Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS SIG URGEIRSSON + Jónas Sigur- geirsson var fæddur á Hellu- vaði í Mývatnssveit hinn 4. desember 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsa- víkur hinn 18. þessa mánaðar. Foreldrar hans voru Sigurgeir Jónsson, bóndi á Helluvaði, f. 21. apríl 1876, d. 2. mars 1951, og Sól- veig Sigurðardótt- ir, f. 30. mars 1871, d. 8. desember 1964. Hinn 20. júlí 1929 kvæntist Jónas Hólmfríði Isfeldsdóttur frá Kálfaströnd í Mývatns- sveit, f. 16. júlí 1907, d. 22. ágúst 1996. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap á Helluvaði og þar var heimili þeirra til dauðadags. Börn þeirra eru: 1) Þórhildur Arnfríður, f. 1. júní 1930. Maður hennar er Guðmundur Kristinn Gunn- arsson, f. 30. ágúst 1930, og eru þau búsett á Akureyri. Dætur þeirra eru Kristín Hólmfríður, f. 21. september 1954, og Elín Gunnhildur, f. 21. nóvember 1959. 2) Elín Inga, f. 29. október 1934. Mað- ur hennar er Jón Aðalsteinn Jónsson, f. 9. janúar 1925, og er heimili þeirra á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Synir þeirra eru Hinrik Már, f. 29. nóvember 1967, og Friðrik Þór, f. 4. nóvember 1972. Dóttir Elínar Ingu með Reyni Jónas- syni er Bryndís Arna Reynisdóttir, 19. september 1961. 3) Sólveig Guðrún, f. 2. júní 1938. Maður henn- ar er Þorkell Pét- ursson, f. 17. maí 1936, d. 20. maí 1996. Heimili þeirra hefur verið á Húsavík í rúma tvo áratugi. Börn þeirra eru Hólm- fríður, f. 1. júlí 1958, Regína, f. 16. september 1959, og Jón- as, f. 28. október 1961.4) Sigur- geir, f. 22. október 1946, heima á Helluvaði. 5) Ingólfur ísfeld, f. 3. aprfl 1948. Eiginkona hans er Anna Dóra Snæbjörnsdóttir, f. 3. október 1952 og búa þau á Helluvaði. Böm þeirra em Bryiya, f. 3. maí 1970, Snæ- bjöm Ingi, f. 7. apríl 1974, Halldór, f. 17. júlí 1978, Sól- veig, f. 28. janúar 1985, og Jónas Þór, f. 9. júní 1987. Utför Jónasar verður gerð frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hveijum manni, sem lifir langa ævi og býr til hinsta dags á ættar- leifð sinni og fæðingarstað, hlýtur að vera það mikill hamingjuauki að lifa í sátt við samferðamenn sína og umhverfí. Þegar ég vil minnast tengdaföður míns með nokkrum orðum og lít yfir æviferil hans, fínnst mér þetta vera eitt af því sem honum hlotnaðist flestum mönnum fremur. Eins og fram kemur hér að ofan var hann fæddur Mývetn- ingur og forfeður hans og mæður í næstu ættliði ólu þar einnig aldur sinn. Hlutskipti hans varð einnig að eyða ævi sinni í Mývatnssveit, búa þar búi sínu og taka jafnframt virkan þátt í íjölbreyttu félags- og menningarlífi sem í meira en heila öld hefur verið aðalsmerki sveitar- innar. Hann varð þriðji ættliðurinn sem sat jörðina Helluvað, á undan honum faðir hans Sigurgeir, en hann tók við af sínum föður, Jóni Hinrikssyni, skáldi og nafnkunnum manni. Hann kom á barnsaldri í Mývatnssveit, byggði upp nýbýli, Stöng, á heiðinni vestan sveitarinn- ar þar sem enn er búið góðu búi, var þríkvæntur en missti tvær fyrri konur sínar. Á miðjum aldri gafst honum kostur á að búa að Hólum í Eyjafírði en undi ekki þrengslum Eyjafjarðardalsins, kaus heldur víð- áttur Mývatnssveitar og heiðanna og öræfanna umhverfis hana. Þá flutti hann að Helluvaði 1878 og átti þar heima til dánardægurs 1921. Afkomendur hans mynda stóran ættboga og eru þar á meðal þjóðkunnir einstaklingar. Sem dæmi þar um má nefna þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni, Helgu Jónsdóttur, stjórnarformann Lands- virkjunar og Jón Stefánsson, organ- ista Langholtssafnaðar. Mörgum þessara ættmenna er gefinn áhugi á söng og tóniist og hæfileikar á því sviði, auk þess er fólk þar margt vel íþróttum búið. Þótt Helluvað sé í alfaraleið með hringveginn við túnfótinn, er jörðin í raun heiðarbýli þar sem land henn- ar liggur allt á Mývatnsheiði. Segja má að lýsing hennar komi fram í stuttu máli í þessum orðum úr Jarðabók Árna og Páls: „Engjar öngvar, nema nokkuð litlar í sömu hólmum í Laxá, sem hún spillir með iandbroti og sandsáburði. Úthag- arnir góðir og miklir." Áður en ræktun á nútímavísu kom til sög- unnar var heyskapur torsóttur og seintekinn. í vorharðindum varð því oft tvísýn barátta að bjarga bú- stofni heimilisins. í timaritinu „Heima er best,“ júníhefti 1987, er viðtal við Jónas þar sem hann lýsir því á greinargóðan hátt hvernig slíkt gekk til á_ nafntoguðu harð- indavori 1916. I síðasta samtalinu sem við hjónin áttum við hann á sjúkrahúsinu, nokkrum dögum fyrir ándlát hans, lýsti hann því glögg- lega hvernig hann, drengurinn níu ára að aldri, lagði föður sínum lið við samskonar aðstæður á hörðu vori 1910. Mér finnst atvikið glöggt dæmi þess hversu hann hélt skýrri hugsun og traustu minni til hins síðasta og um þá lífsbaráttu sem hann ólst upp við. í áðurnefndu tímaritsviðtali kemur fram að þeir erfiðleikar sem lýst hefur verið hafí orðið honum hvatning til að búa sig undir að rækta tún og tryggja hey- öflun með því að fara til náms á Bændaskólanum á Hvanneyri. Þar var hann tvo vetur, 1920 - 1921 og 1921 - 1922. Samgöngur voru þá með þeim hætti að haustið 1920 fór hann gangandi frá Akureyri til Hvanneyrar og vorið eftir heim með sama hætti og þeim útúrdúr að koma við á Hólum í Hjaltadal. Skólastjóri var þá Halldór Vil- hjálmsson og hann minntist hans sem mikilhæfs stjórnanda er var fullur áhuga að nemendur hefðu sem mest út úr skólavist sinni. Sagt er að á námstíma Jónasar á Hvanneyri hafi danskur maður komið þar að leikfimikennslu. Hon- um hafí þótt hæfileikar Jónasar á því sviði svo ótvíræðir að hann hafi stungið upp á því að hann færi til Danmerkur í nám sem íþróttakenn- ari. Ekki varð af því, Jónas fylgdi eftir þeirri fyrirætlan að búa sig undir bóndastarf í heimasveit sinni. Þar tóku við ýmis verkefni sem auðveldara var að sinna fyrir þann sem óbundinn var af búi og böm- um. Má þar til nefna fjárgeymslu á Austurfjöllum. Þangað tíðkaðist að reka geldfé að vorlagi, jafnvel um mánaðamót mars-apríl, til að létta á fóðrum heima fyrir og losa húspláss til nota á sauðburði. Féð nýtti sér nýgræðing sem kom snemma upp í mellöndum eða upp- grónum hraunum. Nauðsynlegt var talið að gæslumenn fylgdu hjörðun- um því hætta var á að kindur fær- ust í krapablám og hópnum varð að halda til haga á ákveðnum svæð- um. Annað verkefni voru eftirleitir síðla hausts um hina víðáttumiklu afrétti Mývetninga, einkum Austur- fjöll. Jónas valdist til þeirra starfa sem ungur maður, léttfær til gangs og þá þegar kunnugur leitarsvæð- unum þar sem hann fór í sínar fyrstu göngur sem drengur innan við fermingu. Útbúnaður þessara manna, sem lögðu að baki leiðir er mældust jafnvel í hundruðum kíló- metra, mundi nú þykja harla frum- stæður og aðstæður aðrar sem þeim voru búnar. Þannig áttu Jónas og félagi hans sér eitt sinn náttstað í Eyvindarkofa í Herðubreiðarlind- um. Ferðamenn, sem nú skoða hreysið og heyra um þetta tilvik, trúa því vart að tveir fullvaxnir menn hafí getað komið sér þar fyr- ir. Enn skal nefnt að Jónas stund- aði plægingar í sveitinni, ferðaðist milli bæja með hesta og plóg og braut land fýrir bændur. Slíkt var algengur háttur á að þoka áleiðis ræktun túna áður en vélvæðing seinni tíma kom til sögunnar. Hinn 20. júlí 1929 gekk hann að eiga Hólmfríði ísfeldsdóttur sem var elst fjögurra barna hjónanna Isfelds Einarssonar, bónda á Kálfa- strönd í Mývatnssveit og Elínar Helgu Halldórsdóttur, konu hans. Útlit var fyrir að ungu hjónin mundu leita sér búsetu utan sveitar- innar en Sigurgeir, faðir Jónasar, gekkst fyrir því að þau fengu hluta Helluvaðs til ábúðar. Þar varð síðan heimili þeirra til æviloka og stóð það eins og hjónaband þeirra í 67 ár. 1930 var ráðist í tvær stórar framkvæmdir, byggt steinsteypt íbúðarhús og heimilisrafstöð við ána sem streymir í túnfætinum. Að því stóðu auk ungu hjónanna systkini Jónasar og foreldrar hans. Húsið sem enn stendur, orðið gamalt og lúið, þætti enn í dag rúmgott fyrir eina fjölskyldu. Ekki var þó svo að þau hjónin og börn þeirra væru einu íbúamir. Þar var einnig um ára- tugaskeið heimili Sigríðar, systur Jónasar, og Gísla Árnasonar, eigin- manns hennar og fjögurra barna þeirra. Þau Gísli og Sigríður eru nú bæði látin en voru á sínum hluta jarðarinnar til æviloka sambýlisfólk Jónasar og Hólmfríðar. Gömlu hjón- in, Sigurgeir og Sólveig, áttu þar samastað uns yfir lauk og með þeim hélt heimili Guðrún, elsta dóttir þeirra. Þriðja systirin, Anna, og eig- inmaður hennar, Þórður Friðbjarn- arson húsasmiður, áttu þar einnig heimili í nokkur ár um og fyrir 1940. Enn skal nefnt að Ámi, son- ur Gísla og Sigríðar, og eiginkona hans, ída Þorgeirsdóttir, bjuggu þar árin 1950 - 1954. Þröngbýli þætti þetta nú á dögum en hefur án efa stuðlað að sterkum fjölskyldu- tengslum og samkennd sem áber- andi er meðal afkomenda þeirra Jónasar og Hólmfríðar. Helluvað mun aldrei hafa talist til góðbýla í Mývatnssveit og meðan ræktun og véltækni nútímans var ekki komin til sögunnar útheimti það ómælt erfiði að sjá þar tveimur eða þremur fjölskyldum farborða. Sérstaklega var heyskapur tíma- frekur og erfiður þar sem sækja varð á dreifða slægjubletti víðsveg- ar um heiðina í landi jarðarinnar. í samræmi við það sem segir hér fyrr í sambandi við skólavist Jónas- ar á Hvanneyri sá hann mætavel þá möguleika er ný véltækni færði bændum landsins við styijaldarlok. Þegar árið 1946 keypti hann heimil- isdráttarvél,_ fyrstur bænda í Mý- vatnssveit. Á sama tíma tóku bænd- ur þar í sveit og Reykjadal höndum saman í Ræktunarsambandinu Smára. í slóð jarðvinnslutækja þess breiddust ný tún bænda út yfir mýrar og móa á næstu árum. Átti það ekki hvað síst við á Helluvaði enda ræktunarskilyrði góð í þurru mólendi heiðarinnar. Árangurinn varð sá að í áðurnefndu tímaritsvið- tali tekur Jónas svo til orða að hið eina sem hann geti montað sig af sé að verða fyrstur bænda í Mý- vatnssveit til að taka allan heyskap af ræktuðu landi. Hvað heyöflun varðar lá hans hlutur heldur ekki eftir að hagnýta þærtækninýjungar sem fram komu. Nú á síðustu árum þegar kúabú er fyrir löngu aflagt og kvóti hefur skert fjárstofn má segja að við hagstæð skilyrði taki heyskapur ekki mikið fleirí daga en mánuði áður með gömlu lagi. Annar þáttur búskaparins sem færði þeim hjónum stundir erfiði og andvöku var umönnun lambfjár á sauðburði. Kom þar til bæði hin þingeyska hefð að láta fé bera á húsi og fylgjast með því dag og nótt og að auki sú staðreynd að Sigurgeir, faðir Jónasar var einn kunnasti fjárræktarmaður landsins. Hafði hann frá ungum aldri stundað kynbætur á fjárstofni sínum og Jónas hélt því starfi ótrauður áfram. Slíkur kynbættur fjárstofn er vafa- lítið viðkvæmari fyrir því ef eitthvað fer úrskeiðis við burð ánna og grundvöllur kynbótastarfs er að skrásett séu foreldri hvers einstakl- ings í hjörðinni. Hlutur Hólmfríðar í þessu efni var ekki öllu minni því að sérgrein hennar var að liðsinna þeim ám sem áttu í erfíðleikum með burð. Fyrir slíkan fjárræktar- mann sem Jónas var það áreiðan- lega erfið lífsreynsla þegar hann, kominn yfir áttrætt, varð að sæta niðurskurði á bústofninum vegna riðuveiki. Því áfalli tók hann með þeirri karlmennsku og rósemi sem honum var lagin. Jónas sóttist ekki eftir vegtyllum eða trúnaðarstörf- um en engu að síður komu nokkur í hans hlut. I samræmi við það sem áður segir, kom nær af sjálfu sér að hann var um áratuga skeið for- maður Fjárræktarfélags Mývatns- sveitar. Rótgróinn áhugi margra mývetnskra bænda á þessu sviði sá til þess að starfi því fylgdu nokkur umsvif. Mest mæddi þó á honum þegar fram fóru fjárskipti í sveit- inni allri vegna mæðiveiki 1945. Þá voru ekki allir bændur sáttir við að sjá á eftir bústofni sínum á blóð- völlinn. Sigurgeir, faðir hans, var um langan aldur formaður sóknar- nefndar Skútustaðakirkju og kom nær af sjálfu sér að embættið gekk í arf til sonarins. Fyrr en það varð hafði hann tekið við reikningshaldi kirkjunnar og sinnti hann hvoru tveggja fram á elliár. Fyrst rætt er um Skútustaðakirkju verður að geta þátttöku hans í kirkjukór hennar. Þar söng hann í 70 ár, seinast á jólum 1987 við skírn son- arsonar og nafna. Enn er ótalið það sem sennilega var umsvifamest af slíkum aukastörfum hans, að ann- ast rekstur Sparisjóðs Mývetninga í 35 ár. Sjóðurinn var stofnaður 1945 og þótt annar maður muni hafa átt hugmyndina að því var Jónasi þegar í upphafi falin stjórn hans, umsjón með útlánum og reikningshald. Afgreiðsla var á heimili þeirra hjóna og kom þá af sjálfu sér að margir áttu erindi í Helluvað. Ekki var það helst á þeim tíma dags sem nú er afgreiðslutími peningastofnana heldur um kvöld og helgar. Sérstaklega er börnum þeirra hjóna það minnisstætt hve gamlaársdagur gat verið ónæðis- samur því að margir þurftu að ganga frá sínum málum um ára- mót. Bættist ös sú ofan á annríki bóndans í fjárhúsum vegna yfir- standandi fengitíðar. Húsmóðirin fór ekki heldur varhluta af hinni daglegu gestakomu því að sjálfsagt þótti að bjóða sérhveijum góðgerðir og setjast niður með þeim sem þiggja vildu. Einn þáttur í fari Jón- asar sem skylt er að minnast var hjálpsemi hans við þá sveitunga sína sem af einhveijum ástæðum áttu í erfiðleikum með heyskap. Efalaust hefur hann átt auðvelt með að setja sig í spor þeirra er horfðu fram á vetur með skertan heyfeng og að öðrum þræði var þetta sprottið af þeim anda sam- hjálpar og félagshyggju sem í upp- vexti hans einkenndi mannlíf í Mývatnssveit. Dæmi þar um eru þau fóðurforðabúr tvö sem hann lýsir í títtnefndu viðtali í „Heima er best.“ Kynni mín af Jónasi hófust fyrir rúmum fjörutíu árum þegar við gerðumst heitbundin,_ ég og elsta dóttir þeirra hjóna. Á vissan hátt varð það mér ómetanlegt að vera tekinn inn í fjölskylduna, komungur maður, nýkominn í hérað þar sem ég var með öllu ókunnugur mönnum og málefnum. Jónas var á þessum árum kominn yfir fimmtugt og kom mér fyrir sjónir sem lífsreyndur maður, rólegur og yfirvegaður. Börn hans telja hann hafa verið ákafamann við vinnu en mín reynsla á þessum árum staðfesti það ekki. Ég lagði hönd að verkum á Hellu- vaði næstu sumur, bæði heyskap og byggingarvinnu. Verkstjórn hans fannst mér síður en svo ein- kennast af vinnuhörku miðað við það Sem ég þekkti frá æskuslóðum í Borgarfirði. Ekki þurfti lengi að vera samtíða honum til þess að komast því að hann var hafsjór af fróðleik um menn og málefni heima- byggðar sinnar allt aftur á síðustu öld. Gilti hið sama um Hólmfríði og er skiljanlegt í ljósi þess hve ættir þeirra voru rótfastar í sveit- inni. Þegar ég lít til liðinna ára finnst mér eftirminnilegast hve hóf- samur hann var í umræðu sinni um samferðamenn, lífs og liðna. Hann hafði vissulega misjafnt álit á mönnum en lagði þeim aldrei illt til í umtali heldur stillti orðum sínum í hóf, valdi þau þannig að ekki voru meiðandi. Svo sem vænta mátti um fólk á þeirra aldri hnignaði líkamskröftum og heilsu þeirra hjóna hin síðustu ár. Gætti þess meira með Hólmfríði og varð henni einkum þung í skauti sjóndepra er varnaði henni að lesa sér til dægrastyttingar. Bætti hún úr því með lánum frá Blindrabóka- safni auk þess sem Jónas las löng- um stundum fyrir hana. Þeim hjón- um hlotnaðist sú gæfa að geta búið á sínu gamla heimili allt fram eftir því sumri sem nú er að kveðja. Vitnar það um samheldni fjölskyld- unnar að börn þeirra, aðrir afkom- endur og venslafólk lögðu sig öll fram um að það mætti takast. Skipti þar mestu máli að sonurinn, Sigur- geir, var alla stund í heimili með gömlu hjónunum og sonardóttirin, Brynja Ingólfsdóttir, veitti þeim margvíslega hjálp. Hlutverk þetta var þeim mun ljúfara að þau héldu óbiluðu minni og skýrri hugsun til hins síðasta. Einnig veittu sveit- ungar aðstoð og hjúkrun sem skylt er að þakka. Skulu hér nefnd þijú nöfn af því tilefni: Frænka Hólm- fríðar, Elín Einarsdóttir, Kálfa- strönd, nágrannakona, Halldóra Jónsdóttir, Arnarvatni og síðast en ekki síst, Sigrún Skarphéðinsdóttir, sjúkraliði, Skútustöðum. Hér framar var þess getið að Jónas þótti efnilegur íþróttamaður á yngri árum. Ekki varð það hlut- skipti hans að iðka íþróttir að ráði síðar meir en efalítið kom þessi eig- inleiki fram í því að hann hélt líkam- legri reisn til æviloka. Síðustu ár biluðu fætur hans svo að hann átti erfitt með gang en þegar hann reis úr sæti stóð hann teinréttur. Lífs- vilja og bjartsýni hélt hann til hins síðasta og leit svo á að læknishjálp og hjúkrun sem honum var veitt mundi færa honum bata. Þannig var viðhorf hans jafnvel þær vikur er liðu frá útför Hólmfríðar 30. ágúst s.l. fram að andláti hans, en þann tíma dvaldi hann á Sjúkra- húsi Húsavíkur. Aðstandendum öll- um var þó ljóst til hvers mundi draga fyrr en seinna, líkamlegt þrek og heilsa var á þrotum. Hér í upp- hafí var getið þeirrar gæfu hans að lifa í sátt við umhverfí sitt og samferðamenn á lífsleiðinni. En hamingja hans var ekki einungis í því fólgin. Ómetanlegt var þeim hjónum báðum að lifa í farsælu hjónabandi í hartnær sjö áratugi. Einnig hlaut hann að eiga margar gleðistundir sem bóndi yfir þeim breytingum til framfara er hann sá á langri ævi. Við, venslafólk hans og afkomendur, skynjuðum mæta- vel hve mikils virði honum voru samfundir fjölskyldunnar, ástúð og umhyggja yngri kynslóðanna. Nú að leiðarlokum er okkur ljúft og skylt að þakka honum samfylgdina, þá gæfu að fá að njóta fróðleiks um liðna tíma og kynnast hófstill- ingu hans, bjartsýni og lífstrú. Guðmundur Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.