Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.10.1996, Blaðsíða 24
Drattning rnhókú- LÚÐVÍK XV varð konungur fjórtán ára. Ungur kvæntist hann Maríu Les- czeinsku, dóttur Stanislas fyrrum Pólverjakonungs, drottningin var sex árum eldri en kon- ungur. Fyrsta áratug hjónabandsins ól María bónda sínum tíu böm. Pá var hún farin að láta mjög á sjá, en konungurinn var í blóma lífs- ins, óvenjulega fríður sýnum og glæsilegur. Sneri hann þá baki við konu sinni og tók að hafa opinberar hjákonur. Jeanne Antoniette Possion d’Eti- oles kom til sögunnar 1745. Hún átti eftir að verða frægust franskra stjórnmálakvenna á 18. öld. Hún var af borgaralegum ættum og gekk undir nafninu markgreifafrú Pompadour frá 1745. Til dauðadags, 1764, hélt þessi gáfaða ævintýra- kona vináttu og trúnaði konungs, þótt ástarbríminn væri löngu horf- inn. ísmeygileg ijúf- mennska Hún lét menningarmál til sín taka svo um munaði og gerðist vemdari fjölda listamanna, skálda og menntamanna og styrkti þá með fjárframlögum. Mest var henni fundin til foráttu taumlaus eyðsla og bmðl almannafjár í skrauthallir, listmuni og skrúðgarða. Sagt var að hún hefði kostað franska ríkið 36 milljónir lívra meðan Sjö ára stríð kostaði 1.350 milljónir lívra. í þessum þætti fjallar Sigríður Ingvarsdóttir um Madame de Pompadour drottn- ingu rókókóstílsins /id Signu sem hafði sérstakt dálæti á postulíni Madame de Pomadour var oft sögð drottningar- legr löngu áður en nokkurn renndi grun í hver upphefð átti fyrir henni að liggja. Hvað var það sem gerði hana að einni áhrifamestu konu Frakklands á 18. öld? Hún bjó yfir fegurð, mýkt og fágun. Gædd ísmeygilegri ljúfmennsku sem hún beitti óspart ef því var að skipta til að laða fólk til sín. En það sem gerði hana að óvenjulegri konu voru óræðir persónutöframir. Það sem henni varð ágengt minnir helst á kenningu Pascals sem orðar það svo, að ef vinna eigi aðra á sitt mál skipti meiru að þeim falli við mann- inn sjálfan sem á málinu heldur, en við rök hans. Jean Antoniette Possion, síðar kölluð Mme de Pompadour, fæddist 1721 í útjaðri Parísar. Tvítug að aldri var hún gefin ungum aðals- manni, Le Normant d’Etioles, þau eignuðust eina dóttur, Alexandrínu. Hjónabandið var óhamingjusamt. Franskur kvenrithöfundur hefur sagt, að París væri eini staðurinn í Evrópu þar sem fólk gæti lifað án hamingju. Töfrar þessarar borgar, hinar ríku sögulegu erfðir hennar, fegurðin og fleira sem hugann gleð- ur hefur orðið mörgu fólki huggun í óhamingjunni. Svo varð einnig um Jean Antoniette. Hún vár tíður gestur í samkvæmissölum hinnar menntuðu borgarastéttar og kynnt- ist mörgum andans mönnum París- ar, eins og Voltaire og Montesquieu. $ ípÆ íTM • ■ Ríkinu dyr D MÁLVERK af Madame de Pompadour (1759) eftir Francois Boucher. □ VASI frá Sévres, 1760 Q KÍNVERSKT postulín, Qing dynasty, 1750. Q SYKURKER frá Meisen, 1730. □ SKATTHOL í stíl Lúðvíks XV, frá 1760 eftir Jean Francois Lel- eu sem starfaði hjá Jean Oeben, einum frægasta hand verksmanni á 18. öld. Hérna er farið að bera á einfaldari línum. Árið 1745 lágu leiðir hennar og Lúðvíks XV konungs fyrst saman á grímuballi og ekki leið á löngu að hún flutti til Versala þar sem hirðin bjó. Konungur aðlaði hana og nefndi hana markgreifafrú Pompadour. Hirðlífð í Versölum var heimur út af fyrir sig. Hirðin hafði eigin siði, venjur og látbragð og þar töluðu menn sérstakt tungumál, því loðn- ara því betra. Fyrstu árin voru henni mikilsverður undirbúnings- og reynslutími, þó stirðnaði hún aldrei í stífum hefðum hirðai-innar. Franskar listir höfðu aldrei staðið í jafn miklum blóma og á þessu tímabili. Um miðja 18. öld fór áhuga á klassískum minjum að gæta. Hús- gögn og húsbúnaður urðu einfaldari. Fyrstu húsgögn í stíl Lúðvíks XV voru smíðuð fyrir Mme de Pompa- dour enda hafði hún ósvikinn áhuga og vit á fógrum listum. Ástríða hennar á húsum, híbýlaskreytingum og húsbúnaði og að flytja frá einum stað til annars varði svo árum skipti. Hún lét endurhanna hinar ýmsu Glæsilegasta höllin var Chateau de Bellevue við Signu. Árið 1748 var hafist þar handa og reis á örfáum árum með ævintýralegum tilkostn- aði hreinræktaðasti varði franska rókókóstílsins. Um átta hundruð iðnaðarmenn störfuðu þar í tvö ár og verkið kostaði franska ríkið um tvær og hálfa milljón lívrur. Húsa- meistarinn, Lassurance, annaðist yfirumsjón með verkinu, en sjálf sagði hún fyrir um hvert smáatriði. Franskir listamenn í fremstu röð lögðu hönd á plóginn, myndhöggv- arar og málarar að ógleymdum list- iðnaðarmönnum sem lögðu til hús- gögn af bestu gerð, málverk og hvers kyns skreytingar. í bréfi til bróður síns sagði hún um Chateau de Bellevue: „Cést la plus jolie habitation du monde avec la plus grande simplicité. “ Hún gerðist ötull listaverkasafn- ari eins og hallir hennar báru vitni um. Listmunasafn hennar ein- kenndist af ótrúlegri listrænni fág- un og fjölbreytni. Fullvíst er að safn hennar hafi verið stærsta og glæsi- legasta einkasafn fyrr og síðar í heiminum. Einkum hafði hún mikið dálæti á postulíni, hús- gögnum og málverkum. Bókasafn hennar var einnig geysimikið að vöxtum og gæðum. Hún las jafnan mikið og hafð yndi af sígildum bókmennt- um, sagnfræði og tónlistarsögu. Eftir dauða hennar tók það átta mánuði að selja listmuni hennar á uppboði. Ástin á vaidum Dálæti hennar á postulíni varð til þess að henni var það mikið metnað- armál að Frakkar næðu sömu gæðum í postulínsframleiðslu og þekktist í KÍna og Meisen. Kínverj- ar höfðu í margar aldir farið með kunnáttu sína í postulínsfram- leiðslu sem hemaðarleynd- armál. Postulínið kom í staðinn fyrir brenndan leir. Það var ekki fyrr en í byrjun 18. aldar að Böttinger kom á fót í Meisen fyrstu postulínsbrennslunni í Evr- ópu. Hann notaði fyrst í stað kín- verskar fyrirmyndir og framleiðslan hefur allt til okkar dags haldið nokkru af þeim einkennum. Hún fékk konung til að flytja frönsku postulínsverksmiðjumar Vincennes, St. Cloud og Chantilly til Sévres rétt við höll sína í Bellevue þar sem hún hafði yfimmsjón með fram- leiðslunni. Sévres varð konungleg postulíns- brennsla og konungur lagði ómælda fjármuni í reksturinn og bestu lista- menn Frakklands voru fengnir til starfa þar. Árið 1756 var svo komið að postulínið írá Sévres var talið standa jafnfætis Meisen postulíni. Sévres postulínið einkenndist af yndislega löguðum formum og for- kunnarfógmm litum; lapis blár, túrkis, emerald grænn og frægi ljós- rauði liturinn sem gekk undir heit- inu rose Pompadour. Á hverju ári seldi hún hirðinni í Versölum postu- línframleiðslu sína en mestu dýr- gripunum hélt hún fyrir sig. Ef hall- ir og listmunir Mme de Pompadour hefðu ekki verið eyðilögð í bylting- unni hefði hennar safn verið veru- legt framlag til franska þjóðararfs- ins. Þegar til kastanna kom var ást Madame de Pompadour á völdum og stjómmálaraunsæi hennar þyng- ri á metunum en margt annað. Grár vemleikinn kenndi henni að héldi hún ekki vináttu konungsfjölskyld- unnar hefði veldi hennar hranið á svipstundu. Ýmislegt reyndist henni andstreymt, dótturmissir einka- bamsins Alexandrínu tók mjög á hana. Mikinn hluta ævi sinnar var hún heilsuveil og á ýmsu gekk á í lífi hennar. En hvernig sem allt veltist lét hún ekki deigan síga og risti dýpra plógfar í sögu Frakklands en nokkur önnur kona á 18. öld. 24 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ skrauthallir sem konungur færði henni að gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.