Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 19 VIÐSKIPTI Stærsta farþega- skipið afhent Feneyjum. Reuter. BANDARÍSKA skemmtisiglinga- fyrirtækið Carnival Corporation hefur tekið við stærsta farþega- skipi heims og hyggst færa út kvíamar í Asíu. Aðalframkvæmdastpóri Cami- vals, Micky Arison, gerði grein fyrir fyrirætlunum þess þegar risaskipinu Carnival Destiny var opinberlega hleypt af stokkunum í Feneyjum. Skipið er 101.000 smálestir og hærra en Frelsis- styttan. Carnival Destiny, sem kostaði 400 milljónir dollara, liggur við festar um 300 metra frá Markús- artorgi og borgaryfirvöld vildu ekki leyfa að skipsflautunni yrði þeytt vegna reglna um hávaða- mörk. Moulinex segir upp tæplega þriðjungi starfsmanna Morgunblaðið. Montpellier. FRANSKI heimilistækjaframleið- andinn Moulinex hyggst grípa til róttækrar endurskipulagningar á starfsemi sinni í Frakklandi, sem hafa mun í för með sér að um þriðj- ungi starfsmanna fyrirtækisins þar í landi verði sagt upp störfum. Síðastliðinn föstudag kynnti for- stjóri fyrirtækisins, Pierre Blayau, fyrir stjórn fyrirtækisins áform um að segja upp 2.100 af 7.500 starfs- mönnum fyrirtækisins í Frakk- landi. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að finna önnur störf fyr- ir alla þá starfsmenn sem sagt yrði upp störfum. Hlutaðeigandi verkalýðsfélög hafa fordæmt þessi áform fyrir- tækisins og skoruðu þau strax á föstudag á fyrirtækið að draga þau til baka. Endurskipulagning fyrirtækisins felst ekki aðeins í þessum uppsögn- um heldur er einnig áformað að stokka upp meðal þeirra starfs- manna sem áfram munu starfa hjá fyrirtækinu, auk þess sem leitað verður eftir aðstoð sveitarstjórna á þeim svæðum sem í hlut eiga við að fínna önnur störf handa þeim sem missa munu vinnu sína. Á stjómarfundinum minntist Blayau einnig stuttlega á þann möguleika að stytta vinnuvikuna í 33 tíma á viku árið 1998 og 31 tíma á viku árið þar á eftir. Starfsmönnum boðið að fara fyrr á eftirlaun Vegna gildandi laga um fjölda- uppsagnir bindur Moulinex vonir sínar við að unnt verði að forða um 700 starfsmönnum frá yfirvof- andi uppsögnum með því að bjóða starfsmönnum eldri en 56 ára að fara fyrr á eftirlaun. í þeim til- gangi getur fyrirtækið leitað eftir stuðningi hjá franska atvinnu- tryggingarsjóðnum. Tæplega 800 starfsmenn fyrirtækisins gætu far- ið á eftirlaun með þessum hætti. Þá er einnig gert ráð fyrir að um þriðjungur þeirra starfsmanna sem sagt verður upp störfum muni ýmist verða endurráðnir til Moul- inex eða annarra fyrirtækja sem staðsett eru nærri. Blayau sagði það vera markmið fyrirtækisins að vera ekki með færri en 5.000 starfsmenn staðsetta í Frakklandi. STÆRSTA farþegaskip í heimi, „Carnival Destiny". Bob Dickinson, forsljóri Carnival Cruise Lines, sagði við sjósetninguna að hún sýndi „trú félagsins á framtíð greinarinnar og það takmark þess að flylja yfir 1.4 milljónir farþega 1997.“ „Fijótandi skemmtihölt1 Skipið, sem eigendurnir kalla fljótandi „skemmtihöll," fer í fyrstu siglingu sínatil Boston og siglir síðan til New York og Miami. Þaðan fer það í jómfrúr- ferð sína um Karíbahaf 24. nóv- ember. Ríkisrekna ítalska skipasmíða- stöðin Fincantieri smíðaði skemmtiferðaskipið á aðeins 20 mánuðum í Tríest. Það tekur 3400 farþega á 12 farþegaþiljum auk 1000 manna áhafnar. í því eru kvikmyndasalur á þremur þiljum, sem tekur 1500 manns i sæti, „stærsti fljótandi spilabankinn," fjórar sundlaugar og sjö veitingahús og kaffihús. Hreinar tekjur fyrirtækisins námu 268.1 milljón dollara á þriðja ársfjórðungi samanborið við 209.5 miHjónir á sama tima í fyrra. Fyrirtækið efndi nýlega til samstarfs við fjölgreinafyrirtæk- ið Hyundai í Suður-Kóreu og mun sameignarfy rirtæki þeirra hefja skemmtisiglingar í Asíu 1998. Air France í bandalag með Delta og Continental París. Reuter. AIR FRANCE hyggst taka höndum saman með bandarísku flugfélögun- um Delta Air Lines og Continental og ganga með þeim í bandalag, sem á að bæta aðstöðu franska félagsins í samkeppninni við önnur helztu fiugfélög Evrópu. Að sögn Air France hefur félagið undirritað viljayfirlýsingar um sam- vinnu við Delta og Continental eftir langa leit að bandarískum sam- starfsaðila. Lengi hefur verið búizt við sam- komulaginu, sem er mikilvægur liður í þeirri viðleitni Air France að hag- nýta markaðinn í Bandaríkjunum í alþjóðaflugi sínu, en bandarísku fé- lögin munu fljúga með farþega franska félagsins á innanlandsleið- um sínum. Delta er stjómað frá Atlanta, Ge- orgíu, og Continental frá Houston, Texas, en Air France notar s Roissy- Charles De Gaulle flugvöll Parísar. Berum saman nokkrar gerðir 4ra dyra fólksbíla af millistærð: TEGUND MAZDA323 Toyota Corolla NissanAlmera MMC Lancer Suzuki Baleno OpelAstra LENGD 434,5 427.0 432.0 429.5 419.5 424.0 BREIDD 169.5 168.5 169.0 169.0 169.0 169.6 260.5 246.5 253.5 250.0 248.0 251.7 (Öll mál eru í cm. og fengin úr bæklingum biffeiðaumboðanna). Hjólhaf segir mikið um lengd farþegarýmis og fótarými. Eins og sést er MAZDA 323 stærstur þessara bda. Um gæðin þarf ekki að íjölyrða, en komdu, mátaðu og taktu í MAZDA 323, því stuttur reynsluakstur segir meira en mörg orð! MAZDA 323 sedan LXi kostar nú aðeins kr. 1.330.000. OPIÐ FRÁ KL. 9-18, LAUGARDAGA 12-16 m3#^D3 - óbilandi traust! HF SKULAGÖTU 59 - SÍMI 561 9550 Netfang: www.hugmot.is/mazda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.