Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Nemendur Framhaldsskólans á Laugum á hjólum til Reykjavíkur Nýjar hugmyndir um jarðgöng Stœkkað Arðsemi tveggja valkosta verði skoðuð ítarlega TRAUSTI Sveinsson og Sigur- björg Bjarnadóttir á Bjarnargili í Fljótum hafa skrifað vegamála- stjóra bréf þar sem þau fara fram á að aðrir valkostir í samgöngu- málum á utanverðum Tröllaskga en þeir sem hafa verið í umræð- unni. Fram til þessa hefur verið rætt um jarðgöng milli Ólafsfjarð- ar og Siglufjarðar um Héðinsfjörð, en þau benda á göng úr Kvíabekkj- ardal í Ólafsfirði að Holtsdal í Fljótum og önnur göng úr Nautad- al í Fljótum að Hólsdal í Siglufirði. Fram hafa komið hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga í utanverðum Eyjafirði, frá Siglu- firði að Árskógshreppi, en for- senda slíkrar sameiningar eru jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. „í tilefni þessa förum við íbúar í Fljótahreppi þess á leit við yfirvöld vegamála, að fram fari ítarlegur samanburður á kostnaði og arðsemi þessara val- kosta í samgöngumálum á utan- verðum Tröllaskaga með hags- muni allra íbúa á þessu svæði í huga, sem og þjóðarhag, því vænt- anlega verða slíkar framkvæmdir kostaðar af almannafé," segir í bréfi hjónanna á Bjarnargili til vegamálastjóra. Stórt mál fyrir Fljótin „Þetta er gífurlega stórt mál fyrir Fljótin og utanverðan Skaga- fjörð, því verði þessi sveitarfélög sameinuð má gera gáð fyrir að þjónusta vegna snjómoksturs skerðist verulega á núverandi Siglufjarðarleið,“ sagði Trausti. Rök fyrir jarðgöngum á um- ræddum stað eru m.a. þau að leið- in er snjóléttari og lítil sem engin snjóflóðahætta er á þessari leið. Bent er á að núverandi vegur um Almenninga sé byggður á hættu- legu jarðskriðusvæði auk þess að vera viðsjárverður að vetrarlagi og dýr í rekstri vegna snjómokst- urs, en jarðgöng úr Fljótum í Hólsdal myndu sjá við því vanda- máli. Þá yrði Héðinsfjörður áfram ósnortin nátturuperla. Öruggar og góðar samgöngur yrðu við Skaga- fjörð og leiðin myndi styttast um- talsvert. Óhöpp í hálkunni MARGIR ökumenn fóru flatt í hálkunni á götum Akureyrar í gærdag. Varðstjóri lögreglunn- ar sagði að margir í „bílavina- lýðveldinu ísland“ hefðu ekki áttað sig á því að aldrei er eins hált og þegar saman fara nýfall- inn snjór og hitastig um frost- mark. Töluvert tjón varð í óhöppum gærdagsins að sögn varðstjóra. Þessi bifreið hafnaði aftan á sendiferðabíl á Glerár- götu og varð dældaður eftir. Mótmæla niðurskurði til skólans HÓPUR nemenda á íþrótta- og ferðamálabraut Framhaldsskól- ans á Laugum í Reykjadal, S-Þing snemma í gærmorgun og hélt af stað á reiðhjólum áleiðis til Reykjavíkur, alls um 500 km vegalengd. Tilgangur ferðarinn- ar er að hitta Björn Bjarnason menntamálaráðherrra og bera fram mótmæli við hann um fyrir- hugaðan niðurskurð á fjárfram- lögum til skólans. Hópurinn lagði af stað frá Laugum kl. rúmlega 05 í gær- morgun en ráðgert er að ferðin til Reykjavíkur taki um 30 klst. Veðrið var heldur leiðinlegt í upphafi ferðar, snjókoma á leið- inni til Akureyrar og mikil hálka á vegum. Hjólreiðagarparnir stilltu sér upp fyrir myndatöku á Sval- barðsströnd en þeir Jónas Hróar Morgunblaðið/Kristján Vegur 2 km Vegur 5km 4 km 4km Nautadal 100m.y.s. Munni í Holtsdal 150m.y.s. 140 m.y.s. 140 m.y.s. Jarðgöng 4.5 km Jarðgöng 5,2 km 5,8 km 7.6 km Hólsdal 100m.y.s. Munni við Kvíabekk 250 m.y.s, 250 m.y.s. 100 m.y.s. Vegur 3km Vegur 3km 3 km 1 km Jónsson og Atli Sveinn Jónsson fóru fyrir hópnum síðasta spöl- inn til Akureyrar. Fimmtán ung- menni taka þátt í ferðinni, tvö og tvö hjóla í einu en hinir hvíla lúin bein í fólksflutningabíl frá Sérleyfisbílum Akureyrar, sem fylgir þeim á leiðarenda. Gangi tímaáætlunin eftir ætti hópurinn að koma til Reykjavíkur um há- degisbilið í dag. Morgunblaðið/Kristján Atvinnumálanefnd Akureyrar og ÆnA Samband íslenskra sveitarfélaga \Mr Ráöstefna um framkvæmdir og rekstur sveitarfélaga Eiga sveitarfélög aö reka eigin þjónustu? Ráðstefnan verður haldin þann 25. október 1996 í sal Fiölarans á 4. hæð í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, Akureyri. Ráðstefnan hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 17.00. Dagskrá: Setning ráðstefnunnar, Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjómar Akureyrar. Þjónusturekstur sveitarfélaga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form. Samb. ísl. sveitarfélaga. Hvernig geta sveitarfélög falið öðrum framkvæmd verkefna? Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf. Samningastjórnun — reynsla ríkisins, Snævar Guðmundsson, Hagsýsla ríkisins. Sýn starfsmannafélaga á þjónustuútboð sveitarfélaga, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Jakobína Bjömsdóttir, formaður STAK. Samkeppnisstaða þjónustureksturs sveitarfélaga, Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmaður á Akureyri. Reynsla sveitarfélaga af útboðum þjónustu- og verkþátta, Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastj. Reykjavíkur, og Sveinbjöm Steingnmsson, bæjartæknifræðingur á Dalvík. Reynsla Vegageröarinnar á Noröurlandi eystra af útboðsmálum, Guðmundur Svavarsson umdæmisverkfræðingur vegagerrðarinnar á NL.- eystra. Reynsla ríkisins af útboösmálum, Júlíus Sæberg Ólafsson, forstöðumaður Ríkiskaupa. Sýn verktaka/iðnaöar á rekstur þjónustuþátta sveitarfélaga, Ásgeir Magnússon, Samtökum iðnaðarins. Væntingar Samtaka iönaðarins til útboöa sveitarfélaga, Ámi Jóhannsson, Samtökum iðnaðarins. Stefnumótun sveitarfélaga í atvinnumálum, Róbert Jónsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkur. Hvernig geta sveitarfélög og atvinnulíf samstillt atvinnusköpun? Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Laxár hf. og bæjarfulltrúi á Akureyri. Ráöstefnustjórar verða: Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Akureyri, Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri og Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi. Ráðstefnugjald er 5.000 kr. Hádegisverður og kaffi er innifalið í ráöstefnugjaldi. Skráning fer fram á Atvinnumálaskrifstofu Akureyrar í síma 462 1701 og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í síma 581 3711. Stöasti skráningardagur er 23. október. Aðalfundur Rauða kross Islands Víðtækt hjálpar- starf AÐALFUNDUR Rauða kross íslands var settur við hátíðlega athöfn á Hólum, nýbyggingu Menntaskólans á Akureyri, síðdegis í gær. Fundinum verður fram haldið á Hótel KEA í dag. Þijú verkefni voru að mestu ráðandi í starfi félagsins á liðnu starfsári, frá 1. júlí 1995 til 30. júní 1996. Víðtækt hjálparstarf í kjölfar snjóflóðs- ins á Flateyri í október, sem og endurskoðun neyðarvarna- áætlana deilda og menntun flokksstjóra í fjöldahjálp, og þá var mikill undirbúningur vegna komu flóttamanna frá fýrrum Júgóslavíu til ísafjarð- ar. Rauði kross íslands hefur aukið framlög sín til hjálpar- starfs erlendis verulega og hafði fleiri sendifulltrúa að hjálparstörfum en nokkru sinni fyrr. Útgjöld til alþjóða- hjálparstarfs námu á tímabil- inu 132 milljónum króna en voru starfsárið 1993-1994 64,7 milljónir. Fram kom í ávarpi Guðjóns Magnússonar formanns RKÍ að 2.700 lands- menn styrkja nú erlent starf Rauða kossins með regluleg- um framlögum. Tekjur á starfsárinu námu um 552 milljónum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.