Morgunblaðið - 24.10.1996, Side 18

Morgunblaðið - 24.10.1996, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ VER Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir SIGLUVÍK og Stálvík, rækjuveiðiskip Þormóðs ramma, hafa ver- ið bundin við bryggju frá miðjum september vegna deilu útgerðar- innar við sjómenn um rækjuverð. Samkomulag um nýtt rækjuverð fellt Engin ástæða til að kalla til úrskurðarnefnd Siglufirði. Morgunblaðið. SJÓMENN á rækjuskipunum Siglu- vík og Stálvík, sem eru í eigu Þor- móðs ramma á Siglufirði, felldu í atkvæðagreiðslu í gær það verð, sem útgerðin bauð þeim og munu því skipin tvö, sem verið hafa í höfn frá því um miðjan september sökum fis- kverðsdeilunnar, verða bundin við bryggju enn um sinn. Utgerðin lagði fram tillögu upp á 71 krónu fyrir kílóið í hæsta verð- flokki, en í honum eru í hæsta lagi 230 rækjur í kílóinu, og er það lækk- un um 6 krónur frá fyrra rækju- verði til sjómannanna. í næsta flokk, sem telur 230 til 290 rækjur, bauð útgerðin 64 krónur fyrir kílóið, en fyrra verð var 73 krónur og er þetta því lækkun um 9 krónur á kg. í þriðja flokk, sem telur 290 til 350 rækjur í kg, bauð útgerðin 45 krón- ur sem er 11 króna lækkun, en fyrra verð var 56 krónur. Sjómenn samstiga Sjómenn fóru fram á að fá 73,50 krónur fyrir kílóið í fyrsta flokki, en þeir segja það verð aldrei hafa komið til umræðu af hálfu útgerðar- innar. Þetta geti ekki kallast samn- ingaviðræður þegar annar aðilinn, í þessu tilfelli útgerðin, sé alveg fast- ur fyrir. Sjómennirnir segja að þrátt fyrir allt, sé ágætis hljóð í mann- skapnum og samstaðan sé góð. Þeim svíður hinsvegar sú framkoma út- gerðarinnar að sá verðjöfnunarsjóð- ur, sem þeir héidu að hefði verið skapaður, virki ekki þegar til lækk- unar á rækjuverði kemur. Þeir segj- ast allt síðasta fiskveiðiár hafa verið á 10-11 krónu lægra fiskverði en gerðist annars staðar, en á móti kom að þeir fengu að veiða eins mikið og þeir vildu og þess vegna hafi þeir sætt sig við þetta lága verð. Þeir minna hinsvegar á að þegar rækjuverð hækkaði sl. haust og fór upp í 110 kr. kg hefði sú hækkun ekki skilað sér til þeirra. Aftur á móti nú þegar lækkun kæmi væri útgerðin fljót að láta hana koma fram í verði til sjómanna. Þarf ekki að semja Með síðustu kjarasamningum við sjómenn var sett á laggirnar svoköll- uð úrskurðamefnd og hafa úrskurð- ir nefndarinnar Gerðardóms-ígildi. Hlutverk nefndarinnar er að koma til í deilum sem þessum, það er þegar ekki næst samkomulag um fis- kverð milli áhafnar og út- gerðar. Áhafnir Sigluvíkur og Stálvíkur hafa haft vilja til að leggja deiluna fyrir úrskurðarnefnd- ina, en Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þorsmóðs ramma, segist ekki sjá neina ástæðu til að vísa deilunni til úrskurðarnefndar enda gæti útgerðin náð takmarki sínu fram með því einu að fjölga í áhöfn beggja skipa úr sex í tíu. Ódýrara væri fyrir útgerðina að hafa tíu menn um borð á hvoru skipi í stað sex nú. Samningar gerðu ráð fyrir tíu mönnum í áhöfn, en útgerð- in hefði samþykkt þá ósk sjómann- anna sjálfra að fækka í áhöfninni til að auka tekjumöguleikana, en okkur liggur ekkert á fyrr en mark- aðsaðstæður breytast. „Rækjuverk- smiðjan okkar er enn keyrð á fullum afköstum og til eru hráefnisbirgðir til næstu fimm vikna.“ Róbert sagði sjómennina ekki geta vísað deilunni til úrskurðarnefndarinnar þar sem það hefði verið útgerðin sem sagt hefði upp verðhugmyndum. „Við teljum það ekki vera okkar hag að vísa deilunni til nefndarinnar." Róbert sagði að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefði lægsta mánaðarkaup á rækjuskipunum tveimur numið 600 þúsundum króna og hæsti hlutur hefði farið í eina milljón kr. að meðaltali í báðum til- fellum. Afurðaverð á pillaðri rækju hefði á þessu tímabili lækkað um 25%, en aðeins væri verið að fara fram á það við sjómennina að lækka verð til þeirra um 8% sem þýddi svo dæmi sé tekið fyrir milljón krónu manninn 920 þúsund kr. Róbert sagði það rétt vera hjá sjómönnunum að verðhækkunin í fyrra hefði ekki náð til þeirra að fullu og öllu. „Þetta er sveiflukenndur útvegur sem þýðir að fyrirtækin verða að verðjafna hjá sér sjálf til að lifa af niðursveiflurn- ar. „Þegar verðið fer upp gengur ekki að fyrirtækin borgi frá sér allt vit því að þau færu þá einfaldlega lóðrétt á hausinn í niðursveiflu. Af þessari ástæðu fylgdi verð til sjó- manna ekki sveiflunni alla leið upp og af þessari sömu ástæðu fer það ekki nema 8% niður á við núna þrátt fyrir 25% verðlækkun á pillaðri rækju,“ segir Róbert. Nota vald sitt Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fískimannasam- bandsins, segir að til sé samnings- bundinn og löggiltur farvegur fyrir þessa deilu, en forsvarsmenn Þor- móðs ramma notuðu vald sitt til að fara á skjön við lögin. Þeir væru að bijóta þann hluta samningsins sem kveður á um að skjóta eigi fiskverðs- deilum til úrskurðarnefndar og bæði útgerðaraðilar og sjómenn ættu að hlíta þeim úrskurði, sem nefndin kvæði á um, hver svo sem hann væri. „Þeir, sem halda í stjórnartaumana, nota ofbeldi til að hóta mönn- um að þeir verði reknir úr starfi ef þeir nýta sér sinn lagalega rétt,“ segir Guðjón. Jafnframt telur hann furðulegt að fyrirtæki, sem ætti í stöðugum illdeildum við áhafnir sín- ar og bátarnir séu af þeim sökum jafnvel bundnir við bryggju svo vik- um skipti, sé á stöðugri uppleið á hlutabréfamarkaðnum. Við þetta væri eitthvað verulega bogið. Nota ofbeldi til að hóta mönnum Miðausturlandaferð Jaeques Chiracs Reiðilestrinum vel tekið í Frakklandi Reuter JACQUES Chirac, forseti Frakklands, heilsar Yasser Arafat, leið- toga sjálfstjómarsvæða Palestínumanna, fyrir fund þeirra í gær. París. Reuter. REIÐILESTUR Jacques Chiracs, forseta Frakklands, yfir ísraelskum öryggisvörðum í Austur-Jerúsalem í fyrradag mæltist vel fyrir í frönsk- um dagblöðum. Blöðin sögðu þó að framganga forsetans gæti torveld- að tilraunir hans til að auka hlut- verk Frakka í friðarviðræðunum í Miðausturlöndum. Chirac reiddist ísraelskum gest- gjöfum sínum vegna öryggisgæsl- unnar, sem honum þótti óhóflega ströng, þegar hann skoðaði gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Nokkur dagblaðanna sögðu framgöngu Chiracs minna á teiknimyndahetj- una Lukku-Láka og önnur líktu honum við á Charles de Gaulle, forvera hans I forsetaembættinu. Blöðin töldu hins vegar að upp- ákoman í Jerúsalem og ferð forset- ans til sjálfstjórnarsvæðanna gæti orðið til þess að ísraelar legðust enn harðar gegn þátttöku Frakka í frið- arviðræðunum þar sem þeir væru of hallir undir málstað Palestínu- manna. Sagður í hefndarhug France-Soir sagði að Netanyahu hefði lagt gildru fyrir Chirac með því að verða ekki við beiðni hans um að slakað yrði á öryggisgæsl- unni meðan hann skoðaði gamla borgarhlutann í Jerúsalem. Le Fig- aro sagði að Chirac hefði notfært sér ferðina þangað _ til að hefna þeirrar ákvörðunar ísraelsstjórnar að meina Herve de Charette, utan- ríkisráðherra Frakklands, að heim- sækja höfuðstöðvar Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) í Jerúsalem. Uppákomunni hefði verið ætlað að sýna ísraelum að Frakkar viður- kenndu ekki yfirráð þeirra yfir Austur-Jerúsalem. Á kosningafundi með Bob Dole „Það er allt til sölu í Hvíta húsinu, “ ÞRÁTT fyrir slæma stöðu í skoðana- könnunum undanfarið, er engan bilbug að finna á Bob Dole, forseta- frambjóðanda bandaríska Repúblik- anaflokksins. Dole var á kosninga- ferðalagi um Michigan í byijun þess- arar viku og á þriðjudaginn hélt hann kosningasamkomu í Troy, einu af úthverfum Detroit. Þar tóku hátt í tvöþúsund manns á móti frambjóð- andanum, á meðal þeirra þingmenn ríkisins og ríkisstjórinn sjálfur, John Engler, einn af heitustu stuðnings- mönnum Dole. Góð sala í barmmerkjum Samkoman var haldin í skógiv- öxnum almenningsgarði í útjaðri Troy. Haustlitir tijánna sköpuðu fallega umgjörð um fundinn og sólin gægðist fram úr þungbúnum skýj- um. Rúmum klukkutíma áður en Dole renndi í hlað, var fólk farið ad streyma að. Löng biðröð hafði skap- ast við innganginn og sölufólk með barmmerki, derhúfur og boli hafði í nógu að snúast. Ströng öryggis- gæsla var á svæðinu, skoðað var í töskur gesta og heimagerð skilti með slagorðum varð að skilja eftir fyrir utan hliðið. Fyrir innan, hins vegar, beið gesta stafli af smekklega prentuðum plakötum með áletrunum á borð við “Dole-Kemp 96“ og “15%“ sem vísaði til tillögu Dole um lækk- un skatta. Rámur og þreytulegur Dagskráin hófst upp úr hádegi, þegar ýmsir smærri spámenn Repú- Bob Dole, forsetafram- bjóðandi bandarískra repúblikana, heldur ótrauður áfram barátt- unni þrátt fyrir að kann- anir gefi til kynna að hann standi höllum fæti. Björn Malmquist, fréttaritari Morgun- blaðsins í Detroit, brá sér á fund með fram- bjóðandanum. blikana voru leiddir fram á sviðið til að hita upp samkomuna með illa dulbúnum skotum á Bill Clinton for- seta og demókrata. Stuttu síðar kom hópur af lögreglumönnum sem stiiltu sér upp fyrir aftan ræðupúlt- ið. Rétt áður en klukkan sló eitt, renndi Dole síðan í hlað með fríðu föruneyti. Röð af fólksflutningabíl- um stoppaði fyrir aftan sviðið og út streymdu fréttamenn sem ferðast með Dole, aðstoðarfólk hans og ör- yggisverðir. Frambjóðandinn steig síðan upp á sviðið við mikinn fögnuð áhorfenda, sem héldu skiltum á loft og hristu veifur í fánalitunum, bláu, rauðu og hvítu. Dole sýndist þreytulegur og byij- aði á að afsaka hversu rámur hann var, enda var þetta níunda kosninga- samkoma hans hér í Michigan á tveimur dögum. Michigan er enda eitt af svokölluðum „orrustusvæð- um“ þessarra kosninga; eitt af þeim ríkjum sem Repúblikanar verða að vinna til að eiga möguleika á forseta- embættinu. Nýjustu skoðanakann- anir hér sýna hins vegar að rúmur helmingur kjósenda styður Clintón, en aðeins rúmur þriðjungur þeirra Dole. Skopskynið aldrei Iangt undan Dole lét slæmt gengi í skoðana- könnunum greinilega ekki á sig fá. „Velkomin til eftirlaunaveislu Clint- ons,“ sagði hann við fagnaðarlæti viðstaddra, sem hrópuðu „Dole, Kemp, Dole, Kemp.“ Varaforseta- efnið var hins vegar ekki á staðnum, þar sem hann flaug til Kaliforníu daginn áður. Eins og við var að búast, eyddi Dole mestum hluta ræðu sinnar í gagnrýni á Bill Clinton og stefnu hans i efnahagsmálum. „Eg treysti ykkur, Clinton treystir ríkisstjórninni. Það er grundvallar- munurinn á okkur,“ sagði Dole. Hann skaut óspart á Clinton varð- andi meint siðleysi hins síðarnefnda, þar á meðal nýlegar fréttir um meint kosningaframlög til forsetans og Demókrata frá áhrifamiklum indó- nesískum ríkisborgurum. „Það er allt til sölu í Hvíta húsinu,“ sagði Dole og hélt áfram: „Viltu sofa eina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.