Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Island viðurkennir brot á EES í vörugjaldamáli Stórkaupmenn íhuga að fara í mál við ríkið STÓRKAUPMENN íhuga máls- höfðun á hendur ríkinu til að fá til baka vörugjöld, sem þeir telja sig hafa ofgreitt vegna þess að ríkið áætlaði heildsöluálagningu á inn- fluttar vörur þar til í sumar. ísland hefur nú viðurkennt, í samkomulagi við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sem undirritað var á fimmtudag, að tvö ákvæði laga um vörugjald hafi brotið samninginn um evrópskt efnahagssvæði. Samkomulagið hefur í för með sér að ESA dregur til baka málið, sem höfðað var á hendur íslandi fyrir EFTA-dómstólnum vegna inn- heimtu og álagningar vörugjalds. íslenzka ríkið viðurkennir að það hafi brotið EES-samninginn með því að áætla heildsöluálagningu á innfluttar vörur við álagningu vöru- gjalds og að veita innlendum fram- leiðendum gjaldfrest á greiðslu gjaldsins, en ekki innfiytjendum. Stefán Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra stór- kaupmanna, segir að stórkaupmenn hafi til alvarlegrar skoðunar að höfða skaðabótamál vegna of- greiðslu vörugjalds þann tíma, sem fyrri lög um vörugjald voru í gildi, en þeim var breytt í júlí síðastliðn- um. Ný kæra til ESA Hann segir jafnframt að FÍS hyggist kæra vörugjaldalöggjöfina á ný til ESA, þar sem sjálf álagning gjaldsins sé andstæð EES og breyt- ingarnar, sem gerðar voru á lögun- um i júlí síðastliðnum að kröfu ESA, gangi ekki upp í framkvæmd. ■ ísland viðurkennir/6 BLÓÐMAURINN sem fannst á barninu var myndaður í skanna og sést hér í marg- faldri stækkun, því hann mældist 2,7 mm á lengd. Blóðmaur finnst á barni Egilsstöðum. Morgunblaðið. TALIÐ er líklegt að blóðmaur hafi fundist á barni á Héraði ný- lega, þegar foreldrar þess greindu dökkan nabba í augnhvarmi barnsins. Þetta var á barninu í þrjá daga og héldu þau fyrst að um vörtu væri að ræða, en það passaði ekki þegar að var gáð. Foreldrarnir kipptu dýrinu frá og sáu þá að það var kvikt og báru það saman við myndir í skyndi- hjálparbók og töldu þetta vera blóðmaur. Skarphéðinn Þórisson líffræð- ingur skoðaði dýrið og sagði lík- legt að um blóðmaur væri að ræða, en þetta er áttfætlu maur, 2,7 mrn að stærð, og minnir mest á lunda- lús, en á einnig allmarga mein- lausa frændur sem lifa í jarðvegi hér á landi, t.d. roðamaur. í tímaritinu Glettingi, 1. tbl. 1994, er fjallað um blóðmaur (Ixo- des ricinus). Þar segir að maurinn finnist víða í Evrópu og leggist hann á ýmis spendýr og fugla, meðal annars farfugla sem koma til íslands. Blóðmaur hefur fundist á Islandi þó ekki séu tilfellin mörg. Aður hefur hann fundist á kind í Norðfirði, á þúfutittlingi í Surtsey og á barni nýkomnu frá útlöndum, segir í áðurnefndu riti. Lækjarskóli í Hafnarfirði 4 í sama bekk með lungna- bólgu FJÓRIR nemendur í einum bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði hafa ver- ið greindir með lungnabólgu eftir að hafa fengið veirupest sem er að ganga. Reynir Guðnason, aðstoðarskóla- stjóri, sagði að engin tilfelli hefðu komið upp í öðrum bekkjum. Börn- in fjögur hafa verið veik í tvær til þijár vikur og verið með háan hita. „Við höfum nokkrar áhyggjur af að þau skuli öll vera í sama bekkn- um en engin önnur börn hafa smit- ast og það finnst okkur skrítið," sagði hann. Asgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, segist kannast við að nokkur börn hafi greinst með öndunarfærasýkingar. „Það er að byija þessi hausthrina hjá okkur, sem stendur fram eftir vetri,“ sagði hann. „Hjá okkur eru nokkur börn með öndunarfærasýk- ingar en ekkert fleiri en venjulega miðað við árstíma.“ -----» ♦ «---- I hrakning- um á Fimm- vörðuhálsi BJÖRGUNARSVEITIN Dagrenn- ing á Hvolsvelli og Flugbjörgunar- sveitin á Hellu sóttu hóp fólks í skála Utivistar á Fimmvörðuhálsi síðdegis í gær. Hópurinn hafði lagt upp frá Skógum og ætlaði að ganga yfir í Bása í Þórsmörk en lenti í rigningu og vondu veðri. Fólkinu tókst að gera vart við sig um Neyðarlínuna þegar komið var í skála Útivistar en þá treysti það sér ekki lengra og voru björgun- arsveitir kallaðar út til aðstoðar. Von var á hópnum til byggða um miðnætti. Morgunblaðið/Ámi Margeirsson ROSABAUGURINN var tilkomumikill eins og sjá má á myndinni sem tekin var á Egilsstöðum í gær. Rosabaugar eru ljósbrot í ískristöllum í skýjum, sem geta verið í 7 til 10 kílómetra hæð, að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings. Oft eru þau undanfari grábliku og regnþykknis. Reykjavík og Kjalar- nes ræða sameiningu Borgarstjóri segir sameiningu skapa nýja möguleika í þróun búsetu Gíll og úlfur á síðasta sumardegi ÓVENJUSTÓR rosabaugur mynd- aðist um sólu á Austurlandi í gær, á síðasta degi sumars. Fyrirbæri þetta var áður fyrr kallað veðra- hjálmur eða hjálmabönd af aiþýðu manna, að sögn Páls Bergþórsson- ar veðurfræðings. Töldu margir sig sjá teikn á himni þótt mönnum bæri ekki saman um hvort þeir væru fyrir góðu. Báðum megin við sólina má sjá ljósa díla eða svokallaðar aukasólir sem áður ^ fyrr voru kallaðar gíll og úlfur.. Var stundum sagt: „Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni,“ að sögn Páls. Aðspurður sagði Páll að nýliðið sumar hefði verið gott og hver mánuður öðrum hlýrri allt fram í september, sem væri óvanalegt. „Þegar litið er á allt árið hefur . það veriðeittafþvíhlýjastaum langt skeið,“ segir hann. REYKJAVIKURBORG og Kjalar- neshreppur hafa ákveðið að skipa nefnd til að kanna möguleika á sam- einingu sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöðu í lok nóvember. Borgarstjóri segir samein- ingu skapa nýja möguleika í þróun búsetu á svæðinu. Nýr meirihluti var myndaður í Kjalarneshreppi í gær þegar tveir fulltrúar D-lista hófu samstarf við tvo fulltrúa F-lista. Einn fulltrúi D- lista er nú í minnihluta. Hinn nýi meirihluti hefur sett sér þijú mark- mið og er eitt þeirra að hefja viðræð- ur við Reykjavíkurborg um mögulega sameiningu. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra leituðu full- trúar Kjalameshrepps til borgaryfir- valda og óskuðu eftir viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna. Ræddu fulltrúar sveitarfélaganna saman í gær. Byggðin teygi sig til norðurs „Þetta eru viðræður sem þeir áttu frumkvæðið að og við munum setja niður nefnd til að fara yfir þessi mál og ræða betur,“ sagði Ingibjörg. „Sameining getur haft mikil áhrif á búsetu- og atvinnuþróun á þessu svæði. Það er augljóst þegar svæðið er skoðað í heild að það verður ekki langt upp í Hvalfjörð þegar Sunda- brautin kemur yfir á Geldinganes og Gunnunes auk þess sem Hvalfjarðar- göngin hafa mikil áhrif. Þannig að byggðin þarf þá síður að teygja sig til austurs. heldur frekar til norðurs.“ Ingibjörg sagði að borgaryfirvöld væru fyrst og fremst að bregðast við beiðni Kjalnesinga um viðræður. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er viðkvæmt að Reykjavíkurborg fari af stað í slíkar viðræður," sagði hún. „Menn halda þá alltaf að hinn stóri sé að gleypa þann litla. Þannig að frumkvæðið og áhuginn verður að koma hinum megin frá en við erum tilbúin að ræða hvað sem er í þessum samstarfs- og sameiningar- málum á höfuðborgarsvæðinu. En auðvitað verða hagsmunir beggja að vera ljósir og hvað Kjalnesinga varð- ar þá verða þeir að fara yfir sín mál eins og til dæmis þjónustuna og þjón- ustustigið sem mögulegt yrði að haida uppi.“ ■ Nýr meirihluti/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.