Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 9 FRETTIR Konur fengu 14% lægri laun en karlar hjá Reykjavíkurborg í október 1995 Ahersla lögð á hækkun launa fyrir kvennastörf Morgunblaðið/Kristinn HILDUR Jónsdóttir, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu niðurstöður launakönnunar í gær. KONUR sem starfa hjá Reykjavík- urborg höfðu í október í fyrra 14% lægri heildarlaun en karlar, að teknu tilliti til málaflokks, starfsgreinar, hlutfalls karla í stéttarfélagi, starfs- aldurs og aldurs. í mars 1995 var munurinn 15,5%. Þetta er niðurstaða samanburð- arkönnunar á launum starfsmanna Reykjavíkurborgar sem Félagsvís- indastofnun HÍ hefur unnið upp úr launabókhaldi borgarinnar. Kjarasamningar verða lausir um áramót. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á blaðamanna- fundi þar sem skýrsla um könnunina var kynnt að í komandi kjarasamn- ingum vildi borgin, á grundvelli þess- arar niðurstöðu og í samráði við at- vinnurekendur og verkalýðshreyf- ingu, leggja áherslu á að hækka laun fyrir hefðbundin kvennastörf meira en önnur laun í þjóðfélaginu. Hún vildi þó ekki nefna markmið í tölum sem stefnt skyldi að í þessu efni á yfirstandandi kjörtímabili. Konur fengu 53-55% af heildarlaunum karla Samkvæmt könnuninni, sem Guð- björg Andrea Jónsdóttir hjá Félags- vísindastofnun vann, fengu konur 53% af heildarlaunum karla í mars 1995 en hlutfallið var 55% í októ- ber. Þegar einvörðungu eru bornir saman þeir sem voru í fullu starfi voru heildarlaun kvenna í mars 64% af heildarlaunum karla en þetta hlut- fall var 67% í október. Könnunin leiddi í ljós að dagvinnu- laun nema 56% af heildarlaunum karla, yfirvinna 30%, akstursgreiðsl- ur 3% og ýmsar aðrar greiðslur 11%. Hjá konum er hlutfall dagvinnu af heildarlaunum 76%, yfirvinnu 15%, akstursgreiðslur eru 1% og ýmsar aðrar greiðslur 8%. Ekki var hægt að greina hvort greiðslur vegna óunninnar yfirvinnu hafa áhrif á launamuninn en Hildur Jónsdóttir kvaðst telja líklegt að svo væri. Einnig væri talið algengara að karlar fengju aksturskostnað greidd- an með fastri upphæð en konur að- eins samkvæmt akstursbók. Borgarstofnanir geri áætlanir í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra kom fram að launamunur kynjanna væri meiri á sviði stjómsýslu og framkvæmda en á sviði menningar-, félags- og dag- vistarmála. Bilið verði þannig minna með hærra hlutfalli kvenna í hópi starfsmanna. Borgarstjóri var spurður hvort „Fiskveiðiréttindin eru ekki eign einstakra manna. Hins vegar hafa viðkomandi aðilar afnotarétt af fiskveiðiauðlindinni. Við þurfum að finna einhveija þá leið, sem skapar réttarvissu í málinu, án þess að það verði á nokkurn hátt til þess að brengla eignarhaldið á fiskistofnun- um,“ segir Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra í viðtali sem birtist í Degi-Tímanum í gær um ágreining stjórnarflokkanna um hvort heimila eigi veðsetningu aflaheimilda í lög- um um samningsveð. Aðspurður hvort hann sjái eitt- hvað athugavert við að aflaheimild- ir séu veðsettar með skipi segist borgin bæri ekki ein ábyrð á aðgerð- um til að draga úr kynjabundnum launamun borgarstarfsmanna þar sem kjarasamningar verkalýðsfélag- anna gerðu ráð fyrir sömu launum fyrir sömu vinnu og því yrði launam- unurinn til inni í borgarfyrirtækjun- um. Hún sagði málið ekki snúast ein- göngu um sömu laun fyrir sömu vinnu, heldur hvernig hin ýmsu störf væru metin til launa gagnvart öðrum í kjarasamningum. Borgin ein gæti ekki leiðrétt þann mun. Fram kom að borgarstofnunum yrði falið að gera áætlun um hvernig staðið skyldi að því að jafna launa- mun innan hverrar stofnunar. í máli borgarstjóra kom fram að aðrar kannanir sem gerðar hefðu verið á launamun kynjanna hér á landi hefðu gefið hliðstæða niður- stöðu og bent til 14-16% munar. Hildur Jónsdóttir jafnréttisfulltrúi borgarinnar sagði að kannanir á Norðurlöndum bentu til 7-11% launa- munar þar. Könnunin náði til allra starfs- manna borgarinnar að undanskildum þeim sem voru í óreglubundnu starfi, unnu vaktavinnu eða voru í atvinnuá- taki. Æðstu stjórnendur voru ekki teknir með í greininguna þar sem talið var að það mundi ýkja muninn en 24 af 27 æðstu stjórnendum eru karlar. Fram kom að ekki Iægi fyrir hvernig þessi heildarmynd hefði breyst 1. ágúst sl. við það að kennar- ar urðu borgarstarfsmenn. Halldór í viðtalinu, a.m.k. ekki vilja gera það þannig, „að það sé þar með verið að festa eignarrétt út- gerðarinnar í sessi“. Halldór segir að það verði að reyna að finna einhvetja þá mála- miðlun í málinu sem samrýmist réttlætiskennd manna. „Ég held að það sé hægt en hún verður ekki þannig að fjármálastofnanir þurfi ekkert að hafa fyrir hlutunum," segir Halldór í svari við spurningu um hvort ástæða sé til að vænta hærri vaxta á lánum til sjávarút- vegsins ef heimild til veðsetningar aflaheimilda verði ekki tryggð í lög- um. Nýr sölustjóri hjá Heims- klúbbi Ing-ólfs og Príma •KRISTÍN Aðalsteinsdóttir ferðafræðingur tók til starfa sem sölustjóri hjá Heimsklúbbi Ing- ólfs og Ferðaskrifstofunnar Príma hinn 1. september sl. Kristín á lang- an starfsferil að baki í ferðaþjón- ustunni og telst til reyndustu starfskrafta á sviði ferðamála á íslandi, því hún vann árum saman sem sölustjóri og hægri hönd Ing- ólfs Guðbrandssonar, forstjóra Útsýn, meðan hann var eigandi fyrirtækisins, en nú rekur hann Heimsklúbb Ingólfs, sem kunnugt er. Síðustu fjögur árin hefur Krist- ín unnið sem markaðsstjóri á Hót- el Örk í Hveragerði og lagt grunn að sölukerfi Lykilhótelanna, gisti- staða Jóns Ragnarssonar og fjöl- skyldu. í hinu nýja starfi hjá Heims- klúbbi Ingólfs og Prímu mun Kristín í senn sinna einstaklings- þjónustu i háum gæðaflokki og markaðssetningu hópferða, bæði auglýstra ferða Heimsklúbbsins og skipulagningu sérferða fyrir hvers kyns hópa, fyrirtæki, skóla og félagasamtök og nýta til þess sérsamninga Heimsklúbbsins um allan heim. Aðalmarkaðssvið Heimsklúbbs- ins í dag er annars vegar Karíba- hafið og hins vegar ferðir til Aust- urlanda, þar sem byggt er á lægri fargjöldum en almennt eru á markaði hér. Ferðaskrifstofan Príma er alþjóðleg IATA ferða- skrifstofa og annast alla almenna ferðaþjónustu um allan heim þar sem fagþekking, gæði og gott verð er í fyrirrúmi. Vigdís Páls- dóttir er fargjaldasérfræðingur Heimsklúbbsins en hún á langan starfsferil að baki hjá Flugleiðum, SAS og British Airways. Anna Lóa Aðalsteinsdóttir er fjármála- stjóri og Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, skipuleggjandi og leið- sögumaður í helstu ferðum ársins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra um samningsveð Vil ekki festa eignar- rétt útgerða í sessi Stakir jakkar, dragtir og stuttkápur. Laugavegi 70, sími 551-4515. NÝJAR HÚSGAGNASENDINGAR Frá Ítalíu: Sófasett - sófaborö - rókókóstólar o.fl. Vönduö vara. Hagstætt verö. Tegund Barbara 3+1+1 tau. Tegund Petra. Litir: Ijóst beyki - brún eik. Borö + 4 stólar aöeins kr. 36.900. Opið í dag frá kl. 10.00-16.00 36 mán. D□□□□□□ VfSA HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 24 mán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.