig bráðskemmtilegt, sérstaklega þegar því fylgja ferðalög um allan heim. Asdís María Franklín hefur farið víða þrátt fyrir ungan aldur, en hún starfar nú fyrir Elite fyrirsætu- A tu<m fólkinu að eplið kostaði 300 krónur íslenskar.“ sýningu með „afurfyrirsæt- ÁSDÍS María segir að hún hail nánast orðið að byija á byrjunar- reit eftir koinuna til New York, kynna sig og koma sér á framfæri í nýju umhverfi. Hér er hún með möppuna í við- tali við auglýsinga stofu. „Þetta var í ágúst 1993 og síðan ætlaði ég heim, en á leiðinni kom ég við í Mílanó og um- boðsskrifstofan sendi mig umsvifalaust í vinnu við eina tísku- sýningu sem ég reyndar hafði enga hugmynd um hvers eðlis var. Það kom svo í ljós að sýningin var á vegum hins þekkta fata- hönnuðar Karls Lagerfeld og sýnd var önnur af tveimur fatalínum sem hann hannar. Þarna kom fram hver „ofurfyrirsæt- an“ á fætur annarri, Linda Evangelista, Nadja Auer- mann, Kate Moss, Christie Turlington, Yasmin og margar fleiri. Hins vegar var hvorki Cindy Craw- Hvað veldur gallsteinum? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA steina. Gallsteinar finnast oft fyrir (sveppasýkingu) í munn, einkum [■■■ ” :i L. |jl r.allctpinar tilviljun og margir ganga með ua “ slíka steina árum saman eða jafn- lS Q ann 'lr" n ef þeim er gefinn sykur. Sveppa- oveppasyKing sýkingar af völdum candida eru al- Iml vel alla ævi án þess að hafa af því óbægindi. Gallsteinar geta valdið jmU gengastar í munni (þruska), leereönpum oc vélinda en bær geta LiLJ Alnæmi og skordýr Spurning: Hvers konar ójafn- vægi í gallblöðrunni veldur þeim? Eru það fleiri en einn orsakaþátt- ur sem valda gallsteinum? Er hægt að ganga með gallsteina alla ævi án þess að verða þeirra var? Svar: Gallsteinar eru venjulega myndaðir úr kólesteróli og lítils- háttar af kalsíumsöltum. Kólester- ól er mjög torleyst í vatni og til að halda því uppleystu þarf mikið af gallsöltum og fituefninu lecitíni. Ef einstaklingurinn myndar mikið kólesteról eða of lítið er af gallsölt- um og lecitíni í gallinu, getur gallið yfirmettast af kólesteróli og þá fara að myndast kólesterólkiyst- allar sem smám saman verða að gallsteinum. Gallsteinar eru al- gengur sjúkdómur og talið er að um 20% allra sem eru yfir 65 ára hafi gallsteina. Gallsteinar eru mun algengari hjá konum en körl- um og verða algengari með aldrin- um. Ekki er vitað hvers vegna sumir fá gallsteina en aðrir ekki en líkurnar aukast með offitu, mikilli sykurneyslu og lítilli neyslu trefjaefna. Greinilegur erfðaþátt- ur er til staðar þannig að hættan er meiri hjá þeim sem eiga nána ættingja sem hafa fengið gall- ýmis konar óþægindum sem auð- velt er að rugla saman við önnur óþægindi frá meltingarfærum. Oþægindi sem einna helst eru ein- kennandi fyrir gallsteina eru verk- ir sem gjarnan koma eftir feita máltíð, eru staðsettir hægra meg- in í eíri hluta kviðar og leggur aft- ur í bak og upp undir hægra herðablað. Ómskoðun er einföld og örugg aðferð til að greina gall- steina. Ekki er endilega ástæða til að meðhöndla gallsteina sem gefa engin óþægindi en til greina kem- ur sérstakt mataræði (sem minnst af fitu og sykri) eða lyf, en slík meðferð getur á löngum tíma minnkað gallsteinana eða jafnvel leyst þá alveg upp. Einnig má beita skurðaðgerð. Spurning: Hvað er candida sveppur og sveppasýking? Hverj- ar eru afleiðingar þessara sýk- inga? Er hægt að greina hvort menn eru með þessa sýkingu, til dæmis með sýni úr þörmum? Er hægt að drepa eða fjarlægja sveppinn, með lyfjum eða á ein- hvern annan hátt. Verða menn þá jafngóðir á eftir? Svar: Candida (Candida albicans) er sveppur sem er til staðar í flest- um einstaklingum. Hann er eink- um að finna í munni, meltingar- færum og leggöngum og sumir eru einnig með hann á húðinni. Þessi sveppur lifir á líkama okkar í jafnvægi við aðrar örverur eins og bakteríur og gerir okkur alla jafna ekkert mein. Hann gerir meira að segja sennilega gagn með því að halda öðrum óæski- legri sveppum frá á svipaðan hátt og þarmabakteríur (kólíbakteríur) halda öðrum bakteríum í skefjum. Ef eitthvað fer úrskeiðis geta kólíbakteríur valdið sýkingum eða við fáum sveppasýkingu einhvers staðar í líkamanum. Sveppasýk- ingar, oftast af völdum candida, hafa fengið vaxandi athygli á und- anfömum ámm og ástæðurnar era nokkrar. Nú er auðveldara að greina sveppasýkingar en áður, mikil notkun breiðvirkra sýkla- lyfja eykur tíðni sveppasýkinga og fjöldi einstaklinga með skert ónæmiskerfi hefur farið vaxandi. Þetta síðastnefnda stafar bæði af lyfjum sem hamla starfsemi ónæmiskerfisins og alnæmi. Sum- ir telja að mikil sykurneysla stuðli að sýkingum með candida en það er ósannað. Smáböm fá oft þrusku komið nánast hvar sem er. Yfir- leitt gengur vel að lækna sveppa- sýkingar með lyfjum og menn verða jafngóðir á eftir. í þröngum hópum fólks hefur þvi verið haldið fram að sýkingar með candida séu orsök margs kon- ar sjúkdóma eða jafnvel flestra sjúkdóma. Þetta endurspeglar við- leitni þessara hópa til að einfalda hlutina þannig að flestir sjúkdóm- ar eigi sér sameiginlega orsök og þar með sé hægt að finna eitt lyf eða einhver einföld ráð til að lækna alla þessa sjúkdóma. Heim- urinn er hins vegar yfirleitt mun flóknari en við höldum og þessar kenningar byggja ekki á vísinda- legum rökum. Spurning: Getur alnæmi borist á milli manna með fiugum eða skor- dýmm, sem sjúga blóð úr mönn- um og dýrum? Svar: Þekktar smitleiðir fyrir al- næmi em kynmök, samnýting sprautunála meðal fikniefnaneyt- enda, blóðgjafir eða gjöf afurða úr blóði (mjög sjaldgæft) og börn smitaðra mæðra geta smitast fyr- ir eða við fæðingu eða við brjósta- gjöf. Aðrar smitleiðir eru ekki þekktar. Strax í upphafi al- næmifaraldursins óttuðust menn mjög að skordýr sem sjúga blóð gætu borið smit á milli manna. Þessi möguleiki hefur verið rann- sakaður á ýmsan hátt og menn telja nú fullvíst að engin slík hætta sé til staðar. Algengasta skordýrið sem sýgur blóð er moskítóflugur, þær bera sjúk- dóma eins og malaríu milli ein- staklinga á þann hátt að malaríu- sýkillinn lifir og fjölgar sér í munnvatnskirtlum flugunnar og þegar hún stingur sprautar hún svolitlu munnvatni inn í fórnar- lambið til að blóðið renni betur. Alnæmiveiran lifir ekki nema stutta stund í flugunni, hana er ekki að finna í munnvatni hennar og venjulega líður langur tími frá því að flugan sýgur blóð úr einum einstaklingi og þar til næsta fórn- arlamb verður fyrir barðinu á henni. Svipað gildir um önnur skordýr sem sjúga blóð eins og höfuðlýs, veggjalýs og flær. • Lesendur Morgvnblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim Uggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sfma 5691100 og bréfum eða sfmbréf- um merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.