Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS MESSUR Á MORGUN Martröð um hermennsku Frá Viðari Þorsteinssyni: í B-BLAÐI Morgunblaðsins sunnu- daginn 29. september birtist áhuga- verð grein, með fyrirsögninni: „Lét hermennskudrauminn rætast". Und- ir fyrirsögninni mátti finna stutta klausu í stóru letri sem hefst á eftir- farandi orðum: „Þeir eru ófáir strák- arnir sem láta sig dreyma um her- mennsku. Eggert Magnússon, 25 ára gamall liðsforingi í norska sjóhern- um, átti þann draum í æsku og lét hann rætast." Síðan inniheldur greinin samtal Unnar S. Eysteinsdóttur við Eggert um herþjálfun hans. Þar lýsir Eggert í dásemdartón hvemig norskir félag- ar hans kvöldu hann og píndu í þau þijú ár sem þjálfun hans tók. Auk þessara miður skemmtilegu lýsinga á hinum „ánægjulegu" hremmingum Eggerts er jafnframt að finna í grein- inni þær skoðanir hans að mikil þörf sé á íslenskum her. Það sem að mínu mati var svo rúsínan í pylsuendanum var útlistun á hvað mannleg sam- skipti væru mikilvæg innan hersins og hvað allir yrðu miklu betri mann- eskjur af því að gegna herþjónustu. I tilefni af umræddum greinar- skrifum vil ég einfaldlega minna á til hvers her raunverulega er. Grein- arhöfundur, liðsforinginn íslenski og ritstjórn Morgunblaðsins hafa í grein þessari tekið höndum saman um að dásama og varpa dýrðarljóma á fyrir- bæri sem flest fólk hefur mikla and- styggð á. Her er ekki til þess gerður að ungir menn læri að „lifa af og bjarga sér við ýmsar aðstæður", vinna sam- an eða læra að treysta hver öðrum. Hermennska er heilaþvottur og þjálf- un í því að læra að hlýða hvetju því sem yfirmaðurinn segir, hvað svo sem það er. Góður hermaður er æfð- ur í því að geta tekið líf annarra samviskulaust og geta þannig verið þægilegt verkfæri stjórnvalda þegar úthella þarf blóði. Við þurfum ekki annað en að kveikja á sjónvörpunum okkar til að sjá hina dökku hlið her- mennskunnar: Sundurtætt lík fórn- arlamba stríðsins, hálfgeðbilaðir her- foringjar sem etja hlýðinni og vel þjálfaðri æsku lands síns út í opinn dauðann, nú eða kannski það allra dapurlegasta, niðurbrotnir og bitrir ungir menn sem snúa heim af víg- stöðvunum blindir, lamaðir og lim- lestir. Tilgangurinn með grein minni er ekki að efast um það sem Eggert telur sig hafa grætt á herþjón- ustunni eða vefengja góða trú hans, heldur benda á að hermennska er í eðli sínu ekki af hinu góða. Mér finnst í sjálfu sér ánægjulegt að menn skuli vera hamingjusamir og finna sig, í hverju svo sem það er, en heilbrigt fólk vill ekki að hermennska sé aug- lýst í víðlesnasta dagblaði landsins sem eitthvað mannbætandi og að hermanni sé lýst sem einhvers konar „fyrirmynd ungra drengja". Ég veit ekki hvort mér finnst það frekar smekklaust eða siðlaust. Við skulum aldrei missa sjónar á hinu raunverulega óeðli hermennsku, við skulum aldrei láta dulbúa hana sem einhveija ungmennafélagsstarf- semi eða skátahreyfingu, heldur skulum við horfast í augu við þá staðreynd að her er og verður til staðar í þeim tilgangi að úthella blóði. Ég er ekki einn af þessum „ófáu strákum sem láta sig dreyma um hermennsku". Hermennska er ekki draumur, heldur martröð sem ég neita að láta rætast. VIÐAR ÞORSTEINSSON, Víðimel 27, Reykjavík. Guðspjall dagsins: Jesús læknar ________hinn lama.____________ (Matt. 9.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Barna- samkoma kl. 13 í kirkjunni. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10.15. Sr. Gylfi Jóns- son. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSASKIRKJA: Fjölskyldu- messa kl. 11. Barnakór Grensás- kirkju syngur, kórstjóri Margrét Pálmadóttir.Júlessa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. Kennimenn í Hall- grímskirkju: Dr. Sigurbjörn Einars- son, dr. Sigurður Árni Þórðarson. Barnasamkoma og messa kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson og sr. Karl Sigurbjörnsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konr- áðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveins- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta í messuna. Prest- ur sr. Tómas Guðmundsson. Org- anisti Sesselja Guðmundsdóttir. Kór Langholtskirkju (hópur III) syngur. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl. 13. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Gídeonfélagar kynna starf sitt og lesa ritningarlestra. Sigurbjörn Þorkelsson prédikar. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Gunnar Gunnarsson. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjón- usta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Lifandi tónlist frá kl. 20. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Frostaskjól: Barnastarf kl. 11. Húsið opnar kl. 10.30. Sr. Halldór Reynisson. Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Pavel Manasek. Barnastarf á sama tíma í umsjá Hildar Sigurðardóttur, Erlu Karlsdóttur og Benedikts Her- mannssonar. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Kirkju- dagurinn. Leikið á hörpu og gítar í guðsþjónustunni. Kaffisala kven- félagsins eftir guðsþjónustu. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Violeta Smid. Fé- lagar í Gídeonfélagi Reykjavíkur, austurdeild, kynna í guðsþjón- ustunni starf félagsins og lesa ritn- ingarlestra. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á sama tíma. Barnakórinn syngur. Prédikunarefni: Fimmta boðorðið: „Þú skalt ekki mann deyða“. Sam- koma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Organisti Sigríður Sólveig Einarsdóttir. Sóknarprest- ur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng. Organisti Lenka Mátéová. Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Ragn- ars Schram. Kirkjurútan gengur eins og venjulega. Kl. 18 guðsþjón- usta með altarisgöngu. Prestarnir. íslensk ungmenni og útigangshesta- barátta yfirvalda Frá Birgi Þ. Kjartanssyni: RÍKISVALDIÐ hefur á síðustu 20 árum hjakkað í sama farinu í hálf- gerðu andleysi og algeru úrræðaleysi gagnvart börnum og ungmennum sem lenda á skjön við lög og reglu, og samfélagið hefur gefið nafnið „afbrotaunglingar". Líkja má þessari sögu við draugagang fyrri alda. Islenskir draugar voru sumir ótugtir, alltaf skyldu þeir ráðast á aftasta og minnsta manninn þegar farið var yfir heiðar í slæmum veðr- um. Reiðileysi Og að hinum almenna borgara, sem fylgist með umræðu í fjölmiðlum um málefni þetta, setur óhug og ótta, því öll sú umfjöllun er sett fram í æsifréttastíl og er ómálefnaleg. í umræðunni um þessi ungmenni er spurt með hvaða hætti væri hægt að taka á óhamingju þeirra, og sporna við því að hópur ungmenna í reiðileysi, sem virðist fara ört stækkandi, sé á vergangi, atvinnu- laus, hættur í skóla og jafnvel yfir- gefinn af sínum nánustu, og lifi eins og útigangshestar. Fólk deilir um það með hvaða hætti eigi að standa að þeirri hjálp og hvaða vörnum skuli koma við til að fyrirbyggja áfram- haldandi þróun til hins verra því mörg ungmenni telja lög og reglur fundnar upp af skilningslausum gamalmennum. Viðhorf Ekki er að undra þótt í dag sé erfitt fyrir ungt fólk að átta sig á því í uppvextinum hvernig umgangast beri áfengi, því mikils ósamræmis i gætir í viðhorfum uppalenda til n áfengisdrykkju í samfélaginu og á heimilum. Ríkið á erfítt með að finna viturlega samræmingu milli tekna og kostnaðar sem af áfengisneyslu hlýst, svo sem afbrota, skemmdar- verka og ofbeldis. Sporbraut ógæfunnar Skoðun mín er sú að lokun með- ferðarheimilisins Tinda hafi verið mistök af hálfu ríkisins því ung- menni þau sem þar voru til meðferð- ar komu mörg frá brotnum heimilum og þekkja ekki eðlilegt og venjulegt líf. Eitt það versta sem ungmenni á þroskabraut lífsins getur hent er að lenda á sporbraut áfengis- og vímu- efnaneyslu, afbrota og niðurlægingar. Venjulegt líf Mikilvægt er í lífi hvers ungmenn- is að koma frá kærleiksríku heimili, þar sem ríkir friður og samlyndi, en þróun síðustu ára sýnir fjölgun hjóna- skilnaða, vaxandi félagslega erfið- leika hjá fjölskyldum, atvinnuleysi og mikla fjárhagslega erfiðleika. Við þessar aðstæður og gliðnun þess fé- lagslega ramma sem ungmenni hafa búið við, er kominn ákjósanlegur jarð- vegur fyrir hin neikvæðu öfl. 011 erum við nefnilega vanaverur og lærum hegðun af fyrirmyndum okkar eins og foreldrum, systkinum, kennurum og félögum. Það er því líkt sem okk- ur sé gert að erfa drykkjusiði úr for- eldrahúsum, þó þar geti brugðið til beggja vona séu þeir siðir afbrigðileg- ir. Vonandi eru flest ungmenni svo lánsöm að þau megi sjálf ákveða sinn lífsfarveg, þegar eðlilegur þroski leyf- ir og þau eru til þess fær. Klæðnaður fólks hefur batnað, einnig viðurværið og húsnæðið. En hvað hefur þá verið vanrækt? Jú, líf- ið sjálft og manngildið. BIRGIR Þ. KJARTANSSON, ráðgjafi hjá Fíknifræðslunni. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjón Hjart- ar og Rúnu og kl. 12.30 í Rima- skóla í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Skagfjörð syngur einsöng. Organ- isti Hörður Bragason. Eftir guðs- þjónustuna verður fundur með for- eldrum fermingarbarna úr Húsa- og Hamraskóla. Fulltrúar bekkjar- deilda draga um fermingardag. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Nemendur úr Tón- listarskóla Kópavogs koma í heim- sókn. Skólakór Snælandsskóla syngur undir stjórn Heiðrúnar Há- konardóttur. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá írisar Kristjánsdótt- ur. Organisti Oddný J. Þorsteins- dóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkra- húsprestur prédikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardag: Messa kl. 8 og kl. 14. Sunnudag: Hámessa kl. 10.30, messa kl. 14, messa á enskú kl. 20. Mánudaga til föstudaga: mess- ur kl. 8 og kl. 18. Rósakransbæn kl. 17.30. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Vörður Traustason. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. HIRÐIRINN, Dalvegi 24, Kópa- vogi: Samkoma sunnudag kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Prédikari Helena Leifsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Bænastund kl. 19.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Káre Morken stjórnar, Aslaug Haugland talar. REYNIVALLAKIRKJA f Kjós: Messa kl. 14. Gunnar Kristjánsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalar- nesi: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Gunnar Kristjánsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Vídalínskirkju syngur. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sunnudagaskóli í Vídalínskirkju kl. 11 og Hofstaðaskóla kl. 13. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Kirkjudag- ur safnaðarins. Guðsþjónusta kl. 14. Nemendur úr Álftanesskóla og Tónlistarskólanum taka þátt í at- höfninni. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur. Organisti Þorvaldur Björns- son. Athöfnin tengist því að 100 ár eru liðin frá dauða Gríms Thoms- en, skálds. Kaffisala Kvenfélags Bessastaðahrepps til styrktar Líkn- arsjóðnum í hátíðasal íþróttahúss- ins að athöfn lokinni. Bragi Frið- riksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar og barna- kór Víðistaðakirkju syngja. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 11. Umsjónarmenn sr. Þórhildur Ólafs, Natalía Chow og Katrín Sveinsdóttir. Sunnudaga- skóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Um- sjónarmenn sr. Þórhallur Heimis- son, Ingunn Hildur Hauksdóttir og Bára Friðriksdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Gunnþór Inga- son. Organisti Natalía Chow. Fermingarbörn úr Öldutúnsskóla sýna helgileik, lesa ritningarlestra og bænir. Kaffisamvera í safnað- arheimilinu Strandbergi eftir guðs- þjónustu. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Börn í Innri-Njarðvíkursókn sótt að safn- aðarheimili kl. 10.45. Foreldrareru hvattir til að mæta með börnum sínum. Fjölskylduguðsþjónusta sunnudag kl. 14. Kirkjukórinn leið- ir almennan söng undir stjórn org- anistans Steinars Guðmundsson- ar. Nemendur úr Tónlistarskóla Njarðvíkur koma fram. Fermingar- börn og foreldrar þeirra eru hvött til að mæta. Baldur Rafn Sigurðs- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- inn. Guðsþjónusta í Sjúkrahúsi Suðurnesja kl. 13. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti: Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hveragerðis- kirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Heilsu- stofnun NLFÍ kl. 11. Jón Ragnars- son. SELFOSSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. STRANDARKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 14. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, prédikar og endurvígir kirkjuna eftir gagn- gerar breytingar. Sóknarprestur- inn sr. Svavar Stefánsson og fyrr- verandi sóknarprestur sr. Tómas Guðmundsson þjóna fyrir altari ásamt biskupi. Söngfélag Þorláks- hafnar sér um söng undir stjórn Róberts Darling, organista. Sókn- arnefnd. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskóli kl. 11. Al- menn guðsþjónusta kl. 14. Boðið upp á barnasamveru í safnaðar- heimili meðan á prédikun og altar- isgöngu stendur. KFUM og Kfund- ur fellur niður vegna helgarferðar. AKRANESKIRKJA: í dag laugar- dag, barnaguðsþjónusta kl. 11, föndur. TTT samvera í safnaðar- heimilinu kl. 13. Stjórnendur Sig- urður Grétar Sigurðsson og Axel Gústafsson. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fermingarbörn aðstoða. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Messa í Borgar- neskirkju kl. 14. Gestaprédikari verður Hans M. Hafsteinsson, guðfræðinemi. Guðsþjónusta á dvalarheimili aldraðra, Borgar- nesi, kl. 15.30. Messa í Borgar- kirkju kl. 16. Þorbjörn HlynurÁrna- son. Frikirkjusöf nnöurinn í Reykjavík Guösþjónusta ki. 14.00. Þeir, sem ætla á landsþing æskulýðsfélaganna 18.-20. október, staðfesti þátttöku | hið fyrsta. PiTÍ 18 » s* 6é m k m u fl S I fi i ffi ® ÍAk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.