Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Eitt ár liðið frá snjóflóðinu á Flateyri Skilur eftir djúp spor Flateyríngar minnast í dag þeirra tuttugu íbúa staðaríns sem fórust í snjóflóðinu fyrír réttu árí. Magnea Guðmundsdóttir fyrrver- andi oddvíti segír að atburðimir skilji eftir djúp spor. Margt hafí veríð gert á þessu ári en þó séu enn mörg mál óleyst. UNNIÐ að gerð snjóflóðavarnagarða í hlíðinni fyrir ofan Flateyri. Morgunblaðið/Golli MAGNEA Guðmundsdóttir, varaforseti bæjarsljórnar ísafjarð- arbæjar, fyrir framan nýja leikskólann á Flateyri. „ÉG sé ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýn," segir Magnea Guðmundsdóttir fyrrverandi odd- viti á Flateyri og nú varaforseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar. „Á þessum tímamótum lítum við til baka og á sama tíma fram á veg- inn. Það sem gerðist skilur eftir djúp spor í reynsluheimi okkar og við verðum að læra að lifa með því. Flateyringar hafa sýnt að þeir standa saman og með samstilltu átaki okkar og stjómvalda gengur þetta upp.“ Fljótlega eftir snjóflóðið var far- ið að hugsa um framtíð Flateyrar sem nú er orðin hluti af ísafjarð- arbæ. Unnið var að skipulagsmál- um í ljósi breyttra aðstæðna. Ákveðið var að setja upp volduga snjóvarnargarða í hlíðinni fyrir ofan byggðina og hefur verið unn- ið að fyrsta áfanga þeirra í haust. Framkvæmdir hafa tafist en Krist- ján Þór Júlíusson bæjarstjóri von- ast til að áfanganum ljúki nú fyrir veturinn. Rústir húsa á snjóflóða- svæðinu hafa nú verið hreinsaðar og unnið er að undirbúningi minn- ingargarðs á svæðinu. Magnea segir að æskilegt hefði verið að hreina snjóflóðasvæðið fyrr en eig- endur húsanna hefðu ekki heimilað það fyrr en að loknu fullu upp- gjöri. Bygging nýs leikskóla er á lokastigi en hann er að mestu leyti byggður fyrir gjafafé frá Fær- eyingum og fleirum. Þá hafa nokkrir einstaklingar verið að gera upp íbúðarhús niðri á eyrinni í stað húsa sem eyðilögðust. „Margt hefur verið gert en það er líka mikið eftir. Enn eru ýmis mál óleyst. Hefur það bitnað á fólki sem á um sárt að binda, fólki sem varð fyrir því að hús þess skemmdust að hluta þannig að ekki er búandi í þeim. Þetta fólk hefur búið sér heimili annars stað- ar og hefur því orðið fyrir verulegu tjóni. Þykir mér sárt að málinu skuli ekki vera lokið,“ segir Magnea. Kristján Þór bæjarstjóri segir að mál þeirra sem óskað hafi eftir uppkaupum húsa sinna séu komin í athugun en hann vill ekkert full- yrða um niðurstöðu. Hafa kennt okkur mikið Magnea segir að það hafi sýnt sig í veðrinu í byijun vikunnar að fólk væri ekki öruggt um sig. Seg- ir hún eðlilegt að fólk sé viðkvæmt þessa dagana og það þurfi tíma til að jafna sig. „Mér finnst íbúar Flateyrar hafa staðið sig vel. Þeir sem búa hér gera það vegna þess að hér vilja þeir vera en hvergi annars staðar og hafa trú á þess- ari byggð. Þeir sem misstu sína nánustu hafa verið á fullu í at- vinnulífinu og kennt okkur hinum svo rnikið," segir hún. íbúum hefur fækkað á Flateyri vegna snjóflóðsins. Tuttugu létust og margir sem áttu um sárt að binda fluttu burtu. Magnea segir að sumir hafi snúið aftur heim og einnig hafi komið fólk sem ekki hafi átt heima á Flateyri áður. „Þetta fólk sér þörf fyrir starfs- krafta sína við að byggja þetta samfélag upp að nýju og það sýn- ir okkur það sem við vissum fyrir að hér er gott að vera,“ segir Magnea. Kraftur í atvinnulífinu Magnea lætur vel af atvinnulíf- inu, segir að næg vinna hafi verið hjá Fiskvinnslunni Kambi. Það hafi hins vegar verið mikið áfall í júlí þegar kúfiskskipið Æsa sökk og skelvinnslunni var lokað í kjöl- farið en hún kveðst bjartsýn á að vinnslan komist aftur í gang á næstu mánuðum. Mikið hefur mætt á Fiskvinnsl- unni Kambi hf. frá því snjóflóðið féll. Fyrirtækið var að byggja sig upp þegar hörmungarnar dundu yfir. Hinrik Kristjánsson fram- kvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi reynst að sækja vinnuafl út fyrir byggðarlagið og sé enn. Hef- ur fyrirtækið vinnubúðir frá Landsvirkjun fyrir verkafólkið. „Við fórum þá leið að fá útlend- inga sem ráða sig frá einu ári til fimm ára,“ segir Hinrik. Nú vinna liðlega 30 útlendingar hjá fyrir- tækinu, að stórum hluta Pólveijar, auk íslendinga víðs vegar af land- inu. Hins vegar segist Hinrik hafa alltof fáa heimamenn í vinnu. Kostnaður við aðkomna vinnu- aflið vegna flutnings og aðstöðu þess á staðnum og ekki síður ístöðuleysi íslendinganna hefur háð starfseminni. Segir Hinrik al- gengt að menn ráði sig til vetrar- ins en séu svo farnir eftir viku eða hálfan mánuð, jafnvel án þess að kveðja. Stefnt að opnun félagsmiðstöðvar Viðmælendur á Flateyri eru sammála um að göngin undir Breiðadalsheiði hafi opnað mikla möguleika fyrir Flateyri og rofið einangrun byggðarlagsins. Magnea Guðmundsdóttir segist ekki geta ímyndað sér hver þróun- in hefði orðið án ganganna. Hin- rik segir að félagsleg aðstaða sé betri á Flateyri nú en fyrir snjó- flóðið og þar hafi göngin mest áhrif. Fólk geti alltaf komist norð- ur og svo heimsæki margir Flat- eyri. Góð aðstaða er á efri hæð nýja leikskólans og er verið að athuga möguleika á að koma þar upp fé- lagsmiðstöð unglinga. Á vegum Rauða kross-deildar Önundarfjarð- ar er unnið að samfélagslegu verk- efni fyrir íbúana. Að sögn Sigrún- ar Gerðu Gísladóttur hjúkrunar- fræðings, sem er í verkefnishópn- um, miðar verkefnið að því að styrkja samfélagið til sjálfbjargar þannig að það nái aftur sinni fyrri reisn. Æskulýðsmálin eru for- gangsverkefni og segir Sigrún Gerða til athugunar að leggja til starfsmann í félagsmiðstöðina í samvinnu við sveitarfélagið og fé- lagasamtök á staðnum. Enginn hefur áhuga á að skoða skítugt land Barnaskóla Staðarhrepps 21.10 1996 Morgunblaðið b.t. Landið Ágæti umsjónarmaður með efnis- þættinum „Landið“ Við nemendur í Barnaskóla Staðarhepps fórum á dögunum í ferðalag út á Heggstaðanes í V- Hún. Við fundum marga fallega hluti en við fundum líka töluvert mikið af rusli. Á meðfylgjandi disklingi er smá grein sem mætti gjaman koma í blaðið: „Á dögunum fóru nemendur og kennarar Barnaskóla Staðar- hrepps í Hrútafirði í vettvangs- ferð á Heggstaðanes. Heggstaða- nes er nesið sem skilur að Hrúta- fjörð og Miðfjörð í Vestur-Húna- vatnssýslu. Skólabílar óku börn- unum áleiðis en síðan var gengið um fjörur á nesinu. Nemendur söfnuðu rekaviðarspýtum og steinum, en auk þess var í fjör- unni ógrynni af rusli af ólíkleg- asta toga. Meðal þess sem fannst var „notað“ jólatré og tóku börn- in sig til og „skreyttu tréð“ með ruslinu. Árangurinn, og nemend- urna, má sjá á myndunum. Mest var af alls kyns rusli er tengist útgerð, s.s. net, netakúlur og fiskkassar, en einnig rusl með annan uppruna t.d. brunasmyrsl og skór. Islendingar, munið að hreint land er fagurt land. Það hefur enginn áhuga á að skoða skítugt land. Nemendur Barnaskóla Staðar- hrepps." Málþing um- boðsmanns barna á Eg- ilsstöðum UMBOÐSMAÐUR barna heldur málþing um málefni bama og ung- menna í Austurlandskjördæmi í há- tíðarsal menntaskólans á Egilsstöð- um fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október, kl. 13.30-16.30. Frummælendur eru börn og ung- menni undir 18 ára aldri og munu þau m.a. ræða um janfrétti til náms, hvernig tilveran liti út ef þau mættu ráða í einn dag og hvað taki við þegar 16 ára aldrinum verði náð. A milli erinda verða skemmtiatriði í umsjón bama og ungmenna og Sam- band sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi býður upp á hressingu í hléi. Síðasti liður dagskrárinnar er pall- borðsumræða þar sem þingmenn og sveitarstjórnarmenn úr kjödæminu svara fyrirspurnum frá börnum og ungmennum. Umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, flytur ávarp og setur mál- þingið en málþingsstjóri er sr. Davíð Baldursson, prófastur í Austfjarðar- prófastsdæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.