Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 23 Lögregla skýtur blökkumann til bana í St. Petersburg á Flórída Hörð átök og kveikt í húsum St. Petersburg. Reuter. KVEIKT var í á 28 stöðum og 11 manns slösuðust í óeirðum sem urðu í hverfi blökkumanna í St. Peters- burg í Fiorida aðfaranótt föstudags eftir að lögregla skaut til bana svartan ökumann. Tókst ekki að koma á ró fyrr en í morgunsárið. Borgarstjórinn í St. Petersburg sagði embættismenn myndu hitta að máli talsmenn blökkumanna á staðnum til að ræða umkvörtunar- efni svartra og reyna þannig að koma í veg fyrir frekari átök. Um 20 manns voru handteknir. Darrell Stephens lögreglustjóri sagði í gær að viðbúnaður yrði auk- inn í suðurhluta borgarinnar en sagðist telja að ekki myndi koma til frekari átaka. Hann vildi ekki ræða tilefni óeirðanna, málið yrði rannsakað af hálfu embættis sak- sóknara. Lögreglan sagði að tveir hvítir lögreglumenn, karl og kona, hefðu síðdegis á fimmtudag stöðvað mann sem ók of hratt í hverfinu þar sem mikið hefur verið um glæpi er tengj- ast fíkniefnum. Maðurinn hefði virst ætla að aka lögreglumennina niður og þeir brugðist við með því að skjóta hann. Sjónarvottur að atvikinu, Rachel Wilson, sagði á hinn bóginn í sjónvarpsviðtali að maðurinn hefði alls ekki ögrað lög- reglumönnunum. Skotið hefði verið að tilefnislausu og maðurinn þá verið búinn að rétta upp hendur. Átök hófust um hálfáttaleytið að staðartíma á fimmtudagskvöld á gatnamótunum þar sem maðurinn var skotinn og lauk ekki fyrr en undir sjö um morguninn. Mann- fjöldinn kastaði gijóti og flöskum að lögreglumönnum. Mörg hundruð lögreglumenn, sumir búnir sérstök- um óreiðabúningum, tóku þátt í aðgerðum vegna átakanna og 150 slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna samaniagt 89 brunatilkynn- inga. „Mikið eftir ógert“ „Þetta gerist allt í einu, alveg fyrirvaralaust," sagði David Fisher borgarstjóri. „Þetta er viðvörun sem merkir að það er mikið eftir ógert.“ Steinunn Daly býr í St. Peters- burg sem er um 250.000 manna borg og vinsæll ferðamannastaður, margir íslendingar hafa verið þar í sumarleyfi. Hún sagði margt óljóst í fréttum af málinu. „Það voru svo fáir sem sáu hvað gerðist en svarta fólkinu finnst oft að lögreglumenn hagi sér ekki nógu vel. Það er sagt að 18 ár séu síðan óeirðir hafi orðið hér, þetta er yfir- leitt mjög friðsöm borg,“ sagði Steinunn. Hún sagði að svo virtist sem annar lögreglumaðurinn, karlmað- urinn, hefði staðið fyrir framan bíl- inn er hefði annaðhvort runnið áfram eða verið ekið á hann. Hefði Banna far- síma á þingi Sevilla. Reuter. HÉRAÐSÞINGIÐ í Andalúsíu i suðurhluta Spánar bannaði á mið- vikudag notkun farsíma á þing- fundum. Ástæðan var sú að þing- heimur hafði fengið sig fullsaddan af stöðugum og truflandi símhring- ingum. Bannið tekur til allra funda á þingi, hvort sem um er að ræða nefndir eða þingið allt. Það á ekki aðeins við um þingmenn, heldur þurfa blaðamenn og embættis- menn einnig að lúta því, samkvæmt tilskipun forseta þingsins, sósíal- istans Javiers Torres Velas. þá hinn lögreglumaðurinn, konan, hrópað: „Skjóttu“. Ungur maður hefði verið farþegi í bílnum og ekki vitað hver vitnisburður hans væri. í fjölmiðlum segði að bíllinn hefði verið stolinn. Vilja frjálsa samkeppni ÚTFARARSTJÓRAR á Spáni efndu til mótmæla í Madrid á fimmtudag og óku vögnum sín- um um miðborgina til að leggja áherslu á kröfur um að komið verði á algerlega frjálsri sam- keppni í þjónustugreininni. Hafa útfararstjórarnir bundist sam- tökum um að efna til allsheij- arverkfalls taki ríkisstjórnin ekki slqótt á máli þeirra. Rýmingarsala tækjum, sýnishornu gerðum, aðeins í einn d ISSKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR ELDUH ARTÆKI KAFFIVÉLAR MATVINNSLUVÉLAR RYKSUGUR HÁRRLÁSARAR RAKVÉLAR SIÓNVÖRP HLIfiMTÆKI TÖLVUR SlMAR FAXTAEKI OG MARGT FLEIRA _ , snervNO°d o50/0 p!^tl* e» f tówor CAV sssjf?** 98" s'jónvovp ,4„ sióovörP íra 94.000 MS'9' w- PáðuV7.99° oó »490^400 CAS'° ^rða. Is'aoo oO 49.900 •255-* »\\t &Ó ^»/As\®»r . «u 1 rtC. c,írrvars196 P^oo nö GSN' aU e7a\r sírr>a Hoimilictæki mma af> þemul SÆTUN 8 SIMI 569 1515 SÍMADEILD SÍMI 563 1400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.