Morgunblaðið - 24.10.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.10.1996, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorsteinn hlaut ótvíræðan KVÓTABRÆÐUR eru ekki að draga okkur á asnaeyrunum með afstöðu sinni í okkar garð, Gunsa mín . . . Upplýsingar um Honda Givic 5 dyra '97: — kraftmikil 90 hestafla léttmálmsvél — 1 B ventla og bein innsprautun — hraðatengt vökva- og veltistýri — þjófavönn á ræsingu — rafdnifnan núðun og speglan — viðaninnnétting í maelabonði — 14 tommu dekkjastsenð — útvanp og kassettutaeki — stynktanbitan ! hunðum — sénstaklega hljóðeinangnaðun — fóanlegun sjálfskiptun — samlassing á hunðum — sportleg innnétting — núðuþurnka fynin aftunnúðu — fnamhjólacinifinn — samlitin stuðansr — höfuðpúðan fnaman og aftan — hæðanstillanlegun fnamljósageisli — stafneen klukka — bnemsuljós í aftunrúðu — eyðsla 5,6 I á 90 km/klst. — 4,31 metní á lengd — nyðvönn og sknáning innifalin ryj HONDA Vatnagöiðum 24, Reykjavík, simi S68 9900 Fótaaðgerðafræðingar á námskeiði Fótameðferð vegna sykursýki ávallt nauðsyn MARGRET Van Putten MARGRET van Putt- en var hér á landi í boði Félags fóta- aðgerðafræðinga og hélt námskeið 19. og 20. októ- ber _ í Fjölbrautaskólanum við Ármúla um meðferð fóta sykursýkissjúklinga. Sam- starfskona hennar, Linda Rasch fótaaðgerðafræðing- ur, sá um verklega hlutann og Margret þann fræðilega. Þess má geta að íslenskir fótaaðgerðafræðingar fengu löggildingu á starfi sínu fyrir fjórum árum og urðu með því hluti af heil- brigðiskerfinu. íslenskir fótaaðgerðafræðingar eru u.þ.b. hundrað talsins. Fé- lag þeirra er 5 alþjóðasam- tökum fótaaðgerðafræð- inga (FIPP) og hingað hafa ýmsir fræðimenn komið á þeirra vegum til að halda námskeið og auka þekkingu íslenskra fótaað- gerðafræðinga. Hvers vegna hélstu þetta námsskeið hér? „Vegna þekkingar okkar á fótaaðgerðum fyrir sykursýkis- sjúklinga var það okkur kærkom- ið að vera hér og miðla til 32 ís- lenskra fótaaðgerðafræðinga, sem voru ákafir að læra meira um fætur þessara sjúklinga. Syk- ursýki leggst oft illa á fætur og því er mikilvægt að þessir sjúkl- ingar hugsi vel um þá. Ástæðan er að fjórðungur syk- ursýkissjúklinga á við erfiðleika að stríða vegna fótanna. Reynsia okkar í Holiandi er að fóta- aðgerðafræðingar séu hæfustu sérfræðingarnir til að stunda þessa meðferð. Taugaskemmdir í fótum eru algengar meðal sykursýkissjúkl- inga og þeir tapa oft sársauka- skyninu í kjölfarið. Sjúklingarnir geta fengið sár á fætur án þess að taka eftir því vegna þess að þeir skynja ekki sársaukann. Ein- hvers konar aflimun verður í 45% tilvika. Sem að sjálfsögðu er mjög alvarlegt mál. Okkar hlutverk er því að vernda sjúklinganna frá því að fá þessi sár og það vorum við að kenna á námskeiðinu og hvernig höndia á sjúklinga í hættu. Getur þú nefnt mér dæmi til skýringar? Sykursýkissjúklingur sem ekki hefur sársaukaskyn í fótum rekur stóru tána í fót borðstofuborðs og fær sár sem hann áttar sig ekki á. Sárið er opið í mánuð og sýking kem- ur í það og drep og eina leiðin er að taka tána af. Þetta er sígilt dæmi um fólk sem hefur syk- ursýki á háu stígi. Þetta er verulegt vandamál vegna þess að 67% þeirra sem þurfa að ganga undir aflimun deyja innan þriggja ára. Þetta er þjóðféiaginu einnig mjög kostnaðarsamt vegna sjúkrahússvistar og meðferðar sjúklinganna, fyrir utan hvað lífs- gæði sjúklinga minnka. Fyrst er reynt að græða sárin og þýðir það tveggja mánaða sjúkrahússvist, síðan er það aflimunin og eftir- meðferð. Það kostar minna að fara reglulega í skoðun til fótaað- gerðafræðinga, ef til vill árlega. Það er sykursýkissjúklingum jafnmikilvægt að ganga til fótaaðgerðafræðings og fyrir hinn almenna borgara að fara reglu- bundið í eftirlit til tannlæknis. ► MARGRET van Putten er fædd 1954 í Hollandi. Hún er iæknir að mennt og hefur unnið í nánu samstarfi við fótaað- gerðafræðinga í Hollandi. Hún hefur unnið við rannsóknir inn- an fótaaðgerðafræðinnar. Mar- gret var yfirmaður fótaaðgerð- ardeildarinnar við Háskólann í Eindhoven í 10 ár. Hún átvo drengi. Núna er ég einmitt að gera rannsókn sem færa mun sönnur á að það sé þjóðfélaginu hagstæð- arar að þessir sjúklingar fari í skoðun til fótaaðgerðafræðings einu sinni á ári, sem kemur ann- ars vegar í veg fyrir að þeir þurfi að ieggjast inn og hins vegar fyr- ir aflimanir. Það er mjög brýnt að mínu mati að fótaaðgerðafræð- ingar verði með í meðferð sykur- sýkissjúklinga á íslandi eins og er í Hollandi. Hver er ástæðan fyrir að sykur- sýkissjúklingar eiga í þessum vanda? Fylgikvillar sykursýkinnar eru í fyrsta lagi augnsjúkdómar, í öðru lagi nýrnasjúkdómar og í þriðja lagi fótavandamál, en við vitum að meira en helmingur syk- ursýkissjúklinga leggst inn á spít- ala vegna fótavandamála. Við þetta má bæta að læknar gefa fótum sjúklinga sinna oft ekki nægan gaum og þess vegna eiga fótaaðgerðafræðingar að vera mikilvægur hlekkur í varnar- starfí og umönnun fótanna. Er skilningur fyrir þessu í Hoi- landi? „Það eru fjölmargir fótaað- gerðafræðingar í Hol- landi og þeir vinna í hópum með öðrum stéttum sem meðhöndla sykursýkissjúklinga. Það skiptir höfuðmáli fyrir þessa sjúklinga að vera und- ir eftirliti hóps, sem í eru læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og fótaaðgerðafræðingar." Hvernig gekk að kenna hér? „Þetta gekk mjög vel og við ætlum að koma hingað reglulega til að halda náminu áfram. Svo þarf að kynna bæði sjúklingum og öðrum heilbrigðisstéttum nauðsyn þess að fótaaðgerða- fræðingar séu með í meðferð syk- ursýkissjúklinga. Þeir þurfa líka að fá tækifæri til að sýna hæfi- leika sína. Fótaaðgerðafræðingarnir, sem við Linda kenndum, eru núna í stakk búnir til að sinna forvamar- starfi vegna fóta sykursýkissjúkl- inga og að meðhöndla fætur með sár. Fótasár geta verið lífs- hættuleg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.