Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C ffrttnnHafeifr STOFNAÐ 1913 245. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 26. OKTOBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússland Varað við upplausn í hernum Moskvu. Reuter. ÍGOR Rodíonov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í gær, að yrði ekki ráðin bót á ástandinu innan hersins gæti það leitt til alvarlegra atburða. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði í gær æðstu embættismönnum að leggja valdabaráttuna á hilluna og sagði, að kominn væri tími til, að þeir létu hendur standa fram úr ermum í starfi sínu. Jeltsín, sem fer í hjartauppskurð í næsta mánuði, var óvenju örugg- ur í útvarpsávarpi, sem hann flutti í gær. Hann lagði áherslu á, að hann ætlaði sér að sitja út kjör- tímabilið. „Það er komið nóg af baktjalda- makkinu þar sem hver reynir að skara eld að eigin köku. Afleiðing- in er sú, að við erum að tapa tíma og trausti fólksins," sagði Jeltsín. Hermenn betla á götunum Viðvörun varnarmálaráðherr- ans er aðeins ein af mörgum en ástandið í rússneska hernum er nú orðið þannig, að óbreyttir her- menn eru farnir að betla á götum úti og margir foringjanna eru komnir í annað starf með her- mennskunni. „Leiðtogar Rússlands og samfé- lagið allt verða að gera sér grein fyrir, að fjársveltið er að ýta hern- um út á ystu brún og getur leitt til atburða, sem enginn fær við ráðið," sagði Rodíonov. AR ER liðið frá því snjóflóð f éll á Flateyri og tuttugu manns fór- ust. Er þetta eitt mannskæðasta snjóflóð aldarinnar. Ýmsar framkvæmdir standa yfir á staðnum, meðal annars við snjó- flóðavarnir og nýjan leikskóla, en Magnea Guðmundsdóttir, fyrrverandi oddviti, segir að uppbyggingin hef ði mátt ganga hraðar. I dag klukkan 14 verður Ár liðið frá því að snjó- flóðið féll á Flateyri afhjúpaður minningarskjöldur um þá sem létust og kyrrðar- stund verður í Flateyrarkirkju í kvöld klukkan 21. í dag klukkan 17 verður einnig minningarguðs- þjónusta í Neskirkju í Reykjavík. Undanfarna daga hafa Flateyr- ingar undirbúið daginn og var Morgunblaðið/Golli myndin tekin þegar Eggert Jónsson og Guðjón Guðmunds- son, sem báðir misstu nána ætt- ingja í flóðinu, festu minningar- skjöldinn á stein við Flateyrar- kirkju. Steinninn var sóttur upp í mitt fjall en þangað hafði snjó- flóðið borið hann. ¦ Skilur eftir djúp/14 ¦ Ekki kom til greina/30 Thorbjorn Jagland skipaður forsætisráðherra Noregs Boðar aðhald til að hemja verðbólgu Ósló. Reuter. THORBJ0RN Jagland, leiðtogi Verkamannaflokksins, tók í gær við embætti forsætisráðherra Noregs af Gro Harlem Brundtland, tæpu ári fyrir næstu þingkosningar. Jagland myndaði nýja stjórn og kvaðst ætla að framfylgja sömu stefnu og Brundtland en boðaði breytingar á frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár til að geta knúið það fram á þing- inu, þar sem Verkamannaflokkurinn er í minnihluta. Litið er á afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins sem fyrsta prófsteininn á styrk nýju stjórnarinnar. Stjórnar- andstæðingar úr röðum hægrimanna og vinstrimenn í Verkamanna- flokknum hafa lagt fast að forystu- mönnum flokksins að nota olíuauð- inn til að auka útgjöldin. Jagland sagði nauðsynlegt að breyta forgangsröðuninni í fjárlaga- frumvarpinu, auka útgjöldin til ákveðinna málaflokka en lækka þau á öðrum sviðum. Hann ítrekaði hins vegar að efnahagsstefnunni yrði ekki breytt í meginatriðum. „Stefna þessarar stjórnar í félagslegum vel- ferðarmálum byggist fyrst og fremst á því að halda verðbólgunni í skefjum til að stemma stigu við atvinnu- leysi," sagði hann. Áætlað er að tekjuafgangur norska ríkisins á næsta ári verði 40,9 milljarðar norskra króna, um 410 milljarðar íslenskra, en stjórnin hyggst halda aðhaldsstefnu sinni til streitu til að koma í veg fyrir mikla verðbólgu. Sjö nýir ráðherrar Haraldur Noregskonungur skip- aði Jagland og ráðherra hans á sér- stökum fundi ríkisráðsins í kon- Reuter GRO Harlem Brundtland óskar eftirmanni sinum sem forsætis- ráðherra Noregs, Thorbjern Jagland, til hamingju eftir að hann tók við embættinu í gær. ungshöllinni eftir að hafa samþykkt afsagnarbeiðni Brundtland. Sjö ný nöfn eru í stjórn Jaglands og fjórir ráðherrar í fyrri stjórn skipta um ráðuneyti. „Við fáum bæði reynslu og end- urnýjun í stjórnina," sagði Jagland. „Stefnan verður sú sama en ég hygg að ég hafi hér sveit sem getur farið út og hlustað á fólkið." ¦ Ný ríkisstjórn í Noregi/22 0 I fangelsi fyrir skrif um forseta Búkarest. Eeuter. TVEIR rúmenskir blaðamenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa rægt Ion Iliescu, forseta Rúmeníu og haldið því fram að hann hafi eitt sinn verið á mála hjá sovésku leyni- þjónustunni KGB. Mennirnir tveir, Sorin Rosca Stanescu, stjórnandi dagblaðs- ins Ziua, og Tana Ardeleanu, blaðamaður á sama blaði, voru einnig sviptir borgaralegum réttindum og mega ekki starfa í atvinnugrein sinni. Stanescu og Ardeleanu halda fast við fréttir sínar um Iliescu og ætla að áfrýja dómnum. Ákæruvaldið mæltist til þess að mennirnir yrðu dæmdir í sex mánaða fangelsi hvor, en dóm- aranum í málinu fannst það heldur vægt og dæmdi Stan- escu í árs fangelsi og Ardeleanu í 14 mánaða fangeísi. Rúmenar ganga til forseta- kosninga í nóvember og sam- kvæmt skoðanakönnunum bendir allt til þess að Iliescu verði endurkjörinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.