Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GEIRMUND UR JÚLÍUSSON + Geirmundur Júliusson var fæddur á Atlastöð- um í Fljótavík 4. mars 1908. Hann lést 17. okt. síðast- liðinn á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isafirði. Foreldrar hans voru Júiíus Geirmundsson, f. 26. maí 1884 á Látrum í Aðalvík, d. 6. júní 1962, og Guðrún Jónsdóttir, f. 18. júní 1884, d. 24. mars 1951. Systkini hins látna voru Ingi- björg, f. 1906, d. 1992, Sigur- lína, f. 1909, d. 1996, Jón Olaf- ur, f. 1910, d. 1941, Jóhann, f. 1912, Guðmundína, f. 1915, Snorri, f. 1916, d. 1995, Þórð- ur, f. 1918, Júdit, f. 1920, Júl- íana, f. 1921, d. 1960, Anna, f. 1923, og Guðmundur, f. 1925, d. 1990. Hinn 6. nóvember 1931 kvæntist Geirmundur Guð- mundu Regínu Sigurðardóttur frá Látrum í Aðalvík, f. 1904, d. 1994. Börn þeirra eru: Hall- dór, f. 29. jan. 1930, kvæntur Guðnýju Hermannsdóttur, Gunnar, f. 15. apr. 1931, kvæntur Gunnhildi Magnús- dóttur, Geir Sigurlíni, f. 25. maí 1932, kvæntur Sigríði Sigfúsdóttur, Helgi, f. 17. nóv. 1934, kvæntur Ernu Magnús- dóttur, Ásthildur, f. 19. júní 1936, gift Kristófer Edilons- syni, Baldur, f. 15. okt. 1937, giftur Karitas Pálsdóttur, Karl, f. 13. mars 1939, kvæntur Rannveigu Hjaltadóttur. Geir- mundur átti 33 barnabörn, 71 barnabarnabarn og þijú langalan- gafabörn. Geirmundur hóf búskap á Látrum í Aðalvík 1930 ásamt tengdaforeldrum sínum Sigurði og Ólínu, og stundaði hann sjóróðra á Látrum ásamt bú- skap til ársins 1938 þegar hann flutti til Atlastaða og byggði þar nýbýli sem nefnt var Skjaldabreið og stundaði þar búskap og sjó- róðra. Árið 1946 flutti fjöl- skyldan til Hnífsdals. Var hann sjómaður á bátum og vann í Hraðfrystihúsi Hnífsdals, en 1949 keypti hann vélbátinn Geir ÍS ásamt fleirum sem var gerður út á línuveiðar og drag- nót til ársins 1952, en þá var hann seldur. Hóf hann þá aftur störf í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal og vann þar við smíð- ar og flökun. Árið 1958 stofn- aði hann ásamt fleirum Tré- smiðjuna í Hnífsdal og var hann framkvæmdasljóri henn- ar þangað til hann lét af störf- um og sonarsonur hans tók við rekstrinum. Flest húsin sem byggð voru í Hnífsdal á þessu tímabili voru byggð af Tré- smiðjunni og stór hluti af Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Geirmundur var mikill dugn- aðar- og atorkumaður og eign- aðist hann Trésmiðjuna hf. að stærstum hluta. Útför Geirmundar fer fram frá Kapellunni í Hnífsdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. SVERRIR KARL STEFÁNSSON + Sverrir Karl Stefánsson fæddist á ísafirði 16. sept- ember 1975. Hann lést á heim- ili sínu á ísafirði 13. október siðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarðarkirkju 18. október. Nú er Sverrir Karl, vinur okkar, farinn, farinn á staðinn sem allir fara einhvem tímann. Ég kynntist Sverri haustið 1994 en Tóti kynnt- ist honum vorið 1995. Við vorum saman í Reykholtsskóla og áttum þar mjög góðar og glaðar stundir, því Sverrir átti auðvelt með að fá alla til að hlæja. Okkur fannst allt- af jafn gaman þegar hann kom og sýndi okkur ný og ný ljóð, hann var mjög hugmyndaríkur og list- rænn. Við munum minnast þín eins og þú varst, kátur og hress. Við sökn- um þín að eilífu, elsku Sverrir, um leið og við horfum á eftir þér til hins æðra. Við sendum fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Rósa Björk og Þórir Karls, Bíldudal. Elsku Sverrir Karl, ég trúði því ekki þegar ég frétti að þú værir farinn frá okkur, svo hress, kátur og glaður, það var alltaf svo stutt í bros þitt, þú varst svo listrænn, þú teiknaðir, samdir falleg ljóð og bjóst til svo fallegar hálsfestar. Maður hugsar hvers vegna Sverr- ir, maður hugsar hvað þetta er ósanngjamt en svo er sagt að þeir góðu deyi ungir og það átti svo sannarlega við um Sverri Karl. Það eru margar góðar minningar sem Sverrir skildi eftir sig, ég man t.d. föstudaginn 11. október þar sem Sverrir sat á Eyrinni svo glaður, brosandi og hlæjandi. Ég geymi þær minningar sem ég á um Sverri Karl, árið sem ég fékk að kynnast honum, ávallt vel. Ég veit að Sverr- ir er kominn á stað sem enginn lifandi maður veit hvernig er og ég veit að honum líður vel þar sem hann er. Elsku Stebba, Ransý, Hörpu, Selmu og Helga Dan og öðrum aðstandendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur á erfiðum tím- um sem þessum. Sigrún Sigurgeirsdóttir. Sverrir, ég man fyrst eftir þér þegar ég var ný byijuð í Gaggó. Beggi var að stríða mér og þú baðst hann að gefa mér „sjens“. En árin liðu og við urðum góðir vinir. Maður skilur ekki hvernig svona ungur maður svo fullur af lífi getur farið svo fljótt. Nú ertu kominn { heim sem enginn lifandi maður veit hvemig er, en ég er viss um að þér líði vel, hvar sem þú ert. Þú skilur eftir mjög góðar minningar sem munu aldrei nokk- um tímann hverfa. Þú lifir enn í hjarta okkar allra. Ég kveð þig nú, elsku Sverrir, og þakka þér fyrir þau ár sem ég fékk að hafa þig við hlið mér. Þú veist að þín er sárt saknað af mér og öllum öðrum. Elsku Stebbi, Ransý, Harpa, Selma og Helgi Dan, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur og aðra ástvini á hörðum tímum sem þessum. Anna Ragnarsdóttir. Elsku afi. Nú ert þú búinn að fá hvfldina og farinn á vit ljóssins, þar sem hún amma bíður þín. Þegar fregnin kom um að Geirmundur afi væri dáinn, komu ýmis minningarbrot upp í huga minn, þó svo að ég hafi nú ekki mikið umgengist þig, afi minn, þá er minningin góð. Til dæmis þegar ég var hjá ykkur ömmu í Ögri þegar þú vannst við að byggja bryggjuna. Var ég þá bara 7 ára; man ég nú ekki mikið frá þeim tíma; einnig var ég hjá ykkur á Suðureyri eitt sumar, þá varst þú líka í byggingarvinnu. Var ég þá mest með ömmu, henni til dægrarstyttingar, meðan þú varst að vinna. Man ég svo líka þegar ég var 10-11 ára, þá fór ég með ykkur í bfl til Ólafsvíkur til Ástu frænku. Varst þú þá nýkominn með bílpróf. Þótti mér mikið gaman að því ferðalagi. Þá fékk ég oft lánað- ar bækur hjá þér, þar sem þú áttir stórt bókasafn sem var alltaf hægt að ganga í. Þegar ég og núverandi maðurinn byrjuðum saman fékk hann vinnu hjá þér og reyndist þú okkur vel fyrsta búskaparárið mitt. Ætla ég nú að kveðja þig, afi minn. Takk fyrir yndislegar stundir og þykir mér leitt að komast ekki í jarðarför- ina til að kveðja þig. hinsta sinn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurlaug Regína Halldórsdóttir. Elsku afi okkar. Nú ert þú búinn að fá hvíldina sem þú þráðir, og farinn til ömmu sem hefur beðið þín. Minning okkar um afa er bundin Hnífsdal, og ef ég tala um afa kemur amma líka upp í hugann því þau voru eitt. Regína amma og afi bjuggu í mörg ár á Strandgötunni í Hnífsdal eða þar til þau fluttu fyrir nokkrum árum að Hlíf á ísafirði, en amma lést 23. júní 1994. Það var alltaf gott að koma á Strandgötuna og búa hjá þeim. Afí var smiður af guðs náð, og hefur hann smíðað mörg húsin í Hnífs- dal, ísafírði, og víðar. Hann var mikill atorkumaður, og honum varð aldrei misdægurt. Það eru góðar og hugljúfar minningar sem við eigum frá þeim. Húsið þeirra var alveg við félagsheimilið og var oft gaman að horfa á ömmu sitja við gluggann og hlusta á músíkina og láta sig dreyma, því það var mikil músík í henni ömmu, og táafjör, en það kölluðum við dansinn. Það var ann- að með afa, hann hafði ekki gaman af þessari hlið lífsins, það var bókin sem átti hug hans og vinnan. Blessuð sé minning afa okkar og ömmu. Minning ykkar lifir með okkur. Sál rís frá foldu, birta umlykur, allar kvalir burt strýkur. Kristur við tekur, hans kærleikur þekur, til himna hann leiðir. (Maren Jakobsdóttir.) Ingunn, Geir, Auður, Magnús, Jónas. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku afi, við sendum þessa kveðju til þín þar sem við erum stödd erlendis og getum því ekki fylgt þér til hinstu hvflu. Kallið kom og þú kvaddir veru þína hér á jörð, en handan Gullna hliðsins beið hún amma eftir þér með útbreiddan faðminn. Við minnumst þín og ömmu með hlýju og söknuði í hjarta, en gleðj- umst jafnframt yfír því að nú ert þú í góðum höndum og við vitum að þér líður vel. Kveðja frá Ólafi, Hörpu og fjölskyldu. í dag verður til moldar borinn elsku frændi minn, Geirmundur Júlíusson frá Atlastöðum í Fljóta- vík og ég minnist hans með miklum söknuði. Reyndist hann mér oft og tíðum sem faðir þegar ég missti móður mína 1950. Ekki var ég hár í loftinu þegar ég fór fyrst að muna eftir mér í Geirmundarhús- inu. Munda og Geiri, eins og þau voru kölluð í Hnífsdal, voru mér alltaf ákafiega góð og ég minnist þess sérstaklega hvað þau voru ánægð þegar ég gifti mig og búinn að ná í konu sem var kölluð Munda. Elsku Geiri minn, ég man þegar þú tókst mig í faðm þinn þegar mamma dó. Eg var þá 15 ára gam- all og nýbyijaður á sjónum, þú sagðir við mig: „Júlli minn, þú get- ur leitað til mín þegar þú þarft ein- hvers með.“ Minnist ég þess hvað Geiri reyndist mömmu vel í hennar veikindum. í sumar sem leið var haldið ættarmót og var það honum mikils virði að ættin héldi hópinn, eins og hann segir í ættartali sem hann gaf út 1989. Þegar ég kvaddi hann í sumar sagði hann við mig: „Ég sé ykkur þegar ég kem suð- ur“; en af þeirri ferð varð aldrei, en ég veit að þú munt heimsækja okkur þótt á öðrum vettvangi verði. Ég man hvað það var gaman þegar við fórum saman í Fljótavík sumar- ið 1993, þar sem þú þekktir hverja þúfu. Ég mat það mikils hvað þið Munda voruð góð við börnin okkar þegar við komum vestur, sögðu þau alltaf Geiri afi og Munda amma. Regína mín, sem er búsett í Banda- ríkjunum, saknar þess að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Elsku Dóri, Gunnar, Líni, Helgi, Ásta, Baldi og Kalli. Megi minning- in um góðan föður ylja ykkur um ókomin ár. Ég og fjölskylda mín kveðjum góðan frænda. Július Högnason og fjölskylda. ÁRNIPÉTURSSON tÁrni Pétursson fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1941. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 9. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 18. október. Fyrstu kynni mín af Árna urðu fyrir fímm árum. Fyrir framan mjólkursöluna í Hlíðaskóla. Ég var þá ellefu ára óþekktarormur, hann kennari í gagnfræðideildinni. Eitt- hvað var ég að gera sem féll í grýtt- an jarðveg hjá aðstoðarskólastjór- anum, þ.e.a.s. Árna, og biður hann mig um að fylgja sér. Þau voru þung skrefin fyrir ellefu ára pjakk að þurfa að elta Árna eins og lítið lamb heilan skóladag, sitja kennslustundir eldri nemendanna og fylgja honum hvert fótmál þar til hann segði að ég mætti fara heim. Þessi sérstaka refsing verður mér alltaf minnis- stæð. En innst inni vonaðist ég mik- ið til að fá Árna sem kennara. Og sú varð raunin. Hann kenndi okkur íslensku í 9. og 10. bekk. Það var alltaf gaman í tímum hjá Árna. Maður sá að hann hafði gaman af kennslunni, til að mynda las hann alltaf nöfnin upp syngjandi, kenndi utanbókarreglur syngjandi og alltaf ljómaði af honum. Síðasta veturinn minn í Hlíðaskóla var Árni skólastjóri. Hann var góður skólastjóri, bar mikla virðingu fyrir nemendum og þeir fyrir honum. Hann var tillitssamur, mikill grínari og lét alla hluti innan skólans skipta sig máli. En það sem mestu máli skipti var að hann gat verið vinur Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku Geirmundur afí, nú ert þú búinn að fá þína hinstu hvíld og hún Regína amma hefur örugglega tekið vel á móti þér. Ég sé ykkur fyrir mér saman á ný, á einhveijum fallegum stað. Margar minningar skjóta upp kollinum þegar horft er til baka, þó er mér minnisstæðast þegar ég 6 ára gömul fór í fyrsta skipti að heimsækja ykkur vestur í Hnífsdal. Við fjölskyldan fórum sjóleiðina með Esjunni og var til- hlökkunin mikil. Mikið var maður nú hissa að sjá stóru, háu fjöllin og litla húsið ykkar sem stóð alveg niður við sjóinn. Svo liðu árin, þú keyptir þér bfl og komuð þið oft keyrandi til okkar í Sandgerði og dvölduð hjá okkur í nokkra daga. Þá tvo vetur sem ég var í skóla á ísafírði var alltaf gott að koma á Strandgötuna til ykkar, yfírleitt kræsingar á borðum, því hún amma var snillingur að baka góðar kök- ur. Gaman var að hlusta á þig segja sögur úr Aðalvík og Fljótavík, það- an sem þið voruð ættuð og bjugguð ykkar fyrstu búskaparár. Fannst þér að við ættum öll að fara þang- að og uppiifa dýrðina og skipulagð- ir þú ferð þangað með alla fjöl- skylduna sumarið 1973 sem var mjög ánægjuleg þrátt fyrir rok og rigningu. Þú varst heljarmenni, dáðir að vinna og þú reistir mörg hús, bæði hér í Sandgerði og fyrir vestan, dundaðir löngum á verkstæðinu þínu en gafst þér alltaf tíma fyrir heimilið og rósirnar í gróðurhúsinu þínu. Elsku afí minn, ég veit þér líður vel þar sem þú ert núna, í garði þeirra rósa sem aldrei fölna. Hvíl þú í friði. Hrafnhildur Geirsdóttir. í dag er kvaddur góður vinur minn og frændi Geirmundur Júlíus- son. Hann fór ársgamall í fóstur til afa síns og ömmu, Geirmundar Guðmundssonar og Sigurlínu Frið- riksdóttur. Var hann borinn í poka frá Fljótavík yfir Tunguheiði og Kjöl yfír í Stakkadal í Aðalvík. Þar var hann í tvö ár, eða þar til hann flutti með þeim að Borg í Skötu- fírði og átti heima þar næstu tvö árin. Þá flytja þau norður að Atla- stöðum í Fljótavík. Þangað fara þau með búslóð sína og svartan hest á þriggja og hálfs tonna báti sem hét Hlöðver og var í eigu Friðriks Magnússonar á Látrum, var bátur þessi með fyrstu vélbátum þar norður frá. Þegar þau komu að Atlastöðum voru tvær fjölskyldur með sömu baðstofuna og þótti Geir- mundi hún mjög stór. Afi hans byggði sér fljótlega lít- ið hús sem kallað var Geirmundar- bær og þar áttu þau heima þar til Geirmundur eldri lést, árið 1921, en þá flutti Geirmundur til foreldra sinna. Skólaganga Geirmundar var allra nemenda, óþekktarormanna líka. Eftirminnilegast er þó lokaferða- lag 10. bekkjarins til Vestmanna- eyja, þar sem Árni lék við hvern sinn fingur. Hann söng og trallaði, sagði sögur og var einhvern veginn svo fullkomlega einn úr hópnum. Ábyggilega allir sem fóru í þessa ferð muna eftir bröndurunum í rút- unni á leiðinni heim, en munið krakk- ar, leyndarmál eru leyndarmál. Það var síðan á skólaslitunum í júní síðastliðnum fyrir framan mjólk- ursöluna í Hlíðaskóla sem hann gekk til mín, tók þéttingsfast í höndina á mér og óskaði mér góðs gengis í líf- inu. Ég þakkaði fyrir og kvaddi hann. Við viljum votta eiginkonu Árna, bömum og ættingjum og öllum þeim er Árna þekktu samúð okkar. Hvíl þú í friði. Fyrir hönd 10. bekkja veturinn 1995-96. Hannes Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.