Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 37 GUÐBJÖRG ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR + Guðbjörg Ág- ústa Ólafsdóttir fæddist að Fall- andastöðum í Hrútafirði 4. janúar 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Skjóli 15. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Jó- hannsdóttir og Ól- afur Guðmundsson Bjargmann. Guð- björg átti tvo bræð- ur, Jóhann Ólafsson og Ingimar Ólafs- son, en hann var hálfbróðir hennar. Guðbjörg fluttist ársgömul að Bálkastöðum með móður sinni sem lést þar skömmu síðar, en hún veiktist skömmu eftir fæðingu Guð- bjargar. Guðbjörg ólst upp á Bálkastöðum hjá ömmu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, sem gekk henni í móðurstað. Árið 1936 fluttist hún til tilvonandi eigin- manns síns Ólafs Stefánssonar sem bjó á Kolbeinsá í Strandasýslu. Guðbjörg og Ölaf- ur gengu í hjóna- band 1939. Þau fluttust í september 1945 til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Gijótagötu 14. Sonur þeirra er Gylfi, f. 8. maí 1942, kvæntur Hildi Frið- riksdóttur frá Ólafs- firði. Börn þeirra eru Ólafur, Friðrik Sölvi og Guðbjörg Ágústa. Guðbjörg vann í Bæjarútgerð Reykjavíkur allt til ársins 1981 eða alls í 36 ár. Árið 1975 keyptu Guðbjörg og Ólafur íbúð að Möðrufelli 1. Þar bjuggu þau þar til Guðbjörg varð í september 1995 að flylja á Hjúkrunarheimilið Skjól vegna veikinda sem kröfðust frekari umönnunar. Útför Guðbjargar Ágústu fer fram frá Stað í Hrútafírði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar móðir mín hringdi og sagði að Guðbjörg Ólafsdóttir, Gudda, væri dáin runnu margar minningar í gegnum hugann. Þessi fregn kom þó ekki mjög á óvart því Gudda hafði í nokkur ár barist við alsheimer-sjúkdóminn. Gudda óist upp hjá ömmu sinni á Bálkastöðum í Hrútafírði uns hún giftist Ólafi Stefánssyni frá Kol- beinsá. Gudda var harðdugleg og ósér- hlífin og vann oft langan vinnudag, lengst af í Bæjarútgerð Reykjavík- ur við flökun. Ég minnist hennar sem ungur drengur norður í Hrútafirði þegar hún vitjaði æskustöðvanna og ævinlega síðan var mikill vinskapur og frændsemi með henni og mínu fólki og kenndi hún sig gjarnan við Bálkastaði. Hún nefndi oft Jón frænda og Lóu, þ.e. afa og ömmu. Æskustöðvarnar toguðu í hana og að hennar ósk verður hún jarðsung- in í Staðarkirkjugarði í Hrútafirði. Þegar ég á unga aldri fór með foreldrum mínum til Reykjavíkur var alltaf gist hjá Guddu og Óla í Gijótagötu 14 eða Jónu og Guð- laugi á Ljósvallagötu og þóttist ég fær í öll ferðalög þegar ég gat far- ið einsamall á milli þeirra. Á fyrstu námsárunum í Tækniskóla íslands varð ég einn af heimilisfólkinu sem þá bjó við Laufásveginn, þótt ég hefði herbergi annars staðar allt þar til ég hóf sjálfur búskap með eiginkonu minni. Óli var þá mikið í siglingum og því oft langtímum að heiman. Guddu þótti sjálfsagt að ég kæmi með vini mína til henn- ar og þar var oft glatt á hjalla og sonarsonurinn oft „þjónninn" í gleðskapnum. Tíminn líður hratt og fyrir nokkrum árum veiktist Gudda þannig að hún missti á vissan hátt samband við samferðafólkið, en alltaf var hún glöð og gestrisnina þraut aldrei. Ég dáðist oft að því æðruleysi og þeirri þolinmæði sem eiginmaðurinn sýndi þegar veikind- in ágerðust og vil ég þakka honum það innilega. Við leiðarlok vil ég þakka Guddu og Óla alla hlýju og umhyggju sem þau báru fyrir mér. Fyrir hönd aðstandenda þakka ég starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Ég vil fyrir mína hönd, foreldra minna og fjölskyldna okkar bræðra biðja Guddu blessunar og bið Guð að blessa hana. Þeim feðgum Óla, Gylfa og fjöl- skyldu send ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Óli Jón Gunnarsson frá Bálkastöðum. Elskuleg frænka okkar, hún Gudda, hefur kvatt þennan heim. I okkar huga var hún einstök kona, og frænka. Frænka, sem kom, hress og kát að vitja æskustöðvanna í Hrútafirðinum, þegar við vorum að alast upp. Við hlökkuðum alltaf til þegar von var á henni og Óla. Þau komu ævinlega færandi hendi, og leikföngin sem þau færðu okkur krökkunum voru alltaf þau fínustu sem við höfðum séð, stórar dúkkur og blikkandi bílar. Á hveiju hausti kom hún til að gera slátur. Ekki þurfti hún að biðja okkur krakkana að hjálpa til. Það var svo gaman að hjálpa henni og hún hrósaði okkur óspart. Hún var sérstaklega glaðlynd og jákvæð. Er okkur það sérstaklega minnisstætt þegar við fórum ógleymanlega ferð kringum land eftir að hringvegurinn var opnaður. Þrátt fyrir vonda vegi, rigningu og mismunandi gististaði sá hún alltaf björtu hliðamar. Það var bara að taka því sem að höndum bar, gera að gamni sínu og njóta líðandi stundar. Þegar við komum til Reykjavíkur var alltaf nóg pláss hjá Guddu og Óla, hvort sem þau bjuggu í lítilli eða stórri íbúð. Það var ótrúlegt hve það virtist auðvelt að töfra fram rúm, sængur og kodda og mat þótt fýrirvarinn væri stuttur. Þegar við systumar svo fluttum suður, áttum við samastað hjá Guddu og Óla til að byija með. Og ekki verður annað sagt en að þau hafi verið okkur ákaflega skilnings- rík og hlý. Ótal fleiri minningar koma í hug- ann, en eftir lifír minningin um þessa lífsglöðu og góðu frænku. Óli, Gylfí og fjölskylda. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bryndís, Ólafía Jóna, Jón og Magnús, Eiríksbörn, frá Bálkastöðum. SILFURBÚÐIN Má/ Kringlunni 8-12 •Sími 568 9066 - Par fœröu gjöfina - SIGURJON HAKON HA UKDAL ANDRÉSSON -JU Sigurjón Há- • kon Haukdal Andrésson var fæddur á Húsatúni í Haukadal í Dýra- firði hinn 5. mars 1916. Hann lést í Sjúkraskýli Þing- eyrar aðfaranótt 21. október síðast- liðins. Sigurjón var þriðji í röð sjö barna hjónanna Ólafíu Jónsdóttur, f. 19. júlí 1882, d. 15. júlí 1979, og Andrésar Guð- mundssonar, f. 24. ágúst 1884, d. 26. júlí 1962. Þau fluttu frá Húsatúni að Sveinseyri í Dýra- firði þegar Sigurjón var fimm ára gamall. Tvö systkini Siguijóns lifa hann, en nöfn systkinanna eru: Sigurjón, f. 7. desember 1912, d. 8. desem- ber 1912, Sigríður Haukdal, f. 17. febrúar 1914; Sólveig Steinunn, f. 5. ágúst 1917, d. 27. júní 1939; Páll Haukdal, f. 28. ágúst 1919, d. 2. septem- ber 1987; Guðmundur, f. 14. desember 1920, og Björg Haukdal, f. 12. ágúst 1922, d. 18. maí 1926. Hinn 2. nóvember 1940 kvæntist Sigurjón Ástu Krist- ínu Guðjónsdóttur frá Arnar- núpi í Keldudal í Dýrafirði, f. 30. ágúst 1916, d. 13. apríl 1995. For- eldrar hennar voru Elínborg Guð- mundsdóttir, f. 30. september 1975, d. 22. janúar 1959, og Guðjón Þorgeirs- son, f. 13. nóvem- ber 1871, d. 22. maí 1957. Siguijón og Ásta bjuggu á Sveins- eyri í Dýrafirði í 22 ár, en fluttu til Þingeyrar haustið 1962 og bjuggu þar síðan. Börn þeirra eru: Sólveig Arnfríður, f. 5. febrúar 1941, sambýlismaður hennar er Matthías Guðjóns- son, f. 13. mai 1933; Kristján Atli, f. 29. október 1944; Ólafía Sigríður, f. 23. apríl 1950, maki Guðberg Kristján Gunn- arsson, f. 28. mars 1949; Andr- és Sigurður, f. 15. júní 1953; og Elínborg Guðjóna, f. 18. nóvember 1958, maki Þórður Arason, f. 1. apríl 1958. Barna- börnin eru fimmtán og barna- barnabörnin fimm. Siguijón Hákon Haukdal verður jarðsunginn frá Þing- eyrarkirlgu í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Um það bil sem geislar sólar eru að hætta að skína hér hjá okkur vestra, vetur gengur í garð og skammdegismyrkrið verður meira og meira, þá leggur afí upp í sína hinstu för. Afi var búinn að dvelja á sjúkra- húsi ísafjarðar um stuttan tíma og nú síðast í Sjúkraskýli Þingeyringa áður en hann lést. Okkar langar til þess að minnast hans með nokkrum orðum. Það er svo undarlegt til þess að hugsa að hann sem alltaf hefur verið fastur punktur í tilveru okkar er nú farinn. í huga okkar er hann nú samt alltaf til. Við eig- um svo margar hugljúfar minningar um afa og ömmu í húsinu þeirra á Vallargötu. Það var alltaf svo gott að geta hlaupið til þeirra. Eftir að amma dó, en það var 13. apríl 1995, var afí mikið einn. Hann missti svo mikið þá. Ferðir okkar urðu tíðari til hans og hann rölti oftar til okk- ar. Honum fannst allt vera búið hjá sér, því þau voru afar samrýnd og báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Nú höfum við þá trú að Guð hafí sameinað þau á ný og amma hafi tekið á móti honum geislandi glöð og spurt eins og ævinlega: „Mundirðu nú eftir að gera allt sem þú þurftir að gera áður en þú komst, Siguijón minn?“ Afí var í senn glettinn og gáska- fullur og góð fyrirmynd, ávallt tilbú- inn að kenna okkur og hvetja okkur til dáða. Fyrir það erum við svo þakklátar. Allar góðu samveru- stundimar munum við hafa að veganesti út í lífíð. Þegar komið er að kveðjustund hrannast upp ótal hlýjar og bjartar svipmyndir, sem við geymum í huga okkar um ókomin ár. Honum afa var svo umhugað um að okkur fam- aðist vel í lífinu. Heilræði hans til okkar var að við ættum að vanda öll okkar verk og einnig að við ættum að sýna aðgát. Þetta munum við reyna að hafa að leiðarljósi í lífínu. Elsku afí, þú baðst oft Guð um að taka þig til sín, og nú hefur hann bænheyrt þig. Við þökkum þér fyrir allt. Guð blessi minningu elsku afa okkar og sendi ástvinum öllum styrk á sorgarstundu. Samúðarkveðjur til allra. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfír þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Samúðarkyeðjur til allra. Brynhildur Elin, Sigríður Guðrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett cr æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld t úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðalltnubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. PEUGEOT 406 Tímamótabill á einstöku verði Staðalbúnaður er m.a: Fjarstýrðar samlæsingar • Loftpúði í stýri • Rafmagn í rúðum í framhurðum Vökva- og veltistýri • Útvarp/segulband • • .......... • • • . ’ ■ •. frá 1-480.000 kr. * • • . • •••■■■ ■■■■■■■■ PEUGEOT - þekktur fyrir þœgindi 1946-1996 Nýbýlavegi 2 • Sími 554 2600 X~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.