Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 26
Áhöld eru um hvort hlutverk í tískuheim ÞEGAR auglýsing frá tískufataverslun birtist hér í blaði í sumar, þar sem vakin var athygli á útsölu með mynd af tveimur fáklæddum stúlkubörnum, fannst mörg- um það afar óviðeigandi. Fötin sem verið var að aug- lýsa voru fyrh- fullorðna svo erfitt var að sjá samhengið. Eftir því sem haft var eftir framkvæmdastjóra SIA (Samband íslenskra auglýs- ingastofa) í Morgunblaðinu var mikið hringt á skrifstofuna, mönnum fannst auglýsingin ekki sæmandi og lýstu vanþóknun sinni á myndbirtingunni. Mæður ungra telpna, sem hringdu, sögðu þetta í hæsta máta óviður- kvæmilegt. Auglýsingin var ekki merkt svo tæpast hefur hún verið gerð af viðurkenndri auglýs- ingastofu. Það eru víða óskráð lög að börn séu ekki notuð í söluskyni, og alls ekki ef það sem auglýst er kemur á engan hátt börnum hefðu ekki þroska til að ísi taka þátt í. Allt þetta umtal varð til þess að myndamappa telpunnar var fjarlægð af skrifstofunni, þeg- ar hringt var til að fá upplýsingar þóttist 1*3 enginn kannast við |£r Raehel Kirby, 5»?; telpuna ungu á myndinni. En það sem sneri . að hinni ungu 1 Rachel og foreldrum hennar, þá voru Æ þau í nokkurs konar stofufangelsi á jfl heimili sínu, blaðaljósmyndarar /M stóðu vakt fyrir utan húsið og frétta- / fl menn reyndu að ná tali af heimilis- m U fólkinu. Heimilisfaðh-inn reyndi að '| fl bera hönd fyrir höfuð sér, sagði að j|!4B telpan hefði verið „uppgötvuð" þar EaW sem hún var í innkaupaferð með móður sinni í Covent Garden. Það hafi ekki verið þau hjónin sem ýttu henni út í þetta. Af þessu tilefni kom fram í við- L tölum við forráðamenn módel-fyr- f . , irtækja í Bretlandi að yfirleitt væri miðað við 16—17 ára aldur við sýn- ingarstörf. Fylgdi það sögunni að foreldrar margra 14—15 ára barna sæki það jafnan fast að koma börnum sínum í fyrirsætustörf. Unga fólkið fær ekki nema brot af því sem þekktar fyrirsætur fá fyrir sína vinnu, en mörgu skólafólki munar um að fá 500 pund fyrir daginn, sem er algengt að þau vinni sér inn. En látum það vera ef 12 ára telpa sýndi fatnað sem hæfir hennar aldri, en hver er til- gangurinn með því að klæða ungar óþroskaðar telpur í fullorðinsföt og mála og farða andlitið? Til hverra er verið að höfða? inum. Bergljót Ing ólfsdóttir segir frá viðbrögðum þegar Could this girl be Britain s youngest supennodeU fv- :í ungar stúlkur eru gerðar tælandi í auglýsingum í vor birtist mynd í bresku blaði af ungri fyrirsætu, aðeins 12 ára gamalli, sem klædd var eins og ung stúlka, með andlitsfarða og áberandi máluð um augu og munn. Viðbrögð við þessari mynd voru svo sterk að annað eins hafði vart þekkst. Menn áttu ekki nógu sterk orð tíl að lýsa hneykslun sinni á for- eldrum telpunnar, að þau skyldu taka þetta í mál, og á fyrirtækinu, „Select Model Mana- gement,“ sem kynntu stelpuna. Hver dálkahöfundurinn á fætur öðrum skrifaði um málið, kallaðir voru til kennarar, uppeldisfræðingar og sálfræðingar og þeir spurðir álits. Er skemmst frá því að segja, að menn voru á einu máli, töldu það afar var- ÚRKLIPPUR úr breskum blöðum. Efst til vinstri er mynd af skólastúlkunni Rachel Kirby. Hinar myndirnar sýna hana svo þegar búið er að lita hár hennar, farða og mála andlitið. ur, pilsin voru svo stutt að vart náðu í nára. Andlitin voru sápuþvegin, án farða, og hárið tekið saman í tíkarspena eða tagl. Ein stúlk- an kom fram á sýningarpallana með þumal- fingurinn upp í sér og saug eins og smábarn. Til hverra skyldi hafa verið að höfða með slíkri uppákomu? Varla eru börn vænlegri viðskiptavinir tískuhönnuða og konur sjá tæpast nokkuð við sitt hæfi í barnafötum. umtal, þar er ekkert heilagt, enda miklir fjái-munir í húfi. Sumir hönnuðir virðast beinlínis gera í því að hneyksla. TISKA 0G TANINGAR 26 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 UPJJl MORGUNBLAÐIÐ mlií io hugaverða þróun þegar seilst væri eftir æ yngri telpum til sýningarstarfa. Með því væri verið að ræna þær bernskunni, þeim væri ýtt inn í heim fullorðinna, sem þær Tískuheimurinn Það er mikil samkeppni innan tískuheims- ins, menn gera allt til að vekja athygli og Fyrir tveimur árum gekk ítalski hönnuð- urinn Gianni Versace fram af áhorfendum á tískusýningu í Mílanó. Fullvaxnar sýningar- stúlkur voru látnar líta út eins og litlar telp- Venjulegir karlmenn, feður, kunna áreiðan- lega ekki að meta barnungar telpur, eða stúlkur í telpnalíki, í tælandi hlutverkum í tískuheiminum. Hvernig virkar lykkjan ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Mig langar til að fá greinargóða útskýringu á því hvernig lykkjan virkar sem getn- aðarvörn. Spurningin er öðrum þræði siðferðilegs eðlis, þ.e. hvort lykkjan komi í veg fyrir getnað eða hvort líf sé kviknað þegar hún fer að virka, m.ö.o. hvort virkni hennar megi frekar skilgreina sem fóstureyðingu? Svar: Ekki er hægt að gefa ein- falt svar við þessari spurningu, m.a. vegna þess að lykkjan er tal- in veita getnaðarvöm með marg- víslegum áhrifum og til eru nokkrar tegundir af lykkjum sem verka á svolítið mismunandi hátt. Allar lykkjur auka hreyfíngar í eggjaleiðurum, eggið ferðast því hraðar niður eftir þeim og nær ekki að þroskast nægjanlega til að það geti frjóvgast. Allar lykkj- ur valda eins konar bólgubreyt- ingum í legslímhúð og hindra þannig að frjóvgað egg geti fest og búið um sig á slímhúðinni. Sumar lykkjur innihalda kopar Lykkjan sem er talinn minnka hreyfigetu sæðisfrumna og þannig hindra frjóvgun eggsins. Nýleg tegund af lykkju inniheldur gestagen (hormón með sams konar verkun og kynhormónið prógesterón) sem minnkar líkur á egglosi og myndar eins konar slímtappa í leghálsi sem hindrar að sæðis- frumur komist upp í legið og get- ur þannig hindrað getnað. Þær lykkjur sem hér eru í notkun innihalda langflestar kopar eða gestagenhormón en þessar lykkj- ur veita öruggari getnaðarvörn en eldri gerðir. Þessar lykkjur, sérstaklega þær sem innihalda gestagen, eru einnig líklegri en þær eldri til að hindra frjóvgun eggsins. I samantekt má segja að lykkjan hindri í mörgum, kannski flestum, tilfellum frjóvgun eggs- ins en þar að auki hindrar hún að frjóvgað egg geti fest á legslím- húðina og orðið að fóstri. Spurning: Hvað er mjólkur- prótínóþol og hvað er til ráða hjá þeim sem eru haldnir því? Svar: Mikilvægt er að gera greinarmun á fæðuofnæmi og fæðuóþoli. Fæðuofnæmi er það þegai’ ónæmiskerfið er óeðlilega viðkvæmt og snýst gegn efni, oft- ast próteini, í fæðunni. Fæðu- próteinið kallast þá mótefnavaki og ónæmiskerfið fer að framleiða mótefni sem ræðst gegn fæðu- próteininu. Þetta setur í gang eins konar keðjuverkun efna- breytinga sem valda bólgu og ert- ingu á vissum stöðum í líkaman- um. Þessi óþægindi geta komið strax eftir að fæðunnar hefur ver- ið neytt eða nokkrum mínútum eða jafnvel klukkustundum síðar. Fæðuóþol hefur yfirleitt ekkert með ónæmiskerfið að gera heldur stafar oft af því að vissa efna- hvata vantar í meltingarfærum Mjólkuróþol eða annars staðar í líkamanum. Óþægindin sem fylgja fæðuof- næmi og fæðuóþoli eru í stórum dráttum þau sömu; þau eru eink- um frá húð (útbrot, kláði), öndun- arfærum (bjúgur í hálsi og barka, hnerrar, hósti, nefstífla, öndunar- erfiðleikar) og meltingarfærum (uppköst, niðurgangur, verkir). I versta falli getur viðkomandi fengið ofnæmislost með öndunar- erfiðleikum, blóðþrýstingsfalli, meðvitundarleysi og jafnvel dauða. Mjólk getur valdið ofnæmi eða óþoli sem stafa af mismunandi efnum í mjólkinni. Mjólkur- prótein geta valdið ofnæmi en hægt er að fá óþol fyrir mjólkur- sykri (laktósa). Óþol fyrir mjólk- ursykri stafar af því að melting- arfærin framleiða ekki nóg af efnahvatanum sem brýtur mjólk- ursykurinn niður. Þeir sem eru með mjólkurofnæmi eða óþol verða að forðast allar matvörur sem innihalda mjólk eða mjólkur- afurðir og eru því háðir því að merkingar matvæla séu í lagi. Hér á landi eru skýr fyrirmæli um merkingar matvæla, m.a. innihaldsefnalýsingar. Mér sýnist þessar reglur oft vera brotnar, einkum af innlendum matvæla- framleiðendum og er greinilega þörf á aðhaldi í þeim efnum. Holl- ustuvernd ríkisins hefur gefið út ágætan bækling um fæðuofnæmi og fæðuóþol þar sem ýmsar nán- ari upplýsingar er að fínna m.a. um merkingar matvæla. • Lesendur Morgunblnðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkuni dögum milli klukkan 10 og 17 ísíma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.