Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 18
0f aoíir o'rQ/vi’ 'jn qc- a; r,r\ h ,'7<i a t j ,, j 18 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fundur um tvísköttunarsamninga sem stjórntæki í alþjóðaviðskiptum Þjónusta íslenskra skattyfir- valda algjörlega óviðunandi TÖLUVERÐUR munur er á skatta- legu rekstrarumhverfi á íslandi og víða erlendis, þar sem hægt er að fá úrskurði fyrirfram um skattalega meðferð á þremur til flórum vikum. Þetta getur skipt sköpum um val á staðsetningu fyrirtækja og jafnframt verið forsenda fyrir því að samningar náist. Þetta kom meðal annars fram í máli Þórðar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Eimskipafélags ís- lands, á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga sl. fimmtudag. A fundinum fjöiluðu Þórður Magnússon og Þorvarður Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi hjá Endurskoðunarskrifstofu Sigurð- ar Stefánssonar, Deloitte & Touche, * Israelsk rannsókn á Murdoch Tel Aviv. Reuter. RUPERT MURDOCH hinn kunni fjölmiðlakóngnr, segir að rannsókn ísraelskra yfírvalda á meintum skattsvikum hjá fyrirtæki hans, News Datacom Research, geti kom- ið í veg fyrir erlendar fjárfestingar í ísrael að sögn blaðsins Yedioth Ahronot. Murdoch bætti við í samtali við blaðið: „Ég mun halda áfran stuðn- ingi mínum við ísrael og halda áfram að fjárfesta í ísrael." News Datacom Research fram- leiðir ruglara fyrir fjarvirkar sjón- varpsstöðvar og sætir rannsókn ísraelskra skattyfirvalda vegna gruns um að stöðin hafi dregið allt að 150 milljónir dollara undan skatti í nokkur ár. um tvísköttunarsamninga sem stjómtæki í alþjóðaviðskiptum. Meira öryggi Að sögn Þórðar leiðir það til miklu meira öryggis í viðskiptum að fá úrskurð skattyfirvalda fyrirfram heldur en þegar aðilar renna blint í sjóinn. „Þjónusta islenskra skattyfirvalda er algjörlega óviðunandi. Dæmi um það eru lögin og framkvæmd þeirra. Samkvæmt skattalögum er kæru- frestur 30 dagar. Urskurður skattyf- irvalda á að berast kæranda innan fimm mánaða frá kæru. Staðreyndin er aftur á móti sú að niðurstaðan er að berast eftir 1-2 ár. Viðhorf skattyfírvalda er mikilvægur þáttur í staðarvali fyrir atvinnurekstur og myndu fyrirframúrskurðir bæta sam- keppnisstöðu íslands. í Hollandi líta stjórnvöld á skattalöggjöfma og framkvæmd hennar sem samkeppn- istæki til þess að gera atvinnurekstur í Hollandi áhugaverðan. Á meðal aðgerða sem hollensk yfirvöld hafa gripið til er að skattleggja ekki hagn- að sem hefur verið skattlagður í öðru landi. Þetta hefur valdið því að mörg stórfyrirtæki hafa sett upp höfuð- stöðvar eða móðurfyrirtæki i Hol- landi, t.d. IKEA.“ Að sögn Þorvarðar Gunnarssonar skipta tvísköttunarsamningar miklu máli þegar teknar eru ákvarðanir um íjárfestingar eða önnur viðskipti í ákveðnu landi. „Enda hlýtur vænt- anleg skattbyrði að vega þungt þeg- ar skoðuð er hagkvæmni þess að fjár- festa i slíku landi. Það er því mjög mikilvægt fyrir lönd sem vilja vera samkeppnisfær um erlent fjármagn að ganga frá tvísköttunarsamning- um við sem fiest hugsanleg við- skiptalönd. Skiptir miklu að tvískött- unarsamningarnir séu hagstæðir og innanlandslöggjöfin dragi ekki úr erlendum fjárfestingum." Þórður segir að þrátt fyrir tví- sköttunarsamning milli Islands og Bretlands sé hagnaður dótturfélaga í Bretlandi fyrst skattlagður í Bret- landi og síðan á íslandi hjá móðurfyr- irtæki. „Það skiptir því öllu máli hvað felst í tvísköttunarsamningun- um, ekki hvort þeir eru gerðir." Flugleiðir hf. 250 millj. boðnar útínýju hlutafé STJÓRN Flugleiða hf. samþykkti á fundi sínum í gær að nýta heim- ild aðalfundar félagsins frá því í vor til að auka hlutafé Flugleiða um 250 milljónir króna að nafn- virði. Ákveðið hefur verið að gengi til hluthafa á forkaupsréttartíma- bili 5. nóvember til 27. nóvember nk. verði 2,8, en ef forkaupsréttar- hafar nýta sér rétt sinn ekki að fullu verður gengi bréfanna á al- mennum markaði 3,1. Miðað við að allt viðbótarhlutafé seljist mun það skila Flugleiðum yfir 700 milljónum í nýju eigin fé. Flugleiðir hafa samið við Verð- bréfamarkað íslandsbanka hf. til að hafa umsjón með útboðinu. Mikilvægt að styrkja fyrirtækið til átaka Fram kemur í frétt frá Flugleið- um að ákvörðun stjórnar félagsins standi í beinu sambandi við áform þess um aukin umsvif í alþjóða- rekstri og alþjóðlegri ferðaþjón- ustu. Skilgreining á rekstri félags- ins sé ekki lengur bundin við flug- rekstur, heldur skilgreini Flugleið- ir sig nú sem alhliða ferðaþjón- ustufyrirtæki. Þá segir að megininntak stefnu- mótunar sé annars vegar að stækka reksturinn til að ná auk- inni stærðarhagkvæmni og styrkja fyrirtækið á opnum alþjóðamark- aði og hins vegar að auka arðsemi með því að hlusta betur eftir þörf- um markaðarins og byggja upp nýja þjónustu í samræmi við þær. Framundan séu því mörg afar spennandi verkefni og mikilvægt að styrkja fyrirtækið til átaka við þau. stærstu útgerðar- fyrirtæki iandsins Kvóti í þorskígildum 1. Haraldur Böðvarsson millj.kr.’95 tonn og Miðnes 4.050,3 21.239 2. Útgerðafélag Akureyr. 4.000,7 15.757 3. Vinnslustöðin og Meitiliinn 3.802,9 13.510 4. Grandi 3.772,3 16.101 5. Síldarvínnslan 3.569,4 10.835 6. SR mjöl 2.873,0 - 7. Hraðfrystihús Eskifj. 2.522,0 7.368 8. ísfélag Vestm.eyja 2.464,0 9.295 9. Samherji 2.198,9 19.103 10. Þormóður rammi . 1.971,5 6.319 Kvótastaða sameinaða fyrirtækisins Samtals 13.510 þorskígildi f Úthafsrækja 8 Nánari skipting eftir fískteg. og þorskigildi Ufsi 1.565 Loðna 2.141 Þorskur 3.040 Karfi 3.139 {umarsræKia Langiúra Í9 Steinbitur 78 -Skarkoli 228 - Humar 452 - Grálúða - Sild > SKIP: Kap VE4 Breki VE61 Sighvatur VE81 Drangavík VE80 Kristbjörg VE70 Jón Vídalin ÁR1 Brynjólfur ÁR3 •Cxi Aflaheimildir i loðnu eru miðaðar við frumskiptingu kvótans. Búast má við að það bætist um 400 þús. tonn við kvótann sem þýðirum 16 þús. tonn til Vinnslustöðvarinnar SAMEINAÐ fyrirtæki Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmanna- eyjum og Meitilsins hf. í Þorlákshöfn verður eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, en miðað við veltu sl. árs er það í þriðja sæti. Hér að ofan sést velta og kvótastaða hins sameinaða fyrir- tækis sundurliðuð eftir tegundum í samanburði við önnur stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar sést að saman- lögð velta Vinnslustöðvarinnar og Meitilssins nam alls um 3,8 milljörðum króna á sl. ári, en hafa þarf i huga að reikningsári Vinnslustöövarinnar lýkur jafnan þann 31. ágúst. Þá hafa þessi fyrirtæki yfir að ráða 13.500 tonna kvóta sem dreifist tiltölulega jafnt á mikilvægustu tegundirnar. Verður sameinaða fyrirtækið í fimmta sæti á listanum yfir stærstu kvótahafa landsmanna. En efst á listanum tróna Miðnes og Haraldur Böðvarsson með samtals um 4 milljarða ársveltu á árinu 1995 og 21 þúsund þorskígilda kvóta fyrir þetta fiskveiðiár. Lengd vinnutíma í litlum tengslum við hvort þensla eða samdráttur er í atvinnulífi hérálandi Vinnuvikan fimmt- ungi lengri en ÍESB ENGIN merki eru um að yfirvinna hér á landi fari minnkandi og raun- ar virðist lengd vinnutíma vera í litlum tengslum við það hvort þensla eða samdráttur er í atvinnu- lífi, afkoma atvinnulífsins góð eða slæm eða kaupmáttur launa hár eða lágur. Þannig hefur samkvæmt vinnutímamælingum Kjararann- sóknanefndar yfirvinna á árabilinu 1988-1995 sveiflast frá því að vera 6,0-6,8 vinnustundir á viku en oftast verið um 6,5 stundir á viku. Hvergi í Evrópu er vinnuvika jafn löng og hér á landi og er hún meira en fimmtungi lengri en að meðaltali í ríkjum innan Evrópu- sambandsins, þar sem hún er 38,5 stundir að meðaltali samanborið við 47 stundir hér þegar kaffítímar hafa verið dregnir frá. Þetta kemur fram í grein í nýju fréttabréfi Vinnuveitendasam- bands íslands, Af vettvangi, eftir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóra VSÍ. Fram kemur að ísland skeri sig úr hvað snerti lengd vinnutíma. Grikkir koma næstir okkur með tæpar 44 vinnustundir á viku, því næst Finnar og Portúgalir með 42 stund- ir og írar með rúmlega 41 vinnu- stund á viku. Austurríki og Spánn eru með rétt rúma fjörutíu stunda vinnuviku, en aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins eru með vinnuviku sem er styttri en 40 stundir að meðaltali. Hún er styst í Hollandi þar sem hún er um 33 stundir á viku. í greininni er bent á að mikill munur sé á dagvinnulaunum hér og víðast hvar í Evrópu. Þessi munur sé hins vegar veginn upp með mikilli yfirvinnu og tekjur standist samjöfnuð við það sem best gerist þegar viku- eða mánað- artekjur séu skoðaðar. Stöðugleiki yfirvinnu hér á landi hvort sem vel eða illa árar bendi til þess að yfir- vinna sé niðurnjörvuð í ráðningar- kjör og skipulag á vinnustöðum og reynslan sýni að veruleg hækkun launa dragi ekki úr yfírvinnunni, eins og haldið hafi verið fram af sumum talsmönnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Á sér vart hliðstæðu Greinarhöfundur kemst að þeirri niðurstöðu að sú almenna regla hér á landi að starfsmenn fái greitt yfirvinnuálag eftir tiltekinn tíma óháð lengd vinnudags eða vinnu- viku eigi sér vart hliðstæðu í þeim löndum sem við berum okkur sam- an við. „Það er þvi nærtækt að draga þá ályktun að beint samband sé milli þeirra reglna sem gilda hérlendis um yfirvinnugreiðslur og stórrar hlutdeildar þeirra í tekjum launafólks. Ef raunverulegur vilji er til þess að breytingar verði á því fylgir því óhjákvæmilega að gera verður breytingar á ákvæðum kjara- samninga um yfirvinnugreiðslur.“ Eru rakin dæmi um reglur í þess- um efnum í nokkrum löndum Evr- ópu bæði þær sem löggjafinn hefur sett og samið hefur verið um í kjarasamningum, en þar eru vinnu- tíma viða settar þröngar skorður hvað varðar lengd hans yfir tiltekin tímabil. Þá segir: „Þær ströngu reglur og miklu takmarkanir á vinnutíma sem víða eru í gildi í Evrópu eru okkur framandi. Lög- gjafinn i þessum löndum hefur augljóslega séð ástæðu til þess að leika stórt hlutverk á þessu sviði sem hér á landi er hefðb.undið við- fangsefni kjarasamninga. Fram- andi er jafnframt sá mikli sveigjan- leiki í nýtingu vinnutímans sem víða er við lýði og veldur því að vinna umfram umsaminn vinnu- tíma er nánast óþekkt fyrirbrigði og greiðslur fyrir yfirvinnu þar með. Mesta þýðingu í því sambandi hafa þau löngu viðmiðunartímabil sem meðal vinnuvikan grundvallast á og sveigjanleg lengd vinnuviku innan viðmiðunartímabils." Vinnutíma- tilskípun ESB Loks kemur fram að vinnutíma- tilskipun Evrópusambandsins taki gildi 23. nóvember næstkomandi hér á landi sem og annars staðar á EES svæðinu. Hún nái til flestra atvinnugreina en þó séu til dæmis fískveiðar undanskildar. Sam- kvæmt tilskipuninni er kveðið á um 48 stunda vinnuviku að hámarki að meðaltali á fjögurra mánaða tímabili, en heimilt er að lengja viðmiðunartímabilið í sex mánuði með lögum og allt að tólf mánuðum með kjarasamningum. Þar sem kaffitímar reiknast ekki til vinnu- tíma má heimila ellefu stunda yfir- vinnu á viku að jafnaði á fjögurra mánaða viðmiðunartímabilinu en það jafngildir 190 yfirvinnustund- um samanlagt. b I í í f í » i f » L 1 i 6 M «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.