Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 29
Paprika er víða enn á háu verði
98% verðmun-
ur á papriku
milli verslana
KÍLÓIÐ af papriku er á misjöfnu
verði um þessar mundir. í fyrradag
voru allir litir af papriku á 399
krónur kílóið í Bónusi, hjá Nóatúni
var grænt paprikukíló
á 679 krónur og hinir
litirnir á 789 krónur
kílóið. Hjá 10-11
var sama uppi
á teningn-
um græn
paprika á
678 krónur
kílóið en
aðrir litir a
788 krónur. Hjá
Hagkaupi kost-
uðu þrír paprikulit
ir af fjórum 789
krónur kílóið og hjá
Fjarðarkaupum var kíló-
verð að hækka, græn paprika
kostar 669 krónur kílóið en 740
krónur aðrir litir. í fyrradag var
paprikukílóið um 98% dýrara hjá
Hagkaupi, Nóatúni og 10-11 en
í Bónusi þar sem það var ódýrast.
Græn paprika á tilboðs-
verði hjá Hagkaupi
Þegar haft var samband við
forráðamenn hjá Hagkaupi sagði
Lárus Óskarsson að paprikan væri
að lækka í verði hjá þeim. „Við
höfum verið að selja bæði íslenska
og hollenska papriku að undan-
förnu í Hagkaupsverslunum en
núna er hollenska magnið að auk-
ast enn frekar hjá okkur,“ segir
Lárus Óskarsson hjá Hagkaupi.
„Tollamir lækkuðu 1. október síð-
astliðinn og hafa síðan farið stig-
lækkandi á viku fresti. Við vomm
að fá paprikur með flugi og núna
er græn paprika á sérstöku til-
boðsverði á 398 krónur en aðrir
litir á 639 krónur,“ segir hann.
„Okkar markmið er að flytja
paprikur inn með flugi til að hafa
þær ferskar og það er dýrara að
fá vöruna með flugi en sjóleiðis."
Fyrir um það bil mánuði var
kílóið af papriku víða selt á um
800 krónur kílóið og vom ástæður
fyrir háu verði sagðar lítið fram-
boð og háir tollar á innfluttri papr-
iku. Þá var lagt á innflutt papriku-
kíló 30% verðtollur og 397 króna
magntollur. Skömmu síðar var
ákveðið að lækka verð- og magn-
tolla á paprikum. í byrjun október
lækkuðu verðtollar í 22,5% og 298
króna magntoll, 7. október
* í 15% verðtoll og 199
króna magntoll og frá
14. þessa mánaðar
hefur verðtollurinn
verið 7,5% og 99
króna magntoll-
ur.
- Hvers
vegna hefur
paprika þá
ekki lækkað
í verði sem
lækkun tolla
nemur?
„Við höfum
ekkert verið að
selja bara erlenda
papriku og höfum einnig
selt íslenska papriku. Tollarnir
lækkuðu ekkert að ráði fyrr en
um síðustu helgi og sú paprika sem
komu til landsins eftir það er núna
á lækkuðu verði og græn paprika
á sérstöku tilboðsverði," segir Lár-
us. „Það er lítið eftir af ís-
lenskri papriku en hún slæðist þó
með. Við höfum verið að flytja inn
græna papriku og hún er á lægra
verði en þessi íslenska, þó munur-
inn sé ekki mjög mikill," segir
Kolbeinn Ágústsson hjá Sölufélagi
garðyrkjumanna.
Paprikan lækkar enn frekar
„Bónus selur íslenska og hol-
lenska papriku og sú spánska er
að koma inn hjá okkur núna með
flugi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannes-
son hjá Bónusi. „Við höfum lækk-
að paprikuna jafnt og þétt að und-
anförnu eftir lækkun á innflutn-
ingsgjöldum og þeir sem hafa selt
okkur íslenska papriku hafa fylgt
því verði. Allir litir af papriku voru
í fyrradag á 399 krónur nema sá
græni lækkaði í 299 krónur kíló-
ið.“ Jón Ásgeir segir að öll gjöld
verði lögð af um mánaðamót og
þá tekur tollskráin við. Þá er 30%
tollur af papriku og hún ætti að
lækka enn meira miðað við verðið
sem hún býðst á erlendis núna,“
segir Jón Ásgeir.
McDonald’s og KS| bjóða hefipnum
vinningshafa á leik Islands og Irlands
á Irlandi þann 10. nóvember nk.
Getraunaseðlar fylgja með Stjörnumáltíðum
og landsleikstilboði hjá McDonald's
til 27. október.
VILTU VINNA
FERÐ TIL
ÍRLANDS?
HJÁ ANDRÉSI
Rýmingarsalan heldur áfram
10-50% afsláttur
■g Jakkaföt verð 4.995 - 15.920
S Stakir jakkar verð 3.900 - 9.520
q Stakar buxur verð 1.000 - 3.900
Vandaðar vörur á vtegu verði
ANDRES Skólavörðustíg 22A, s. 551-8250. Póstkröfuþjónusta.
Lesendur spyrja
Morgunblaðið/Þorkell
KRAKKABRAUÐ inniheldur ekki sömu trefjaefni og eru
í grófum brauðum
Eru krakkabrauð
eins holl og
grófu brauðin?
ÞORBJÖRG Gunnarsdóttir hafði
samband og vildi vita hvort svokall-
að krakkabrauð væri jafn hollt og
af er látið og hvort sams konar trefj-
ar væru í því og grófu brauði?
Svar: Laufey Steingrímsdóttir, for-
stöðumaður Manneldisráðs, segir
að í auglýsingum og kynningu á
krakkabrauði sé því haldið fram að
brauðið sé hollt eins og gróft brauð
en bragðist eins og hvítt brauð.
„Einnig er sagt að næringarefnum
sem tapast við fínmölun korns hafi
verið bætt aftur út í brauðið og því
sé það eins næringarríkt og trefja-
rikt og gróft brauð.
Ég er ekki fyllilega sátt við þess-
ar fullyrðingar þó hér sé á ferðinni
betrumbætt hvítt brauð. Krakka-
brauð er hollara en venjulegt frans-
brauð því trefjum hefur verið bætt
í það. Á hinn bóginn er ekki um
að ræða sömu trefjar og eru í heil-
hveiti. í krakkabrauði er hollusta
sem er annars eðlis en í hefðbundnu
heilhveiti."
Krakkabrauð
eru öðruvísi holl
Laufey segir að Krakkabrauð séu
gerð úr hvítu hveiti en trefjum úr
sojabaunum og höfrum sé blandað
í deigið. „Þessi viðbættu trefjaefni
eru vatnsleysanleg og því gjörólík
þeim sem er að finna í heilhveiti.
Heilhveititrefjar örva t.d. melting-
una en þau vatnsleysanlegu gera
það lítið eða ekki. Þau hafa hinsveg-
ar áhrif á kólesteról í blóði, lækka
kólesteról og hægja á upptöku syk-
urs úr meltingarvegi. Þetta eru þvi
hin ágætustu efni, en einfaldlega
ekki þau sömu og voru tekin úr
heilhveitinu. Vatnsleysanleg trefja-
efni fáum við á náttúrulegan hátt
úr baunum, höfrum, ávöxtum og
grænmeti. Til gamans má geta þess
að bæði pektin og gúmmí eru vatns-
leysanleg trefjaefni og Krakka-
brauð bera þess merki, þau eru
svolítið gúmmíleg.
„Ég tel því varhugavert að halda
fram að krakkabrauð sé eins hollt
og gróft brauð. Það er öðruvísi
hollt.“ Laufey bendir á að brauð sé
vinsælt og gott skólanesti og bæði
skólastjórnendur og Manneldisráð
hafi mælt með að börn komi með
gróft brauð í skólann.
Kannanir sem hafa verið gerðar
á mataræði sýna að börn taka al-
mennt með sér gróft brauð í skól-
ann. Auglýsingar um krakkabrauð
sem hafa birst í sjónvarpi virðast
miðast við að hvetja börn til að
breyta þessari venju.
Laufey segir að vanda þurfí til
verks þegar hafa eigi áhrif á neyslu-
venjur barna en skóli og skólanesti
er það_ sem auglýsingarnar fjalla
um. „Ég vil hins vegar taka það
skýrt fram að vilji fólk borða hvítt
brauð virðist krakkabrauð besti
kosturinn."
fí
*
Kínverskt veitingahús
Nýbýlavegi 20, Kópavogi,
sfmi 554 5022, fax 554 2333
Takið með heim:
5 rétta máltíð kr. 1.100
2ja rétta máltíð kr. 790
Borðað á staðnum:
5 rétta máltíð kr. 1.250
Veisluþjónusta
Frí heimsending
Blab allra landsmanna!
- kjarm malsms!