Morgunblaðið - 24.10.1996, Page 46

Morgunblaðið - 24.10.1996, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 *(§»3 KOiJ Skjótvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Bensínstöðvar og helstu byggingavöruverslanir. Dreifing: Hringás ehf., Langholtsvegi 84, s. 533 1330. Glœsileg í miklu úrvali 49) SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - SympaTex vatnsvaröir S TU BAi Þœgilegir skór fyrir léttar gönguferðir Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112200 Pantaðu barnamyndatökuna tímalega fyrir jólin Ljósmyndastofan Mynd Sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs Sími 554 3020 3 Ódýrari HAUSTTILB0Ð í tilefni 1 vetrardags gefum við Dæmi: Stakir jakkar, kr. 9.900, nú 8.400 Jakkaföt, kr. 15.900, nú 12.900 Jakkaföt m/vesti, kr.21.900, nú 18.500 Með morgun- kaffinu Ast er... að deila. TM Reg. U.S. F*at Off — all rights reserved (c) 1996 Los Angeles Times Syndicate ÉG held við séum búin að finna frábæran stað til fornleifarannsókna. SKÁK llmsjón Margeir l’ctursson STAÐAN kom upp á móti í Jakarta I Indónesíu í skák stórmeistaranna Lajos Portisch (2.600), Ung- veijalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Jörg Hickl (2.600), Þýskalandi sem var með svart og lék síðast 27. - Dh6-g5? í erfiðri stöðu. 28. Hh8+! og svartur gafst upp, því eftir 28. - Kxh8 I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þekkir einhver mennina? MÁNI Siguijónson sendi Morgunblaðinu þessa mynd og biður um aðstoð við að þekkja þijá menn á henni. Sitjandi til hægri er Erlingur Þ. Sveinsson, bóndi á Víðivöllum í Fljótshlíð, en ekki er vitað hveijir hinir eru. Kannist einhver við þessa menn er hann beð- inn að hafa samband við Mána í síma 554-2309. Látum ljósið loga ELDSNEMMA á morgn- ana, meðan enn er dimmt af nóttu, fer blaðburðar- fólk Morgunblaðsins á stjá. í myrkrinu getur reynst erfitt að fóta sig og lesa á póstkassa og því eru það vinsamleg tilmæli að fólk auðveldi blaðberum verkið og láti útiljósin loga. Askorun til Dagsbrúnar ÉG SKORA á Verka- mannafélagið Dagsbrún að mótmæla sífelldum árásum ríkisvaldsins á iaunamenn og skerðingu á greiðsium tii ellilífeyris- þega og sjúklinga. Verður næst ráðist á þá sem at- vinnulausir eru? Ég vil hvetja Dagsbrún til að sjá til þess að ekki verði hróflað við áunnum réttindum félagsmanna og að leiðrétta þá ósvífni, að atvinnulausir skuli ekki eiga rétt á orlofi og veik- indadögum eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ennfremur að ekki verði samið í næstu kjarasamn- ingum fyrr en tryggt sé að gengið verði frá þessum atriðum. Gunnar Halldórsson, Ljósheimum 8, Reykjavík. Tapað/fundið Sjal tapaðist RAUÐBRÚNT sjal tapað- ist sl. mánudag í Reykja- vík. Upplýsingar í síma 552-3159. Taska tapaðist GRÆN hermannataska tapaðist á Flensborgar- ballinu í Tunglinu sl. fimmtudag. I töskunni var m.a. debetkort, peningar og köflótt pils. Sá sem hefur tekið þessa tösku í misgripum er vinsamlega beðinn að hringja í síma 567-4181. Lyklakippa fannst VÖNDUÐ lyklakippa fannst í síðustu viku í Hofgörðum, Seltjarnar- nesi. Upplýsingar í síma 561-7013. Gæludýr Læða í óskilum ÞRÍLIT læða með hvítan kvið, blíð og vel vanin, gerði sig heimakomna í Mávanesi 21 um helgina og vill ekki fara. Kannist einhver við kisu getur hann fengið upplýsingar í síma 564-3121. Kettlingur óskast ÓSKUM eftir átta til níu vikna læðu. Hringið í síma 551-4138. Hildur. 29. Rxf7+ er hann lentur í hjónagaffli og tapar drottn- ingunni. Staðan á mótinu eftir fimm umferðir var þannig: 1. Portisch 3 ’/z v. af 4, 2. Torre, Filippseyjum, 3 'A v. af 5, 3. I. Sokoiov, Bosníu 3 v. af 5, 4.-6. Adianto, Indónesíu, Ftacnik, Slóvak- íu, og M. Gurevich, Belgíu, 2 /t v. af 5, 7.-8. Kras- enkov, Póllandi og Dede Liu, Indónesíu, 2 v. af 5, 9. Hickl 1 'A v. af 5 og 12. Gunawan, Indónesíu, 1 v. af 4. a b c d e f g h HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borizt bréf frá roskinni konu, sem vildi minna á Hofsstaðakirkju í Skaga- firði og fallega útskorna tréstyttu, sem þessi kirkja á. Bréfið er svo- hljóðandi: „í Skagafirði undir fremur lágu fjalli austan Vatna, skammt innan við fjarðarbotninn, stendur gömul, falleg timburkirkja. Hofsstaða- kirkja heitir hún og dregur nafn af stórbýlinu Hofsstöðum, enda stendur hún í landi þeirrar jarðar. Líklegt er að heiðnir menn hafi átt hof í landareigninni og kirkja hafi verið byggð í stað hofsins eftir kristnitökuna. Þessi kirkja var helguð Maríu Guðsmóður. Ekki fer sögum af því hversu vegleg kirkjan var, en vissa er fyrir því, að þar voru gripir góð- ir innan veggja. Einn þeirra var Maríu-líkneski, sem mikil helgi hvíidi á. Þetta líkneski fékk nafnið Hofsstaða-María og var það talið gott til áheita. Hofsstaða-Maríu er fyrst getið árið 1522 í bréfabók Ogmundar biskups Pálssonar. Þar segir frá för hans til íslands frá Björgvin. Skip biskups hreppti ofviðri og rak stjórnlaust fyrir stórsjó og stormi. Hét þá Ögmundur á Hofsstaða- Maríu sér til fulltingis og lofaði meðal annars að láta gera skip af silfri og hengja upp í kirkjunni á Hofsstöðum, næðu þeir landi. Þetta gekk allt eftir og björguðust þeir ■farsællega úr sjávarháskanum. Næstelsta heimild um Hofsstaða- Maríu er í Skarðsárannál 1529 og segir þar frá því, að Teitur bóndi í Glaumbæ og Inga húsfrú hans gáfu henni hvert ár sína bestu kú. Margar fleiri sögur eru til um áheit á Hofsstaðakirkju, þótt þær verði ekki raktar hér. Við siðaskipti hvarf líkneskið úr kirkjunni og fóru margar sögur af því lengi vel. En í Þjóðminjasafni Islands er Maríu-líkneski, sem Selma Jónsdóttir listfræðingur fær- ir sterk rök fyrir að sé Hofsstaða- María. Og nú er eftirmynd þessa Maríu- líkneskis, fagurlega útskorin af Sveini Ólafssyni myndskurðmeist- ara í Reykjavík, komið heim í kirkj- una á Hofsstöðum. Vafalaust dugar hún ennþá vel til áheita þeim sem vilja minnast hennar og styrkja Hofsstaðakirkju." xxx VÍKVERJI rakst á tölur um skotveiði í blaðinu Skotvís, sem er fagrit um skotveiði. Þar kemur fram að á árinu 1995 voru skotnar 120.247 íjúpur. Þetta er þó ekki sú fuglategund, sem mest var veidd á árinu, því að samkvæmt veiðiskýrslum veiddust samtals 213.680 lundar. Þriðja mest veidda fuglategundin var hins vegar lang- vía, en samtals voru veiddir 51.489 fuglar af þeirri tegund. í fjórða sæti voru svartbakar en fjöldi þeirra, sem veiddir voru, var 35.498 fuglar. í fimmta sæti var síðan grágæs, en veiddar voru 34.717 grágæsir. Sú fuglategund, sem veidd var í minnstum mæli, var duggönd, en alls féll 101 önd fyrir skotveiðimönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.