Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ' Matur og matgerð Bakið brauð og sparið Kristín Gestsdóttir segist hafa gaman af að baka brauð og spari mikið með því. Þótt heimilið sé ekki stórt má baka stór brauð og setja í frysti. VARLA hefur það farið fram hjá neinum að hér a.m.k. sunnanlands hefur verið ein- muna blíða. Haustið hefur farið hjá garði, ef svo má segja, og nákvæmlega ein vika í fyrsta vetardag þegar þetta er skrifað laugardaginn 19. október. Hér hefur einmana hrossagaukur verið á vappi sem neitar að trúa að sumarið sé liðið. Hann ætlar líklega að hafa hér vetursetu. í morgun þegar ég gekk niður á veg til að sækja Morgunblaðið sat músarrindill á hliðinu og söng sumrinu dýrð og mér fannst hann segja: „Hér er hvorki hrímkalt haust né horfin sumar- blíða.“ Ekki hefur sést til músar- rindils hér síðan snemma í sum- ar, en þessi litli bústni hnoðri með þverskorið stél er sá feg- ursti og ljúfasti fugl, sem ég get hugsað mér. Þegar ég gekk inn í eldhúsið mætti mér ilmur af nýbökuðu brauði, en ég hafði lagt í brauðið kvöldið áður og látið það hefast yfir nóttina. Mjög auðvelt er að baka brauð, nú fæst fíngert perluger bæði í litlum og stórum pakkningum, en það má setja beint út í mjölið og ekki þarf að láta brauðið lyfta sér tvisvar. Það er þó tvennt sem þarf að hafa í huga, þegar ger- brauð er bakað en það er að deigið sé lint og vökvinn ekki of heitur. Hann má alls ekki fara yfir 40°C, þá drepst gerillinn. Ef þessa tvenns er gætt mis- heppnast brauðið aldrei. Ég hefi oftast þann hátt á að blanda til helminga kaldri mjólk og heitu hitaveituvatni úr krananum. Hér á eftir eru tvær brauðuppskrift- ir. Aðferðin við báðar tegundirn- ar er hin sama. Ef ekki eru til allar þær mjöltegundir sem fara eiga í brauðin, má bara nota ein- hveija aðra tegund í staðinn. í stað púðursykurs má nota strá- sykur og í stað mólassa má nota hunang eða síróp. Mólassi er dökkbrún sykurkvoða, sem verð- ur til þegar sykur er unninn úr sykurreyr. í honum eru ýmis steinefni. Hann fæst í heilsufæðisbúðum. Brauð I með sesam- fræi og púðursykri 10 dl hveiti 4 dl heilhveiti 2 dl hveitiklíð 1 dl sesamfræ 2 msk. púðursykur 1 tsk. salt 2 msk. fínt þurrger 'A dl matarolía 2 ‘A dl köld mjólk 2 'A dl vel heitt vatn úr krananum !A eggjarauða + 1 tsk. vatn Brauð II með sól- blómafræi og mólassa 12 dl hveiti 6 dl heilhveiti 2 dl haframjöl 1 dl sólblómafræ 1 tsk. salt 2 msk. fínt þurrger ‘A dl matarolía 2 msk. mólassi 3 ‘A dl vel heitt vatn úr krananum 3 'h dl köld mjólk ‘A eggjarauða + 1 tsk vatn Aðferð við bæði brauðin: 1. Setjið allt mjöl, fræ, ger, salt, sætuefni og olíu í skál. 2. Blandið saman kaldri mjólk og heitu vatni og setjið út í. Hrærið deig með sleif eða í hrærivél. 3. Skiptið hvoru deigi í tvennt, mótið tvær aflangar lengjur úr hvoru deigi. Fletjið örlítið út með kökukefli, vefjið upp langsum. Leggið brauðin á bökunarplötu, samskeytin snúi niður. Leggið stykki yfir og látið lyfta sér á borð- inu í minnst 1 klst. eða í kæljskáp í 12 klst. 4. Hitið bakaraofn í 200°C, blást- ursofn í 180°C. 5. Penslið brauðin með eggja- rauðuvatninu, stráið sólblóma- eða sesamfræi yfir. Skerið rifur í brauð- in með beittum hnífí, setjið pötuna í miðjan ofninn og bakið í um 30 mínútur. 6. Leggið hreint stykki yfir brauðin meðan þau eru að kólna. Athugið: Gott er að setja skál með vatni á botn bakara- ofnsins, þegar brauð er bakað. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Að gefnu tilefni MORGUNBLAÐINU barst bréf frá aðila sem ekki treysti sér til að setja nafn sitt undir það. Yfirleitt er slíkum bréfum ekki sinnt, en þar sem höfundur þess efast m.a. um þekkingu umsjónarmanns krossgátu blaðsins á íslensku máli er nauðsynlegt að hið rétta komi fram. í bréfínu stendur m.a., orð- og stafrétt: „Þann 27. september s.l. var m.a. þetta: 19 lóðrétt - skurð- brúnin. Næsta dag kom svo skýringin og var hún svona: eggin! Talað er um ijallsegg, hnífsegg osfrv. en að skurðbrún sé egg, er ámóta og að halda því fram, sem er í sömu kross- gátu, þ.e. 19 lárétt: spjör, og skýringin er skv. blað- inu 28. sept. ílepp! Hvenær hefur íleppur verið kölluð spjör í íslensku máli? Eru þá skóreimar spjarir? eða eru menn íklæddir íleppum?" í Orðabók Menningar- sjóðs stendur þetta:_ egg: skurðbrún á bitjárni. ílepp- ur: barði, spjör, leppur sem er lagður inn í skó... Vill blaðið þurrt ÁSKRIFANDI hringdi og bað Velvakanda fyrir þau skilaboð til blaðburðar- fólks, að hann yrði ákaf- lega þakklátur ef það vildi stinga Mogganum alveg inn um blaðalúguna svo hann blotnaði ekki i slag- viðrinu. Honum finnst leið- inlegt að lesa blautt blað. Einnig sagðist hann glaður láta útiljósið loga til að létta þeim verkið. Tapað/fundið Úr tapaðist FÍNGERT gamalt kven- gullúr með keðju tapaðist á leiðinni frá MH niður í bæ fyrir nokkrum dögum. Úrið er ekki mjög verð- mætt en það er ættargripur og hefur mjög mikið tilfinn- ingagildi fyrir eigandann. Hafí einhver fundið úrið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-0563 eða 569-1287. Guðný. Lýst eftir hjóli GULT OG blágrænt fjalla- hjól af gerðinni Falcon Hi-Trail hvarf frá Norður- brún. Viti einhver um hjól- ið er hann beðinn að hringja í síma 568-8134. Símboði tapaðist SÍMBOÐI af gerðinni Motorola tapaðist á svæði 101 í Reykjavík föstudag- inn 17. október sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561-2321. Fundarlaun. Myndavél tapaðist PENTAX-myndavél tap- aðist á Þingvöllum föstu- daginn 4. október sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 552-1325. Gæludýr Míró er týndur MÍRÓ er steingrár köttur með bláa hálsól. Hann fór að heiman þann 10. októ- ber sl. og hefur ekki sést síðan. Hann er eyrna- merktur „R-5205“. Hafi einhver séð hann er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 586-1166 eða 892-6828. Kettlingur ÓSKA eftir kettlingi, helst svartri læðu. Upplýsingar í síma 587-6413. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp í síðustu umferðinni á Fontys mótinu í Tilburg í Hollandi, sem lauk í vikunni. Anatólí Karpov (2.775), FIDE— heimsmeistari, hafði hvítt og átti leik, en Ungveijinn efnilegi Peter Leko (2.630) var með svart. Karpov fann eina vinningsleik- inn í stöðunni: 28. Hxh6! - Dxh6 29. De3! og Leko gafst upp því hann á ekki viðunandi vöm við hótuninni 30. Rf7 + og svarta drottningin fellur. Karpov gekk mjög illa í Tilburg og þessi árangur hans rétt dugði til að lyfta honum upp í miðjan hóp keppenda. Heimamenn kættust hins vegar yfír vel- gengi Pikets. Urslit urðu þessi: 1—2. Gelfand, Hvíta—Rúss- landi og Piket, Hollandi 7 v. 11 mögulegum, 3. Shirov, Spáni 6 'A v. 4—5. Van Wely, Hollandi og Leko, Ungveijalandi 6 v. 6. Karpov, Rússlandi 5'A v., 7. Ádams, Englandi 5 v., 9—11. Almasi, Ungveija- landi, Svidler, Rússlandi og Lautier, Frakklandi 4‘A v. 12. Júdit Polgar 4 v. • c d « f a h HVÍTUR leikur og vinn- Með morgunkaffinu MÁ ég eklá bíða aðeins lengur. Þetta er nefni- lega uppáhalds lagið mitt. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI tók eftir því í vik- unni að hellulagningarmenn borgarinnar voru önnum kafnir við að endurgera Óðinstorg. Víkveija skilst að þar eigi að gera nýtt, gjald- skylt bílastæði. Bílaþvaga hefur einkum sett svip á Óðinstorg undan- farna áratugi og þannig verður það sjálfsagt áfram þótt nýju hellurnar hressi vonandi aðeins upp á torgið. Víkveiji vill hins vegar koma þeirri hugmynd á framfæri að einn dag í viku, til dæmis á laugardög- um, verði bílarnir útilokaðir frá torginu og það gegni í staðinn því hlutverki, sem það gerði fyrr á öld- inni, en þá var það fiskmarkaður Reykvíkinga. Fisksalar röðuðu sér á torgið og seldu fiskinn úr hand- vögnum og hjólbörum. Víkveiji er handviss um að þetta myndi lífga upp á bæinn og verða jafnt Reyk- víkingum sem ferðamönnum til ánægju. Margir hefðu gaman af að kaupa í soðið beint af fisksalanum eða jafn- vel trillukarlinum, í stað þess að standa við ópersónulegt fískborð í stórmarkaði og benda á freðýsuleg fískstykki. Auk þess er það auðvitað hneyksli að hafnarborgin og verstöð- in Reykjavík eigi engan almennileg- an útifiskmarkað, þar sem neytend- ur geta keypt í soðið. XXX NÚ ER ijúpnaveiðitímabilið haf- ið og fyrstu ijúpnaskytturnar búnar að týnast fyrir eigin kjána- skap, með ærnum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur. Aukinheldur ber- ast fréttir af því að ijúpnaveiðimenn aki utan vega og spilli gróðri og skjóti jafnvel úr bílununi. Er þá staða ijúpunnar orðin næsta von- iaus, en leikurinn var ójafn fyrir. Sjálfsagt eru það fáeinir svartir sauðir, sem koma óorði á hjörðina, en þetta er slæmt fyrir ijúpnaveiði- menn og bendir til að of litlar kröf- ur séu gerðar til þeirra, sem fá afhent byssuleyfi frá stjórnvöldum. Víkveija finnst að ijúpnaskyttur, sem verða uppvísar að vítaverðu kæruleysi - eins og að halda til Qalla án þess að láta vita af ferðum sínum eða að gerast sekar um land- spjöll - ættu ekki að halda leyfinu. ÍKVERJA er þó hlýrra til ijúpnaskyttnanna en skáldinu Tómasi Guðmundssyni, sem orti í Minningarljóði um Stubb, sem er öðrum þræði erfiljóð um hund en einnig beitt gagnrýni á meðferð mannanna á dýrunum: Senn hjúpast land vort hvítum jólasnjó, svo hvergi eygja skjói né mosató þau börn vors lands, sem þyngstan vetur þreyja og þolgóð sína lífsbaráttu heyja. Og helgi fyllist hjarta kristins manns við hugsunina um fæðing lausnarans, en hinum er það hugleiknast að velja sér hátíð ljóssins til að myrða og kvelja. Og níðingarnir æða upp um Qöll og eftir skilja blóði drifna mjöll. En undir kvöld þeir átt og stefnu glata og enga vegu heim þeir framar rata. Og næstu daga í dauðaleit sig býr mörg dáðrík sveit, en tómhent aftur snýr. Því satan er oft handfljótur að hirða þau hrakmenni, sem lífið einskis virða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.