Morgunblaðið - 26.10.1996, Side 22

Morgunblaðið - 26.10.1996, Side 22
22 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT NYJA ríkissljórnin í Noregi. Frá vinstri: Karl Eirik Marta Solberg félagsmálaráðherra, Bjorn Tore Godal utan- olíu- og orkumálaráðherra, Anne Holt dómsmálaráðherra, Schjott-Pedersen sjávarútvegsráðherra, Kjell Opseth rikisráðherra, Teije Rad Larsen ríkisáætlanaráðherra, Jargen Holst varnarmálaráðherra, Kari Nordheim-Larsen sveitarstjóma- og atvinnumálaráðherra, Dag Teije And- Thorbjern Jagland forsætisráðherra, Gudmund Hemes heil- þróunarmálaráðherra, Sylvia Bmstad bama- og fjölskyldu- ersen landbúnaðarráðherra, Sissel Ranbeck samgöngu- brigðisráðherra, Grete Knudsen viðskipta- og iðnaðarráð- málaráðherra, Reidar Sandal kirkju- og menntamálaráð- ráðherra, Thorbjorn Bemtsen umhverfísráðherra, Hill- herra, Jens Stoltenberg fjármálaráðherra, Grete Faremo herra og Turid Birkeland menningarmálaráðherra. Ný ríkisstjórn tekur við í Noregi Mörg óvænt nöfn á ráðherra- lista Thorbiorns Jaglands Ósló. Morgunblaðið. -T RAÐHERRALISTI Thorbjerns Jag- iands, nýs forsætisráðherra Noregs, kom að ýmsu leyti á óvart, eins og hann hafði reyndar lofað. Stjóm hans verður skipuð sjö nýjum ráðherrum og ellefu ráðherrar í stjórn Gro Harl- em Brundtland voru á ráðherralist- anum. Valið á dómsmálaráðherranum kom mest á óvart, en við því emb- ætti tekur Anne Holt, lögfræðingur og ein af vinsælustu glæpasagnahöf- undum Noregs. Þetta val kom norsk- um fjölmiðlum í opna skjöldu og Holt hefur ekki starfað fyrir Verka- mannaflokkinn. Tvær fyrrverandi þingkonur Ennfremur kom á óvart að Jag- land skyldi velja tvær konur sem áður höfðu sagt af sér þingmennsku með miklum hamagangi. Þær eru Sissel Ronbeck, sem verður sam- gönguráðherra, og Turid Birkeland, menningarmálaráðherra, og þær lýstu því báðar yfir þegar þær hættu á þingi árið 1993 að þær vildu helga líf sitt öðru en stjómmálum. Margir höfðu spáð því að Jagland myndi velja Teije Rod Larsen, að- stoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og náinn vin sinn, í stjóm- ina. Sú spá rættist en málaflokkurinn sem Jagland valdi handa honum kom hins vegar á óvart. Larsen fer með mál sem varða áætlanagerð ríkisins. Sylvia Brustad verður bama- og fjölskyldumálaráðherra, en hún hef- ur allmikla reynslu af stjómmálum þótt hún sé aðeins 29 ára. Ellefu gömul nöfn Ellefu ráðherrar í stjórn Brundt- land voru á ráðherralista Jaglands en fjórir þeirra fara með aðra mála- flokka en áður. Þeir sem halda embættum sínum eru: Bjom Tore Godal utanríkisráð- herra, Gudmund Hernes heilbrigðis- ráðherra, Thorbjorn Berntsen um- hverfisráðherra, Hill Marta Solberg félagsmálaráðherra, Jorgen Kosmo varnarmálaráðherra, Reidar Sandal menntamálaráðherra og Kari Nord- heim-Larsen þróunarmálaráðherra. Grete Knudsen verður áfram við- skiptaráðherra og fer einnig með iðnaðarmál. Grete Faremo fer úr dómsmálaráðuneytinu og tekur við olíu- og orkumálum. Jens Stolten- berg fer ekki lengur með iðnaðar- og orkumál og fer í fjármálaráðu- neytið. Kjell Opseth, áður samgöngu- ráðherra, verður ráðherra sveitar- stjóma- og atvinnumála. Hann fær því það vandasama verkefni að semja við sveitarstjórnirnar sem telja sig fá of lítinn hluta skattteknanna. Átta konur Dag Teije Andersen verður land- búnaðarráðherra og það val mæltist vel fyrir meðal forystumanna bænda. I stjórninni verða átta konur, eins og í stjórn Brundtland. Aftenposten segir líklegt að Tom Thoresen fái æðsta embættið utan stjórnarinnar og verði formaður þingflokksins. Thoresen hefur verið varaformaður þingflokks Verka- mannaflokksins. Lengi hafði verið gert ráð fyrir því að Sigbjom Johnsen, sem fer úr fjármálaráðuneytinu, tæki við for- mennsku í þingflokknum en hann sækist frekar eftir því að verða fylk- isstjóri Hedmark, að sögn Aftenpost- en. Obreytt út- vegsstefna Ósló. Morgunblaðið. KARL Eirik Schjott-Pedersen tók við starfi sjávarútvegsráðherra af Jan Henry T. Olsen en lagði áherslu á að koma sín í ráðu- neytið myndi ekki .marka straum- hvörf; sjávarút- vegsstefnan yrði óbreytt. Aðspurður um afstöðu_ sína til deilna fslendinga og Norðmanna um veiðar í Smugunni og síldarsmugunni svaraði Schjott-Pedersen: „Ég verð að setja mig betur inn í þau mál.“ Karl Eirik Schjott-Pedersen er 37 ára og frá Finnmörku. Hann hefur ekki áður starfað við sjáv- arútvegsmál en Olsen sagði, að betri eftirmann gæti hann ekki hugsað sér. „Hann er maður strandlengjunnar," sagði Olsen. Schjott- Pedersen Thorbjorn Jagland, nýr forsætisráðherra Noregs aðhylltist róttæka vinstristefnu Var andvígnr NATO og ESB en söðlaði um THORBJ0RN Jagland, nýr for- sætisráðherra Noregs, aðhylltist róttæka vinstristefnu og lagðist gegn aðild Noregs að Atlants- hafsbandalaginu (NATO) og Evrópusambandinu (ESB) þeg- ar hann var leiðtogi ungliða- hreyfíngar Verkamannaflokks- ins en sneri síðar við blaðinu. Thorbjorn Jagland Ósló. Reuter, Morgunblaðið. Thorbjorn Jagland _ fæddist í Drammen, skammt frá Ósló, .5. nóv- ember árið 1950 og nam hagfræði við Óslóarháskóla. Hann komst fyrst til áhrifa í Verkamannaflokknum árið 1977 þegar hann var kjörinn formað- ur AUF, ungliðahreyfmgar flokksins. Á þessum árum var Jagland rót- tækur vinstrimaður, lagðist til að mynda gegn aðild Norðmanna að Atlantshafsbandalaginu og Evrópu- sambandinu. „Markmið okkar er enn að segja algerlega skilið við kapítalis- mann, að afnema einkaeignarréttinn á framleiðslutækjunum," sagði hann árið 1978. Nú er öldin önnur og Jagland tal- ar um nauðsyn þess að „siðmennta markaðsöflin". Hann er ennfremur hlynntur inngöngu Norðmanna í Evrópusambandið og boðaði „nýja gullöld jafnaðarmanna í Evrópusam- bandinu" áður en aðildinni var hafn- að í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Nor- egi árið 1994. Jagland segir þessi pólitísku um- skipti mjög eðlilega þróun. Hrun Berlínarmúrsins hafi orðið til þess að hann hafi kúvent í Evrópumálinu. Brundtland lagðist gegn kjöri Jaglands Þegar Gro Harlem Brundtland varð forsætisráðherra í fyrsta sinn, árið 1981, var Jagland að styrkja stöðu sína innan Verkamannaflokks- ins. Hann var síðan kosinn leiðtogi flokksins árið 1992, þegar Brundt- land sagði þeirri stöðu af sér eftir að sonur hennar svipti sig lífí. Nokkrum misserum áður hafði Brundtland gefíð til kynna að hún vildi að Jagland yrði leiðtogi flokksins en skipti um skoðun fyrir leiðtoga- kjörið og studdi Jens Stoltenberg, iðn- aðar- og_ orkumálaráðherra í stjóm hennar. í nýrri ævisögu Brundtland, sem kom út í gær, segir að hún hafí beitt sér mjög gegn Jagland þar sem hún hafí ekki treyst honum. Höfund- amir, Per-Ame Bjerke og Jan Ove Ekeberg, segja að Brundtland hafí grunað hann um að vinna gegn sér til að styrkja eigin stöðu. Þingið starfi í þrjá daga á viku Jagland bar þó sigur úr býtum í valdabaráttunni, enda naut hann öflugs stuðnings verkalýðshreyfing- arinnar, sem hefur haft mikil áhrif innan flokksins. Jagland segir að leiðtogakjörið hafí alls ekki haft slæm áhrif á samskipti hans við Brundtland og Stoltenberg. Jagland var kjörinn þingmaður Bu- skerad-sýslu ári eftir leiðtogakjörið. Á þessum stutta tima hefur honum tek- ist að styrkja stöðu sína innan þing- flokksins þótt andstæðingar hans hafí sagt að hann hafí ekki mætt nógu vel á þingfundi og þrifíst ekki á þingi. „Ég þrífst vel á þinginu," sagði hann þó í blaðaviðtali. „En þingið er hættulegur staður fyrir þá sem telja að þar sé upphaf og endir alls heimsins." Jagland lagði jafnvel til að þing- menn störfuðu ekki nema þijá daga á viku á þinginu til að geta verið meira meðal fólksins. Sakaður um hentistefnu Fjármálamarkaðimir voru i fyrstu á varðbergi gagnvart Jagland vegna róttækra skoðana hans þegar hann haslaði sér völl í stjómmálunum. Margir ijármálamenn era einnig lítt hrifnir af andstöðu hans við einka- væðingu nokkurra ríkisfyrirtækja og viðskiptabanka. Fjárfestar virðast hins vegar hafa róast þegar Jagland lýsti því yfir að hann hygðist fram- fylgja svipaðri eftiahagsstefnu og Brandtland. Stjómmálaskýrendur segja að Jag- land hafí „yngst með áranum“ og sé ekki eins „kreddufastur" og áður. Sjálfur kveðst hann vilja taka Willy Brandt, fyrrverandi kanslara Þýska- lands, sér til fyrirmyndar. Hann hefur verið sakaður um hentistefnu en vísar því á bug og lýsir sér sém raunsæis- manni í stjómmálum. Áhersla á fjölskylduna Jagland kvæntist Hanne Grotjord, starfsmanni framkvæmdastjórnar Verkamannaflokksins, árið 1975, og þau eiga tvo syni, 10 og 12 ára. Hann leggur mikla áherslu á að lifa eðlilegu fjölskyldulífi, eins og margir stjórnmálamenn í Noregi, þrátt fyrir annríkið í stjómmálunum. Hann hafn- aði til að mynda tilboði um að verða aðstoðarráðherra árið 1986 og kvaðst frekar vilja veija meiri tíma með bömunum. Þegar viðræðumar um myndun nýrrar stjórnar stóðu sem hæst, dag- inn áður en Jagland varð forsætis- ráðherra, tók hann sér hlé og fór í verslunarferð í miðborg Óslóar. „Ég þarf að fara út og kaupa gönguskó,“ sagði hann við blaðamenn sem biðu spenntir eftir fréttum um gang við- ræðnanna. „Ég fæ þá í gjöf frá kon- unni minni á afmælinu 5. nóvember." Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að margir kjósendur snúi baki við Verkamannaflokknum eftir að Jagland tekur við stjómartaumunum. Slíkar kannanir þykja þó til marks um vinsældir Brundtland frekar en að þær bendi til þess að Jagland sé óvinsæll. „Það er ekki auðvelt að taka við embætti forsætisráðherra af konu sem orðin er þjóðareign," sagði norska fréttastofan NTB.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.