Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ Ármannsfellið fagnrblátt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð um Kirkju- sandshúsin frá borgarstjóranum í Reykjavík. Allt frá því í júlímánuði sl., eða í nærfellt fjóra mánuði, hafa bygg- ingaráform Ármannsfells hf. á Kirkjusandi 1-5 valdið miklum um- ræðum og deilum í fjölmiðlum og Borgarstjórn Reykjavíkur. Málið á sér þó enn lengri aðdraganda. Segja má að málið hafi átt upp- haf sitt í desembermánuði á síðasta ári. Lóðarhafi á þeim tíma var Landsbanki íslands og var lóðin Kirkjusandur 1-5 og Laugarnesveg- ur 89 þá ein og óskipt lóð. Lands- bankinn fór þá fram á það að lóð- inni yrði skipt upp og var það sam- þykkt. í febrúar óskaði bankinn síð- an eftir því að deiliskipulagi og aðalskipulagi, á þeim hluta lóðar- innar sem tilheyrir Kirkjusandi, yrði breytt þannig að landnotkun breytt- ist úr iðnaðar- og athafnasvæði í íbúðarsvæði. Þessi breyting var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum í skipulagsnefnd og eftir því sem ég best veit voru allir skipu- lagsnefndarmenn sammála um að það væri mun vinsamlegra gagn- vart þeirri byggð sem fyrir er í hverfmu, að þama kæmu íbúðir í stað iðnaðar. Þá held ég að það sé engum vafa undirorpið að borg- arbúar vilja fremur að útsýnis yfir Sundin sé notið úr íbúðarhúsnæði en iðnaðarhúsnæði. í framhaldi af þessari ákvörðun var tillaga að nýju deiliskipulagi samþykkt í skipulagsnefnd þann 25. mars sl. í þeirri deiliskipulagstil- lögu var gert ráð fýrir þremur tum- byggingum, sem vom 6, 7 og 9 hæða. Deiliskipulagstillagan var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum í skipulagsnefnd. Með skiptingu lóðarinnar, breytingu á landnotkun og samþykktri deili- skipulagstillögu höfðu skipulagsyf- irvöld borgarinnar markað sína stefnu varðandi uppbyggingu á lóð- inni Kirkjusandur 1-5. Frá þeim tíma hafa hinar ytri forsendur ekk- ert breyst; lóðin er eins og hún var, útsýnið yfir Sundin er jafn mikilvægt og áður var, Sæbrautin er á sínum stað og þar af leiðandi nálægð byggðarinnar við þessa stofnbraut og byggingaraðilinn er sá sami og þá var. Auknar kröfur um hljóðvist En þó að hinar ytri forsendur hafí ekkert breyst þá hafa aðrar og að hluta til ófyrirséðar forsendur breyst. Vegur þar þyngst sú um- ræða sem hófst í júlímánuði um hljóðvistarkröfur mengunarvamar- reglugerðarinnar. Reglugerðin er tiltölulega ný, eða frá árinu 1994, og hefur ekki reynt ýkja mikið á hana í Reykjavík frá því hún var sett, fyrst og fremst vegna þess að fá ný íbúðarhús hafa verið byggð í eldri hverfum borgarinnar á und- anfömum ámm. Þar með er þó ekki sagt að ekk- ert hafi verið hugað að hljóðvistar- málum á Kirkjusandslóðinni þegar deiliskipulagið var samþykkt í mars sl. Skipulagsnefnd fór fram á skil- greiningu á hljóðvist lóðar og íbúða og þegar deiliskipulagið var af- greitt lá fyrir umsögn frá arkitekt hússins og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins þar sem fram kom að gera þyrfti ákveðnar ráð- stafanir á gluggum hússins til að tryggja að reglugerðarkröfum um 30 desíbela hljóðgildi í íbúðum ofan þriðju hæðar væri fullnægt. Þá kom jafnframt fram að tryggja þyrfti hljóðdeyfða innloftun í íbúðimar með sérstökum búnaði til að íbúð- irnar gætu notið fersklofts þegar gluggar væru lokaðir. Ekkert af þessu hefði væntanlega þurft ef hljóðstig utan við vegg íbúða á efri hæðum hefði verið undir 55 desíbel- um eins og gerð er krafa um á nýskipulögðum svæðum samkvæmt mengunarvarnarreglugerð. Það verður því að segjast eins og er að á þessum tíma horfðu skipuiagsyfir- völd borgarinnar fyrst og fremst til þess að tryggja gæði íbúðanna með tilliti til hljóðvistar en síður til þess hvert hljóðstigið væri utan við vegg íbúðanna. Deilt um túlkun reg’lugerðar í þessu sambandi er nærtækt að spyija hvort þetta hafi verið mistök af þeirra hálfu og því er til að svara að allir sem að málinu komu voru í góðri trú enda hafði aldrei reynt á túlkun mengunarvarnarreglu- gerðarinnar sem gerir aðrar og rík- ari kröfur til hljóðstigs utan við vegg á nýskipulögðu svæði en við endumýjun byggðar sem fyrir er. Á þessa túlkun reyndi hins vegar í júlímánuði þegar deilur risu um það hvemig bæri að túlka reglu- gerðina. Sýndist sitt hverjum. Holl- ustuverndin vildi túlka hana þröngt og sagði í bréfi til Borgarskipulags að hún teldi að viðmiðanir um ný- skipulagt íbúðasvæði ættu fremur við í þessu tilviki. í bréfí Hollustu- verndar kom jafnframt fram að stofnunin teldi „mótvægisaðgerðir vegna hljóðstigs innanhúss vel unn- ar og ásættanlegar". Skipulags- stjóri ríkisins sagði aftur á móti að hann teldi að þetta tilvik gæti fallið undir skilgreininguna endurnýjun byggðar sem fyrir er. Nú voru góð ráð dýr og til að fá niðurstöðu í málið var leitað álits borgarlögmanns. Niðurstaða hans var á þá leið að í þessu tilviki ætti að gera kröfu til þess að deiliskipu- lagstillagan uppfyllti þau ákvæði sem kveðið er á um þegar um ný- skipulag er að ræða. Skipulagsyfir- völd borgarinnar gerðu þessa niður- stöðu að sinni þó að hinu sé ekki að neita að um þessa túlkun eru enn skiptar skoðanir meðal margra sem vel þekkja til skipulagsmála. Þannig eru ýmsir þeirrar skoðunar að ákvæðið um nýskipulag eigi fyrst og fremst við þegar verið er að bijóta nýtt land og skipuleggja íbúðabyggð. Þessi þrönga túlkun á mengunar- varnarreglugerðinni gerir það hins vegar að verkum að hægt er að gera mun ríkari kröfur til hljóðvist- ar í tilvikum sem þessum en ella væri hægt. Ef hin túlkunin hefði orðið ofan á hefði hljóðstig utan við vegg mátt fara allt upp í 70 desí- bel en eftir sem áður eru kröfur til hljóðstigs innan dyra þær sömu. Flókinn veruleiki í augum leikmanna kann þetta allt að virðast harla einfalt en þeg- ar betur er að gáð er ekkert einfalt í þessum málum. Ef tekið er mið af almannahagsmunum, sem borg- aryfirvöldum ber að standa vörð um, þá verður sú spurning nærtæk hvort það gildi ekki einu hvort nýtt hús er byggt á nýskipulögðu svæði í grónu hverfi eða nýtt hús er byggt á þegar skipulögðu svæði í grónu hverfí - eðli málsins samkvæmt eigi íbúamir rétt á sömu gæðum. Mín fyrstu viðbrögð voru á þessa leið. En veruleikinn er talsvert flóknari. Til marks um það má nefna að byggingaframkvæmdir eru nú um það bil að hefjast við háhýsi við Skúlagötu sem byggt er samkvæmt deiliskipulagi frá 1986. Byggingar- nefnd hefur beðið borgarlögmann um álit á því hvort í því tilviki eigi að fara eftir kröfum mengunar- og byggingareglugerðar um nýskipu- lag eða endurnýjun byggðar sem fyrir er. Niðurstaða borgarlög- manns er á þá leið að hvorugt ákvæðið eigi við! Settir hafi verið sérstakir skipulagsskilmálar fyrir þessi fjölbýlishús árið 1986 og í þeim séu ákvæði um umferðarhá- vaða og aðgerðir gegn honum. Er skemmst frá því að segja að ákvæði þeirra um hljóðstig eru tals- vert rýmri en núgildandi reglugerð- ir og má hljóðstig innandyra vera allt að 35 desíbel. Borgarlögmaður bendir hins vegar réttilega á að mjög varhugavert sé að heimila frekari frávik frá reglugerð en kveðið er á um varðandi endurnýjun byggðar sem fyrir er. Eftir stendur að við Skúlagötuna má byggja án undanþágu með allt að 70 desíbela hávaða við húsvegg en við Kirkju- sand þarf undanþágu fyrir 60 desí- bela hávaða við húsvegg. Með þessu dæmi er ég alls ekki að kasta rýrð á gæði þeirra íbúða sem byggðar verða við Skúlagötu enda munu borgaryfirvöld skilyrðis- laust tryggja að hávaði í nýjum íþúðum fari hvergi yfir 30 desíbel. Ég er aðeins að benda á þá stað- reynd sem orðið hefur æ ljósari eftir því sem þessi mál eru skoðuð betur, að ef desíbel við húsvegg væru algildur mæ'likvarði á gæði íbúðarhúsnæðis þá mætti einu gilda hvar húsin eru byggð, allir ættu rétt á sömu gæðum. Mótvægisað- gerðir í húsunum sjálfum skipta verulegu máli í þessu sambandi og ef útiloka á með öllu að nýta slík úrræði þá er vandséð hvernig hægt verður að breyta úrsérgengnum iðnaðarlóðum eða iðnaðarhúsnæði í grónum hverfum í íbúðarhúsnæði. Slíkt kann þó á komandi árum að verða nauðsynlegt og til bóta fyrir borgarmyndina. Þetta var sá veru- Ieiki sem borgaryfírvöld stóðu and- spænis í „Kirkjusandsmálinu" sk. Almannahagsmunir eða sérhagsmunir Samkvæmt 53. gr. mengunar- varnarreglugerðar er heilbrigðis- nefnd í samráði við Hollustuvernd ríkisins heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum um hljóðstig „vegna sérstakra, óviðráðanlegra að- stæðna". Ármannsfell var í fullum rétti til að leita eftir þessari undan- þágu og niðurstaða þessara fagað- ila var á þá leið að ásættanlegt væri að veita undanþágu vegna hljóðstigs utan við vegg allt að 60 desíbelum. Engar undanþágur voru veittar vegna hljóðvistar í íbúð eða á svölum og útisvæðum íbúða. Þá tekur undanþágan aðeins til eins herbergis í örfáum íbúðum. Þegar þetta lá fyrir var ekki ástæða til þess fyrir skipulagsyfir- völd að leggjast gegn íbúðabyggð á þessari lóð. Nefndum borgarinnar er ætlað mismunandi hlutverk og ræður þar m.a. hugsunin um að mismunandi þekkingu þarf til að takast á við hin ýmsu verkefni sem sveitarstjórn ber ábyrgð á. Sérsvið heilbrigðisnefndar (og auðvitað Hollustuvemdar ríkisins líka) eru mál sem lúta að hollustu og heil- brigði og sérsvið skipulagsnefndar er að annast aðalskipulag og deili- skipulag og sjá til þess að mann- virki, sem áhrif hafa á umhverfið, séu í samræmi við gildandi skipu- lagsuppdrátt. Niðurstaða í „Kirkjusandsmál- inu“ er nú fengin. Samþykkt hefur verið að heimila fyrirtækinu að reisa þijár íbúðablokkir á lóðinni Kirkjusandur 1-5 og verða þær 5 og 6 hæða. Hljóðstig utan við vegg á nú hvergi að fara yfir 60 desí- bel (með fráviki upp á hálft desí- bel), allar íbúðir uppfylla kröfur um hljóðstig innandyra, húsahæð- ir eru ámóta og gert var ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi frá 1990 og útsýnisskerðing fyrir aðra íbúa í hverfinu því síst meiri en þar var áformað. Þess má reyndar geta til fróðleiks að engin mótmæli komu frá íbúum árið 1990 þegar ákveðið var að heimila allt að 14,3 metra hátt samfellt iðnaðar- hús á lóðinni. Það sjónarmið hefur heyrst að með þessari afgreiðslu hafi al- mannahagsmunum verið fórnað á altari sérhagsmuna tiltekins fyrir- tækis. Þetta eru stór orð og illa ígrunduð. Allir sem leita til borgarinnar eiga rétt á sann- gjarnri og faglegri málsmeðferð, hvort heldur það eru einstaklingar eða fyrirtæki. En þeir eiga ekki rétt á meiru. Ármannsfell fyrir- hugaði að byggja samtals 22 hæð- ir á Kirkjusandi, þær eru nú komn- ar niður í 17. íbúðirnar voru 76 þegar málið var fyrst afgreitt frá skipulagsnefnd, þeim hefur nú fækkað um 22. Það vita allir sem vilja vita að því fleiri íbúðir sem fást samþykktar á einni lóð þeim mun meiri framlegð fæst af bygg- ingaframkvæmdunum. Það verður því trauðla séð með hvaða hætti sérhagsmunum þessa tiltekna fyr- irtækis hefur verið þjónað. Ábyrgðarleysi sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn, sem áttu fulla aðild að afgreiðslu upphaflegrar deili- skipulagstillögu á Kirkjusandi 1-5, tóku þann kost við endanlega af- greiðslu málsins að sitja hjá og gefa ekki upp afstöðu sína. Þeir fluttu heldur engar breytingatillögur og tóku því enga ábyrgð á eigin afstöðu á fyrri stigum málsins. Þeir gagnrýna meirihlutann fyrir að fínna ekki lausn á þessu máli og telja í ljósi þess að verktakinn eigi sér nokkrar málsbæt- ur. Sú spuming hlýtur hins vegar að vakna hvort borgaryfirvöld á hveijum tíma eigi að fínna lausnir fyrir byggingafyrirtækin eða hvort fyrirtækin eigi að leita lausna, sem rúmast innan laga, reglugerða og þess sem getur talist faglega viðun- andi, og leggja þær fyrir borgaryfír- völd til afgreiðslu? Er hægt að krefj- ast þess að meirihlutinn finni póli- tíska lausn á hljóðvistarmálum sem eðli málsins samkvæmt er faglegt úrlausnarefni? Sú spuming hlýtur líka að vakna hvort það sé viðunandi að fulltrúar í heilbrigðisnefnd taki enga faglega afstöðu til erindis sem þeim berst frá utanaðkomandí aðila - í þessu tilviki Ármannsfelli - en noti tilefnið til að komast í pólitískan gambít við meirihlutann í skipulags- málum. Hver er réttur þeirra sem til fagnefndar leita með afgreiðslu sinna mála? Graftrarleyfíð, sem byggingar- fulltrúi gaf út þann 4. júní með mínu samþykki, hefur oft komið upp í umræðunni um byggingar- áform á Kirkjusandi. Það er auð- velt að vera vitur eftir á en ég ætla að leyfa mér þann munað. Ég get fúslega játað að það voru mis- tök af minni hálfu að fallast á þetta leyfi - en það voru öðra fremur pólitísk mistök vegna þess að leyfí- sveitingin hefur verið notuð til að gera málið tortryggilegt. Þau mis- tök komu ekki og eiga ekki að koma fyrirtækinu til góða né heldur eiga íbúar sem gerðu athugasemdir við deiliskipulagið að gjalda fyrir þau. Fyrir því var reyndar séð allt frá upphafí enda segir í samkomulagi sem byggingafulltrúi gerði við framkvæmdastjóra Ármannsfells: „Graftrarleyfí innifelur ekki skuld- bindingu af hálfu Reykjavíkurborg- ar um byggingarleyfi eða frekari framkvæmdir á lóðinni fyrr en skipulags- og byggingarnefndar- þætti málsins er lokið og jafnframt að Ármannsfell hf. á enga kröfu á hendur Reykjavíkurborgar vegna útgáfu graftrarleyfis þótt fyrirtæk- inu verði synjað um byggingarleyfí eða breytingar gerðar frá núverandi deiliskipulagstillögu." Frá því leyfíð var gefíð út hefur þetta skipulagsmál tekið miklum breytingum og sjálfsagt hafa þær flestar verið fyrirtækinu í óhag og íbúunum í hag. Ármannsfell vildi eðlilega ná sem mestu út úr þeim byggingarétti sem þeir keyptu á lóð- inni og eflaust vildu einhveijir íbúar sjá þessar byggingar hverfa með öllu. í þessu máli er hins vegar ekki um það að ræða að einhver hafí fullnað- arsigur vegna þess að taka verður tillit til margvíslegra sjónarmiða og sanngimisraka. Fá skipulagsmál hafa fengið jafnrækilega faglega umfjöllun og það er skoðun okkar, sem höfum staðið að samþykkt þessa máls, að þrátt fyrir að niðurstaðan hafí ekki fengist átakalaust sé hún sú sem best verður að lifa við. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.