Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ SJONMEIMNTAVETTVAIMGUR Listá landsfundi STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR eru ekki þekktir fyrir að ota fram list og mennt af krafti á málþing- um og landsfundum, nema kannski helst þeir lengst til vinstri. Sem eins og sér til framdráttar hafa víðast slegið eign sinni á þessi atriði á mannlífsvettvangi. Það er þó nokkur misskilningur, að hægt sé að einskorða list og hámenningu við einhveija eina stefnu í stjórnmálum og ails ekki á síðustu tímum er upplýsinga- flæðið er orðið að sameign heims- ins, sem þeim getur gagnast sem vilja. Sagan segir okkur einfald- lega, að sú kennd sem skarar sjón- listir sprettur upp hjá öllum stigum þjóðfélagsins, en fijóvgast þá helst er hún fær skilyrði til vaxtar, svo sem allur annar gróður, efnislegur sem andlegur. Alþýðulistin er sprottin upp af jafn eðlislægum og göfugum hvötum og list háað- alsins og allra þjóðfélagshópa þar á milli, kristallast í dýra- og jurta- ríkinu, hinu háa sem hnetti skilur, táknum og ritmáli; „brosa blóm- varir, blika sjónstjörnur". I hraða og ákafa nútímans hef- ur það viljað gleymast, í öllu falli mætt afgangi, að það sem á tímum endurreisnar fékk samheitið „list“, og var lagt að jöfnu við vísindi, er ein af kjölfestum og máttarstoð- um hvers þjóðfélags. Hefur svo verið frá upphafi vega og tengist öllum framförum svo langt aftur í tímann sem menn hafa getað rakið mannvist á jörðu hér. Hins vegar hefur þetta verið meðtekið og skilið þar sem ris þjóðanna er mest og menningin áþreifanlegust, sem skýrlega má marka af lista- söfnum, listaháskólum og tón- leikahöllum, er risið hafa í kjörnum stórborga, og þörfin hér metin til jafns við byggingu trúarhofa og höfuðkirkna. Þessi atriði hafa sömuleiðis haft forgang er menn reistu borgir upp úr rústum styrj- alda og til vitnis eru tvær heims- styijaldir í Evrópu á þessari öld. Þegar hér er vísað til forystu- þjóða er ekki átt við höfðatölu, auðlegð né herstyrk, því það hefur sýnt sig að miðstýring og óheil- brigð afskipti hafa valdið öfugþró- un hjá stórþjóðum. Eðlileg framrás og stuðningur hins vegar upp- gangi meðal minni þjóða og er saga landanna í Suður- og Mið- Evrópu svo og Skandinavíu lifandi dæmi þess. Mestu hefur þó varðað skilningur og metnaður þeirra sem völdin höfðu og má hér nefna Medici-ættina í Flórenz, Ágústana í Dresden, alla þá fursta og kon- unga langt aftur í miðaldir, sem áttu þátt í smíð hinna undurfögru þorga sunnan til og víðar í álf- unni. Ekkert ríki, sem ætlar sér stóra hluti í samfélagi þjóðanna, getur þannig mótað sterka og jarð- tengda framtíð nema að vera sér vel meðvitað um þessi undirstöðu- atriði, sem best hafa gagnast þjóð- um og þjóðarbrotum í aldanna rás, sér jafnt stað í einföldum handíðum alþýðunnar sem kúfþök- um trúarhofa og hallarturnum sem yfir gnæfa. Kveikjan að þessum hugleið- ingum er listsýning i sambandi við landsfund Sjálfstæðisflokks- ins og var einstaklingsframtak á lýðræðisgrundvelli, eins og fleira gott hjá þeim flokki. Hvernig sem á það er litið telst það afar heil- brigt framtak að kynna lands- fundarfulltrúum sýnishorn ís- lenzkrar samtímalistar, leitast um leið við að auka skilning á stuðn- ingi við sjónlistir, en margur ger- Listsýning í sambandi við landsfund Sjálfstæð- isflokksins varð Braga Asgeirssyni kveikjan að hugleiðingum um menningu, listir og þjóðfélagsmál. ir sér takmarkaða grein fyrir vægi skapandi atriða og hugvits í hráu og miskunnarlausu kapp- hlaupi um lífsgæðin á landi hér. Lífsgæði, sem langt í frá skulu lögð að jöfnu við lífsfyllingu, eins og áþreifanlega hefur komið fram í mörgum dökkum myndum, því til harla lítils er að hafa ofgnótt magamáls og annarri virkt, ef andinn og skynfærin eru á villi- götum eða úr leik. Einnig var það til góðra hluta, að stærsti stjórnmálaflokkur landsins skyldi á þennan sérstaka hátt sýna stuðning sinn við sam- tímalist. Afneita kynslóðabilinu og jafnframt þeirri misvísandi hégilju að hugtakið einangrist við ákveð- inn aldurshóp og stjórnmálaskoð- anir, sé öllu frekar alvirk ræktun h'fs og lífsmagna. Allir listamennirnir, sem í hlut áttu, eru velmenntaðir og nafn- kenndir, sá elsti að nálgast átt- rætt, f. 1917, en hinn yngsti fæddur 1961. Þó má telja að ókunnugir hafi átt fullt í fangi að geta sér til um aldur þeirra með hliðsjón af útgeislan og ferskleika verkanna, að því leyti gátu verk hins yngsta allt eins verið eftir þann elsta og öfugt. Um var að ræða verk eftir Daða Guðbjörnsson, Einar Hákonarson, Helga Gíslason, Kristján Davíðs- son, Magnús Kjartansson, Ólöfu Nordal, Sigurð Örlygsson, Stein- unni Þórarinsdóttur, Tuma Magn- ússon og Þórdísi Öldu Sigurð- ardóttur. Þetta telst kannski af einhveijum nokkuð handahófs- kenndur samtíningur, en styrkur hans var að honum var ekki mið- stýrt af sjálfskipuðum réttinda- höfum listarinnar og hér var ei heldur saman kominn harður kjarni hagsmunapotara, frekar skilvirkt og hlutlægt val er kynn- ir ákveðna þróun innan íslenzkrar samtímalistar. Hvað sem líður skoðunum manna á list einstakra verður naumast á móti mælt að verkin settu sterkan svip á landsfundinn og án framkvæmarinnar hefði hann verið eins og hvert annað skrifstofuþing, sjónrænt séð. Þetta kom vel fram í fréttaskotum sjón- varpstöðvanna, en í þeim settu listaverkin í bakgrunninum mik- inn, líflegan og óvæntan svip á þingið. Hér sáu fundarfulltrúar í hnot- skurn sitthvað úr íslenzkri sam- tímalist, hluti sem eru að gerast allt um kring og telst gildur vaxtarbroddur hvers metnaðar- fulls samfélags. Menn þurfa líka að vera betur meðvitaðir um mikil- vægi þess að rækta innlend við- horf, hugsun, sjálfsvitund og hug- myndafræði. Hefur aldrei verið mikilvægara sé tekið mið af þróun- inni í Evrópu, og raunar heiminum öllum, svo sem við sjáum dæmi um í nágrannalöndum okkar. Hvergi þó eins berlega um þessar mundir og í Danmörku, sem var þó fyrst Norðurlandanna til að ganga í Efnahagsbandalagið. í ljósi reynslunnar skilja þarlendir betur mikilvægi jarðtengdrar mannræktar og hættunar, sem tengist hrárri og grunnfærri fjöl- menningarstefnu. í athyglisverðri grein úr Politik- en frá 15. september, er nefndist „Nabokunst“, eftir Jan Borgen bókaútgefanda, kemur þó fram að of mikið má af öllu gera. Ákafi Dana við að rækta eigin listmenn- ingu hefur að hans áliti verið slík- ur síðastliðin 60 ár, að nágranna- löndin hafa mætt afgangi. Þá þyk- ir honum ámælisvert, að um leið og um allt landið risu listasöfn á tímabilinu hafi þau einskorðað sig við innlenda list og af list ná- grannalandanna sé lítið til, nema kannski Þýskalands. Dönsk söfn eigi verk eftir flest stærstu nöfn í þýskri samtímalist undanfarinna áratuga, en svo til engin frá hinum Norðurlöndunum. Jafnvel frá ís- landi er myndlistareignin í lág- marki, sem þó fram að lokum seinni heimsstyijaldarinnar var í stjórnmálasambandi við Dan- mörku! Borgen vísar til mark- verðrar eignar helstu safnanna á myndlist nágrannalandanna á tímabilinu fram að 1935, einkum norskrar og sænskrar, en síðan virðist þessi ræktarsemi leggjast af. Þetta var tímabær ádrepa, sem hefur væntanlega vakið dijúga athygli, en broddurinn fer þó dálít- ið úr henni er í ljós kemur, að lausnina á vandanum telur Borgen helst að auka við eign safnanna á verkum gerðum eftir 1970 (!) og hleypur þá sjálfur yfir 30 ár. Það sem maður les helst úr þessari ádrepu er að við íslendingar virð- umst hafa tekið Dani til fyrir- myndar á fleiri sviðum en ofdýrk- un á bóknámi, raun- og huggrein- um á kostnað verknáms og hand- íða, sem þeir eru raunar löngu fallnir frá eins og flestar þjóðir Evrópu, erum hér öllum íhaldsam- ari. Við erum svo átakanlega mikl- ir eftirbátar þeirra og hinna Norðurlandanna um skipulagða menningarstefnu, sem byggist á væntumþykju á eigin arfleifð og metnaði við að halda eigin list og innlendum viðhorfum einarðlega fram. Þetta getur helst gerst með aukinni kynningu á innlendri list, ekki endilega útávið, heldur er mikilvægast að útlendir gestir eigi þess jafnan kost að ganga að skilvirku og hlutlægu úrvali íslenzkrar listar á söfnum okkar, eins og gerist meðal annarra þjóða. Útlendir áhugamenn um myndlist hafa margoft lýst undr- un sinni á því, að hér skuli ekki vera hægt að nálgast slíkt úrval um hásumarið, hvað þá á öðrum árstímum, ennfremur kappi okkar við að kynna útlenda list á listahá- tíðum. Það er þeim einkum ráð- gáta í ljósi þess hve víðreist ís- lendingar gera um heiminn og þeim tækifærum, sem þeim þar með bjóðast til að meðtaka heims- menninguna. Hér eigum við eitt dvergsafn úr marmara og eðal- málmum, sem kynnir að drjúgum hluta erlenda list og nýstrauma að utan, og frá útlendum lista- mönnum hefur fengið viðurnefnið „monthús“. Eldheitir íslandsvinir hafa lýst vanþónkun sinni og undrun á því, að ekki skuli vera til boðleg tónleikahöll í höfuðborg þessa ríka lands, þótt veglegar slíkar finnist í jafnstórum borgum á Norðurlöndum, að ekki sé minnst á höfuðborgir þeirra. Eitthvað mikið hefur farið úr- skeiðis í uppbyggingu þessa þjóðfélags, eins og við blasir, því þótt við séum dvergríki miðað við stórþjóðir heimsins höfum við sannað ágæti okkar og tilverurétt í 1100 ár og einmitt fyrir ritlist, handíðir og handverk. Listahá- skólar og tónleikahallir voru kannski ekki jafn mikilvæg og fiskiskipin í upphafi lýðveldisins. En ekki er óraunhæft að álykta, að er svo er komið verðum af nokkrum milljörðum á ári, fyrir að hafa afrækt þessa undirstöðu- þætti. Hef ég endurtekið fært gild rök fyrir því í vettvangsskrif- um mínum í gegnum árin í ljósi útflutningstekna hinna Norður- landaþjóðanna á hugviti í handíð- um hvers konar. Ekki eitt einasta upplýsandi rit um sjónlistir, þ.e. húsagerðarlist, myndlist, hönnun, iðnhönnun og listiðnað hefur ver- ið gefið út í íslenzka skólakerfinu, né sem tekur til meðferðar iistina og samfélagið, og er þá ekki von á góðu. Fékk ég nýverið upp í hendurnar framúrskarandi skil- virkt rit eftir snillinginn Poul Henningsen, í útgáfu Gjellerup, Kaupmannahöfn 1964, og er ætl- að 8. og 9. bekkjum skólanna eftir þáverandi skólakerfi. Þótt það sé ekki nema rúmlega 60 blaðsíður veitir það furðumikla innsýn á þessa hluti og er trúa mín að margur íslendingurinn væri betur upplýstur hefði hann haft aðgang að slíku riti í skóla. Hér hefur hins vegar verið þvílíkt rugl og fáfræði á þessum málum, að engu er saman að jafna á Norðurlöndum, svo sem spurning- arkeppnir framhaldskólanna eru til vitnis um og hinn almenni lista- markaður. Við höfum þó jafn góðan efniv- ið, jafnvel betri en aðrar þjóðir, þar sem er ungt fólk svo sem dæmin sanna, og ber okkur þá ekki skylda til að búa það undir nýja tíma með eflingu þeirra grunnþátta sem hér hafa verið reifaðir? í hálfa öld höfum við keppst við að líkja eftir erlendum þjóðum í stað þess að rækta innlenda hugs- un. Og þrátt fyrir að hún sé hið verðmætasta, sem við eigum, erum við enn að reyna að gera menntastofnanir okkar að smáútgáfum slíkra í útlandinu, hreinsa þær af öllu jarðtengdu hugviti. Flytjum jafnvel inn út- lendinga í því augnamiði, — inn- takið er; „að útlenzk hugsun sé ígildi nýrra og ferskra viðhorfa". Hér er viðhorfsbreytinga þörf og vonandi verður framtakið í sambandi við landsfundinn til að einhveijir taki við sér, skilji og meðtaki að hér eru mikil verð- mæti í húfí, jafnt efnisleg sem andleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.