Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um rekstur og framkvæmdir sveitarfélaga Dalvík sparar 4-5 millj. með útboðum FJÁRHAGSLEGUR spamaður Dal- víkurbæjar við það að leggja að mestu niður starfsemi áhaldahúss bæjarins en bjóða þess í stað út verk eða semja við verktaka um einstaka þjónustu- þætti nemur um 4-5 milljónum króna á ári. Þetta kom fram í erindi Svein- bjöms Steingrímssonar bæjartækni- fræðings á Dalvík á ráðstefnu um rekstur og framkvæmdir sveitarfé- laga sem haldin var á Akureyri í gær. Fleiri geta veitt góða þjónustu Rúm tvö ár eru frá því breytingin var gerð og hafa ekki komið fram óskir um að hverfa til fyrra horfs. Nú hefur áhaldahús bæjarins yfir að ráða tveimur bílum auk ýmissa hand- verkfæra, en önnur tæki hafa verið seld. Áhaldahúsið sjálft var selt og minna og hentugra húsnæði keypt og þannig losað um fj'ármagn. „Mannskap á launaskrá hefur fækk- að, bærinn þarf ekki að endumýja tæki og fyigjast með í þeirri þróun, öðrum er látið það eftir og auðveld- ara er fyrir bæinn að gera kröfur til tækja og búnaðar," sagði Sveinbjörn, en jafnframt séu meiri kröfur gerðar til tæknideildar bæjarins um að betri gögn og eftirlit með verktökum sé betra og markvissara. Almenningi væri að skiljast að ýmsir aðrir en Dalvíkurbær geti veitt góða eða betri þjónustu og mjög færi vaxandi að ýmsir aðilar væru að bjóða þjónustu sem sveitarfélögin önnuðust áður sjálf, s.s. götusópun, holræsahreins- un, götumálningu og fleira. Verktökum leigð bílastæðahús Benóný Ólafsson framkvæmda- stjóri Gámaþjónustunnar nefndi nokkur dæmi þar sem verktaka á þjónustu sveitarfélaga gæti hentað, m.a. snjómokstur, umhverfíshreins- un, skrúðgarðyrkja og bílastæðahús. „Oft er talað um lélega nýtingu á bílastæðahúsum í Reykjavík og þá um leið að þau skili litlum tekjum. Vel má hugsa sér að bjóða verktaka slíkt hús á leigu gegn gjaldi sem gjarnan mætti tengjast veltu. Verk- takinn myndi síðan útvega sér fasta viðskiptavini meðal einstaklinga og fyrirtækja. Verktakinn myndi síðan geta boðið meiri þjónustu, t.d. að bíllinn yrði þveginn einu sinni í viku, bónaður einu sinni í mánuði og margt fleira," sagði Benóný. Vonaði hann að í framtíðinni yrði það reglan að þjónustustarfsemi yrði boðin út. Hins vegar þyrfti að stór- bæta viðskiptasiðferði, m.a. koma í veg fyrir „kennitöluhopp". „Með bættu viðskiptasiðferði er hægt að ná fram ómældum sparnaði fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, einstaklinga og þjóðfélagið í heild.“ Skilyrði sumra sveitarfélaga um að eingöngu heimamenn fái að bjóða í verk sagði hann hefta alla framþróun, þetta væri þröngsýnn hugsunarháttur sem væri hættulegur og skapaði ein- göngu ríg og óvild milli byggða. Kjallari Giljaskóla Þrjú tilboð í bygging- una ÞRJÚ tilboð bárust í byggingu kjallara Giljaskóla á Akureyri, en þau voru opnuð í gær. Tvö tilboðanna voru yfir áætluðum kostnaði Akureyrarbæjar. Tilboðin voru frá Hyrnu ehf., sem bauð 13.963.372 kr. í verkið sem er 107,4% af áætluðum kostnaði, SS-Byggi, sem bauð 12.514.904 kr. eða 96,2% af kostnaðaráætlun, og frá Spretti ehf., sem bauð 14.150.000 kr. eða 108,8% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á 13 milljónir króna. Fyrsta skóflustunga að skólanum var tekin um miðjan september síðastliðinn og er nú verið að vinna við jarðvegs- skipti á svæðinu. Samhjálp kvenna KRISTBJÖRG Þórhallsdóttir kynnir samtökin Samhjálp kvenna á íslandi og starfsemi hliðstæðra samtaka víða um heim á fundi í Samhjálp, fé- lagsskap kvenna sem fengið hafa krabbamein í bijóst. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld, 28. október, og stendur frá kl. 20 til 22. Hann verður hald- inn í húsnæði Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis að Glerárgötu 24, 2. hæð. Einnig verður kynning á nýjustu vörunum frá Stoð hf., Össuri hf. og Elínu Finnboga- dóttur. Elsa tekur við af Gísla hjá Framsókn ELSA B. Friðfinnsdóttir var nýlega kjörinn formaður Framsóknarfélags Akureyrar. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar sem lektor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Elsa tekur við formennsk- unni af Gísla Kristni Lórenz- syni sem verið hefur formaður félagsins síðustu ár. Fulltrúar ferðaþjónustuaðila á faraldsfæti Eyj afj arðarsvæðið kynnt erlendis GUÐMUNDUR Birgir Heiðarsson, forstöðumaður Upplýsingamið- stöðvarinnar á Akureyri, og Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri bæjarins, sem á sæti í stjórn mið- stöðvarinnar, voru nýlega á ferð um Noreg, Þýskaland og Ítalíu, auk þess sem þeir komu við í Dan- mörku. Tilgangurinn var að kynna hvað aðilar í ferðaþjónustu í Eyja- firði hafa upp á að bjóða yfir sum- ar- og vetrartímann. Guðmundur Birgir segir að þeir félagar hafi rætt við ferðamálafulltrúa, ferða- heildsala og starfsfólk Flugleiða í löndunum, um möguleika á að selja ferðir til Eyjafjarðar. „Við fengum mjög góðar undir- tektir og komum með mikið af upp- lýsingum úr ferðinni sem við þurfum að fara betur yfir hér heima. Heim- sókn til íslands um áramót er með- al þess sem menn hafa áhuga á. Við höfum aðallega verið með kynn- ingu á þeim ferðum í Frakkalandi og eru þegar farnar að berast pant- anir í slíka ferð um næstu áramót. Einnig virðist áhugi á Ítalíu og Þýskalandi." Þeir félagar dreifðu nýútkomnu riti um ferðaþjónustu í Eyjafirði í ferðinni og segir Guðmundur Birgir að með áframhaldandi góðri sam- vinnu við ferðaskrifstofur og Flug- leiðir, séu frekari sóknarmöguleikar mjög góðir. Viðræður hafa farið fram við Flugleiðir um möguleika á beinu flugi erlendis frá til Akureyrar yfir sumartímann og rætt um Hamborg í Þýskalandi í því sambandi. „Ég á ekki von á því að af beinu flugi verði næsta sumar, þar sem tími til undirbúnings er of skamm- ur. Við munum vinna áfram að því verkefni og vonumst til að hægt verði að hefja beint flug hingað sumarið 1998. Þá hafa Flugleiðir lýst yfir vilja til að kanna möguleika á frekari lækkun innanlandsfar- gjalda í pakkasamningum og það er ekki síður mikilvægt fyrir okkur.“ Japanir sýna áhuga Fulltrúar japanskra ferðaskrif- stofa voru á ferð á Akureyri í vik- unni, ásamt fulltrúum Ferðamála- ráðs og sagði Guðmundur Birgir að þeir hafi sýnt Eyjafjarðarsvæðinu mikinn áhuga. „Markaðurinn í Jap- an er allt öðruvísi og það er mjög mikilvægt að ná tengslum þangað. Þeir eru að vinna mikið í vetrarferð- um og nú þegar eru komnar fyrir- spurnir um tvær ævintýraferðir til Eyjafjarðar í vetur með japanska ferðamenn.“ SIGÞÓRA við trönurnar, en hún var að mála karl. Morgunbiaðið/Kristján VERUM saman, leikum saman var yfirskrift þemaviku sem stað- ið hefur yfir í Lundarskóla á Akureyri en þá var vikið frá hefð- bundinni stundaskrá og unnu börnin og kennarar þeirra að margvíslegum verkefnum. Hörð- ur Ólafsson skólastjóri sagði að vel hefði tekisttil, en tilgangur- inn væri m.a. að auka og efla samstarf meðal nemenda skólans. Foreldrar komu í skólann í gær og tóku þátt í starfinu með börn- unum. Tölvuskrán- ing útlána TÖLVUSKRÁNING útlána á Amtsbókasafninu á Akureyri hófst í vikunni, en unnið hefur verið að tölvuvæðingu safnsins í 3-4 ár. „Þetta er stór áfangi fyrir okkur, við höfum unnið svo lengi að því að ná honum,“ sagði Hólm- kell Hreinsson amtsbókavörður. Fram til þessa hefur verið not- ast við fótstigna myndavél, sem tók myndir af skírteinum bóka- safnsgesta og bókinni sem þeir fengu að láni. Hún fer nú á eins konar eftirlaun, eins og amts- bókavörður orðar það, en henni verður komið fyrir á Minjasafninu á Akureyri. Vélin þótti mikil nýj- ung fyrir um þijátíu árum þegar safnið var opnað við Brekkugötu. Morgunblaðið/Kristján HÖRÐUR Stefánsson og Ragnhildur Franzdóttir við nýju tölv- urnar, á milli þeirra er Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður, en fremst á myndinni er gamla fótstigna myndavélin sem nú verður flutt á minjasafnið. Verum saman, leikum saman MESSUR AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðar- heimilinu á morgun, skemmti- legir gestir koma í heimsókn. Munið kirkjubílana. Fjölskyldu- messa kl. 14. Ungmenni að- stoða. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna og ástvina þeirra. Messað verður á Hlíð kl. 14. Messað verður á FSA kl. 17. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudagskvöld. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund í kirkjunni kl. 11 í dag. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 á morgun, Bamakór Glerárkirkju syngur. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17 á sunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11, bæna- stund kl. 19.30, almenn sam- koma kl. 20. Sérstakur gestur er Miriam Óskarsdóttir. Heim- ilasamband á mánudag kl. 16, krakkaklúbbur fyrir 6 ára og eldri á miðvikudag kl. 17, bibl- íulestur sama dag kl. 20.30. 11+ á fimmtudag kl. 17 fyrir 10 til 12 ára krakka. Flóamark- aður á föstudag, unglingakór um kvöldið kl. 19.30 og ungl- ingaklúbbur kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Vakningasamkoma á sunnudag kl. 14. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Samskot tekin til starfsins. KK fyrir 10 til 13 ára á þriðjudag kl. 17.30, biblíulest- ur og bænasamkoma kl. 20 á miðvikudag, unglingasamkoma kl. 20.30 á föstudag. KFUM og K Sunnuhlíð 12 á Akureyri. Samkoma kl. 20.30 á morgun, ræðumaður Bjami Guðleifsson. Bænastund kl. 20. Tekin samskot til starfsins. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, Messa kl. 14 í Dvalarheimil- inu Hornbrekku, altarisganga. Fundur hjá samtökum um sorg og sorgarviðbrögð á Ólafsfirði og Dalvík í safnaðarheimili Ól- afsfjarðarkirkju kl. 20.30 í ÓI- afsfjarðarkirkju. Gestur fund- arins er Valgerður Valgarðs- dóttir djákni á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.