Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 31 Eiríkur Finnur Greipsson og Guðlaug Auðunsdóttir lentu í flóðinu ITEYRI Flytja inn í nýtt hús á Flateyri Morgunblaðið/Golli bjartsdóttir með dætrum sínum og tveimur barnabörnum, f.v. Guðrún t, Arnar Már Þorsteinsson á bak við móður sína, Kristínu Agústs- Söndru Mjöll Traustadóttur og Helga Ósk Eggertsdóttir. þeirra. Yngsta barnið fannnst síðar, einnig látið. Betra að vera heima Eggert og Laufey komust vestur daginn eftir snjóflóðið og segja að aðkoman hafi verið skelfileg. Síðan hafa þau verið fyrir vestan. Bæði eru þau rótgrónir Önfirðingar, Egg- ert hefur verið á Flateyri frá fimm ára aldri og Laufey er fædd og uppalin í Önundarfirði. „Ég held ekki, það er ekkert betra að vera í Reykjavík. Hér er maður miklu frjálsari og hefur þó vinnu hér,“ segir Laufey þegar þau eru spurð að því hvort ekki hefði komið til greina að flytjast suður um tíma, eins og margir gerðu sem urðu fyr- ir miklum missi. „Það kom ekki til greina að fara. Þetta er eina versl- unin á staðnum og við gátum ekki farið og lokað á eftir okkur,“ segir Eggert. Hann segist einnig telja að fólkið sem varð eftir heima hafi frekar komist yfir erfiðleikana, að því marki sem það sé hægt. Eggert og Laufey reka verslunina Félagskaup og hafa gert í sjö ár. Þar vinna einnig dætur þeirra þrjár. Ómar Ingi býr einnig á Flateyri en Magnús Gunnar er fluttur til Reyðarfjarðar. „Við vinnum mikið og hittum marga í versluninni. Það kemur öðruvísi út,“ segir Laufey þegar þau hjónin eru spurð að því hvað hafi gefið þeim styrk til að komast í gegnum sorg sína og styrkja jafnframt aðra sem átt hafa í erfiðleikum. „Maður varð einfald- lega að taka á og lifa með þessu. Við fengum einnig áfallahjálp í fyrstu,“ segir Laufey og Eggert bætir því við að mikil vinna og þetta bindandi starf hafi hjálpað þeim. Margt rifjast upp Helga Ósk segist stundum hugsa mikið um atburðina fyrir ári, sérstak- lega þegar hún sé ein og hafi lítið að gera. Hún segir að sér hafi ekki litið betur þegar hún fór frá Flateyri í tvo mánuði í sumar. „Ég held að það sé betra að vera á staðnum og takast á við sorgina en að reyna að flýja hana,“ segir Helga Ósk. Hún segist hafa farið til sálfræðings í Reykjavík og það hafí einnig hjálpað henni að ræða málin við vini sína. Laufey, Eggert og Helga Ósk hafa eins og fleiri Fiateyringar hugs- að mikið til baka undanfarna daga þegar unnið hefur verið að undirbún- ingi þess að minnast snjóflóðanna þegar ár er liðið frá þeim. Þau segja að margt rifjist upp og neita því ekki að nokkur kvíði sé í þeim vegna dagsins. Morgunblaðið/Golli GUÐLAUG Auðunsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson í sumarbú- staðnum sem hefur verið heimili þeirra frá því í vor. neinni áfallahjálp að halda en það fór samt svo að konan pantaði tíma fyrir mig í febrúar og ég fann það fljótt þegar ég skrúfaði frá kranan- um að ég hafði mikla þörf fyrir þessa aðstoð enda á hún ekki að vera neitt feimnismál," segir hann og Guðlaug bætir því við að álit þeirra á sálfræðingum hefði breyst mikið við þessi samskipti. Þau segj- ast enn ekki vera búin að vinna úr áfallinu, veðurhræðslan sé enn mik- il eins og kom í ljós í óveðrinu í byijun vikunnar. Byggja upp nýtt heimili Fljótlega ákváðu Eiríkur Finnur og Guðlaug að kaupa íbúðarhús foreldra Eiríks, geræ það upp og flytja aftur heim. í fyrstu var hug- myndin að flytja um áramót en það reyndist óraunhæft og þau fluttu vestur 20. maí. „Það var mikill munur að taka þessa ákvörðun og það hefur hjálpað okkur mikið að hafa þetta markmið til að stefna að. Við vitum að sumum sem eru í svipaðri stöðu og við finnst það óþægilegt að hafa framtíðina óráðna að þessu leyti,“ segir hann. Þau fluttu í lítinn sumarbústað á Flateyri og hafa búið þar síðan. „Það er allt í lagi að vera í sumarbú- stað í hálfan mánuð eða þijár vikur en það er þreytandi til lengdar,“ segir Guðlaug. Plássið er lítið og svo skelfur bústaðurinn og nötrar í slæmum veðrum. „Það varð allt annar andi í fjöl- skyldunni þegar við komum vestur og við erum ánægð með lífíð. Það eina sem skyggir á er að við höfum stöðugar áhyggjur af því að koma okkur aftur fyrir, byggja upp nýtt heimili,“ segir Eiríkur. Þau hafa unnið hörðum höndum að því að gera upp húsið og vonast til að geta flutt inn í næsta mánuði. End- urbæturnar hafa tekið lengri tíma og verið dýrari en þau gerðu ráð fyrir í upphafí. Þau eru ánægð á Flateyri og segjast verða að takast á við veður- hræðsluna á næstu mánuðum. „Ekki er hægt að flýja veðrið, þá væri maður að flýja raunveruleik- ann. Maður verður að taka tillit tif' náttúruaflanna og læra að lifa með þeim,“ segir Eiríkur Finnur. HÚS Eiríks Finns Greips- sonar og Guðlaugar Auðunsdóttur að Unnar- stíg 3 sprakk í tætlur í snjóflóðinu en þau hjónin og tveir synir þeirra, Grétar Örn og Smári Snær, sluppu lítið meidd. Elsti son- urinn, Auðunn Gunnar, var við nám í Reykjavík þegar atburðirnar gerð- ust. Fjölskyldan fór strax til Reykjavíkur með varðskipinu Ægi og dvaldi þar fram á vor. Þau eru nú að gera upp hús á Flateyri og flytja inn í það í næsta mánuði. Þau segja að erfitt hafí verið að búa fyrir sunnan, sérstaklega hafi breytingin verið erfið fyrir strák- ana. „Þeir voru þvingaður suður án undirbúnings. Þeir söknuðu vina sinna og umhverfisins og mánuði eftir flóðið voru þeir farnir að gráta og biðja um að fá að fara aftur heim,“ segir Eiríkur Finnur. Sjálfur fór hann fljótlega að vinna á Isafírði þar sem hann var framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Vestfírð- inga og segir að þó hann hafi haft ákaflega velviljaðan vinnuveitanda og reynt að vera mikið fyrir sunnan hafi aðskilnaður fjölskyldunnar haft slæm áhrif á strákana. Áfallahjálpin mikilvæg Frændfólk og vinir Eiríks Finns og fjölskyldu létust í snjóflóðinu, meðal annars tvær ungar frænkur hans hans sem bjuggu við Unnar- stíginn. Þau segja að mikill sam- gangur hafi verið milli fjölskyldn- anna við götuna og samhugur. Og þær hefðu haldið sambandinu eftir snjóflóðið. „Ég met það svo að við höfum ekki átt annarra kosta völ en að fara strax. Okkar nánasta fjöl- skylda er öll fyrir sunnan og það er ekki hægt að lýsa því hvað það er manni mikils virði að fá stuðning ættingja þegar svona stendur á. Það hefði hins vegar verið betra fyrir okkur ef við hefðum átt kost á því að komast fyrr heim aftur,“ segir Eiríkur Finnur. Fjölskyldan fékk öll áfallahjálp. Eiríkur segir að fyrst hafi Guðlaug farið með strákana og síðan farið sjálf. „Ég taldi mig ekki þurfa á Ingibjörg Kristjánsdóttir og Hinrik Kristjánsson sitja uppi með skemmt hús Búum aldrei þama Morgunblaðið/Golli HINRIK Kristjánsson og Ingibjörg Kristjánsdóttir við byrgða giugga á svefnáimu húss síns sem snýr að fjallinu. Morgunblaðið/Golli • við vinnu sína á leikskólanum. um málið við fjölskyldu sína og vini og telur að það sé besta áfallahjálp- in. „Ég tel að það hafí gert mér gott að vera hér á staðnum, hafa rústirnar fyrir augunum og venjast þeim þó auðvitað sé gott að núna skuli vera búið að hreinsa þær,“ seg- ir Guðný Margrét. MAÐUR veit ekki hvað verður. Það eina sem er ljóst að við ætlum ekki að búa þama framar,“ segja Hinrik Kristjánsson og Ingi- björg Kristjánsdóttir um hús sitt Olafstún 4. Snjóflóðið féll á húsið og skemmdi og hafa þau fengið tryggingabætur en hafa ekki viljað gera við húsið á meðan óráðið er hvað um það verður. Fyrir snjóflóð voru umræður um uppkaup ríkisins á nokkrum húsum efst í þorpinu, á því svæði sem þá. var talið mesta snjóflóðahættusvæð- ið. Hús Hinriks og Ingibjargar var þar á meðal. Atburðarásin sem varð í kjölfar snjóflóðsins, meðal annars ákvörðun um byggingu varnarmann- virkja í fjallinu, hafa tafíð málið og telja þau sig nú vera í verri stöðu en fyrir flóð. Þau telja að varnargarðarnir breyti engu um afstöðu þeirra til að búa í húsi sínu. Húsið sé byggt úr steinsteyptum einingum og því hafi verið lýst yfir af sérfræðingum að einungis sérstaklega styrkt hús þyldu örugglega bylgjuna sem kæmi yfír garðana í snjóflóðum. Þá óttast þau að snjósöfnun aukist á þessu svæði vegna garðanna og hafi hún þó verið ærin fyrir. Ekkert í hendi Ingibjörg og Hinrik höfðu rýmt hús sitt áður en snjóflóðið féll og segjast hafa verið í útilegu í mánuð eftir flóð og síðan í leiguhúsnæði. Þau segjast ekki treysta sér til að ráðast í byggingu nýs húss fyrr en örlög þess gamla séu ráðin. Fleiri eru í þeirra sporum og sumir þegar farið út í fjárfestingar. Hinrik segist þeirrar skoðunar að eigendur ann- arra húsa á svæðinu séu í nákvæm- lega sömu stöðu, þeir geti ekkert frekar nýtt húsin þótt þau séu heil. Fólk hefur smám saman verið að yfirgefa húsin síðustu daga og vikur og þau segjast ekki eiga von á að nokkur búi í Ólafstúninu í vetur. Hugmyndir hafa verið uppi um að Húsnæðisstofnun keypti húsin og leigði sem sumarhús á meðan reynsla væri að komast á vamargarðana. Hinrik gerir sér vonir um að skriður sé loksins að komast á málin en tek- ur fram að enn sé ekkert í hendi um lausn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.