Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Þótt náttúran sé lamin með lurk • • • Um afskipti manna af lífríkinu Örnólfur Thorlacius MÖRG dæmi eru um það hversu illa tekst til þegar mannskepnan - viljandi eða óviljandi - bætir framandi líf- verutegund í vistkerfi einhvers staðar á jörð- inni. Hérlendis má benda á minkinn, sem fluttur var til landsins sem loðdýr 1931 en slapp fljótlega úr haldi og olli talsverðri rösk- un í lífríkinu, einkum fyrst í stað. Rómverjar dreifðu villikanínum frá íber- íuskaga og vestan- verðri Norður-Afríku um Miðjarðarhafssvæðið. Síðar slepptu Evrópumenn kanínum sem veiðidýrum í öllum heimsálfum. Víða, þar sem ekki voru náttúrlegir fjendur er héldu þeim í skefjum, íjölgaði þeim stjórnlaust. Einna verst var þó þegar evrópskir land- nemar fluttu kanínur til Ástralíu 1859 og til Nýja-Sjálands nokkrum Líffræðingar hafa fyrir löngu áttað sig á því, segir Ömólfur Thorlacius, að rándýr eru ómissandi hlekkir í fæðukeðjunum og þar með í jafnvægi náttúrunnar. árum síðar. Dýrin urðu hin versta plága, spilltu uppskeru og beiti- landi, þjörmuðu að stofnum ýmissa innfæddra pokadýra með landspjöll- um og samkeppni um fæðu og áttu jafnvel þátt í að útrýma nokkrum tegundum. Frá því um miðja þessa öld hafa Ástralir reynt með nokkr- um árangri að hefta útbreiðslu að- skotadýranna með sýklahemaði, með því að sleppa út í náttúruna kanínum með veirum sem eru þeim banvænar. Mýs og rottur, hundar og kettir, sem fylgt hafa manninum um mest- allan heiminn, hafa reynst mörgum dýrategundum sem fyrir voru skeinuhættar. Dúðinn (dúdúfugl- inn) og nokkrar skyldar tegundir stórra ófleygra fugla á Maskaren- eyjutn á Indlandshafi dóu út á 17. og 18. öld, sennilega frekar vegna ásóknar dýra sem manninum fylgdu en vegna þess að hann veiddi þá, enda herma heimildir að kjöt þeirra hafi verið illa ætt. Á Stefánsey, hólma norður af Suðurey Nýja-Sjálands, uppgötv- uðu menn árið 1894 spörfugl af ætt klifurrindla, stefánsprílara, Xenicus lyalli, sem var lítt eða ekki fleygur. Nokkrum mánuðum síðar hafði köttur vitavarðarins útrýmt tegundinni. Hér hefur verið getið nokkurra dæma um spjöll af völdum dýrateg- unda sem menn hafa flutt með sér. En menn geta líka raskað jafnvægi í vistkerfum með því að fækka í stofnum dýra eða eyða þeim. Líffræðingar hafa fyrir löngu áttað sig á því að rándýr eru ómiss- andi hlekkir í fæðukeðjunum og þar með í jafnvægi náttúrunnar. Til- raunir til að efla stofna hjarta í Norður-Ameríku með því að fækka helstu fjendum þeirra, úlfunum, urðu til þess að hjörtunum fjölgaði í fyrstu en brátt gengu þeir svo nærri beitilandinu að það blés upp á stórum svæðum og hirtirnir hrundu niður af vannæringu. Rán- dýr halda smitsjúk- dómum í stofnum veiðidýra í skefjum með því að eyða sjúk- um dýrum sem annars gætu borið smit. Rán- dýr leifa líka oft tals- verðu af skrokkum bráðar og sjá með því öðrum dýrum fyrir fæðu. Og í harðindum gera tófur á norðurslóð sér að góðu fituríkan saur hvítabjarna. í grein um gaupuna í nýjasta hefti af Sver- iges Natur, tímariti sænskra nátt- úruverndarsamtaka, er bent á að á veturna séu ýmsir staðfuglar þar í landi trúlega háðir dýrafitu er þeir sæki í hræ sem gaupur og önnur stór rándýr hafa skilið eftir. Sjálf- sagt stuðlar tófan að viðgangi ein- hverra kvikinda hér á landi með því að láta þeim eftir leifar af hræj- um. Fiskimenn og aðrir veiðimenn hafa ásamt bændum löngum litið á rándýr sem keppinauta um fæðu og séð hag í að halda þeim í skefj- um. Benda má á að til skamms tíma var með íslenskum lögum stefnt að útrýmingu á refum. Minkum var bætt í útrýmingarbálkinn eftir að loðdýrabændur fóru að missa dýr úr haldi. Markmiði laganna hefur nú verið breytt í þá veru að ekki er lengur opinberlega stefnt að því að eyða af landinu frumbyggja þess meðal landspendýra. Það er algengur misskilningur að einfalt samband sé á milli fengs rándýra og veiða manna úr sama stofni, að hlutur veiðimanna gæti, ef hægt væri að losna við rándýrin, aukist sem því næmi er þau tóku áður. Sem fyrr segir geta veiðar rán- dýra stuðlað að heilbrigði veiðidýr- anna, auk þess sem engin ástæða er til að ætla að maðurinn hefði getað veitt - eða viljað veiða - þau dýr sem rándýrin tóku. Veiðar manna eru að sjálfsögðu hluti af veiðum rándýra í vistkerf- unum. Þess vegna hafa menn lýst áhyggjum af áhrifum þess á jafn- vægið í náttúrunni þegar dýrum fjölgar við það að menn hætta að veiða þau. Nærtæk dæmi eru stofn- ar hvala og sela. Saga hvalveiða er einkum saga græðgi og fyrirhyggjuleysis sem leiddi að lokum til þess að algert bann var lagt við þessari starf- semi. Nú er svo komið að ýmsir hvalastofnar þola aftur veiðar að mati þeirra sem gerst til þekkja, og mér sýnist einsýnt að aftur megi hefja þær, að því tilskildu að markaður sé fyrir afurðirnar og menn læri af reynslu fyrri tíma og gangi ekki of nærri stofnunum. Hins vegar fellst ég ekki á þá rök- semd að nauðsynlegt sé að hefja hvalveiðar vegna þess að hvalimir séu að éta okkur út á gaddinn. Stofnar nær allra tegunda hvala eru í slíkri lægð eftir langa ofveiði að hlálegt er að halda því fram að nú þurfi að halda þeim í skefjum með veiðum til að koma í veg fyrir að þeir keppi við okkur um fæð- una. Ef svo væri mætti ætla að sjór hefði verið til muna snauðari af fiski en nú allar þær aldir sem menn urðu að láta sér nægja að dorga með ströndum fram og hval- irnir voru að mestu í friði fyrir ásókn þeirra. Það er aukin tækni til fiskveiða, ásamt mengun af manna völdum, sem þrengir nú að fiskveiðum okkar og fleiri þjóða. Þegar selveiði við Nýfundnaland var sem mest, eftir lok síðari heims- styijaldar, komst ársveiðin upp í 300.000 dýr. Mest veiddist af vöðu- sel. Veiðin dróst svo saman af ýms- um ástæðum og var árið l993 kom- in niður í 27.000 vöðuseli. Þegar þorskveiði brást við Ný- fundnaland misstu 30 þúsundir vinnuna. Háværar raddir kröfðust þess að sel yrði fækkað. Að öðrum kosti æti hann ótæpilega af þeim fáu þorskum sem eftir væru. „Eng- inn kennir selnum um hrun fiski- stofnanna,“ segir talsmaður lands- sambands kanadískra selveiði- manna. „Orsökin var ofveiði. En selir éta fisk og þorskurinn nær sér ekki á strik nema þeim sé fækkað.“ Ráðamenn féllust á þessar rök- semdir og hafa síðan 1994 styrkt selveiðar með kaupum á selkjöti. Af ýmsum tölfræðilegum upplýs- ingum hefur sjávarútvegsráðuneyti Kanada dregið þá ályktun að vöðu- selurinn eigi sinn þátt í því að fiski- stofnarnir geta ekki náð sér. Margir sjólíffræðingar vefengja þessa niðurstöðu. Um helstu rök- semdir beggja aðila má lesa í fréttapistli eftir höfund þessarar greinar í Náttúrufræðingnum, 1. hefti 1996, bls. 22. Hér skulu aðeins nefnd veigamestu rök gagnrýnend- anna (orðrétt vitnað í fréttapistilinn): Selimir eru aðeins einn hlekkur af mörgum í flóknu vistkerfi sjávar og hversu mikið sem þeir éta af þorski er þörf verulegra rannsókna áður en hægt verður að leiða gild rök að því hvert sé sambandið milli selveiða og stærðar þorskstofna. Ekki verður séð að ráðuneytismenn í Kanada hafi látið vinna slíkar rannsóknir. Það gerðu suður-afrísk yfirvöld hins vegar árið .1991. Þá voru uppi áform um að fækka loðsel úti fyr- ir strönd Namibíu til að ná upp stofnum þorskfiska sem þar eru veiddir. Kallaðir voru til sérfræðingar víða að sem reyndu út frá vist fræðilíkönum að meta sambandið milli sels og afla. í ljós kom að sel irnir éta ýmsa þorsk- fiska, bæði nytjafisk- ana og tegundir sem þeim lifa. Vísinda- mennirnir töldu líklegt að með því að halda stofnum óþurftarfiska í skefjum gerðu selirnir meira gagn en sem næmi þeim usla er þeir ynnu í nytjastofnunum. Ákveðið var að láta loðselinn í friði. Verið getur að svipað eigi við um selina við Nýfundnaland (og víðarí Norður-Atlantshafi). Smokk- ur eða smokkfiskur lifir á ung- þorski og selir éta smokk. Eftir er að vita hvort selurinn stuðlar meir að viðgangi þorsksins lifandi eða dauður. Höfundur er líffræðingur og fyrrverandi rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Að nota fjar- lagahalla sem skálkaskjól Albert Eymundsson TILLÖGUR mennta- málaráðuneytisins um að skerða gífurlega rekstrarfé Framhalds- skólans í Austur- Skaftafellssýslu (FAS) reka mig út á ritvöllinn. Tilvist og efling skólans er nú mesta hagsmuna- mál íbúa Suðaustur- lands. Það er fullvissa mín að enginn einn málaflokkur hefur jafn víðtæk og jákvæð áhrif byggðaþróun og möguleikar fólksins til að stunda nám heima í héraði sem lengst. Hér er ekki eingöngu um huglægt mat að ræða heldur gijótharðar staðreyndir. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu var stofnaður fyrir rúmum tíu árum. Þrátt fyrir að hafa búið við erfiðar aðstæður og óvissu um rekstrargrundvöll hefur skólinn ótvírætt sannað tilverurétt sinn. Það þarf ekki annað en nefna fjölda nem- enda sem að hluta eða að öllu leyti hafa lært undir stúdentspróf í skól- anum. Sömuleiðis starfsnáms- og kvöldskólanemendur sem margir eru fullorðið fólk. Þeir hefðu ekki haft tækifæri til að sækja námið út fyrir héraðið. Þetta er fólk sem missti af möguleikum til að mennta sig á yngri Á Suðausturlandi fjölgar nemendum en fækkar ekki, segir Albert Eymundsson, eins og ráða mætti af tillögum ráðuneytisins. árum en þyrstir í að bæta úr því og vera betur í stakk búið til að takast á við auknar kröfur atvinnulífsins til menntunar. Það var mikil framsýni hjá þáver- andi menntamálaráðaherra og heimamönnum að stofna skólann. Meginrökin voru að skólinn ætti framtíð í vaxandi héraði og væri lík- legur til að hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun á þessu landssvæði auk menntunar- og menningarlegs gildis. Allt hefur þetta gengið eftir. Sömu reynslu þekkja menn annars staðar frá, t.d. Norðurlöndum. Byggðaþróun - byggðastefna Almennt virðist fólk ekki átta sig á að Austur-Skaftafellssýsla ásamt Djúpavogi (Suðausturland) eru eitt af fáum svæðum á landsbyggðinni þar sem íbúum hefur fjölgað reglu- lega. Fólki á barneignaaldri, sem er að festa ráð sitt, fjölgar mest og því fylgja nemendur framtíðarinnar. Yið ætlumst til að námsmöguleikar þessa fólks verði áfram í heimabyggð og efldir þar. Á Suðausturlandi fjölgar nemendum en fækkar ekki eins og ráða mætti af tillögum ráðuneytisins. Athyglisvert er að á sama tíma og umræðan um mikinn niðurskurð til litlu framhaldsskólanna komst í hámæli var birt stjómsýsluúttekt á Byggðastofnun og árangur hennar í byggðamálum. Árangurinn er ekki talinn í takt við fjárútlátin. Ég er ekki í neinum vafa um hvernig núver- andi ríkisstjórn getur náð fram mark- miðum sínum í byggðarmálum. Auð- velt er að lesa það úr þessum skrifum mínum. Framhaldsskólar eru mjög fjölmennir vinnustaðir nemenda og starfsfólks. Það er tvískinnungur að leita logandi ljósi að stofnunum til að flytja út á land meðan sjálfsagt er talið að flytja þjónustu eins og framhaldsnám suður. Málatilbúning- urinn er í ósamræmi við umræðu um byggðamál undanfarið og með hon- um er einnig vegið að jafnrétti fólks til náms. Fjárlög og stefnumörkun Það getur ekki verið ætlun ráðuneytisins að bjarga fjárlögunum með því að skerða rekstrarfé FAS langt umfram aðra. Þessi ákvörðun er ekki sparnaður heldur fyrst og fremst stefnu- mótun. Ekki eru það ný tíðindi fyrir okkur að menntamálaráðuneytið vilji koma í veg fyrir að skólinn þró- ist eðlilega miðað við staðbundnar aðstæður. í þessum tillögum felast skýr skila- boð til íbúa héraðsins og reyndar allra. Skilaboð um að stjómvöld ætli ekki að byggja upp grunnþjónustu á svæð- inu og líti ekki á héraðið sem væn- legt vaxtarsvæði til framtíðarbúsetu. Stefnumörkunin gengur út á að færa okkur nokkur ár aftur í tímann og snúa við þeirri jákvæðu byggða- þróun sem hér hefur verið. Oft er rætt um tilflutning fjár- magns af landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. Það er ekki síst á þennan hátt sem það gerist. Þjónusta sem hægt er að veita heima fyrir er flutt til höfuðborgarsvæðisins og neytendur sem langt eiga að sækja borga margfaldan kostnað úr eigin vasa. Tilflutningur fjölda nemenda, sem hægt er að veita námsframboð heima fyrir, er ekki þjóðhagslega hagkvæmur. Nei, þvert á móti dýr- ari. Viðbótarkostnaðnum, sem hægt er að mæla í tugum milljóna króna, er einfaldlega dreift. Að stærstum hluta fellur hann á nemendur og forráðamenn þeirra og þannig er hann falinn. Þetta mál verður ekki slitið úr samhengi við aðra málaflokka er snerta líf og tilveru fólksins hér. Eins og gefur að skilja er þessi fram- vinda algjörlega óviðunandi fyrir íbúa hér. Fjöregg byggðarlagsins Tillögur menntamálaráðuneytis og ráðherra valda okkur miklum von- brigðum. Á þessu stigi málsins var ekki rætt við samstarfsaðila heima í héraði, sýslunefnd, um hvort ein- hveijar leiðir væru færar til að ná markmiðum beggja aðila eða hvort sjónarmiðin séu ósættanleg. Við hefðum örugglega verið til viðræðu um að taka á okkur sambærilega skerðingu og almennt gerist til að ná fram hallalausum fjárlöguin. Framtíð skólans er það mikilvæg fyrir þetta landsvæði að ég hygg að heimamenn séu jafnvel tilbúnir, tímabundið, að tryggja skólanum rekstrarfé ef gera á hann óstarfhæf- an. Þær upphæðir verða hvort eð er teknar margfalt beint úr vösum heimamanna og fluttar burt. Ég er þó ekki vonlaus um að málið fái farsæla lausn. Menntamála- ráðherra og fjöhnargir aðrir, m.a. á nýafstöðnu menntaþingi, hafa marg- endurtekið að menntun sé besta fjár- festingin. Sömuleiðis hefur ráðherra lýst því yfir að hér sé um tillögur að ræða og hann sé tilbúinn að ræða og skoða öll rök sem fram koma í málinu. Ég er jafnframt bjartsýnn því ég veit hvað heimamenn eru til- búnir til að leggja hart að sér til að tryggja framtíð skólans. Fólk hér gerir sér grein fyrir að framhaldsskólinn er fiöregg þessa byggðarlags. Höfundur situr í bæjarstjórn Hornafjarðar fyrír sjálfstaeðismenn og er formaður bæjarráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.