Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Býr sjálf til camembert-ost, feta-ost, kotasælu ogjógúrt ÞEIR sem koma í heimsókn á Sæ- ból á Ingjaldssandi fá eflaust að bragða á Camembert-osti sem El- ísabet Pétursdóttir hefur búið til. Hún hefur nú á annað ár fíkrað sig áfram með að nýta umfram mjólk í ostagerð og með góðum árangri, fer létt með að búa til feta-ost, kotasælu og camembertost. „Við erum með eina kú og þar sem heimasætan er eiginlega flutt að heiman og við yfirleitt tvö í heimili er nokkuð um umfram mjólk hjá okkur. Ég hef lengi búið til þykkmjólk og skyr en það er takmarkað sem hægt er að borða af því. Við erum töluvert afskekkt hérna á Ingjaidssandi og mér datt því í hug að reyna að búa til ost. Vinur minn sem er með fyrirtæki, Erlingur Friðriksson hjá Elda- skálanum, leitaði með mér að nauð- synlegum búnaði til ostagerðar sem hann pantaði siðan fyrir mig frá Danmörku. Þar komst hann í kynni við danska konu sem kennir sér- staklega heimilisostagerð og ég ákvað að slá til og prófa.“ Elísabet segir að ostagerðin sé tiivalin fyrir þá bændur sem eigi einhverja um- fram mjólk. „Rjómaost er auðvelt að búa til og hann er fljótgerður. Hann má síðan krydda með því sem til er í það og það skiptið. Það kom til okkar mjólkurfræðingur í sumar og sagði að ostagerðin væri í góðu lagi. „Þetta er ails ekki flókið né tíma- frekt en aðallega þarf að passa upp á að fyllsta hreinlætis sé gætt. Það þarf að passa rétt hitastig og að snúa ostinum ef mygla er að mynd- ast. Ostagerðin þarf líka að vera í réttu umhverfi.“ - Þú þarft semsagt ekki að vera með ost á heilanum meðan osta- gerðin fer fram? „Alls ekki. Ég er að dunda mér við þetta af og til í tvo til þijá daga.“ Elísabet hefur kryddað feta ostinn og í vor sáðu hún og eigin- maður hennar Erik Engholm til dæmis dilli og steinselju út og spretta var góð í sumar. Þegar vetur er snjóharður kemur fyrir að ófært sé að bæjunum tveimur sem eru í byggð á Ingjaldssandi í allt að sjö mánuði. Þau eru sjálfum sér nóg um margt, ekki síst í landbún- aðarframleiðslunni og það hefur komið sér vel við þessar aðstæður. Býr til ýmsar tegundir af jógúrt Að undanfömu hefur Elísabet verið að fikra sig áfram með jógúrt- gerð og það segir hún einfalt mál. „Það er ótrúlega einfalt að búa til eigin jógúrt og þá er hægt að hafa þær bragðtegundir sem vill hveiju sinni. Ég fékk sérstaka jógúrtvél hjá þessum sama vini mínum og útvegaði mér áhöld til ostagerðar og það kom mér á óvart hversu auðvelt þetta er.“ - En hvemig býr hún sig að öðru leyti undir veturinn þegar hún er svona afskekkt? „Við erum með tvær frystikistur sem við söfnum í kjöti og físki til vetrar. Á haustin er forða af mjöl- vöru safnað. Berin nýtum við í sultu og saft og síðan höfum við kúna til að fá mjólk og mjólkuraf- urðir.“ Hún segir hinsvegar að eig- inmaðurinn sé mikill kokkur. „Hann hefur mjög gaman af elda- mennsku og á í fórum sínum marg- ar skemmtilegar uppskriftir bæði sem hann kom með í farteskinu frá Danmörku og sem hann hefur við- að að sér frá ýmsum stöðum.“ - Eruð þið komin með brauðvél? „Nei, því miður. Ég er viss um að brauðvél kæmi sér vel á stað sem þessum þar sem langt er í næstu búð. Erik er hinsvegar mik- ill bakstursmaður og bakar reglu- lega góð brauð.“ - Hafíð þið verið með grænmet- isrækt fyrir ykkur? „Það er allur gangur á því en alla jafna höfum við verið með kartöflur, púrrulauk, grænkál og gulrætur sem við frystum þá til vetrar." Elísabet og Erik eru með sauð- fjárrækt en meðfram henni segist Élísabet sauma úr selskinni. Yfir sumarmánuðina er hún með hand- verkssölu og selur þá heimasaum- aða seli, gleraugnahús, buddur, nælur og skó úr selskinni. Ekki er hægt að sleppa hendinni af Elísabetu og Erik án þess að fá eina danska uppskrift handa les- endum. Það er hefðbundinn haust- réttur, grænkálssúpa að dönskum hætti sem Erik segir að sé mjög vítamínrík og bragðmikil. ELÍSABET segir ekki erfitt að búa til feta-ostinn sem hún kryddar síðan með heimaræktuðum kryddjurtum. Ljósmynd/Halldór Sveinbjömsson ÞAÐ ER lítið mál að búa til ostinn. Leiðbeiningarnar eru nákvæmar og ýmsar uppskriftir fylgja. Aðalmálið er að gæta fyllsta hreinlætis. Það er lykillinn að vel heppnaðri ostagerð. Grænkólssúpa I stórtgrænkál 750 g léttsaltaó svínakjöt 1 og ^vatn 1 msk salt 3-4 gulrætur 1 kryddpoki (í hann má setja niðursöxuð blöð af blaðlauk, einn lauk, og það sem af gengur af selleríi) 2 blaðlaukar hálft selleríbúnt 3-4 kartöflur 3 msk hveiti pipar ERIK og Elísabet hafa ræktað ýmsar tegundir af grænmeti og settu niður kryddjurtir með góðum árangri í vor. Grænkálið er skolað, rifið niður og og soðið í 10-15 mínútur eða þang- að til það er orðið mjúkt. Þá er það tekið upp og geymt til síðast og hakkað smátt. Kjötið er soðið meyrt og síðustu 10-15 mínúturnar er kryddpokinn soðnn með í vatninu svo og grænmetið sem á að fara í súpuna. Hökkuðu grænkáli er bætt í líka. Þegar grænmetið og kjötið er soðið er það tekið úr súpunni og hún þykkt með hveitinu og látin malla í um 5 mínútur. Súpan er borin fram með sterku sinnepi, grófu salti og rúgbrauði. ■ Nýtt Nýjar mjólkur- umbúðir um land allt ÞESSA dagana er verið að taka nýj- ar mjólkurumbúðir í noktun um land allt. Þetta er í fyrsta skipti sem mjólkursamlög landsins undir forystu markaðs- nefndar mjólkur- iðnaðarins standa í samein- ingu að nýju útliti umbúðanna. í fréttatilkynningu frá mjólkursam- lögunum segir að léttmjólk, nýmjólk og ijómi séu fyrstu tegundimar sem koma í þess- um nýju umbúðum. Undanrenna og súrmjólk fylgja síðan í kjölfarið. Á umbúðunum er að finna ábendingar um hollt mataræði og fróðleik um næringu og heilbrigða lífshætti. Ábendingarnar eru unnar í samráði við Manneldisráð íslands, Landlækn- isembættið, Tannverndarráð, Tóbak- svarnamefnd og fleiri. 100 tegundir vítamína og bætiefna FYRIRTÆKIÐ Cetus hefur sett á markað vítamín og bætiefni frá fyrir- tækinu Power Health. Er um hundr- að mismunandi tegundir að ræða og meðal nýjunga t.d. efnið citrin sem á að skerða löngun fólks í sætindi. Þá er sérstök blanda kölluð Man Power en hún á að hafa áhrif á kynk- irtlastarfsemi og minnka áhrif streitu. Svokallað Rutivite er meðal efnanna en það á að hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting og æðakerfi og minnka hand-, og fótkulda. Indverskir matardagar í Blómavali í DAG, laugardag, og á morgun, sunnudag, standa Blómaval og heild- verslun Karls. K. Karlssonar fyrir indverskum matardögum á græna torginu í Blómavali í Sigtúni og á Akureyri. Indverskir réttir verða matreiddir á staðnum og fólki boðið að smakka. Matreiddir verða réttir úr vörum frá Patak’s frá kiukkan 14-18 báða dagana. Kynntir verða kjöt- og grænmetisréttir og geta gestir og gangandi fengið uppskriftir að indverskum réttum auk leiðbein- inga um meðlæti og fleira sem snert- ir indverska matargerð. Snyrtistofan Eygló 10 ára SNYRTISTOFAN Eygló er tiu ára um þessar mundir og af því tilefni er veittur 20% staðgreiðsluafsláttur af allri almennri snyrtingu, þ.e.a.s. af andlitsbaði, húðhreinsun, hand- snyrtingu, vaxmeðferð og litun. Til- boðið gildir líka fyrir gjafakort. Ey- gló Þorgeirsdóttir er eigandi stofunn- ar en hún rekur einnig sjúkranudd- stofu og fótaaðgerðastofu á sama stað. Tilboðið fellur ekki undir sjúkranuddstofu og fótaaðgerðastofu þar sem sú þjónusta fellur undir heilbrigðisstéttir. Tilboðið gildir til 11. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.