Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 2
UTl Aí) BORÐA MEÐ MARÍl) ELLINGSEN
| AUÐVÍN í glösum í dempaðri birtu,
’ rósir á borðum og söngur um ástina
Lí loftinu.
Rómantískt og hún hugsar mikið um ást-
ina — en raunsæjum huga. Hún svífur ekki
um í þoku óljósra drauma og byggir ekki hús
sitt á sandi. „Þegar ég kom heim eftir leik-
listarnám í Experimental Theatre Wing í
New York langaði mig að setja upp leikritið
Sjúk í ást (Fool for Love) eftir Sam Shepard.
Mér var sagt að sölumenn gætu safnað sér
góðum pening á stuttum tíma, svo ég gerðist
sölumaður og seldi bókina Heimilis-
læknirinn um allt land eða þangað til
ég átti fyrir uppfærslunni," segir
María Ellingsen leikkona.
Mistökin að temja
ástina
Við erum á veitingastaðnum Við
tjörnina í Templarasundi í Reykja-
vík. María er nýflogin af sýningu á
Svaninum eftir Elizabeth Egloff sem
Annað svið sýnir í Borgarleikhúsinu.
Svanurinn er annað leikritið sem
María stendur straum af hér á landi
undir heitinu Annað svið. Leikstjór-
inn, Kevin Kuhlke, sem einnig leik-
stýi'ði Sjúk í ást, var kennari hennar í
NewYork.
Þjónn leggur steiktan smokkfisk
á borðið handa Maríu og villibráðar-
paté í forrétt handa mér. „Ég hef
aldrei bragðað smokkfisk áður,“
segir hún, „hann er rosalega ljúf-
fengur. Ég hef tilhneigingu til að
halda mér á þekktum svæðun en líka
að ögra sjálfri mér, þess vegna valdi
ég leiklistina og þennan smokkfísk."
Er Dóra íSvaninum ástfangin?
„Mér fannst ég þekkja Dóru, bæði
í öðrum konum og sjálfri mér,“ segir
María. „Hún á þrjú hjónabönd að
baki en vonin kviknar alltaf aftur og hún
gerir sífellt sömu vitleysurnar. Hún er aum í
hjartanu — með lítið sprengjubrot — og vill
ekki meir en getur ekki verið ein. Hún lokar
hjarta sitt í kistli, en svanurinn vill að hún
opni og segir hjarta hennar gullið bál — hún
berst eins og ljón á móti.“
Mönnum hættir til að taka hið mikla nátt-
úruafl ástarinnar og klæða í smekkleg föt,
temja hið villta en fínnast svo allt leiðinlegt.
„Astin er sterkasta upplifunin í lífínu,"
segir María, „og hún veldur líka mestum
sársauka og einmanakennd.
Eftir að hafa staðið fyrir þessum tveimur
leikritum, Sjúk í ást óg Svaninum, velti ég
fyrir mér hvort ég væri með ástina á heilan-
um. En ég held að það sé frekar það að ég
vilji ekki ástina upp á punt í hillu, heldur
takast á við hana.“
Spánskt Montecillo-rauðvín á tungu, ást-
arsöngur í eyrum og nú villt gæsabringa á
guUiB bái
diskum. „Mjög gott og við-
eigandi að borða villtan
fugl,“ segir María.
María segist hafa orðið
fyrir miklum áhrifum af
bók Roberts Johnson We
sem fjallar um hvernig
vestrænir menn hafa mis-
skilið ást Tristans og
Isoldar. „Við gleypum við
sögunni en niðurstaða
hennar er óhamingja og
dauði. Við viljum vera eins
og þau, en þau meiða sig
mikið og við vöðum inn í
eldinn og erum hissa á að
brenna okkur.
Isold er hálfmennsk og
hálfgyðja og hún og Trist-
an eru ekki ástfangin hvort af öðru heldur af
ástinni sjálfri.
María stendur að leik-
sýningunni Svaninum
í Borgarleikhúsinu
sem fjallar meðal ann-
ars um villtu ástina í
hjartanu. Gunnar
Hersveinn borðaði
með henni á veitinga-
húsinu Við tjörnina og
hlýddi á orð hennar
um eldinn.
Morgunblaðið/Kristinn
ísold hinna hvítu handa
er aftur á móti mennsk og
kona jarðarinnar og með
henni getur Tristan öðlast
hamingju og líf, en hann
yfirgefur hana og fer til
hinnar aftur og það dreg-
ur þau til dauða.
Skilaboðin í þessari
mýtu eru viðvörun um að
láta hina goðumlíku ást
ekki leiða okkur á villu-
götur. Gyðjan er ástin
innra með manni en ekki
sú sem við giftumst."
María segist sammála
Robert Johnson um að
rómantísk ást hafi tekið
sess trúarlegrar upplifun-
ar í vestrænu samfélagi. Astin er yfirnátt-
úruleg og þeir sem blindast eins og Tristan
vakna óvænt upp við barnagrát og bleyju-
þvott. En mýtan býður mönnum að láta hina
guðlegu mynd ástarinnar ekki skyggja á
manneskjuna sem við elskum.
Leigubflahljóð berst inn og par kveður
veitingastaðinn. Gæsabringan er farin ljúf-
feng af diskunum. Eftirrétturinn er valinn:
Súkkulaðimús.
„Margir stjórnast af ástinni, en pæla
aldrei í henni,“ segir María.
„Er leiklistin ekki kjörin til að hreyfa við
fólki?“
„Jú, og leikarinn þarf alltaf að vera
í sambandi, hann má aldrei vera á
flótta. Hann þarf að túlka það að vera
manneskja, til dæmis eins og Dóra
sem glímir við ástina," segir María.
Fólk fer í leikhús til að upplifa eitt-
hvað stærra en hversdags og við velj-
um að vera leikarar til að túlka þess-
ar tilfinningar, svo áhorfandinn geti
sagt: „Svona líður mér.“ Það er til-
gangurinn, en ekki að hamra boðskap
inn í fólk og leikarinn fer fram á yztu
brún til að gera þetta.“
Lífið byrjar ekki
með manni sjáifum
„Hvernig bragðast súkkulaðimús-
in?“
„Brjálæðislega góð,“ svarar María
og músin svífur á hana. „Ég fer á
þennan veitingastað þegar ég vil fara
út í óvissuna. Það er ekki hægt að
reikna út fyrirfram hvað maður borð-
ar. Hér smakka ég mat sem ég vissi
ekki að væri til. Óvæntir réttir og
matreiðsla."
Ég halla mér aftur í stólnum og
María lítur til beggja hliða út um
gluggana, annan fyllir Alþingisgarð-
urinn, hinn Dómkirkjan, en þar var
séra Haraldur Níelsson (1868-1928) prestur,
langafi Man'u. „Hann hefur fylgt mér,“ segir
hún. María er líka komin af Guðnýju frá
Klömbrum (1804-36) en eftir hana birtist
íyrsta prentaða Ijóðið eftir íslenska konu.
„Það er gott að styðja sig við forfeður sína
og muna að lífíð byrjaði ekki með manni
sjálfum." Kraftinn og bjarsýnina sækir
María í móðurætt sína til Færeyja.
Guðný frá Klömbrum var samtíðarkona
Agnesar og Skáld-Rósu, en María lék Agn-
esi í samnefndri kvikmynd. Guðný sprakk
af harmi þegar maður hennar yfirgaf hana
vegna þess að hann þoldi ekki gáfur hennar.
Guðný samdi ástarljóð og dó; ljóð sem Mar-
ía byggði á í túlkun sinni á Agnesi.
Undir ástarlögum veitingahússins og rós-
um á borði tæmum við rauðvínsglösin. And-
artak dempast ljósin í myrkur, gler molnar,
svo birtir á ný. Eg tek eftir að rúðan er brot-
in og María horfín.
Nýkomin ódýr
nátífatnaÓur,
leikfóng
og gjafavara.
í leiÓinni
GUsibx, s. 5533305
SÍNENG
Níiá'H SÉWÖ1NGAR
20'/,SÍNMSARAFSIÍTTUR
Opið
laugardag kl. 10 -16
sunnudag kl. 13 - 17
Persía
Opið laugardag og sunnudag.
Suðurlandsbraut46v/Faxafen-Slmi:S686999.
r.irmiQ rtukið urval <H
HtroLim <t uunua ug suuu