Morgunblaðið - 24.10.1996, Page 6

Morgunblaðið - 24.10.1996, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson EIRÍKUR Ágústsson framleiðslustjóri kynnir forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Þorbergsdóttur, og Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra framleiðsluferlið hjá Flúðasveppum. „íslenskt, já takk“ kynnt á Flúðum Syðra-Langholti. Morgunblaðið. BARNAKÓR Flúðaskóla söng fyrir gesti við opnunarhátíðina undir stjórn Edit Molnár tónlistarkennara. Breskum sjómanni dæmdar bætur vegna DNA-máls Dæmdar 1,6 millj. vegna kostnaðar o g miska Ríkissak- sóknari úr- skurði um nektarsýn- ingar LÖGREGLAN í Reykjavík hefur óskað eftir því við emb- ætti ríkissaksóknara að það gefi álit sitt á því hvort líklegt megi teljast að nektarsýning- ar á veitingastöðum hérlendis brjóti í bága við lög. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það á ábyrgð einstakl- inga að kæra athafnir sem særi blygðunarkennd þeirra en lögreglan geti hins vegar tekið til rannsóknar mál sem talin eru geta valdið opinberri hneykslan, t.d. klámsýningar. Lögreglan hafi því óskað úr- skurðar til að sinna eftirlits- skyldu sinni, lögum sam- kvæmt. Rétt að vera á verði „Þau ákvæði sem lúta að klámi í hegningarlögunum eru mörg hver loðin og túlkun þeirra breytist frá einum tíma til annars með hliðsjón af hin- um almennu viðhorfum hveiju sinni, og því þótti ástæða til að kanna þessar sýningar og lögmæti þeirra og hvort ástæða væri til frekari að- gerða,“ segir Ómar Smári. Hann segir lögregluna hafa fylgst með nýbreytni á sviði nektarsýninga, en þar og á öðrum skyldum sviðum, hafi átt sér stað mikil geijun á skömmum tíma. Lögreglan telji fyrir vikið rétt að koma á framfæri ábendingum um gildandi ákvæði laga sem kunna að lúta að viðkomandi starfsemi og öðru því sem gefa þarf gaum. Hann segir ekki til rann- sóknar hjá embætti lögreglu- stjóra ábendingar um að vændi kunni að vera stundað í sam- bandi við staði sem bjóða upp á nektarsýningar, en lögreglan sé hinsvegar meðvituð um fylg- ikvilla samskonar starfsemi erlendis. Menn telji því ástæðu til að vera á varðbergi. „Þeir sem nota sér þjón- ustuna eru ekki líklegir til að kæra, nema varan sé svikin, og því hvílir að jafnaði á lög- reglu að rannsaka og sanna hugsanleg afbrot á þessu sviði.“ FlNNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra setti í gær formlega af stað átak, sem gengur undir heitinu „Islenskt, já takk“. Fór athöfnin fram í Límtrésverksmiðjunni á Flúðum. Það eru launþegasamtök- in og hagsmunasamtök fyrirtælqa í íslenskri framleiðslu sem standa að átakinu sem nú er kynnt í þriðja sinn. Viðstödd opnunina voru for- setahjónin hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir ásamt ýmsum for- svarsmönnum úr atvinnulífinu á Suðurlandi, svo og þingmenn og fleiri gestir. I setningarræðu sagði iðnaðar- ráðherra að tilgangurinn væri að vekja okkur íslendinga til um- hugsunar um hve mikilvægt það væri að við veltum fyrir okkur í hvert einasta skipti þegar við er- um að kaupa inn að taka íslensku vöruna fram yfir þá erlendu. Það væri auðvitað engin tilviljun að þessi hagsmunasamtök skyldu gera þetta að sínu sérstaka bar- áttumáli. Staðreyndin væri sú að þarna væri um sameiginlega hags- muni atvinnulífsins og launþega- hreyfingarinnar að ræða. Þá sagði Finnur Ingólfsson ennfremur að það skipti miklu máli fyrir íslensk fyrirtæki að geta aukið veltu og hagnað. Einnig skipti máli fyrir launþegasamtökin að geta fjölgað störfum. Innlend framleiðsla í sókn Reynslan af þessu verkefni und- angengin ár sýndi að sögn Finns að innlend framleiðsla væri að aukast, afkoma fyrirtækjanna væri betri en verið hefði um langa hríð. í niðurstöðu nefndar kemur fram að ef Islendingar veldu alltaf inn- lenda framleiðslu í stað innfluttr- ar, en hefðu að leiðarljósi að gæð- in væru þau sömu og verðið sæm- bærilegt, gætu þeir sparað í heild- söluverði í innflutningi allt að 50 milljarða króna. Það þýddi að ef gengið yrði útfrá venjulegu launa- hlutfalli í iðnaði myndi það skapa 6.100 ný störf. Hvert nýtt starf í iðnaði skapaði 3Vi starf annars staðar og því gæti þetta þýtt 27.000 ný störf á næstu 5 árum. I ávarpi sem Hansína Stefáns- dóttir, formaður Alþýðusambands Suðurlands, flutti við þetta tæki- færi vakti hún athygli á hve land- búnaðurinn á Suðurlandi væri mikilvæg atvinnugrein og þjón- usta við hann leiddi til vaxandi uppbyggingar í mörgum þéttbýlis- kjörnum á Suðurlandi. Engin til- viljun væri að Flúðir hefðu orðið fyrir valinu þar sem fjölgun íbúa hefði verið þar hvað mest. Mikill hluti íbúa á Suðurlandi hefði beina vinnu af framleiðslu landbúnaðar- vara, úrvinnslu landbúnaðarvara eða þjónustu tengdri landbúnaði á einn eða annan hátt. Það væri tengingin milli landbúnaðar og iðnaðar á Suðurlandi sem for- svarsmenn þessa átaks vildu leggja áherslu á. Að baki íslenskr- ar framleiðslu væri íslenskt vinnu- afl og atvinnuleysi undanfarin ár ætti að sannfæra okkur um að hvert einasta starf væri mikils virði. Eftir að gestir höfðu skoðað framleiðslu Límtrésverksmiðjunn- ar var haldið í húsnæði Flúða- sveppa og framleiðslan skoðuð. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða breskum sjómanni rúmlega 1,6 milljónir króna í bætur, þar af 350 þúsund í miskabætur. Maðurinn var handtekinn í kjölfar kæru konu um að hann hefði nauðg- að henni um borð í togara við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Hann sat í varðhaldi, en var síðar úrskurð- aður í gæsluvarðhald og í framhaldi af því í farbann í rúma þijá mán- uði. Hæstiréttur sýknaði hann eftir að niðurstöður norskrar DNA-rann- sóknar lágu fyrif, sem sýndu að sæði í smokki, sem konan framvís- aði, gat ekki verið úr manninum. Maðurinn krafðist tæplega 4 milljóna króna í bætur, sem skiptust þannig að kostnaður við gistingu, fæði og síma var talinn nema tæpum 800 þúsund krónum, flugmiði, fatn- aður, dagpeningar og annað rúmum 260 þúsund krónum, þá hefði hann tapað tæpum 700 þúsund krónum í vinnutekjum og loks fór hann fram á 2 milljónir króna í miskabætur. Ekki bótaréttur þótt dómi sé hnekkt Af hálfu íslenska ríkisins var kröf- um mannsins hafnað. Engan veginn væri hægt að telja líklegra að hann væri saklaus en sekur af ásökunum um nauðgun, enda breytti ósamræmi í DNA-rannsóknum engu þar um. Þá væri fráleitt að bótaréttur skap- aðist þótt Hæstiréttur hnekkti úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Til vara var því haldið fram að mannin- um hefði borið að takmarka tjón sitt með því að leita til opinberra aðila, sem hefðu séð um að hann fengi húsnæði, fæði og flug á mun lægra verði en hann greiddi samkvæmt framlögðum reikningum hans. í niðurstöðu dómarans, Sigurðar Halls Stefánssonar, segir að telja verði líklegra að maðurinn sé saklaus en sekur, en hins vegar eru kröfur hans ekki teknar til greina að fullu. Þannig er tekið undir þau sjónarmið, að hann hefði átt að takmarka tjón sitt að því er gisti- og fæðiskostnað varðaði og hæfílegt að reikna með 430 þúsund krónum í þann kostnað. Símakostnaður er talinn óhóflegur og bætur vegna hans ákveðnar 50 þúsund krónur, í stað rúmlega 240 þúsund króna. Verulegur miski Annar kostnaður vegna frelsis- skerðingarinnar telur dómarinn hæfilega metinn tæpar 90 þúsund krónur. Krafa mannsins um bætur vegna tekjutaps er tekin til greina að fullu. Þá segir: „Ljóst er að stefn- andi hefur orðið fyrir verulegum miska vegna frelsisskerðingar á grundvelli kæru og dóms um brot sem er svívirðilegt að almennings- áliti. Bætur eru ákveðnar 350 þúsund krónur.“ Loks er ríkissjóði gert að greiða málskostnað, 300 þúsund krónur. VSÍ hafnar kröfu VMSÍ um viðræðuáætlanir vegna sérkjarasamninga Ági-einiiigiir um sérkjaraviðræður ÁGREININGUR er milli Verka- mannasambandsins annars vegar og VSÍ og Vinnumálasambandsins hins vegar um hvort nauðsynlegt sé að gera viðræðuáætlanir vegna sérkja- rasamninga. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir að ef vinnu- veitendur ætli sér að reyna að þvinga stéttarfélögin til að ganga frá sérkj- aramálum sínum við samningaborðið í Reykjavík kunni það að hafa áhrif á viðræðumar. Verkamannasambandið, VSÍ og Vinnumálasambandið hafa gert með sér viðræðuáætlun vegna komandi samninga. Bjöm Grétar sagði að af hálfu stéttarfélaganna hefði umboð VMSÍ til að gera slíka áætlun verið bundið við að félögunum yrði tryggð bein aðkoma að samningunum. Flest þeirra væm með sérkjarasamninga við atvinnurekendur og samkvæmt nýju vinnulöggjöfínni bæri að gera viðræðuáætlun vegna þeirra eins og vegna annarra samninga. Hann sagði að nokkur félög hefðu samið við atvinnurekendur um viðræðuá- ætlun en í meirihluta tilfella hefðu vinnuveitendur neitað að gera slíkar áætlanir. VSÍ telur óþarft að gera margar áætlanir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSI, sagði það mat VSÍ að þær viðræðuáætlanir sem vinnuveitendur hefðu gert við lands- sambönd ASÍ, tækju einnig til sérkj- araviðræðna. Það væri þvi ekki þörf á að gera sérstakar viðræðuáætlanir vegna sérkjaraviðræðna. I viðræðuáætlun VMSÍ við vinnu- veitendur segir „Einstök félög Verka- mannasambandsins fara með samn- ingsumboð vegna sérkjarasamninga að því marki sem sérstökum kröfum er Iýst um breytingar á þeim.“ Bjöm Grétar sagði að með þessu hefði VMSÍ viljað tryggja að undirritun við- ræðuáætlunar lokaði ekki sérkjara- málin af. Þessi klausa breytti ekki því að gera þyrfti sérstaka viðræðuáætlun vegna sérkjarasamninga. Bjöm Grétar sagði að sérkjaravið- ræður hefðu oftast nær farið fram utan hefðbundins samningstíma. Þetta væru samningar sem félögin gerðu sjálf og snertu í mörgum tilvik- um aðstæður á hveijum stað. Hann sagði að félögin myndu aldrei sætta sig við að þessar viðræður færu fram á einum stað í Reykjavík. Ef vinnu- veitendur settu fram slíka kröfu væri hætta á að sú friðarskylda, sem verið hefur varðandi gerð sérkjara- samninga, yrði rofín. Félögin innan VMSÍ munu á næstu dögum taka afstöðu til þess hvort þau veita VMSÍ samningsum- boð í komandi samningaviðræðum. Málið verður rætt á formannafundi á morgun. Bjöm Grétar sagði að andstaða vinnuveitenda við að gera viðræðuáætlun vegna sérkjarasamn- inga kynni að leiða til þess að félög- in létu samningsumboðið ekki frá sér. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að ef ágreiningur væri um gerð viðræðuáætlana yrði hann að skoða hann og leita leiða til þess að leysa hann. Hann sagði að í sumum tilvikum væru sérkjaramál hluti af aðalkjara- samningi, en í öðrum tilfellum væru í gildi sérstakir samningar um sér- kjör. Nokkur félög hefðu gert kröfu til að gerðar yrðu viðræðuáætlanir vegna þessara sérkjarasamninga. Hann sagðist koma til með að ræða við aðila á næstu tveimur vikum og kanna hvort þeir gætu komist að sam- eiginlegri niðurstöðu. Ríkissáttasemjara ber að gera við- ræðuáætlanir átta vikum áður en samningar renna út ef samningsaðil- um sjálfum hefur ekki tekist að gera slíka áætlun. Þórir sagði að í flestum tilfellum hefðu aðilar gert þessar áætl- anir án sinna afskipta. Hann sagðist almennt vera ánægður með hvemig til hefði tekist. Á þessari stundu virt- ist sem hugmyndin um viðræðuáætlun ætlaði að ganga upp og hún myndi stuðla að því, eins og stefnt var að, að samningar hæfust fyrr en áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.