Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Áherslur VMSI í komandi kjarasamningum Kaupmætti nágranna- landa náð á 4-5 árum Metropolitan Kristján í Grímudans- leiknum ÁKVEÐIÐ var í gær að hætta við sýningar á óperunni Valdi örlag- anna í Metropolitan-óperunni í New York en taka þess í stað til sýninga óperuna Grímudansleikinn eftir sama höfund. Kristján Jóhannsson átti að syngja á móti Luciano Pavarotti í Valdi örlaganna en þegar til kom taldi Pavarotti sig ekki í stakk bú- inn til að takast á við hlutverkið. Kristján mun syngja í Grímudans- leiknum á móti Pavarotti og munu þeir koma fram á fimm sýningum hvor. Þessar sýningar verða frá janúar- lokum 1997 fram til 7. marz. Á sama tímabili mun Kristján syngja í 6 sýningum í annarri óperu, Caval- leria Rusticana, eftir Mascagni. Kristján sagði í samtali við blað- ið í gær að þetta yrði vissulega erfiður tími því hann yrði að skipta sér milli ólíkra hlutverka. En jafn- fram kvaðst hann hlakka til að tak- ast á við þetta krefjandi verkefni. -----» ♦ «----- 4 sigrar á ÓL í brids ISLAND vann alla fjóra leiki sína á Ólympíumótinu í brids í gær, en er áfram í fjórða sæti í sínum riðli. Tveir leikjanna voru gegn sterk- um liðum: Brasilíu, sem vannst 17- 13, og Bretlandi, sem vannst 18- 12. Þá vann ísland Kenýa, 22-8, og Egyptaland, 16-14. Staðan í riðlinum er þannig að Ítalía er með 468 stig, ísrael 464,5, Tævan 458,5, ísland 454, Rússland 443, Noregur 436 og Bretland 433. í dag spilar íslenska liðið við Jórdaníu, Eistland, Frönsku Póly- nesíu og Mexíkó. Riðlakeppninni lýkur á mánudagskvöld og þá fara fjórar efstu þjóðirnar í hvorum riðli í úrslitakeppni sem hefst á þriðju- dag. íslendingar komust/45 NEFND sem skipuð var af eigend- um Landsvirkjunar til að yfírfara eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðarskipulag fyrirtækisins mun skila tillögum eftir helgina. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í þeim m.a. lagt til að stjórnarmönnum verði fækkað úr níu í sjö og að Alþingi hætti að kjósa fulltrúa ríkisins í stjóm. Þess í stað skipi iðnaðarráðherra þrjá fulltrúa og þar af stjórnarformann, sem hafi tvöfalt atkvæðavægi til að halda jafnvægi milli ríkis og sveitarfélaga, en sem áður skipi Reykjavíkurborg þijá fulltrúa í stjómina og Akureyrarbær einn. Tillögur nefndarinnar verða kynntar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn og í borgarráði Reykjavíkur og bæjarráði Akur- eyrar sama dag, en miðað er við að þær komi til framkvæmda á næsta ári. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lúta tillögur nefndarinnar m.a. að því að færa regluumgjörð Verkafólk Munchs á Listasafni Á VÆNGJUM vinnunnar er yfir- skrift sýningar á verkum norska listmálarans Edvards Munchs sem opnuð verður í Listasafni íslands 9. nóvember næstkomandi. Á sýn- ingunni verða 65 verk, sem fengin eru að láni frá Munch-safninu í Osló. Munu verkin sýna lítt þekkta hlið á listamanninum en þau bera vott um áhuga hans á erfiðisvinnu og lífi verkafólks. Bera Nordal forstöðumaður Listasafnsins segir að um sé að ræða einn stærsta viðburðinn í safninu um langa hrið. Sýningin kemur rakleiðis frá Kaupmanna- höfn þar sem hún var eitt af fram- lögunum til menningarhöfuðborg- ar Evrópu 1996. „Þar vakti hún mjög mikla athygli og fékk mjög góða dóma.“ Bera segir að verkin séu gríðarlega verðmæt en vill ekki nefna tölur. Landsvirkjunar nær því sem er í almennu viðskiptaumhverfi og færa þannig ýmis stjórnskipuleg atriði nær ákvæðum Wutafélagalaga. Eigendaframlög 14 milljarðar króna Gert er ráð fyrir því í tillögum nefndarinnar að arðgjafarmarkmið fyrirtækisins verði að jafnaði 6% af eigin fé. Þetta hefur í för með sér töluverða breytingu á arð- greiðslum miðað við þær hagnaðar- forsendur sem gengið er út frá á næstu 15 árum og er þá miðað við stækkun álversins í Straumsvík, stækkun járnblendiverksmiðjunnar og að álver Columbia verði reist á Grundartanga. Eigið fé Landsvirkjunar er nú 27 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðisins verða VERKAMANNASAMBAND ís- lands ætlar að krefjast verulegs kaupmáttarauka fyrir félagsmenn sína í komandi kjarasamningum. Formenn aðildarfélaga VMSI eru jafnframt tilbúnir að gera samning til rúmlega tveggja ára ef gengið verður frá tryggingum og hugsan- lega með opnunarákvæðum í slík- um samningi. Þetta var samþykkt á for- mannafundi VMSÍ í gær og á næstu dögum munu formenn að- ildarfélaganna kanna afstöðu fé- lagsmanna úti í hinum einstöku félögunum til þess hvort samband- inu verður veitt umboð til gerðar aðalkjarasamnings. framlög eigenda Landsvirkjunar frá upphafi endurmetin miðað við byggingarvísitölu og vaxtareiknuð með 3%, en samkvæmt því nema þau um 14 milljörðum króna sam- tals. Þessi eigendaframlög eiga að mynda stofn til útreiknings arðs og miðast við að hann verði 5,5% af endurmetnum stofni. Gert er ráð fyrir að arðgreiðsl- urnar komi í áföngum og miðað við allar forsendur verði þær 300-500 milljónir króna á ári sam- tals til eigenda fyrirtækisins, en stighækki síðan upp í 700 milljónir eftir því sem skuldir fyrirtækisins lækka. Gengið er út frá því að hægt verði að riá þessu markmiði með því að gjaldskrárverð Lands- virkjunar verði óbreytt að raungildi til ársins 2000, en lækki síðan ár- lega um 3% til ársins 2010. Hugrnyndir um kjarasamning til rúmlega tveggja ára Beinar kröfur um hækkanir kauptaxta verða ekki settar fram strax. Það mun að miklu leyti ráðast af viðbrögðum viðsemj- enda og þróun viðræðnanna fyrstu vikurnar hvaða leiðir verða farnar til að ná auknum kaup- mætti félagsmanna, að sögn Björns Grétars Sveinssonar, for- manns VMSÍ. Stuðst við úttekt JP Morgan Nefnd til að yfirfara eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðar- skipulag Landsvirkjunar var skipuð síðastliðinn vetur í framhaldi af því að borgarstjórinn í Reykjavík lagði fram í borgarráði tillögu um að óska eftir viðræðum við aðra eign- araðila Landsvirkjunar, það er ríkið og Akureyrarbæ, um þá þætti sem nefndin hefur fjallað um. Fékk nefndin fjármálafyrirtækið JP Morgan í London til að gera úttekt á fyrirtækinu og hefur í tillögum nefndarinnar verið stuðst við þá úttekt. Fulltrúar ríkisins í nefndinni eru þeir Halldór J. Kristjánsson, ráðu- neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar, og Guðmundur Jóhannsson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu. Full- trúar Reykjavíkurborgar eru Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Alfreð Þorsteinsson og fulltrúar Akur- eyrarbæjar eru þeir Jakob Björns- son og Sigurður J. Sigurðsson. „Við munum kynna atvinnu- rekendum markmið okkar í kjara- samningum ekki síðar en 5. nóv- ember. Auðvitað setjum við fram kröfu um mikla kaupmáttaraukn- ingu. í tillögu sem samþykkt var á fundinum segir að við krefjumst sama kaupmáttar og í nágranna- löndum okkar á næstu fjórum til fimm árum. Það er talið að á sein- asta samningstímabili hafi kaup- máttur aukist að meðaltali innan okkar raða um 8-9% en við erum nú með kröfu um meiri kaupmátt í næstu samningum og teljum vera efni til þess miðað við ástandið í þjóðfélaginu,“ segir Björn Grétar. Yinnuvikan hér sú lengsta í Evrópu VINNUVIKAN er hvergi í Evrópu jafnlöng og hér á landi og munar átta og hálfri klukkustund á vikuleg- um vinnutíma hér og að meðaltali í ríkjum innan Evrópusambandsins eða rúmlega fimmtungi. Hér á landi er vinnuvikan 47 tímar að meðaltali þegar kaffítímar hafa verið dregnir frá samkvæmt mælingum Kjara- rannsóknarnefndar, en er 38,5 stundir að meðaltali innan ESB. Þetta kemur fram í grein í frétta- bréfí Vinnuveitendasambands ís- lands, Af vettvangi, þar sem borinn er saman vinnutími hér og í Evrópu og lög og reglur sem gilda í þessum efnum í mismunandi löndum. Komist er að þeirri niðurstöðu að sú almenna regla hér á landi að starfsmenn fái greitt yfírvinnuálag eftir tiltekinn tíma óháð lengd vinnudags eða vinnuviku eigi sér vart hliðstæðu í þeim löndum sem við berum okkur saman við. „Það er því nærtækt að draga þá ályktun að beint samband sé milli þeirra reglna sem gilda hér- lendis um yfirvinnugreiðslur og stórrar hlutdeildar þeirra í tekjum launafólks. Ef raunverulegur vilji er til þess að breytingar verði á því fylgir því óhjákvæmilega að gera verður breytingar á ákvæðum kjara- samninga um yfirvinnugreiðslur." Ennfremur segir að engin merki séu um að yfírvinna hér á landi fari minnkandi og að raunar virðist lengd vinnutíma vera í litlum tengslum við það hvort þensla eða samdráttur er í atvinnulífí, afkoma atvinnulífsins góð eða slæm eða kaupmáttur launa hár eða lágur. ■ Vinnuvikan fimmtungi/18 ------» ♦ ♦----- Stefnt að sam- einingu ÍSÍ og Óí innan árs FULLTRÚAR héraðs- og sérsam- banda leggja fram tillögu á íþrótta- þingi íþróttasambands íslands á Akranesi í dag þess efnis að sam- þykkt verði að stefna að sameiningu ISÍ og Ólympíunefndar íslands innan árs. Samkvæmt áætlun um samrunann er gert ráð fyrir nauðsynlegum laga- breytingum hjá hreyfingunum til að fresta megi íþróttaþingi og aðalfundi Óí til næsta hausts en fyrsti fundur sameinaðra samtaka verði ekki síðar en 1. nóvember 1997. ■ Samkomulag/Cl Morgunblaðið/Einar Falur STEFÁN Halldórsson og Viktor Smári Sæmundsson, starfsmenn Listasafns íslands, með eitt verk- anna, Skógarhöggsmanninn frá 1913. Nefnd um eignarhald, rekstrarfyrirkomulag og framtíðarskipulag Landsvirkjunar Alþingi hætti að kjósa fulltrúa ríkisins í sljórn Arðgreiðslur verði samtals 300-500 milljónir króna á næstu árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.