Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 39
f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 39 SIGRÍÐUR * * * ! I ; ! I AGUSTSDOTTIR Sigríður Ágústs- dóttir var fædd í Miðskála undir Eyjafjöllum 5. júní 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 14. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar Sigríðar voru Guðný Eyjólfs- dóttir frá Miðskála undir Eyjafjöllum og Ágúst Sigurhans- son frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Sigríður átti eina alsystur, Guðrúnu Ágústsdóttur, sem r ú dvelur í Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi og eina hálfsystur, Jónu Illugadóttur, sem nú er látin. Sigríður giftist Einari Sveini Jóhannessyni, skipstjóra, 2. október 1937. Þau eignuðust 5 böm, sem em: Ág- ústa, f. 1937, gift Ólafi V. Oddssyni, f. 1935, og eiga þau 4 böm; Dóróthea, f. 1940, gift Magn- úsi Sigurðssyni, f. 1936, og eiga þau 3 börn; Elín Brimdís, f. 1940, í sambúð með Gísla Kristins- syni, f. 1938, og á hún 3 böm; Þor- björg Guðný, f. 1950, og á hún einn son, og Sveinn, f. 1958, giftur Þor- leifu Lúthersdóttur, f. 1961, og eiga þau 2 dætur og einn son sem er látinn. Barnabarnabörn- in eru 12. Útför Sigríðar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.00. MINNIIMGAR um Strákagöng þyrfti að fara en það vildi hún helst ekki, en hún gerði það fyrir mig. Og hún var svo fegin þegar ég flutti þaðan. Hún tók þátt í minni gleði og minni sorg. Ég var heppin að eiga ömmu sem jafnframt var ein af mínum bestu vinkonum. Við röbbuðum saman í síma mörgum sinnum í viku og höfð- um um nóg að tala. Hún fór sjaldan út, vegna heilsu sinnar, en fylgdist vel með öllum skipaferðum út um gluggann afa vegna sem var skip- stjóri á Lóðsinum. Vantaði mig t.d. langtíma veðurspá var best að spyrja ömmu. í gegnum árin var hún mín besta matreiðslubók á allt annað en pasta en þar var ég henni fremri. Sl. sumar þegar ég sagði henni að ég ætti von á tvíburum varð hún orðlaus en þegar hún hafði áttað sig á hvað ég sagði varð hún himin- lifandi og sagðist sko ætla að lifa að sjá þá. Því miður varð raunin önnur. Nú er hún farin á fund afa og ég veit að í sameiningu munu þau líta á tvíburana þegar þeir fæðast og gleðjast með okkur. í dag kveð ég ömmu en í huga mínum og hjarta mun minning hennar lifa um ókomna tíð. Elsku mamma mín, þú varst búin Iað vera svo veik. Svo fórstu á sjúkrahús í Vestmannaeyjum og það var alltaf léttir þegar var hægt | að láta þér líða vel. Þú hresstist alltaf í öll þau skipti. Mamma mín, svo fórstu 27. sept- ember en þér hrakaði því miður, en nú eru öll veikindi búin. Við sitj- um eftir með minningar um þig. Við mægður vorum samrýndar, þegar ég kom úr vinnu þá varstu búin að laga kaffi og við sátum og ; töluðum um daginn og veginn. Stundum lást þú veik en aldrei neitt kvart eða kvein, þá reyndi ég að ( hjúkra þér, mamma mín. Þann 14. október sl. kvaddir þú þetta líf, þá voru öll veikindi á brott. Ég veit þú ferð ekki, því þú verður ekki gleymd, allar góðu minning- arnar um þig lifa í hjarta okkar allra, bama, barnabarna og tengda- barna. Það leið öllum vel nálægt þér, þú gafst svo mikið. Ég get ( endalaust haldið áfram, elsku mamma mín, en það er svo lítið pláss, en það er ennþá stærra í ( huga og hjarta mínu. Þakka þér fyrir öll þau ár sem þú gafst okkur Einari, syni mínum. Guð blessi ykk- ur pabba fyrir öll þau ár, óeigin- gjaman kærleik sem þú gafst okkur og fórnfúsa ást. Öllum sem kynnt- ust þér þótti vænt um þig og fólki leið vel í návist þinni. Guð blessi minningu þína og ( pabba, þið voruð yndisleg. Ykkar . er sárt saknað. Kveðja, I Þorbjörg. Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustundinni, hvað það getur verið erfitt. Það er ekki bara að ég sé að kveðja móður mína, heldur vomm við bestu vinkonur, sem gát- um alltaf haft stuðning hvor af ( annarri, trúað hvor annarri fyrir því sem við sögðum ekki öðrum, ' hlegið saman og grátið saman. Við ( vomm svo nátengdar. Mamma var aðeins þriggja ára þegar faðir hennar dmkknaði við Vestmannaeyjar. Var hún þá sett í fóstur hjá föðurafa og -ömmu á Brimnesi og þar ólst hún upp með föðursystkinum sínum við mikinn kærleika og ástríki, sem við öll fengum líka svo sannarlega að ( njóta. Mamma talaði alltaf um I Brimneskærleikann en það þýddi að maður átti að vera hjálplegur ' við allt og alla, fyrirgefa allt og ætlast ekki til neins af öðmm. Það kom nú oft fyrir að Brimneskær- leikurinn gleymdist eða var jafnvel ekki til í manni, en mamma fyrir- gaf og maður reyndi að bæta sig. Mamma var mikið fyrir að hlúa að öðrum. Mér er sérstaklega minn- isstætt að þegar hún var að senda ( mig með pakka til gamallar konu ( fyrir jólin; það voru jólin sem gamla I konan fannst ekki, allir voru farnir ’ að leita og loksins fannst hún. Þetta fannst mér mjög skrítið á sjálfum jólunum, en mamma sagði að hún skildi hana vel og það var það eina sem hún sagði. Mamma var konan hans pabba, hún var vakin og sofín að hugsa um hann. Það var ekki ósjaldan að mamma vakti því hann mátti kannski sofa í 1 eða 2 tíma og það var líka þannig að það varð alltaf einhver að svara ef pabbi skyldi vera kallaður út til að aðstoða ein- hvern bátinn. Þá voru farsímar ekki komnir til sögunnar. Aldrei kvart- aði mamma undan álagi, eins og svo algengt er í dag. Þegar aldurinn fór að færast yfir urðu þau fyrir mikilli sorg er sonarsonur þeirra lést af slysförum þann 14. apríl 1994. Nokkrum mánuðum síðar lést pabbi mjög snögglega. Mamma stóð eins og klettur þótt henni væri mjög brugðið. Ég spurði hvort hún gæti ekki hugsað sér að fara í Dagdvöl. Hún horfði á mig undrandi og sagði svo: „Heldurðu að það væri ekki nær að gera eitthvað að gagni hér heima. Nei, ég fer ekki í neina Dagdvöl." Hún var heima, hélt reisn sinni, fór ekki fyrr en hún var orð- in fársjúk á sjúkrahúsið og lést eft- ir stutta en erfíða legu. Barnaböm- um mínum var sagt að langamma væri komi til Guðs þar sem langafi væri. Morguninn eftir sáu þau stóra stjömu á himni og það hlaut að vera hún langamma. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar og þjóðin öll má heyra kvæði mitt. Er Isiands mestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þin barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir iengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun bama þinna og bráðum kemur eilift vor. (Davíð Stefánsson.) Guð blessi minningu móður minnar, Sigríðar Ágústsdóttur. Þín dóttir, Ágústa Einarsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Hugur minn reikar 35 ár aftur í tímann um samvistir okkar ömmu í Vestmannaeyjum. Fyrir gos er ég bjó í Eyjum var gott að koma til ömmu. Hún var alltaf hlýleg, bros- mild og góð. Hún gaf sér tíma til að spjalla við mig sama hversu mikið hún hafði á sinni könnu. Henni voru öll barnabörnin svo kær og hafði svo gaman af þeim. Þegar ég svo flutti norður á Siglu- Qörð var hún alltaf að velta fyrir sér hvemig mér liði, hvort í íagi væri hjá mér. Hún og afi lögðu meira að segja á sig að koma og heimsækja mig þrátt fyrir að í gegn- Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín Magnúsdóttir. Elsku amma, okkur systumar langar til að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Það er erfítt að þurfa að kveðja þig og við söknum þín nú þegar. Við eigum aldrei eftir að ganga inn um dymar á Faxó og sjá þig brosandi taka á móti okkur. Við sáum þig sfðast á spítalanum og þó að erfítt væri að sjá þig svona mik- ið veika, þá þótti okkur gott að vera hjá þér. Okkur fannst við vera hjálp- arvana þegar við sátum og héldum í höndina á þér, en vonum að þú hafið fundið fyrir nærvem okkar. Amma okkar var yndisleg og glaðlynd kona. Hún var mjög aðlað- andi og glæsileg og naut þess að klæða sig upp þegar tilefni gafst. Hún var hin fullkomna húsmóðir og gestgjafí sem lagði sig alla fram við að gera öðrum til hæfís. Gest- ristni hennar var vel þekkt meðal fjölskyldu og vina og enginn fór svangur frá henni ömmu, „komið við hjá henni Siggu minni og hún gefur ykkur eitthvað í svanginn", var orðin þekkt setning hjá afa. Öll hjúskaparár ömmu og afa stóð hún við hlið hans eins og klettur og var alltaf reiðubúin að létta und- ir með honum ef með þurfti. Afi flutti vömr milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í nokkur ár á báti sínum, Vonarstjörnunni. Einn morguninn þegar hann var búinn að hlaða á pallbílinn var bíllinn eitt- hvað tregur í gang, ekki var að spyija að henni ömmu, hún gerði sér lítið fyrir og vippaði sér út á náttsloppnum og ýtti bílnum í gang. Við eigum margar góðar minn- ingar um heimsóknir okkar til ömmu og afa. Allt frá bamæsku og fram á fullorðinsár og af nógu er að taka. Eitt einkennir allar þess- ar minningar, það skipti ekki máli hvort húsið væri fullt af fólki eða mikið væri að gera, við vorum ávallt velkomnar á Faxó og alltaf gáfu amma og afí sér tíma til að spjalla og umfram allt létu þau okkur líða vel. Elsku besta. amma, í veikindum þínum sýndir þú mikinn viljastyrk, sem við dáðumst mikið að og aftur og aftur tókst þér að rífa þig upp úr þeim og halda ótrauð áfram. En nú er vitjunartími þinn kominn og við vonum að þér líði betur og að þú og afi séuð sameinuð á ný. Þorbjörg og Sigríður. í dag verður hún amma, Sigríður Ágústsdóttir, jarðsett frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Amma hafði átt við veikindi að stríða um nokkurn tíma. Margt hefur verið lagt á ömmu um ævina. Hún var fyrir það fyrsta gift sjómanni, hon- um afa heitnum Einari Sveini Jó- hannessyni scm var skipstjóri nær alla sína starfsævi. Bátarnir voru ekki stórir, þá voru ekki farsímar eða tilkynningaskylda, en veður voru jafn válynd og þau eru nú. Það þurfti því sterka persónu til að koma upp börnum og búi. Oft kom það fyrir að amma skynjaði atburði fyrirfram. Þau voru ófá skiptin þegar farið var í bryggju- rispu eða farið út á Höfða að amma sagði að nú yrðu þau að fara heim því það væri verið að leita að afa sem þá var skipstjóri á Lóðsinum. Amma hafði sterkt hjarta, því fengu allir að kynnast sem hana þekktu. Amma fylgdist vel með öll- um sínum bömum, barnabörnum og barnabarnabömum. Ég naut þeirra forréttinda að vera elsta barnabamið og hafa fæðst í Eyjum og var því mikið hjá afa og ömmu á Faxó hvort sem var á sumrin eða við önnur tækifæri. Við Bogga og Svenni, móður- systkini mín, vomm eins og systk- ini, við vorum bæði góð og stundum óþæg eins og gengur. Það gekk oft mikið á. Mér er sérstaklega minnis- stætt eitt atvik, ég átti lítinn bíl sem var trekktur upp. Eitthvað hafði ég verið að skoða bílinn, trekkti hann upp og prufaði að láta hann spóla á vörinni á mér, það var ekki að sökum að spyija að vörin á mér vafðist utan um dekkið og þar sat bílinn fastur í andlitinu á mér. Stráksi orgaði ógurlega og amma kom í loftköstum og tók mig upp til að hugga mig meðan læknir var sóttur. Biðin var nokkur og ég man alltaf eftir að það var eitthvað sem bankaði í mig og ég gleymdi bflnum og spurði ömmu: „Hvað er þetta sem er alltaf að lemja mig.“ Amma sagði að þetta væri nú hjartað í sér. Þetta var hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem ég og mín fjöl- skylda nutum hjartahlýju frá henni ömmu og langömmu. Allir sem komu í heimsókn á Faxó fengu konunglegar móttökur fram á síð- asta dag. Það hafði staðið til að ég og Guðmundur Grétar færum með Hofsjökli hringinn í kringum landið og þá ætluðum við að heimsækja hana ömmu og langömmu. Amma hlakkaði mikið til að hitta okkur og við hana. Hún fylgdist grannt með öllum skipaferðum út um eld- húsgluggann á Faxó og þegar hún lá á sjúkrahúsinu var húm að spytja hjúkrunarfólkið hvort skipið væri komið. En aldrei var tími til þess að fara í þessa siglingu en amma hefur hafið sína hinstu för sem við munum öll fara i. Það var hugsað vel um ömmu, að öllum ólöstuðum var það hún Bogga, frænka mín, sem var henn- ar stoð og stytta. Missir okkar allra er mikill, mestur er þó missir Boggu, Einars Amars og Svenna sem voru henni næst. Elsku Bogga, Einar, Svenni og Leifa, við höfum öll misst mikið. Amma er nú komin til feðra vorra. Þar munu þau ná saman á ný, hún, afí og Siggi. Það er sárt fyrir okk- ur öll sem höfum misst svo mikið en eftir lifa góðar minningar sem hrannast upp. Við skulum vera þakklát fyrir þær. Amma var hjartagóð kona og umhyggjusöm, þannig mun ég minnast hennar. Einar Sveinn Ólafsson. Hún langamma er dáin. Hún er nú komin til hans afa og Sigga sem henni þótti svo vænt um. Amma var alltaf svo góð. Það var gott að láta hana faðma sig. Við munum aldrei gleyma henni Siggu langömmu. Nú mun guð passa hana fyrir okkur. Sigurhanna Ágústa Ein- arsdóttir, Guðmundur Grétar Einarsson. Elsku langamma okkar. Nú ertu komin til Guðs og búin að hitta langafa og Sigga frænda og stjarnan þin er komin á himin- inn, við erum búnir að sjá hana. Það var alltaf svo gaman að hitta þig, þú gafst þér alltaf svo góðan tíma til að tala við okkur og svara spurningum okkar, eins sagðir þú okkur svo margar sögur um það sem gerðist í gamla daga og þegar langafí þurfti að fara að bjarga öðrum skipum í vondum veðrum. Svo kallaðir þú okkur alltaf litlu prófessorana þína, það fannst okkur alltaf svo skemmtilegt. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Guð veri með þér, elsku lang- amma. Þínir langömmudrengir, Sigurgísli og Bjarki Freyr. Elsku amma mín. Mig langar að kveðja þig. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farin. Það var alltaf svo gaman að fara til Vest- mannaeyja og fá að vera hjá ykkur afa. Þar snerist lífið og tilveran um Faxó eins og við krakkarnir kölluð- um það. Þú hafðir alltaf svo gaman af að fylgjast með því sem við vor- um að bralla, jafnvel tókst þátt í því og hlóst svo að öllu saman. Og þó að árin liðu breyttist þetta lítið. Minningin um þegar við systkinin og fjölskyldur okkar og foreldrar heimsóttu þig og afa til Eyja og tjölduðum í garðinum. Síðan keyrð- um við um Eyjarnar og það m skemmtu allir sér svo vel. Það var alltaf svo gaman að hringja í þig og þú fylgdist alltaf svo vel með okkur og börnunum okkar. Síðustu þijú árin voru erfið, fyrst að missa Sigga litla, svo að missa afa. Nú ertu búin að hitta þá aftur. Guð geymi þig, amma mín. Sigríður Ólafsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangs- stræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.