Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.10.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 flM MORGUNBLAÐIÐ BARATTUMAÐURINN____ JÓNAS ÞÓR JÓNASSON Morgunblaðið/Golli ,ÞETTA tæki gerir gæfumuninn segir Jónas Þór og sker sneið af „slátrarasteikinni“. ið, sem hann segir þó á góðri leið með að verðleggja sig út af markaðnum. Þá haf! orðið vakning varðandi kálfakjöt, sem tengist stórauknum áhuga á ítalskri matargerð. Segist hann vinna hörðum hönd- um að því að eiga ávallt til ferskt kálfakjöt. Fúlh vill óvenjulega fugla ag vin Jónas Þór segir það stöðugt færast í auk- ana að viðskiptavinir spyrji um óvenjulegt fuglakjöt, lóu og hrossagauk, svo eitthvað sé nefnt. Oft sé þetta fólk er hafi kynnst þess- um fuglum erlendis og skilji ekki af hverju ekki megi veiða þá hér. „Vonandi mun þetta breytast á næstu árum. Það eru engin rök fyrir því að veiða ekki þessa fugla,“ segir Jónas Þór. Það sama eigi við um bann við sölu borð- víns í verslunum af þessu tagi. „Fólk þarf mikið að ræða þetta mál þegar það kemur til okkar og margir skilja ekki af hverju þetta þarf að vera svona. Af hverju þarf það að fara sérferð til að kaupa vínið með matnum? Við gætum haft hér á boðstólum tegundir sem ekki eru seldar í ríkinu og væru sérval- in með ákveðnu kjöti. Þetta myndi breikka Betra kjöt, fíeirí fugia ag barðvín DFARLEGA á Grensásvegi hef- ur kjötvinnslu- maðurinn Jónas Þór Jón- asson um tæplega tveggja ára skeið rekið verslunina Gallerý kjöt. Þótt verslunin sé ekki á helsta verslunarsvæði borgarinnar né láti mikið yfir sér hafa sælkerar löngum vitað að þar væri að finna ekki bara besta kjöt bæjarins heldur jafnframt gnægt annars vamings, sem nauðsyn- legur er til sælkeramat- argerðar. Gæsalifur, truffluolíur, sinnep, edik, franskar kæfur, styrju- hrogn og jafnvel hágæða kampavín og rauðvin er að finna í hillunum hjá Gallerý kjöt. Jónas Þór segist þó ekki mega selja vínið þótt að hann vildi það gjam- an. Jónas Þór hefur löngum verið ötull bar- áttumaður fyrir því að meiri áhersla sé lögð á gæði í kjötframleiðslu og í gegnum árin hefur hann lent í hatrömmum deilum við marga aðila í landbúnaðarkerfinu. Við sem helst viljum hvergi kaupa kjöt nema hjá Jónasi getum hins vegar varla komist að annarri niðurstöðu en þeirri að hann hljóti að hafa talsvert til síns máls. Aftur og aftur í tæpan einn og hálfan áratug hefur hann hamrað á mikilvægi fitunnar í kjöti og barist fyrir því að hún verði viðurkennd. „Góð fita er merki um góða fóðran og vel alinn grip,“ segir Jónas Þór og tekur fram að nautapura sé síður en svo síðri en lambapura. Hann bendir einnig réttilega á að best er að steikja kjöti í dýrafitunni einni saman, en ekki smjöri eða olíu. Ef um fitusnauða lund sé að ræða sé gott að biðja um smásneið af fitu með til steikja upp úr. Að sama skapi ná- Jónas Þór Jónasson hef- ur um árabil verið áber- andi í umræðunni um hvernig bæta megi gæði íslensks kjöts. Stein- grímur Sigurgeirsson ræddi við hann um þessa baráttu og næstu orr- ustu sem Jónas Þór segir að muni snúast um að fá að selja fjölbreyttara fuglakjöt og borðvín. ist bestu gæðin með því að steikja kjötið, hvort sem er á pönnu eða í ofni, í lengri tíma en við lægri hita. Heilsteikt primeribs-steik þarf allt að fimm tíma í ofni en við einungis 75 stiga hita! Það sama á raunar við um lambakjötið að mati Jónasar Þórs. Fitan ræður úrslitum. Allt frá árinu 1983 hefur hann unnið lambaskrokka úr feitustu flokkunum, b og c, í filé og steikur og seg- ist aldrei hafa fengið neinar kvartanir um að kjötið væri of feitt. „Það er þetta tæki sem gerir gæfumuninn,“ segir hann og sveiflar víga- legum hníf. „Mér þótti mjög ánægjulegt að heyra þau tíðindi um daginn að sala á lambakjöti væri að aukast. Ég hef sagt í mörg ár að helsti vandinn væri ónóg og léleg markaðssetning innanlands. A meðan svín og naut vora að- gengilegar vörar, fáanlegar í neytendavæn- um bitum og ferskar allt árið var lambið ein- ungis fáanlegt frosið stóran hluta árs og kaupa varð heilt læri ef stykki vantaði í pott- rétt. Þetta hefur nú lagast mikið og fólk er að uppgötva lambið á ný. Öll sú aukning sem er á kjötsölu í búðinni hjá mér er í lambi! Við leggjum ofuráherslu á að eiga það ávallt til ferskt, vel verkað til allrar matargerðar.“ En Jónas Þór selur ekki einungis nauta- og lambakjöt heldur flest það sem hugur sælkerans gimist. I versluninni má finna ýmislegt sem venjulega er ekki á boðstólum í hefðbundnum kjötvöraverslunum: reyktan lunda, reyttan og sviðinn lunda, stokkönd, skarfsbringur, gæsabringur og ýmislegt annað að ekki sé nú minnst á hreindýrakjöt- AF NIÐURSUÐUDÓSUM OG FJALLALOFTI FersMeikinn í fyrirrúmí m HVERJ- Z^UM degi M Wfinnum við mai’gskonar lykt sem vekur með okkur mismun- andi viðbrögð. Sum angan hress- ir okkur við en önnur er langt frá því að virka frísk- andi. Það er ekki gaman að finna —:-------------- óljúfa, niðurdrep- andi lykt. Til að losna við það not- um við tilbúna ilmgjafa. Gott dæmi um slíka vöra era ilmspjöld til notkunar í bifreiðum. Það eru töfratæki sem óhætt er að mæla með. Ekki er verra að eiga nokkur stykki. Bananailmur á þriðjudög- Hvað er nýtt og óskemmt en jafn- framt hressandi? Inga Rún Sigurðar- dóttir lét dósaupp- takarann í skiptum íyrir piparmyntute í leitinni að fersk- leikanum. um, eplailmur á fimmtudögum. Fyrir helgina dug- ir ekkert annað en furuangan. Sann- arlega frískandi og upplífgandi. Inni á heimilum okkar viljum við líka hafa hreint og frísklegt. Loftum gjarnan vel út á ------------ góðviðrisdögum og hengjum þvott- inn út til að hann fái þennan hressandi, yndisaukandi ilm sem einungis fæst þegar hann er úti- þurrkaður. Nú eru til ryksugur sem hreinsa ekki aðeins teppi held- ur einnig loft. Sannarlega heimatil- búið fjallaloft. ÞVOTTUR á snúru. FJALLSTOPPUR Æsha ag frumleihi Tískuheimur- inn þarfiiast ferskleikans. Á hverju ári bíða margir spenntir eftir að sjá hver verði með nýstár- legasta kjólinn og framlegustu hug- myndimar. Stöðnun er var- hugaverð. Tíska í ilmvötnum er líka breytileg. Vinsæl- ustu ilmvötnin í dag era þau sem hafa fersklega, hressandi ang-an. Þyngri ilmur og kynþokkafyllri er ekki í náðinni. Ferskleikinn minnir á æskuna. Æskan hefur yfirhöndina. Sú æskudýrkun sem nú á sér stað er dæmi um það. Æskan er óspillt bæði á sál og líkama. Merki hröm- unar hvergi sjáanleg. Kraftur fylg- ir æskunni. Auglýsingar endur- spegla þetta viðhorf. Þar sést mest- megnis írísklegt ungt fólk sem geislar af hamingju um leið og það teygar nýjasta gosdrykkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.