Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 7 FRÉTTIR Síki í Vatns- mýrinni í VATNSMÝRINNI er verið að grafa síki umhverfis friðlandið, sem þar er. Að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, á að veita fuglunum, sem þar verpa alger- an frið yfir varptímann á vorin. „Undirstaða fuglalífsins á Tjör- inni er fæðan fyrir ungana að alast upp við en aðal varplandið er í Vatnsmýrinni," sagði hann. „í gegn um árin hefur verið þrengt að varplandinu meðal annars með byggingu Náttúru- fræðahússins og því var þessu verkefni hleypt af stað að taka frá aðal friðlandið og verja það.“ Yfir varptímann verður hægt að loka landinu fyrir allri umferð en brýr verða settar upp yfir síkið þess á milli fyrir þá sem vilja njóta svæðisins. „Mér er sagt að Skúli Magnús- son hafi ákveðið að setja Inn- réttingarnar niður í Reykjavík vegna þess hversu auðvelt var að fá góðan og mikinn mó í Vatnsmýrinni. Vatnsmýrin sá Reykjavík fyrir allri orku fram á þessa öld,“ sagði Jóhann. Fjársöfnun á fölsk- um forsendum Vímulaus æska íhugar kæru „OKKUR er kunnugt um að undanfarið hefur verið hringt í fólk og það beðið að styrkja hóp foreldra unglinga, sem eru eða hafa verið í vímuefna- neyslu og jafnframt er nafn Vímulausrar æsku nefnt, enda störfum við innan þeirra sam- taka. Hins vegar er engin slík söfnun í gangi og því ljóst að verið er að blekkja fólk til að láta fé af hendi rakna,“ sagði Stefán H. Stefánsson, tals- maður foreldrahópsins, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Stefán sagði að eftir að foreldrahópurinn komst í fréttir, m.a. fyrir að safna 10 þúsund undirskriftum til stuðnings sérhæfðu meðferð- arheimili fyrir unglinga, hefði farið að bera á því að einhver safnaði fé í nafni hópsins og/eða Vímulausrar æsku. „Eg vil vara fólk við þessu. Við erum ekki með neina söfnun og þetta skaðar mál- stað okkar. Við könnum málið betur og auðvitað hljótum við að velta fyrir okkur að kæra þetta til lögreglu." ----» » ♦-- Stolið frá Pósti og síma BROTIST var inn hjá Pósti og síma við Sölvhólsgötu í fyrrinótt og stolið þaðan tug- um GSM-síma. Mikið var rótað í húsinu, að sögn lögreglu, en ekki er vitað hverjir voru að verki. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Teknir á stoln- umbíl FJÓRIR piltar voru teknir á stoln- um bíl á Sogavegi aðfaranótt föstudags. Fíkniefni fundust á ein- um piltanna og auk þess voru tæki til innbrota í bílnum. Piltarnir voru færðir í fanga- geymslur og segir lögreglan hugs- anlegt að þeir hafi átt þátt í nokkr- um innbrotum að undanfömu. 23.-26. október komdu I Nyjar vör ævintyraleg ^ icynnir Knnalukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.