Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐlí) stutt, aðeins einn vetur í bamaskól- anum að Látrum, þá var þar kenn- ari Sigurður Sigurðsson, kallaður Súddi. Geirmundur byrjaði ungur að stunda sjóinn og lenti í hrakningum strax fimmtán ára en hér er ekki rúm til að segja frá þeim. Finnbogi Jósepsson faðir minn og Geirmundur voru miklir félagar. | Faðir minn minnist sérstaklega ferðar sem þeir fóru tveir ungir og hraustir strákar á árabát austur á I Haugavíkur á rekafjöru. Vildi þá svo illa til að annar fóturinn á Geirmundi skorðaðist milli tveggja steina er tijábolur valt yfir hann. Vildi svo vel til að föður mínum tókst að velta trjábolnum af fætin- um og bjarga Geirmundi úr klemm- unni. Varð Geirmundi þá að orði að nú hefði Finnbogi tekið vel á. Ungur kvæntist Geirmundur | Guðmundu Regínu Sigurðardóttur i frá Skriðu en það var þá fremsti bærinn á Látrum í Aðalvík. Þar byijuðu ungu hjónin búskap í sam- býli við foreldra Regínu, þau Ólínu Sigurðardóttur og Sigurð Þorkels- son. Þau bjuggu á Skriðu allt til 1938 að þau fluttu yfir í Fljótavík en þar reisti Geirmundur nýbýli sem kallaðist Skjaldabreiða. Á þessum árum var mikið um fólks- flutninga úr Sléttuhreppi og fór svo ' að árið 1945 flytja þau Geirmundur ( og Regína með börn sín yfir að Látrum þar sem þau bjuggu í eitt ár í Steinhúsinu en flytjast síðan til Hnífsdals þar sem þau áttu heimili allt til elliára. í Hnífsdal stundaði Geirmundur í fyrstu sjómennsku og útgerð en árið 1958 stofnaði hann ásamt fleirum Trésmiðjuna hf. í Hnífsdal. Þar vann hann og stjórnaði í mörg ár, allt þar til að hann hætti, orð- inn áttræður að aldri. Finnbogi í faðir minn vann mikið með Geir- mundi við húsa- og bryggjusmíðar og minnist góðs starfsfélaga og vinar. Þegar Geirmundur fór að minnka við sig vinnu, sneri hann sér að öðrum áhugamálum. Meðal annars reisti hann blómaskála við hús sitt og ræktaði þar blóm og ttjáplöntur sem hann hafði gaman af að gefa vinum og ættingjum. Einnig stóð hann fyrir útgáfu niðja- tals foreldra sinna sem undirritaður aðstoðaði hann við. Þau Geirmundur og Regína voru höfðingjar heim að sækja og eru minnisstæðar allar stórveislurnar sem þau hjónin héldu á merkum tímamótum. Við feðgar sendum ástvinum Geirmundar samúðarkveðjur og blessunaróskir á kveðjustund. Guðjón Finndal Finnboga- son frá Atlastöðum. Þá hefur þú fengið hvíldina, Geirmundur minn. Eftir 88 ára lífs- baráttu. Lífið á Ströndum var eng- inn dans á rósum. Það báru hendur þínar vitni um; sigggrónar, stórar og æðaberar. Orvar Dóri var alveg heillaður af þeim, strauk þær oft og varð tíðrætt um þær og reyndar aldur þinn líka. Allt sem var gam- alt var miðað við þig. Hann sagði oft við mig: „Var Geirmundur til í gamla daga.“ Þegar ég leitaði nán- ari skýringa á því hvað gamla daga væri gat það verið allt frá þeim tíma þegar risaeðlumar voru til og að þeim tíma er sjónvarpið kom. Þrátt fyrir að heilsan væri farin að gefa sig var minnið alltaf gott, þá sérstaklega á atburði sem gerð- ust áður fyrr. Þú fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum þig og hafðir tölu á öllum afkom- endunum, sem eru örugglega að nálgast eða komnir yfir 120. Síðast þegar ég kvaddi þig heima á ísafirði kysstir þú mig á kinnina og sagðir: „Við sjáumst nú um jól- in.“ Mér þótti vænt um það hversu borubrattur þú varst og tók þá þegar ákvörðun um að koma heim um jólin. Ég passa hana Regínu litlu fyrir þig. Guð geymi þig. Nanný og Örvar Dóri. MINNINGAR OLAFUR TÓMASSON + Ólafur Tómas- son fæddist á Sandeyri, Snæ- fjallaströnd við Isa- fjarðardjúp, 25. september 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 11. október síðast- liðinn. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey. Nú er Ólafur minn Tómasson, mágur móð- ur minnar, Þórdísar Toddu, dáinn. í þau ár sem við Ólafur þekkt- umst reyndist hann mér ávallt traustur og góður vinur þó aldurs- munur okkar hafi verið mikill. Sam- skipti okkar voru traust og innileg og hittumst við nokkuð reglulega en að mínu mati alltof sjaldan. Veikindi hans báru frekar brátt að. Þau voru því miður alvarlegs eðlis þannig að andlát hans kom mér ekki á óvart en fregnin um þau höfðu samt lamandi áhrif á mig þar sem harmur og sárindi helltust yfir mig og maður fann vanmátt sinn gagnvart þeim máttarvöldum sem ekkert mannlegt afl getur ráðið við. Það fær mikið á mann þegar fréttir af andláti náins fjölskyldu- vinar berast en það var nokkuð sem svo sannarlega var hægt að kalla Ólaf. Hann sýndi vinum sínum og samferðamönnum innilega vináttu og fann ég oft til þess þegar við hittumst. Sem dæmi, kom það ber- lega í ljós þegar ég útskrifaðist sem stúdent, fýrir um fjórtán árum, þegar hann sagði við mig; „Þor- steinn minn! Yfir öllum þeim áföng- um sem þú nærð í lífínu mun ég ávalt samgleðjast þér“ og hrærður í huga tók hann utan um mig þess- um orðum til staðfestingar. Þessu mun ég aldrei gleyma og mun það lifa í minningunni um þann mann sem Ólafur hafði að geyma. Þegar við hittumst þá hafði ég alltaf gaman að setjast niður með honum og ræða um svo til allt milli himins og jarðar- hvort sem það voru landsmálin, dæg- urmál þau sem hæst voru á baugi hveiju sinni, málefni sem tengdust fjölskyldunni eða hvað annað. Við náðum einnig mjög vel saman í að gera að gamni okkar og hlógum oft dátt að hinu og þessu því hann hafði mjög gott skop- skyn og var oftar en ekki, gaman að láta gamminn geysa. Síð- asta skiptið sem við áttum slíka stund var úti á veröndinni við sumarhús for- eldra minna þar við sátum úti í sólinni og spjölluðum saman. Inn á milli gátum við gert grín að sjálfum okkur og ýmsum skondnum uppá- komum. Um þetta leyti hafði hann orðið var við ákveðin sjúkdómseinkenni en talaði lítið um þau og engan óraði þá fyrir hversu hratt hlutimir myndu ganga fýrir sig í þeim efn- um. Ólaf hef ég þekkt frá því ég var barn enda höfðu hann og Þóra móðursystir mín gift sig löngu áður en ég kom í heiminn. Því hefur hann fylgst með uppvexti mínum og verið hluti af mínu lífí allt til nú þegar hann kveður þennan heim og leiðir okkar skilja um stund. Það sem eftir lifir í minningunni er hæverskur og rólegur maður sem ég hef ávalt borið virðingu fyrir. Fyrir utan það hversu góður hann hefur verið mér þá þykir mér vænst um hve góður hann hefur verið Þóru sem mér þykir vænt um sem væri hún mín eigin móðir. Bið ég algóðan Guð um að styrkja hana þessari sorg, syni hennar, sem hafa verið mér sem bestu bræður, bamabörn, Sirrý systir hans, börn hennar og alla ættingja og vini, sem honum voru kærir. Bið ég Ólafi ‘allrar guðsblessunar og megi minningin um hann lýsa upp hjörtu okkar, sem syrgjum hann og söknum, um ókomna tíma. Þorsteinn Erlingsson. ARNYSVALA KRISTJÁNSDÓTTIR + Árný Svala Kristjánsdóttir fæddist I Hafnarfirði 1. jan- úar 1927. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 12. október síðastliðinn og fór útförin fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Nú kveð ég þig, elsku amma mín. Mér sem þykir svo vænt um þig. Bara að ég hefði fengið svolít- ið meiri tíma með þér, ég átti eftir að segja þér svo margt. En að því er ekki spurt, öll þurfum við að lokum að fara á Drottins fund. Loksins fékkst þú hvíldina sem þú þráðir svo. En ég veit að þú verður ávallt hjá mér og stelpunum mínum, þér sem þótti svo vænt um langömmutelpumar þínar. Það voru ófá skiptin sem þú komst til mín til þess að hjálpa mér með stelpum- ar, passaðir að þær væm aldrei svangar, þú sagðir að svöng böm væm óhamingjusöm börn. Þú veitt- ir stelpunum mínum líka mikla ást og kærleika. Þær eiga eftir að sakna þín mikið, elsku amma mín, líka ég. Ég veit að við munum hitt- ast seinna. Ég elska þig, amma mín. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins I þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn, í vald og vinskap þinn. Vemd og skjól þar ég finn. Skijafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1996 43 t „Ég er upprisan og lífið" Við viljum þakka þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall HELGA SKÚLASONAR leikara. Þar fengu blómin að tala, ásamt gjöfum, bréfum og kortum. Hjartans bestu þakkir. Helga Bachmann, Hallgrimur Helgi, Skúli, Helga Vala, Þórdfs, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför KRISTJÁNS HRÓLFSSONAR bónda, Syðri-Hofdölum, Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Rannveig Jóna T raustadóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Trausti Kristjánsson, Helga Rögnvaldsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartkærar þakkir færum við þeim fjöl- mörgu, sem sýndu ómetanlegan vinar- hug og samúð við andlát sonar okkar, bróður og unnusta, JÓHANNS SVANS YNGVINSSONAR, Langholtsvegi 99. Hlýhugur ykkar hefur styrkt okkur í sorg okkar. Guð blessi ykkur, kæru vinir. Yngvinn Gunnlaugsson, Jóhanna Þorleifsdóttir, María Yngvinsdóttir, Helga Sigrfður Yngvinsdóttir, Arnheiður Guðmundardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, STEINUNNAR GUÐMUNDU ÓLAFSDÓTTUR frá Lækjarhvammi. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingibjörg Ágústsdóttir, Gréta Ágústsdóttir Ingvi Ágústsson. t Innilegar þakkir færum við þeim fjöl- mörgu sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við fráfall elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, SIGRÚNAR ÁSTU PÉTURSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Gerðarkoti 6, Bessastaðahreppi. Pálmi Dagur Jónsson, Ásta Kristín Pálmadóttir, Ester Pálmadóttir, Rúnar Pálmason, Höröur Kristjánsson, Freydís Halldórsdóttir. t Innilegar þakkirfærðum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GREIPS Þ. GUÐBJARTSSONAR kaupmanns frá Flateyri. Guð blessi ykkur öll. Guðfinna Hinriksdóttir, Guörún Greipsdóttir, Sigurður Lárusson, Hinrik Greipsson, Ásta Edda Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðlaug Auðunsdóttir, Guðbjartur Kristján Greipsson, Svanhildur Bára Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.